Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 26
mannlíf 26 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ekki að ófyrirsynju að þessi staður er á lista yfir sjö víti veraldar. Ekki er vitað með vissu hversu margar fjölskyldur búa á ruslahaugunum í Managua en borgarómyndin á nafn og kallast La Chureca. Íbúafjöldinn breytist frá einum tíma til annars en varlega áætlað er talið að um 2.400- 5.000 manns búi á jaðri hauganna. Þar hafa þeir hróflað upp hreysum með bárujárnsplötum, umbúða- pappa, krossviði og plasti. Kastað á haugana Fyrir sárafátækt fólk í Níkaragva án atvinnu og án peninga er búseta á öskuhaugunum ef til vill illskásta úr- ræðið til að halda lífi. Þrauka. Þar er hægt að finna fataleppa og matar- afganga og þar er enginn sem rukk- ar um leigu, engin fasteignagjöld, engir rafmagns- eða vatnsreikn- ingar. Reyndar heldur engin mann- leg reisn eða að minnsta kosti lítil. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að samfélagið hafi kastað þessu fólki á haugana eins og hverju öðru sorpi. Sjö daga vikunnar frá því árla dags og fram í myrkur er leitað að einhverju verðmætu, áldósum og flöskum og öðru dóti sem má selja til endurvinnslu. Þá daga sem ekki er unnið er heldur ekkert borðað. Lífsgæði er hugtak sem á alls ekki við um La Chureca. Heilsugæsla er Borgin á haugunum – La Chureca Ruslahaugarnir í Managua eru risavaxn- ir. Þar eru fjöll af úr- gangi og haugarnir ná yfir mörg hundruð fer- kílómetra á fögrum stað skammt frá sögu- frægum hluta höf- uðborgarinnar á bökk- um Managua-stöðu- vatnsins. Ljósmyndir Gunnars Salvarssonar sýna að fegurðin er löngu horfin. Ekki að- eins í reyk, svækju og óþef heldur miklu fremur í líflausum aug- um og steinrunnum, sótugum andlitum fólks sem þarf að kalla haug- ana heimili. Íbúi á haugunum Ung stúlka sem býr í borginni á haugunum í Managua. Leikur Börnin leika sér í sólinni, sótsvört og kámug frá toppi til táar. Öldungur „Hér þjáist fólk af öllu sem hægt er að þjást af, ég hef séð of mik- ið á langri ævi og vil deyja,“ sagði þessi öldungur, 103 ára. Æskan Steinrunnið andlit og köld augu, ungur drengur í La Chureca Betl Algeng sjón í La Chureca, ung kona biður um peninga eða mat. Þefa fyrst, borða svo Ungar stúlkur úr höfuðborginni koma á haugana í leit að einhverju ætilegu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.