Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 27

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 27 Sumar 2008Fífunni í Kópavogi 4.–6. apríl 2008 Upplifðu sumarið með okkur á sýningunni í Fífunni 4.-6. apríl! Kynningar, fræðsla og skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýningin er opin sem hér segir: Föstudag 4. apríl kl. 16:00 – 19:00, laugardag 5. apríl kl. 11:00 – 19:00 og sunnudag 6. apríl kl. 11:00 – 18:00 Tugir sýnenda, hundruð áhugaverðra hluta og þúsundir hugmynda Málþing um nýja sjónvarpstilskipun ESB Menntamálaráðuneyti efnir til málþings um nýja tilskipun ESB um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu. Íslensk stjórnvöld þurfa að innleiða tilskipunina fyrir lok árs 2009. Á málþinginu verður fjallað um helstu þætti tilskipunarinnar, fyrirsjáanlegar breytingar á lögum auk þess sem hagsmunaaðilar munu ræða málin í pallborði. Málþingið verður haldið í Þjóðminjasafninu kl. 13.00 þann 10. apríl n.k. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. DAGSKRÁ 13.00 Menntamálaráðherra flytur opnunarávarp. 13.15 Oliver Schenk frá framkvæmdastjórn ESB fjallar um tilskipun 2007/65/EBE og svarar spurningum. 14.15 Karl Axelsson, hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands fjallar um fjölmiðlalöggjöf hér á landi. 14.30 Kaffihlé. 14.50 Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti fjallar um ákvæði er varðar auglýsingar í tilskipuninni og kynnir niðurstöður kannana á auglýsingum og viðhorfum til breytinga á auglýsingalöggjöf í íslensku sjónvarpi. 15.30 Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, fjallar um verkefni, sem unnið hefur verið að, um að takmarka markaðssókn gagnvart börnum. 15.45 Pallborðsumræður þar sem fjallað er um nýja tilskipun ESB undir stjórn Benedikts Bogasonar, formanns útvarpsréttarnefndar. Í pallborði verða Ari Edwald, forstjóri 365, Páll Magnússon, útvarpsstjóri, Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í men ntamálaráðuneyti og Elva Björk Sverrisdóttir, stjórnarmaður í Blaðamannafélagi Íslands og blaðamaður á Morgunblaðinu. Menntamálaráðuneyti, 6. apríl 2008. menntamalaraduneyti.is Oliver Schenk Karl Axelsson, hrl. Elfa Ýr Gylfadóttir Margrét María Sigurðardóttir Menntamálaráðherra Bústaðir Íbúarnir á haugunum koma sér upp hreysum úr bárujárns- plötum, krossviði og umbúðapappa. Fjölskylda Okkur var boðið inn á svæði þar sem tveir bræður og fjöl- skyldur þeirra búa í La Chureca. Á myndinni er eiginkona annars bróð- urins og fjögur börn úr báðum fjölskyldum. Höfundur er útgáfu- og kynning- arstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands en ljósmyndir hans frá þróun- arlöndum eru á sýningu í Fótógrafí á Skólavörðustíg 4 í Reykjavík. engin en sjúkdómar algengir, ekki síst öndunarfærasjúkdómar og önn- ur veikindi sem stafa af reykjar- stybbunni sem fólkið andar að sér daga og nætur. Vannæring er þekkt vandamál, eins húðsjúkdómar, nið- urgangur og bakteríusýkingar. Kyn- sjúkdómar eru algengir og stúlkur á öllum aldri selja sig fyrir smáaura. Margir ánetjast skóáburði og sniffa slík efni til að deyfa veruleikann og slá á svengdina. Rafmagn og renn- andi vatn er óþekktur munaður, hvað þá nútímaleg afþreying, sjónvarp, tölvur eða annað sem við teljum ranglega til nauðsynja. Hér býr fólk Óraunverulegt er að koma inn í þessa veröld á ægifögrum sólardegi og vera skyndilega eins og staddur á Hellisheiðinni í niðaþoku nema hvað hér er ekki þoka heldur reykur, skyggnið takmarkað og svækjan óskapleg, lifandi smáeldar á víð og dreif vegna metangassins undir niðri og kofaþyrpingar til beggja handa. Skyndilega birtist barn í fataræflum, berfætt innan um glerbrotin og svart í framan af ryki og skít – og þá áttar maður sig fyrst á því að hér býr fólk. Og það koma fleiri börn og fleiri kon- ur og fleiri karlmenn, öll óhrein í tötrum með vonleysi í augum. Samt má sjá vott af lífi í augum barnanna, einstaka bros meira að segja. Augljóst er að stór hluti íbúa La Chureca er börn. Átakanlegt að horfa upp á þau í þessum ömurlegu aðstæðum fátæktar, barnaþrælk- unar og fáfræði. Sagt er að jafnvel þótt börnunum bjóðist skólavist telja foreldrarnir sig þurfa á starfs- kröftum þeirra að halda við söfnun verðmæta eða í fæðisleit. Okkur þætti maturinn sem finnst á sorphaugunum í Managua ekki ætilegur en börnin í La Chureca og önnur börn úr borginni sem sökum fátæktar leita á haugana komast þó ekki upp með neina matvendni. Þau gera sér nánast allt að góðu. Þefa fyrst og borða svo ef lyktin er ekki því verri. En þau eru ekki ein um að leita sér að fæði, alls kyns fjórfæt- lingar, frá rottum upp í nautgripi, að ógleymdum gömmum og öðrum mis- fríðum fuglum himinsins eru í sömu erindagjörðum í þessu veraldarvíti: finna eitthvað til að seðja sárasta hungrið. Innar á svæðinu er handagangur í öskjunni, mörg hundruð manns á öll- um aldri með dulu fyrir vitum bíða átekta eftir að sorpbíll losi farminn og þegar það gerist er atgangurinn mikill. En fólkið berst ekki aðeins innbyrðis heldur blanda hrægammar og ferfætlingar sér í slaginn. Þegar um hægist er rótað áfram í haugnum í voninni um að finna eitthvað verð- mætt. Að horfa upp á þetta sjón- arspil, sem er í huga viðstaddra grimmur hversdagsleiki, er líkast því að vera lentur í svæsinni martröð. Sviðinn í augunum hverfur eftir skamma stund en aðrar minningar frá borg hauganna hverfa ekki. Viðurværið Hundruð íbúa Managua koma á degi hverjum á sorphaugana í leit að verðmætum. » Augljóst er að stór hluti íbúa La Chureca er börn. Átakanlegt að horfa upp á þau í þessum ömurlegu aðstæðum fátæktar, barnaþrælkunar og fáfræði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.