Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 28
ferðalög 28 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ I Það mun hafa verið í miðjumjúlí 1969, að við 28 Fáksmenn lögðum af stað austur í Vestur- Skaftafellssýslu með 99 hesta. Skyldu menn hittast mánudaginn 14. júlí hjá Kolviðarhóli um þrjú- leytið. Við Jón Ferdinand Björns- son (1929-1983) fulltrúi hjá Toll- stjóranum í Reykjavík urðum samferða frá Völlum á Kjalarnesi, þar sem Fákur hafði sumarhaga. Fórum við beint af augum, beina stefnu frá Bringum að Kolviðarhóli og komum þar á tilsettum tíma. Voru félagar okkar þar fyrir og eftir klukkutímahvíld var haldið áfram milli Hrauns og Hlíða áleiðis að Villingavatni í Grafningi, þar sem tryggð voru tjaldstæði. Ég var aftur á móti sóttur af vini mínum Guðna Guðbjartssyni (1916-2004) vélstjóra á Ljósafossi og gisti ég hjá þeim höfðingshjónum Guðna og Ragnheiði Guðmundsdóttur (1913- 1995). Þau voru kunnug mér frá fyrri Fáksferðum, m.a. Hólareið- inni 1966. II Næsta dag ók Guðni mér svoað Villingavatni og hélt síðan Fákshópurinn ásamt Ljósafoss- hjónunum af stað áleiðis að Skál- holti. Áð var á Neðra-Apavatni hjá þeim heiðurshjónum Ingibjörgu E. Magnúsdóttur ( f. 1923) og manni hennar Grími Ásmundssyni (1898- 1978). Síðan lá leiðin fram hjá Mosfelli og allt til Skálholts. Við sr. Guðmundur Óli Ólafsson (1927- 2007) sem var ritstjóri „Hestsins okkar“ höfðum verið kunningjar í nokkur ár ásamt meðritnefnd- armönnum mínum, þeim Einar E. G. Sæmundssyni (1917-1969) og Matthíasi Matthíassyni (1907- 1969). Hafði Guðmundur boðið mér að gista hjá sér í öllum Fáks- ferðum og þá ég það núna, en kona Guðmundar var Anna Guðrún Magnúsdóttir (1927-1987). Væsti ekki um mig á þessu höfðingsheim- ili og ekki var lakara að komast í bað eftir ryk dagsins. III Þriðji áfangi ferðarinnarvar Kirkjubær á Rang- árvöllum, en þar beið okkar far- arstjórinn Sigurður Haraldsson (1919-1998) hrossabóndi þar. Hafði hann ekki komist til að taka við fararstjórn, þar sem hann var að hjálpa bróður sínum við heyskap í Landeyjum. Tjölduðum við í túninu á Kirkjubæ og neyttum góðrar máltíðar hjá matráðskonunum í fylgdarbílnum, en honum stýrði Ís- leifur Kristberg Magnússon (1914- 1983) frá Fögruvöllum í Garðabæ. IV Fjórði áfanginn var svo aðGaltalæk, en þar festi Ísleif- ur bíl sinn í ánni og var fenginn veghefill til þess að ná bílnum úr ánni, en allt kom fyrir ekki. Hann haggaðist ekki fyrr en ég óð út í ána og sló af öllu afli í bílinn með svipu minni. Þá var nú hlegið held- ur betur, svo undir tók í fjöllunum. V Fimmti áfanginn var svo fráGaltalæk í Landmannahelli. Þetta er fremur stutt leið, yfir Sölvahraun og Nýjahraun að fara. Komum við í Landmannahelli síðla dags og tjölduðum þar. Er við vöknuðum um morguninn var held- ur kuldalegt um að litast, jörð al- hvít af snjó og aðstoðarmaður far- arstjóra Guðmundur Kristinn Agnarsson (1914-1989) með tognun í fæti, þannig að hann mátti vart í fætur stíga. Ég mun hafa komið í Landmannahelli 8 ára gamall, sum- arið 1935 með föður mínum og bræðrum. Komum við frá Fells- múla, þar sem við gistum hjá hin- um merka klerki, sr. Ófeigi Vigfús- syni (1865-1947), en hann hafði verið samstúdent afa míns, Har- aldar Níelssonar (1868-1928) í júlí 1890. Vorum við feðgar á heimleið frá Kirkjubæjarklaustri eftir að hafa riðið Skeiðarársand og gist í Skaftafelli. Hefi ég ritað um þá ferð í Eiðfaxa 9. tbl. 1984. VI Sjötti kafli ferðarinnar varsvo frá Landmannahelli í Landmannalaugar. Á þeirri leið er eitt fegursta vatn landsins, Frosta- staðavatn, en austan við það eru Landmannalaugar og riðum við nokkrir félaganna að sæluhúsi því, sem þá var í smíðum, yfirsmiður Páll Pálsson. Tjáði hann okkur, að það væru skýr fyrirmæli frá Nátt- úruverndarráði, að ekkert hross mætti koma inn á Laugasvæðið, það myndi valda óbætanlegu tjóni. Okkur þótti þetta vera heldur kaldar kveðjur eftir snævi þaktan morguninn í Landmannahelli. Varð ég fyrir svörum og mælti: „Viltu skila því til Náttúruverndarráðs, að ef svo yrði einhvern tíma komið fyrir hinni íslensku þjóð, að lítið yrði um náttúru, þá yrði hún lengst til í Fák“. Breyttist þá við- mót Páls og vísaði hann okkur á tjaldstæði vestan við Laugarnar. Reyndum við að tjalda þar, en reyndist erfitt, því bæði var há- vaðarok og hælfesta lítil, en þó tókst að lokum að koma upp tjöld- um okkar félaganna. Engir hagar voru fyrir hross okkar í nágrenni tjaldbúðanna, svo við urðum að skiptast á að vaka yfir þeim í svo nefndum Kýlingum, sem er uppi- stöðulón úr Tungnaá. Þannig er þeim lýst í „Landinu þínu: Ísland, H - K,“ bls. 287: „Að vatninu liggja grösugir flóar og flæðimýrar. Feg- urri fífuflóar eru fáséðir á land- inu“. Við fjórmenningarnir áttum vakt frá 5 – 7 um morguninn, þeir Ketubræður, Ragnar Magnússon (1917-1989) og Sigurður Ármann Magnússon (1917-1987), Magnús Sigurðsson ( f. 1925) læknir og ég. Ég hefi ritað um þessa nótt í Les- bók Mbl. og taldi mig þar hafa komist næst alsælu, slík var nátt- úrufegurðin og nú komið stafalogn. VII Sjöundi kafli ferðarinnarvar svo frá Land- mannalaugum um Jökuldali yfir Herðubreiðarháls framhjá Eldgjá að Lambaskarðshólum, þar sem við höfðum tryggt okkur tjaldstæði. Við þrír félagar skruppum niður að Gullfossi, sem er fagur foss, skammt frá. Áður en haldið var að Búlandi, var að sjálfsögðu riðið upp á Eldgjárbarm og fóru sumir alla leið niður að steinboganum og gengu yfir hann, en ég kaus að halla mér fram á makkann á Vill- ingi gamla og segja sögur, því þetta reyndist besti „sögustaður“, sem ég hafði kynnst. VIII Áttundi kafli ferð-arinnar var frá Lamba- skarðshólum í Búland. Eftir skrán- ingu Pálma Hannessonar í Árbók F.Í. árið 1933, þá er þetta 3 – 4 tíma reið. Um morguninn höfðu Ketubræður hitt refaskyttu við tjaldstæði okkar og átt við hann nokkrar samræður. Hann gat náð símasambandi við Reykjavík í gegnum talstöð, sem hann hafði meðferðis við grenjaleitina. Hann gat aðeins náð sambandi við „Guf- una“, sem var öllum opin og ef menn ætluðu að panta vínföng uppi á öræfum, þurfti sérstakt dulmál. „Hvít skyrta“ þýddi brennivín, en „mislit“ Whisky. Gátu þeir bræður komið skilaboðum til kunningja síns í Reykjavík, að senda með rút- unni í Hrífunes fimm „mislitar“ skyrtur og gekk það eftir, því fimm flöskur af Løitensákavíti, norsku að uppruna, biðu þeirra í Hrífunesi. Við komumst í Búland eftir röska fjóra tíma og var þar tjaldað og matast. En nóttin reyndist erfið bæði mönnum og hrossum, 2 stiga hiti með stórrign- ingu og roki. Fuku tjöld ofan af fjölda manns, og var því gripið til þess ráðs um morguninn að smala öllum jeppum sveitarinnar saman og flytja okkur í Barnaskólann í Hrífunesi, því þar hafði verið tryggð gisting. IX Níundi kafli ferðarinnar varfrá Búlandi um Mælifells- sand í Hvanngil. Leið þessi er líka oft kölluð Fjallabaksleið syðri. Fyrst í stað var sandurinn þurr og mjúkur, en þegar sólin braust fram úr skýjunum og hóf að bræða ísinn á Mýrdalsjökli, þá helltist jök- Fáksferð um Fjalla- baksleið sumarið 1969 Eftir Leif Sveinsson Ljósmynd/Úr bókinni Landið þitt Ísland. Við Froststaðavatn Ljósmynd/Úr bókinni Landið þitt Ísland. Laufafell við Fjallabaksveg syðri. Ljósmynd/Ferðafélagi Íslands Skáli F.Í. í Landmannalaugum Gangamannakofinn í Hvannagili Ljósmynd/Úr Kennaratali Sigurður Haraldsson fararstjóri og hrossabóndi í Kirkjubæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.