Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 30
vináttuheimsókn
30 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ókeypis hleðsla: Bankastræti • Kringlan • Smáralind
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
02
96
0
4/
08
Ókeypis áfylling á bílinn alla daga!
H
afnarstræti og svæðið
þar í kring er í mikilli
mótun. Þetta er ein
elsta gata bæjarins
og státar af gömlum
og virðulegum húsum. Ber þar hæst
Hafnarstræti 16, sem búið er að
endurnýja mjög fagurlega.
„Það er ekki hægt að segja að
skipulagi Hafnarstrætis sé lokið, því
er raunar aldrei alveg lokið fremur
en skipulagi hverfa yfirleitt, sagan
sýnir að það koma alltaf nýjar
áherslur,“ segir Jóhannes Kjarval
arktitekt hjá skipulags- og bygging-
arsviði Reykjavíkur.
Hann kvað nýbúið að sveigja aust-
urenda Hafnarstrætis inn í
Tryggvagötu.
„Þetta er undirbúningur að end-
anlegri mynd á þessu svæði. Nú er í
vinnslu seinna þrep í samkeppni um
stóra byggingu fyrir starfsemi
Landsbankans á milli Tryggvagötu
og Geirsgötu. Hugsanlega teygir
þessi bygging sig inn á Lækjartorg.
Byggingin Hafnarstræti 20 á að
hverfa en Hafnarstræti 18 er friðuð
bygging, það hús er mjög gamalt á
okkar mælikvarða, fyrsta húsið á
þeim reit var byggt 1795, en 1854
voru hús á þeirri lóð sameinuð í eina
húsastæðu.“
Hafnarstræti 16 er
mjög gamalt
„Sömuleiðis er Hafnarstræti 16
mjög gamalt. Það er timburhús,
byggt 1824 sem skrifstofa, krambúð
og pakkhús og varð síðar hótel Alex-
andra. Þá var starfrækt þar bæði
hótel og veitingasala. Bæði Hafn-
arstræti 16 og 18 eru friðuð og eru
með elstu húsum í borginni.“
Búið er að gera Hafnarstræti 16
upp á vegum borgarinnar, sem á það
hús. En félög í eigu Landsbankans á
húsin nr. 18 og 20.
Í Hafnarstræti 16 hafa nú aðsetur
Samband íslenskra myndlistar-
manna og Myndstef, félag um höf-
undarrétt mynda.
Húsið var að sögn Jóhannesar
gert upp í upprunalegri mynd og er
sú endurgerð afar vönduð.
„En þarna verða senn á þessu
svæði stórfelldar breytingar í bein-
um tengslum við fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við nýja tónlistarhúsið,“
sagði Jóhannes Kjarval.
Þeir eru ófáir sem hafa lagt leið
sína í Hafnarstræti 16. Ekki síst
þegar það var hótel – hótel og veit-
ingastaðir draga ævinlega að sér
Morgunblaðið/RAX
Nýklassík Hafnarstræti 16 er gott dæmi um nýklassískan byggingarstíl, húsið er að stofni til frá árinu 1792.
Hafnarstræti 16 er mjög
gamalt timburhús, byggt
1824 sem skrifstofa,
krambúð og pakkhús og
varð síðar hótel Alex-
andra. Þá var starfrækt
þar bæði hótel og veit-
ingasala.
Hafnarstræti 16, verslun, hótel –
Það bætir heldur betur
borgarbraginn þegar
gömul hús eru gerð
myndarlega upp. Hafn-
arstræti 16 er eitt slíkt
hús. Guðrún Guðlaugs-
dóttir gluggaði í sögu
hússins og ræddi við
Jóhannes Kjarval arki-
tekt og Oddnýju Eyj-
ólfsdóttur um Hafnar-
stræti 16 og umhverfi
þess.
borgarbragur
K
atrín Júlíusdóttir þing-
kona er nýkomin
heim úr vin-
áttuheimsókn UNI-
CEF til Gíneu-Bissá. Í
ferðinni til Gíneu-Bissá átti Katrín
meðal annars áhugaverðan fund
með þingkonum í landinu í tilefni
af alþjóðlegum baráttudegi
kvenna, en þingkonurnar berjast
nú sérstaklega á móti afskræmingu
á kynfærum kvenna.
„Þegar þær fréttu af því að ís-
lensk þingkona væri að koma buðu
þær mér strax á þennan fund.
Þetta er lítið land eins og Ísland og
allt fréttist. Fyrir mig var þetta
mjög merkilegur fundur,“ segir
Katrín.
„Mér fannst í fyrsta lagi merki-
legt að það skyldi vera haldinn
svona þingkvennafundur. Af 102
þingmönnum eru 14 konur. Það
voru flutt fjölmörg baráttuerindi á
þessum fundi. Í öðru lagi fannst
mér merkilegt hversu kvennabar-
áttan er lík því sem við þekkjum
hér, nema hvað snertir svokallaðan
umskurð á konum sem er mikið
vandamál í Gíneu-Bissá.
Talið er að 45% kvenna séu um-
skorin. Í þinginu er kona sem heitir
Nihma Sissé sem mér þótti merki-
legt að hlusta á og lesa um. Hún er
umskorin og er ein þeirra sem fer
fyrir baráttunni gegn þessum
hryllingi og talar þar auðvitað af
reynslu. Það er erfitt að setja sig í
þessi spor. En hún hefur sagt frá
því að þegar hún eignaðist fyrsta
barnið dó það innan 24 tíma og hún
var nærri 3 vikur á sjúkrahúsi
vegna gríðarlegra blæðinga.
Mæðradauði er mjög mikill þarna
og örugglega má tengja það um-
skurðinum að einhverju leyti. Eftir
umskurðinn er saumað saman og
samgróningurinn rifnar upp við
fæðingar.
Þegar ég sat þennan kvennafund
þá varð mér ljóst að baráttumál
kvenna í Gíneu-Bissá og á Íslandi
eru um margt mjög lík, má þar
nefna kröfuna um jöfn laun á við
karlmenn, meira aðgengi að fjár-
magni og þingkonurnar ræddu það
mjög mikið hve erfitt væri að fá
konur í framboð vegna þess að
konur fara ekki með peningavöld –
ekkert frekar en hér.
Þess má geta að í þróunarsam-
anburði sem Sameinuðu þjóðirnar
gera reglulega er Ísland núna í
fyrsta sæti en Gínea Bissá í því
þriðja neðsta, engu að síður er
kvennabaráttan mjög svipuð.
Ég er nú komin í gott samband
við þessar þingkonur og ætla að
halda því sambandi, fylgjast vel
með örlögum frumvarps sem á að
banna umskurð kvenna þar í
landi.“
Þess má geta að
UNICEF Ísland hóf stuðning við
þróunarverkefni í Gíneu-Bissá fyr-
ir fjórum árum og nemur stuðn-
ingur við landið frá 2004-2009 nú
3.550.000 Bandaríkjadölum. Með
stuðningi einkaaðila á Íslandi, svo
sem Baugs Group, FL Group, Fons
og annarra aðila líkt og kvenfélaga
um allt land, hefur UNICEF getað
byggt skóla og leikskóla, eflt
heilsugæslu og bætt aðgengi að
hreinu vatni, joðbætt salt og dreift
malaríunetum. Mörg þúsund börn
hafa notið góðs af þessum aðgerð-
um.
„Við í íslensku sendinefndinni
fengum að sjá afrakstur þessara
verkefna. Bæði skoðuðum við skóla
og heilsugæsluverkefni, sem og
venjuleg heimili hjá fjölskyldum í
Þekkingin dýrmæt
Alþingiskona Katrín Júlíusdóttir fór í vináttuheimsókn til Gíneu-Bissá
sem hafði mikil áhrif á hana.
Nýlega kom Katrín Júl-
íusdóttur þingkona úr
vináttuheimsókn til Gí-
neu-Bissá. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræddi við
hana um þetta land og
tækifærin þar.