Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 31

Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 31 or.is • reykjavik.isEigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10 -12. fólk ýmissa erinda og þar gerast mörg ævintýrin. Góðar minningar frá æsku- heimili En þetta hús var líka um áratuga skeið vinnustaður og einnig íbúðar- hús Eyjólfs Eiríkssonar kaupmanns og konu hans Ólínu Jónsdóttur frá Mófellsstöðum í Skorradal. Þar fæddust þeim tvær dætur, Margrét og Oddný. En hvernig skyldi hafa verið að alast upp í þessu sérkennilega gamla verslunar- og síðar hótelhús- næði? „Ég á góðar minningar frá æsku- heimili mínu,“ segir Oddný Eyjólfs- dóttir um Hafnarstræti 16. „Það var stutt niður að höfn það- an þá, sjórinn nær götunni, þar sem nú er komin uppfylling sem Tryggvagata er á. Götumyndin er því mjög ólík því sem hún var. Gatan sem lá frá Hafnarstræti yfir í Aust- urstræti hét Kolasund. Fyrir aftan húsið okkar var svolítil aðstaða fyrir okkur systur þegar við vorum litlar, róla og sandkassi, en að öðru leyti lékum við okkur á Arnarhóli, þar var stórt leiksvæði og hægt að renna sér á sleðum. Hafnarstrætið var mest verslunar- og skrifstofugata, þess vegna sóttum við systur fé- lagsskap til krakka sem bjuggu í íbúðarhverfunum í nágrenninu. Við bjuggum á efri hæðinni í Hafnarstræti 16, en á neðri hæð var á uppvaxtarárunum m.a. kaffisala og fatabúð. Það var líka skemmti- legt að hafa pósthúsið og lög- reglustöðina við hliðina. En þrátt fyrir það nágrenni var umhverfið ró- legt, ég man ekki eftir neinum látum á kvöldin, kannski einum eða tveim- ur rólegum rónum. Þetta var mjög miðsvæðis og því mikill gestagangur hjá okkur, fólkið okkar úr sveitinni kom iðulega við og gisti eða fékk kaffisopa. Þess má geta að á heimili okkar bjuggu alla tíð nokkur einhleyp systkini móður okkar, þetta var því stórt og mann- margt heimili.“ Einstakt og hefur listrænt gildi Eyjólfur Eiríksson keypti Hafn- arstræti 16 árið 1908 og erfingjar hans og konu hans seldu það borg- inni rösklega 90 árum síðar. Um menningar- og byggingar- sögulegt gildi Hafnarstrætis 16 seg- ir Hjörleifur Stefánsson í bókinni Kvosin: „ber enn einkenni klass- ískrar húsagerðarlistar, svo sem umbúnað við dyr, bjóra yfir glugg- um á efri hæð og úrskurð á litlum kvisti á framhlið.“ Í greinargerð um tillögu húsafrið- unarnefndar ríkisins um húsið segir að það sé vel varðveitt og „að mörgu leyti einstakt og hefur mikið bygg- ingarsögulegt og listrænt gildi … það er eitt fárra húsa í nýklassískum stíl, sem enn stendur nær óbreytt frá því það fékk núverandi útlit um 1880.“ Þess er líka getið að Hafn- arstræti 16 sé talið með fyrstu hús- unum við götuna, reist sem versl- unarhús skömmu eftir að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Innra skipulag hússins hefur lítið breyst síðustu 100 árin. Hafnarstræti 16 er sem sé að stofni til frá 1792 og hefur lifað bylt- ingu Jörundar hundadagakonungs og atburði síðan. Þar bjó m.a. Bene- dikt Sveinsson, faðir Einars Bene- diktssonar skálds, um tíma og höf- uðstöðvar Eimskipafélags Íslands voru þar í fyrstu. Þau Ólína og Eyjólfur höfðu til- finningu fyrir sögulegum verðmæt- um og héldu því húsinu við eftir föngum í því formi, sem það var þeg- ar það kom í eigu ættarinnar. Eyjólfur, sem fæddist 1874, lést 1941, hann hafði lært veggfóðrun og fór svo til framhaldsnáms í Kaup- mannahöfn. Þar lærði hann einnig húsgagnabólstrun. Hann starfrækti húsgagnaverslun í Hafnarstræti 16 til 1918 en þá fékk hann spænsku veikina og missti nokkuð af starfs- orku sinni. Eftir að Ólína var orðin ekkja bjó hún áfram með dætrum sínum og systkinum í Hafnarstræti 16. Hún fluttist þaðan á heimili Oddnýjar dóttur sinnar og eiginmanns hennar Jóhannesar G. Helgasonar árið 1965. Hún lést 79 ára 1970. Erf- ingjar Ólínu leigðu húsið eftir það til ýmissa nota, efri hæðina sem íbúð- arhúsnæði og þá neðri til verslunar- reksturs. En nú er það sem sé komið í eigu Reykjavíkurborgar og þar eru sem fyrr sagði höfuðstöðvar Sam- bands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs. gudrung@mbl.is Morgunblaðið/RAX Götumyndin Gömlu húsin við Hafnarstræti setja enn sem fyrr mikinn svip á götuna, Hafnarstræti 16 yst af timburhúsunum. Áður Svona leit Hafnarstræti 16 út þegar ákveðið var veita um 65 millj- ónum króna í endurbætur á húsinu 1999. – heimili! Morgunblaðið/Kristinn afskekktu þorpi. Það var ánægju- legt að sjá hvað fjármunirnir frá Íslandi höfðu skilað góðum ár- angri,“ segir Katrín. „Nýgengi malaríutilfella í einu héraði hafði t.d. lækkað um 15 pró- sentustig á örfáum árum. Í þessu héraði hafði UNICEF Ísland dreift malaríunetum sem voru fjár- mögnuð frá Íslandi. Svona getum við haft mikil áhrif. Þetta er lítið ríki eins og Ísland og þess vegna getum við haft þar raunveruleg áhrif. Í Gíneu Bissá deyr fjórða hvert barn innan fimm ára aldurs og er malaría þar stór orsakavald- ur.“ Hvernig líst þér á framtíð- arhorfur Gíneu Bissá eftir heim- sóknina? „Við fengum tækifæri til að hitta ráðamenn, forseta, forsætisráð- herra og þónokkuð marga úr rík- isstjórn Gíneu Bissá. Í þessum sam- tölum varð maður strax var við mikinn vilja til að halda þarna frið og hefja kraftmikla uppbyggingu. En stóri vandinn hjá þeim er orku- leysi, þarna skortir orku til að framleiða rafmagn til að geta hafið framleiðslu í einhverjum mæli úr þeirra náttúrulegu auðlindum sem eru t.d. mangó, kasjúhnetur og kókoshnetur, sem þarna er gnótt af. Gínea Bissá er mjög „grænt land“ og á mikið af náttúru- auðlindum en ekki mikið af end- urnýjanlegri orku. Þó eru þarna möguleikar þar sem þekking okkar Íslendinga gæti komið sér mjög vel. Peningar eru ekki allt, þekk- ingin er ekki síður dýrmæt. Rafmagnið er í raun undirstaða þess að þetta samfélag fari á flug og geti hafið raunverulega vöru- framleiðslu. Þarna sér maður tæki- færin og líka í þessari frábæru þjóð, þarna býr frábært fólk sem er ekkert ólíkt okkur Íslendingum. Mér leið vel þarna og ætla að fara aftur. Íslendingar geta líka lært heil- mikið af íbúum í Gíneu Bissá og ég sá í heimsókninni mörg tækifæri til samstarfs og viðskipta milli þess- ara landa. Ég tel mjög mikilvægt að við beinum ekki bara sjónum okkar að beinni peningaaðstoð heldur að viðskiptatækifærum sem geta þá verið undirstaða uppbygg- ingar í þessu ríki, á forsendum heimamanna, sem eiga jafnframt mikil tækifæri á sviði ferða- mennsku enda eiga Gíneu- Bissábúar 92 gullfallegar og svo til ósnortnar eyjar.“ Vináttuheimsókn íslensku sendi- nefndarinnar stóð yfir frá 3.-9. mars og var tilgangur hennar að auka frekar tengslin milli landanna tveggja. Í íslensku sendinefndinni voru, auk Katrínar, Jóhannes Jóns- son og Hreinn Loftsson úr stjórn Baugur Group, Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra, Helgi Ágústsson sendiherra og Egill Ólafsson tónlistamaður, ásamt þeim Margréti Jónsdóttur, Geir Gunnlaugssyni og Þorláki Karls- syni frá Háskólanum í Reykjavík. Hópurinn skoðaði sem fyrr kom fram þann mikla árangur sem náðst hefur í verkefnum UNICEF Ísland í Gíneu-Bissá á sviði mennt- unar og heilsugæslu og átti einnig fundi með helstu ráðherrum lands- ins, meðal annars forsætisráð- herra. Þingkonur Katrín með einni af þingkonunum sem sátu þing- kvennafundinn með íslensku konunum. Í miðjum barnahóp Börnin sem Katrín og sendinefndin hitti á ferð sinni voru brosmild og glaðleg. Háborð Katrín sat þingkvennafund í málefnum kvenna í þingsal þinghússins í Bissá. Ljósmynd/Ingibjörg Kjartansdóttir gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.