Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 31 or.is • reykjavik.isEigendur rafbíla fá lykil að orkupóstum í afgreiðslu Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1 og bílastæðaskífur hjá Reykjavíkurborg í Borgartúni 10 -12. fólk ýmissa erinda og þar gerast mörg ævintýrin. Góðar minningar frá æsku- heimili En þetta hús var líka um áratuga skeið vinnustaður og einnig íbúðar- hús Eyjólfs Eiríkssonar kaupmanns og konu hans Ólínu Jónsdóttur frá Mófellsstöðum í Skorradal. Þar fæddust þeim tvær dætur, Margrét og Oddný. En hvernig skyldi hafa verið að alast upp í þessu sérkennilega gamla verslunar- og síðar hótelhús- næði? „Ég á góðar minningar frá æsku- heimili mínu,“ segir Oddný Eyjólfs- dóttir um Hafnarstræti 16. „Það var stutt niður að höfn það- an þá, sjórinn nær götunni, þar sem nú er komin uppfylling sem Tryggvagata er á. Götumyndin er því mjög ólík því sem hún var. Gatan sem lá frá Hafnarstræti yfir í Aust- urstræti hét Kolasund. Fyrir aftan húsið okkar var svolítil aðstaða fyrir okkur systur þegar við vorum litlar, róla og sandkassi, en að öðru leyti lékum við okkur á Arnarhóli, þar var stórt leiksvæði og hægt að renna sér á sleðum. Hafnarstrætið var mest verslunar- og skrifstofugata, þess vegna sóttum við systur fé- lagsskap til krakka sem bjuggu í íbúðarhverfunum í nágrenninu. Við bjuggum á efri hæðinni í Hafnarstræti 16, en á neðri hæð var á uppvaxtarárunum m.a. kaffisala og fatabúð. Það var líka skemmti- legt að hafa pósthúsið og lög- reglustöðina við hliðina. En þrátt fyrir það nágrenni var umhverfið ró- legt, ég man ekki eftir neinum látum á kvöldin, kannski einum eða tveim- ur rólegum rónum. Þetta var mjög miðsvæðis og því mikill gestagangur hjá okkur, fólkið okkar úr sveitinni kom iðulega við og gisti eða fékk kaffisopa. Þess má geta að á heimili okkar bjuggu alla tíð nokkur einhleyp systkini móður okkar, þetta var því stórt og mann- margt heimili.“ Einstakt og hefur listrænt gildi Eyjólfur Eiríksson keypti Hafn- arstræti 16 árið 1908 og erfingjar hans og konu hans seldu það borg- inni rösklega 90 árum síðar. Um menningar- og byggingar- sögulegt gildi Hafnarstrætis 16 seg- ir Hjörleifur Stefánsson í bókinni Kvosin: „ber enn einkenni klass- ískrar húsagerðarlistar, svo sem umbúnað við dyr, bjóra yfir glugg- um á efri hæð og úrskurð á litlum kvisti á framhlið.“ Í greinargerð um tillögu húsafrið- unarnefndar ríkisins um húsið segir að það sé vel varðveitt og „að mörgu leyti einstakt og hefur mikið bygg- ingarsögulegt og listrænt gildi … það er eitt fárra húsa í nýklassískum stíl, sem enn stendur nær óbreytt frá því það fékk núverandi útlit um 1880.“ Þess er líka getið að Hafn- arstræti 16 sé talið með fyrstu hús- unum við götuna, reist sem versl- unarhús skömmu eftir að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Innra skipulag hússins hefur lítið breyst síðustu 100 árin. Hafnarstræti 16 er sem sé að stofni til frá 1792 og hefur lifað bylt- ingu Jörundar hundadagakonungs og atburði síðan. Þar bjó m.a. Bene- dikt Sveinsson, faðir Einars Bene- diktssonar skálds, um tíma og höf- uðstöðvar Eimskipafélags Íslands voru þar í fyrstu. Þau Ólína og Eyjólfur höfðu til- finningu fyrir sögulegum verðmæt- um og héldu því húsinu við eftir föngum í því formi, sem það var þeg- ar það kom í eigu ættarinnar. Eyjólfur, sem fæddist 1874, lést 1941, hann hafði lært veggfóðrun og fór svo til framhaldsnáms í Kaup- mannahöfn. Þar lærði hann einnig húsgagnabólstrun. Hann starfrækti húsgagnaverslun í Hafnarstræti 16 til 1918 en þá fékk hann spænsku veikina og missti nokkuð af starfs- orku sinni. Eftir að Ólína var orðin ekkja bjó hún áfram með dætrum sínum og systkinum í Hafnarstræti 16. Hún fluttist þaðan á heimili Oddnýjar dóttur sinnar og eiginmanns hennar Jóhannesar G. Helgasonar árið 1965. Hún lést 79 ára 1970. Erf- ingjar Ólínu leigðu húsið eftir það til ýmissa nota, efri hæðina sem íbúð- arhúsnæði og þá neðri til verslunar- reksturs. En nú er það sem sé komið í eigu Reykjavíkurborgar og þar eru sem fyrr sagði höfuðstöðvar Sam- bands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs. gudrung@mbl.is Morgunblaðið/RAX Götumyndin Gömlu húsin við Hafnarstræti setja enn sem fyrr mikinn svip á götuna, Hafnarstræti 16 yst af timburhúsunum. Áður Svona leit Hafnarstræti 16 út þegar ákveðið var veita um 65 millj- ónum króna í endurbætur á húsinu 1999. – heimili! Morgunblaðið/Kristinn afskekktu þorpi. Það var ánægju- legt að sjá hvað fjármunirnir frá Íslandi höfðu skilað góðum ár- angri,“ segir Katrín. „Nýgengi malaríutilfella í einu héraði hafði t.d. lækkað um 15 pró- sentustig á örfáum árum. Í þessu héraði hafði UNICEF Ísland dreift malaríunetum sem voru fjár- mögnuð frá Íslandi. Svona getum við haft mikil áhrif. Þetta er lítið ríki eins og Ísland og þess vegna getum við haft þar raunveruleg áhrif. Í Gíneu Bissá deyr fjórða hvert barn innan fimm ára aldurs og er malaría þar stór orsakavald- ur.“ Hvernig líst þér á framtíð- arhorfur Gíneu Bissá eftir heim- sóknina? „Við fengum tækifæri til að hitta ráðamenn, forseta, forsætisráð- herra og þónokkuð marga úr rík- isstjórn Gíneu Bissá. Í þessum sam- tölum varð maður strax var við mikinn vilja til að halda þarna frið og hefja kraftmikla uppbyggingu. En stóri vandinn hjá þeim er orku- leysi, þarna skortir orku til að framleiða rafmagn til að geta hafið framleiðslu í einhverjum mæli úr þeirra náttúrulegu auðlindum sem eru t.d. mangó, kasjúhnetur og kókoshnetur, sem þarna er gnótt af. Gínea Bissá er mjög „grænt land“ og á mikið af náttúru- auðlindum en ekki mikið af end- urnýjanlegri orku. Þó eru þarna möguleikar þar sem þekking okkar Íslendinga gæti komið sér mjög vel. Peningar eru ekki allt, þekk- ingin er ekki síður dýrmæt. Rafmagnið er í raun undirstaða þess að þetta samfélag fari á flug og geti hafið raunverulega vöru- framleiðslu. Þarna sér maður tæki- færin og líka í þessari frábæru þjóð, þarna býr frábært fólk sem er ekkert ólíkt okkur Íslendingum. Mér leið vel þarna og ætla að fara aftur. Íslendingar geta líka lært heil- mikið af íbúum í Gíneu Bissá og ég sá í heimsókninni mörg tækifæri til samstarfs og viðskipta milli þess- ara landa. Ég tel mjög mikilvægt að við beinum ekki bara sjónum okkar að beinni peningaaðstoð heldur að viðskiptatækifærum sem geta þá verið undirstaða uppbygg- ingar í þessu ríki, á forsendum heimamanna, sem eiga jafnframt mikil tækifæri á sviði ferða- mennsku enda eiga Gíneu- Bissábúar 92 gullfallegar og svo til ósnortnar eyjar.“ Vináttuheimsókn íslensku sendi- nefndarinnar stóð yfir frá 3.-9. mars og var tilgangur hennar að auka frekar tengslin milli landanna tveggja. Í íslensku sendinefndinni voru, auk Katrínar, Jóhannes Jóns- son og Hreinn Loftsson úr stjórn Baugur Group, Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra, Helgi Ágústsson sendiherra og Egill Ólafsson tónlistamaður, ásamt þeim Margréti Jónsdóttur, Geir Gunnlaugssyni og Þorláki Karls- syni frá Háskólanum í Reykjavík. Hópurinn skoðaði sem fyrr kom fram þann mikla árangur sem náðst hefur í verkefnum UNICEF Ísland í Gíneu-Bissá á sviði mennt- unar og heilsugæslu og átti einnig fundi með helstu ráðherrum lands- ins, meðal annars forsætisráð- herra. Þingkonur Katrín með einni af þingkonunum sem sátu þing- kvennafundinn með íslensku konunum. Í miðjum barnahóp Börnin sem Katrín og sendinefndin hitti á ferð sinni voru brosmild og glaðleg. Háborð Katrín sat þingkvennafund í málefnum kvenna í þingsal þinghússins í Bissá. Ljósmynd/Ingibjörg Kjartansdóttir gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.