Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 33 skerast í leikinn í mannúðarskyni. Ef stjórnvöld í Súdan leyfa morð á eigin borgurum er það sterkur grundvöllur fyrir því að skerast í leikinn í mann- úðarskyni. Það voru sömuleiðis rækilegar for- sendur á Balkanskaga og það sama átti við um Þýskaland nasista og Kambódíu. Í öllum þessum tilfellum ætti fullveldi að víkja fyrir því að koma þurfi í veg fyrir glæpi gegn mannkyni. Þess vegna er mér mjög umhugað um að Bandaríkjamenn gangi í alþjóðaglæpadómstólinn, sem við höfum ekki gert enn. Ef demókrati verður kosinn forseti mun ég þrýsta mjög fast á að við gerum það. Menn óttast að dómstóllinn verði notaður gegn Banda- ríkjamönnum, en það verður ekki því að hann er aðeins ætlaður til að taka fyrir mál, sem ekki fara fyrir dómstóla í heimalandinu. Hann yrði ekki heldur notaður gegn Ísrael vegna þess að dóms- kerfið þar er framúrskarandi, hefur tekið á þess- um málum af skilvirkni og endurtekið dæmt gegn ákvörðunum stjórnvalda, meðal annars um örygg- ismúrinn, gegn tilræðum við tiltekna aðila og pyntingum. Í öllum þessum málum hefur kerfið sýnt styrk og hæstiréttur í Ísrael er sennilega sá atkvæðamesti í heiminum þegar kemur að því að setja mörkin milli stríðsins gegn hryðjuverkum og mannréttindakrafna.“ Mikilvægi fullveldisins þarf ekki að undirstrika. Tilgangur þess er að tryggja ríkjum sjálfstæði gagnvart ágangi annarra ríkja og veita smáríkjum skjól gagnvart stórveldum svo eitthvað sé nefnt. En ekki fara alltaf saman hagsmunir og vilji borgaranna annars vegar og valdhafanna hins vegar og minnihlutahópar eru iðulega á skjön við ráðandi öfl. Þegar best lætur eru slík mál leyst innan ríkisins. Það getur tekið langan tíma, en þegar réttarfarið er virkt og stofnanir lýðræðisins gegna sínu hlutverki má búast við að árangur ná- ist. Hér nægir að benda á réttindabaráttu sam- kynhneigðra og baráttu kvenna fyrir kosninga- rétti. Í öðrum tilfellum getur skapast slíkt bil að það verður ekki brúað. Það er óskiljanlegt að nokkrum manni hafi dottið í hug að hægt væri að knýja íbúa Kosovo af albönskum uppruna til að sætta sig við að lúta stjórnvöldum í Belgrað eftir að Serbar höfðu reynt að þurrka þá út með hervaldi og gildir þá einu hvað segir um fullveldi ríkja í þjóðarétti, fyrir utan það að því má halda fram að staða Kos- ovo hafi nánast að öllu leyti nema að nafninu til verið sú sama og þeirra ríkja, sem á sínum tíma slitu sig frá gömlu Júgóslavíu. Alþjóðasamfélagið greip í taumana til að koma í veg fyrir að Serbar fremdu þjóðarmorð í Kosovo. Serbar voru viðráðanleg stærð. Alþjóðasamfélag- ið hafði hins vegar engin ráð með að stöðva Rússa þegar þeir réðust inn í Tétsníu til að berja niður sjálfstæðisbaráttu Téténa, sem Rússar reyndar kalla hryðjuverkastarfsemi. Þó hefur því verið haldið fram að stríð Rússa hafi verið mun grimmi- legra en nokkuð það sem gerðist í stríðinu á Balk- anskaga. En hvað er til bragðs að taka þegar stór- veldi misnota vald sitt gegn eigin borgurum? Öld þjóðarmorðanna T uttugasta öldin var öld þjóðarmorð- anna. Þau hófust 1915 á tilraun Tyrkja til þjóðarmorðs á Armenum. Síðan komust nasistar til valda í Þýskalandi og hófu helförina gegn Gyðingum. Kínverjar lögðu Tíbet undir sig 1950 og reyndu að þurrka út Tíbeta. Pol Pot myrti óáreittur tvær milljónir íbúa Kambódíu. Á meðan Saddam Hussein myrti Kúrda með eitur- gasi fékk hann aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Í Bosníu söfnuðu Serbar múslímum saman í fanga- búðum. Árið 1994 myrtu hútúar í Rúanda 800 þús- und tútsa og stuðningsmenn þeirra úr röðum hú- túa með sveðjum og öðrum álíka vopnum á 100 dögum á meðan alþjóðasamfélagið sat hjá og deilt var um það hvort verið væri að fremja þjóðarmorð í landinu. Ódæðisverkin í Darfur hafa verið skil- greind sem þjóðarmorð, en þau halda engu að síð- ur áfram. Áfram er hægt að telja ódæðisverk síðustu ald- ar. Tugir milljóna borgara féllu beinlínis vegna óstjórnar og grimmdar stjórnvalda í Sovétríkjun- um og Kína. Í annað skipti á stuttum tíma er skoll- in á hungursneyð í Norður-Kóreu, sem eingöngu má rekja til vanhæfra stjórnvalda. Ein leið til þess að veita harðstjórum aðhald er hótunin um að þeir verði dregnir fyrir rétt. Tónn- inn var settur með stríðsglæparéttarhöldunum í Nürnberg fyrir rúmlega hálfri öld. Stofnaðir hafa verið sérstakir dómstólar til að taka á stríðsglæp- um á Balkanskaga og þjóðarmorðinu í Rúanda. Al- þjóðaglæpadómstóllinn hefur tekið til starfa. Harðstjórar geta ekki gengið út frá því að þeir sitji ævilangt í skjóli valda sinna og tilvist hans ætti því að veita aðhald. Réttarhöld yfir þjóðar- morðingjum og stríðsglæpamönnum gagnast fórnarlömbunum lítið, en gætu reynst víti til varn- aðar. Máttleysi gagnvart þeim sterka E n hvernig er hægt að koma í veg fyrir að valdhafar fremji ódæð- isverk af þessum toga gegn eigin borgurum og samlöndum? Hvernig er hægt að tryggja virð- ingu fyrir einstaklingnum? Í þeim dæmum, sem hér hafa verið rakin, sýna glæpir stjórnvalda að þeim er aðeins umhugað um að tryggja sér landsvæði, völd og yfirráð, en varð- ar ekkert um afdrif og örlög fólksins, sem þar býr. Mannréttindi verða að aukaatriði. Það er auðvelt að tala um að grípa þurfi inn í til að stöðva glæpi gegn mannkyni. Í sumum tilfellum hefði ekki þurft mikið til. Menn eru til dæmis sam- mála um það að hefðu Sameinuðu þjóðirnar sinnt kalli um að senda nokkur nokkur þúsund manns til viðbótar til Rúanda hefði verið hægt að afstýra þjóðarmorðinu þar. Hvernig hefði hins vegar átt að skerast í leikinn þegar Rússar réðust á Grosní? Það hefði kostað stríð að skakka leikinn með her- valdi. Hefði eitthvert ríki verið tilbúið að fórna hermönnum í slík átök? Hefði alþjóðasamfélagið verið tilbúið til íhlutunar, sem hefði getað kallað stríð yfir Evrópu? Það er því ljóst að einu gildir hvaða reglur verða settar um íhlutun til að afstýra þjóðarmorði eða fjöldamorðum, þær munu alltaf stangast á við rétt hins sterka. Hótunin um að skakka leikinn með hervaldi er trúverðug þegar Súdan á í hlut, en verður nánast marklaus þegar kemur að Kínverjum eða Rússum. Hins vegar er hægt að búa svo um hnútana að ríki, sem koma fram við eigin borgara með valdi, verði útskúfuð úr samfélagi þjóðanna þar til þau bæta ráð sitt. Reyndar munu þá ýmsir halda því fram að slíkt verði ekki til þess að knýja fram bætta hegðun. Líklegra sé að sá, sem tukta á til, muni sleppa sér gjörsamlega. Í ofanálag bitni slík- ar aðgerðir yfirleitt á þeim sem síst skyldi, það er fólkinu, sem þær eigi að vernda. Þá geta viðskiptahagsmunir einnig þvælst fyrir. Olíu- og gasviðskiptin við Rússa kalla sjálfkrafa fram hik í mannréttindamálum. Þess eru dæmi að ráðamenn vestrænna ríkja hafi fórnað mannrétt- indamálstaðnum fyrir viðskiptahagsmuni í sam- skiptum við Kínverja án þess að mikið færi fyrir samviskubitinu. Það kallast raunsæisstjórnmál. Mannréttindastjórnmál eru fyrir draumóramenn. Það er hins vegar staðreynd að í hvert skipti sem þau ríki, sem kenna sig við lýðræði og mannrétt- indi, gefa afslátt af þessum gildum kvarnast úr trúverðugleika þeirra. » Þess eru dæmi að ráðamenn vestrænna ríkja hafi fórnaðmannréttindamálstaðnum fyrir viðskiptahagsmuni í sam- skiptum við Kínverja án þess að mikið færi fyrir samviskubit- inu. Það kallast raunsæisstjórnmál. Mannréttindastjórnmál eru fyrir draumóramenn. Það er hins vegar staðreynd að í hvert skipti sem þau ríki, sem kenna sig við lýðræði og mannréttindi, gefa afslátt af þessum gildum kvarnast úr trúverðugleika þeirra. rbréf Reuters Óhófleg valdbeiting Rússar fóru fram með yfirgengilegri hörku í Tétsníu og stórir hlutar höfuðborgarinnar, Grosní, voru lagðir í rúst. Hér bera konur múrsteina fyrir átta árum til að hjálpa til við að endurreisa aðaljárnbrautarstöðina í Grosní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.