Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „MAÐUR heitir Björn Th. Björnsson og kallar sig listfræð- ing. Hann er meiriháttar agent fyrir bolsévika og stendur fyrir klessulistarhreiðri í hinu gamla verkstæði Ásmundar Sveins- sonar.“ Þannig hljóðaði upphaf greinar í tímaritinu Landvörn, frá árinu 1951. Klessulistarhreiðrið sem hann kallaði svo, var List- vinasalurinn sem þeir Björn og Gunnar Sigurðsson í Geysi höfðu þá nýopnað í salnum á Freyjugöt- unni, þar sem nú er Listasafn ASÍ. Til að minnast þessa mikilvæga kafla í sögu hússins – og íslenskr- ar myndlistar – var sýning sem ber nafnið Klessulistarhreiðrið opnuð á staðnum, í Listasafni ASÍ í gær. Það ríkti engin lognmolla í kringum starfsemi Listvinasal- arins. Kristín Guðnadóttir list- fræðingur og safnstjóri er einn sýningarstjóra sýningarinnar, en hún hefur verið að rannsaka sögu hússins. Sonur Gunnars átti gögn „Ég hef verið að skoða sögu Ás- mundarsalar, og hún er stór- merkileg. Í framtíðinni langar mig að gera fleiri sýningar um sögu hússins. Þetta tímabil lá þó beint við, þegar Gunnar Gunnarsson, sonur Gunnars Sigurðssonar hafði samband við mig, og kvaðst eiga mikið af gögnum frá Listvinasaln- um, og myndasafn frá þeim tíma er pabbi hans rak salinn. Þar var komið upplagt efni í sýningu, og hún varð til í okkar samvinnu.“ Á sýningunni eru málverk eftir landskunna listamenn sem Gunnar eignaðist þegar þeir sýndu í saln- um. Verkin hafa því öll hangið undir þessu þaki áður. „Gunnar átti líka heilmikið af sýning- arskrám og boðskortum, úrklipp- um og ýmsu öðru sem tengdist salnum, sem hefur komið að góð- um notum við að gefa skýra mynd af starfseminni þar. Einnig eru á sýningunni húsgögn sem notuð voru í Listvinasalnum og skerpa tilfinninguna fyrir þessu tímabili,“ segir Kristín. Árið 1952 var haldin ljósmynda- samkeppni áhugaljósmyndara. Hluti myndanna hefur varðveist og gefa þær innsýn í umhverfi List- vinasalarins, fólkið í landinu og tímabilið almennt á þessum fyrstu árum sjötta áratugarins. Listfræðingur og bissnessmaður Þegar Kristín er spurð hvað lesa megi úr málverkasafni Gunnars, segir hún að hann hafi fyrst og fremst verið mjög framsækinn í vali mynda. „Hann var hrifinn því nýja og ögrandi; af strangflatarlistinni, og svo af umbreytingarskeiðinu kringum 1950 þegar Þorvaldur Skúlason ásamt nokkrum hópi listamanna var að fikra sig yfir í abstraktið. Þetta var áhugavert breyting- arskeið sem endurspeglast vel í sýningunni.“ Kristín segir sýninguna sýna að þessi tími hafi verið skemmtilegur og miklar tilraunir í gangi. „Það var framsækni og gerjun og ungir listamenn að koma heim úr námi í Frakklandi með alveg nýjar hugmyndir í farteskinu. Þeir voru að spila úr þessum hugmyndum og afraksturinn var sýndur í Listvinasalnum. Þetta var fram- sækið, djarft og skemmtilegt tímabil. En það voru ýmsir til að gagnrýna eins og sést í greininni í Landvörn. Það er ótrúlegt núna að heyra þennan pólitíska tón. Þar var sett samasemmerki milli abstrakt myndlistar og komm- únisma. En sá var góður orða- smiður og okkur fannst orðið Klessulistarhreiður of gott til að sleppa því að nota það. Því miður verða sjaldan svona deilur um myndlist í dag. Í þá daga sá fólk hvað myndlist skipti gríðarmiklu máli fyrir menningu þjóðarinnar. Allir höfðu skoðun á henni.“ Sýndu líka Picasso Flestir listamannanna sem sýndu í salnum voru ungir og ís- lenskir, en metnaðurinn var mik- ill hjá rekstraraðilum og þeir sýndu einnig verk eftir listamenn- ina Jean Arp, Picasso, Braque og Kandinsky sem Hörður Ágústsson kom með heim frá París í farangr- inum. Listvinasalurinn var ekki bara vettvangur sýninga, þar voru líka haldin lífleg kynningarkvöld þar sem rætt var og rifist um mynd- list, lesið úr óútkomnum verkum ungra rithöfunda og flutt metn- aðarfull tónverk, auk kvikmynda- kynninga, fyrirlestra um listasögu og heimspekilegrar umræðu. Þessi kynningarkvöld urðu svo vinsæl að þau sprengdu utan af sér rýmið og neyddust aðstandendur þeirra að flytja þau í stærra húsnæði, í Leikhúskjallarann og Stjörnubíó. Í Klessulistarhreiðrinu má finna verk margra af listamönnunum sem sýndu í Listvinasalnum og t.d. eru málverk á sýningunni eftir Svavar Guðnason, Þorvald Skúla- son, Nínu Tryggvadóttur og Karl Kvaran. Sýningin Klessulistarhreiðrið í Listasafni ASÍ heiðrar minningu Listvinasalarins 1951–1954 Framsækið, djarft og skemmtilegt Svarthvítt Verk eftir Nínu Tryggvadóttur úr Listvinasalnum. Listvinasalurinn Klessulistin hreiðrar um sig í Klessulistarhreiðrinu. Svavar Sýningarskrá. HELGI Þorgils Friðjónsson, einn þekktasti samtímalistamaður okkar Íslendinga, er á kunnugum slóðum á sýningu sinni í Turpent- ine-gallerí með goðsögulíkum málverkum, kómískum teikningum og útúrsnúnum smá- skúlptúrum. Teikningarnar eru ef til vill áhugaverðasti hluti sýningarinnar þar sem Helgi end- urnýtir stundum prentefni á borð við umslög og boðskort á sýningar annarra listamanna sem undirlag fyrir skissutengdar myndir sín- ar sem oft verða svo að málverkum. Þrátt fyrir að portrettar af öðrum en listamann- inum sjálfum séu áberandi á sýningunni þá eru þar sjálfsportrettar Helga sem hafa verið leiðarstef í myndsköpun hans í gegn um tíð- ina. Á sýningunni má sjá sjálfsmynd HÞF Dü- rer sem vísar til hins þýska Dürers sem var frægur fyrir að mála sjálfan sig í líkingu Krists. Dürer var einnig fyrsti málarinn sem vitað er um sem gerði sjálfsmynd af sjálfum sér nöktum en slíkar sjálfsmyndir hafa verið algengar hjá Helga undanfarna áratugi. Dü- rer var þó upptekinn af útreiknuðum og full- komnum hlutföllum mannslíkamans meðan mannsmyndir Helga brjóta allar slíkar regl- ur og standa frekar sem stílfærðar tákn- myndir. Margir þekkja þessar myndir Helga þar sem allsberar karlfígúrur eru áberandi á myndfletinum, oftast í bland með öðrum dýr- um jarðarinnar og einstaka konu. Ekki er laust við að óhulin sakleysislega útfærð kyn- færin hafi farið fyrir brjóstið á áhorfendum hér áður fyrr þrátt fyrir að líkamarnir hafi þá verið ákaflega kynlausir og líkst meira dúkkum eða einhvers konar upphöfnum blóð- lausum englum. Á þessari sýningu er eitt málverk Tilhuga- líf þar sem nakinn mannslíkami er málaður í heild sinni. Ef útfærslan er borin saman við útfærsluna á mannslíkömunum eins og Helgi málaði þá á níunda áratug síðustu aldar þá má sjá ákveðnar áherslubreytingar. Andlitið vísar eins og áður í andlit listamannsins, lík- aminn er stílfærður, óraunverulegur og fölur eins og áður en miklar breytingar hafa orðið á útfærslum handa og kynfæra sem virðast nú einu partar líkamans sem vísa í raunveru- legt hold og blóð. Hvað þetta segir okkur um þróun eða áherslur í list Helga Þorgils er ekki gott að spá um. Þar sem Helgi leikur sér með goð- söguleg minni ekki síður en þekktar klisjur úr listasögunni þá má kannski lesa þetta sem merki um að listamaðurinn sé að vakna til vitundar um nýja nálgun við listagyðjuna. Stórt samsett málverk sem nefnist Hreyfing heimsins sýnir listamanninn sjálfan sem full- trúa allra átta þar sem uppljómað höfuð hans snýr hinum skýjum hulda heimi rangsælis og býður upp á fjórfaldan lófalestur í hægri hönd sína. Þessi tvö málverk eru ekki þau bestu á sýningunni ef dæmt er út frá sjónrænum, fagurfræðilegum forsendum en þau gefa í skyn einhverjar breytingar í tilvistartúlkun listamannsins, einhvern innri dulspekilegann þráð sem forvitnilegt verður að fylgjast með hvort áfram verði spunnið með. Lesið í lim og lófa MYNDLIST Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5, Reykjavík Sýningin stendur til 12. apríl. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12–18 og laugardaga kl. 12–17 Helgi Þorgils Friðjónsson – málverk, teikningar, skúlptúrar bbbnn Tilhugalíf Þar er nakinn mannslíkami málaður í heild sinni. Þóra Þórisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.