Morgunblaðið - 06.04.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 35
P
istlahöfundur hefur þrá-
faldlega lýst yfir áhyggj-
um sínum af rang-
snúningi á stöðu og
styrk málverksins, jafn-
framt þróun mála í listaskólum und-
anfarna áratugi. Hann hefur þó aldr-
ei lýst sig mótfallinn nýhugmyndum
til hliðar, hins vegar hefur hann leyft
sér að efast um að þær falli jafn-
aðarlega undir hugtakið málverk
eins og það var skilgreint við hlið
æðri vísinda fyrir akkúrat fimm
hundruð árum, sem æðra stig hand-
verks og um leið aðgreint frá því al-
menna. Hann telur einnig að ekki sé
með neinu vitrænu móti mögulegt að
ryðja grunnhugmyndum og grunn-
málum myndlistar út af borðinu og
setja hvað sem er undir hugtakið
málverk/myndverk, jafnvel þótt fyr-
irbærin skari tilfallandi sjónrænar
lifanir. Einnig að samasemmerki sé
sett á stöðnun og fastheldni og þau
óræðu lögmál sem allt líf byggist á,
jafnt á plánetunni okkar sem og óra-
víddum háaloftanna, raunar hverri
örsmárri eind sem líf sprettur af. Vill
vísa til og minna á að þau reginöfl
sem vetrarbrautin okkar gengur fyr-
ir, sem og aðrar stjörnuþokur him-
ingeimsins, urðu ekki til fyrir
mennska heimspeki eða fyrirlestra,
heldur óræða dularkrafta sem
mannsheilinn nemur ekki að fullu og
mun vonandi aldrei gera. En þessi
hulinsöfl eru jafnt innbyggð í hið
stærsta sem smæsta; „hið smáa er
jafn lítið smátt og hið stóra er stórt“
eins og skáldið Rainer Maria Rilke
orðaði það nokkurn veginn.
Þau eru nefnilega innbyggð í allt
sem lífsanda dregur og eru í jafn rík-
um mæli undirstaða framrásar í
mannheimi sem gróandanum. Það er
því af hinu rangsnúna að afneita
þessu öllu er til koma skapandi at-
hafnir, gera það með tilbúnum fræði-
kenningum, jafnframt tímabundnum
og veraldlegum hagsmunum í mann-
heimi. Hins vegar reynist öll gild
framsókn ásamt ferskum nýhug-
myndum í góðum takt við umhverfi
þeirra sem hverju sinni leggja hönd
að, eru í innsta eðli sínu staðbundin,
og þar getur lítill fjallalækur á kul-
vísu og gróðurlitlu hálendi norðurs-
ins reynst jafn mikilvægur hvati
sköpunar og Viktoríufossarnir miklu
í þéttriðnu gróðurbelti hitabeltisins.
Öll gild þjóðleg list telst alþjóðleg
þótt hún byggist ekki á allherjar
samhæfingu, sem býður endurtekn-
ingum heim, að gerandinn endurgeri
það sem aðrir hafa gert í öðru um-
hverfi og við allt aðrar aðstæður og
allt annan hugsunarhátt. Sköpun er
ekki miðstýrð samhæfing frekar en
að genin séu öll eins og fingraförin
falli hvert að öðru, heldur samstæð
því undri að enginn í mannheimi er
eins, hver og einn einstakur.
Málverkið, eins og Evr-ópubúar þekkja það, ernæstum jafngamaltkristninni. Eins og ég
vísaði til fyrir skömmu segir þjóð-
sagan að læknirinn Lúkas, sem snér-
ist til Kristni og Lúkasarguðspjöllin
eru kennd við, hafi málað fyrstu
helgimyndina af guðsmóðurinni og
barninu rúmum hundrað árum e.Kr.
Við hann eru hin svonefndu Lúk-
asargildi kennd sem voru við-
urkennd hagsmunasamtök hand-
verksmanna og höfðu miklu
hlutverki að gegna á miðöldum og
nokkuð fram yfir endurreisn, Lúkas
jafnframt verndardýrlingur málara.
Um að ræða hagsmunasamtök sem
voru undanfari stéttarfélaganna og
fagurlistaskólanna, hinn fyrsti þeirra
sem reis í Róm var svo eðlilega
nefndur Accademie di S. Luca og tók
til starfa 1577. Á mótunarárum end-
urreisnar í byrjun 16. aldar voru
Lúkasargildi starfandi í svo til öllum
helstu borgum Evrópu og hlutverk
þeirra var ekki einungis að lyfta und-
ir gilt handverk heldur einnig að
styðja við bakið á meðlimum sínum
varðandi slys og veikindi. Á Nið-
urlöndum höfðu þau einnig vakandi
auga með listhöndlurum og stóðu
fyrir listakaupstefnum, en eftir bar-
okktímann minnkaði þýðing þeirra
stórum, sem má rekja til stofnunar
fagurlistaskóla um alla Evrópu. Fag-
urlistaskólarnir eða akademíin tóku
við hlutverki meistaranna og verk-
stæðanna eins og ég hef áður hermt
frá í skrifum mínum, og það var á
þeim tímum með sóma og sann eitt-
hvað að vera skapandi handverks-
maður. Námið tók heil 14 ár sam-
kvæmt skrifum toskanska
listfræðingsins og málarans Cenn-
inio Cennini (1370- 1440) og þar var
ekkert gefið eftir. Þetta var blóð, tár
og sviti frá morgni til kvölds og ráð
hans voru meðal annars að nemar
héldu sig frá öllum lystisemdum lífs-
ins, ekki síst víni og konum, sam-
keppnin hörð þar sem fáir náðu
meistararéttindum.
Þessi viðamikli lærdómur skilaði
stórbrotnum árangri eins og hver og
einn getur sannreynt með eigin
rannsóknum, kemur fram í óviðjafn-
anlegri smíð í kopar, silfri og gulli,
skarti hvers konar og ekki síst hús-
byggingum. Í hinum gömlu borgum
Evrópu, ekki síst á Ítalíu, eru bygg-
ingar frá miðöldum uppistandandi,
neðsta hæðin á húsinu þar sem ég
leigði í Flórens sumarið 1954 var til
að mynda frá 13. öld og var ramm-
gerðasti hluti þess og allar efri hæðir
hvíldu á. Klæði fólks og skreyti
þeirra að sama skapi vönduð. Við
hæfi að upplýsa að nú virðist komið
upp úr kafinu að víkingarnir voru í
litríkum flíkum og konurnar lögðu
ríka áherslu á að kynþokki þeirra
fengi að njóta sín, gengu í stuttum
pilsum og stolt þeirra var fag-
ursköpuð brjóstin sem greinilega
glitti í og á stundum breiddu úr sér.
Menn þykjast kenna þar austurlensk
áhrif og skip víkinganna, vopn og
verjur voru listasmíði sem áttu sér
varla hliðstæðu. Þeir voru sannast
sagna ekki þeir frumstæðu, skítugu,
drykkfelldu og ófrýnilegu skeggdr-
jólar sem eru ósjaldan kynntir til
sögunnar í ritverkum og kvikmynd-
um. Hér væri æskilegt að Íslend-
ingar rýndu betur í fortíðina, einkum
með hliðsjón af því hvað landnáms-
mennirnir tóku með sér hingað og
fellur undir svokallaða heiðni. Önd-
vegissúlurnar hafa líkast til verið
fagurleg útskorin smíð með trúar-
legum táknum, rúnaletri og vísunum
á heiðna galdra. Nei, þetta hafa ekki
verið neinar venjulegar spýtur og í
ljósi þessa var það væntanlega
myndlistin sem fyrst nam hér land.
Hingað barst mjög senni-lega norrænn arfur ímyndlist, mannvist-arleifar í Danmörku og
Svíþjóð hafa verið greindar meira en
30.000 ár aftur í tímann. Sagan
hermir að heiðnum goðum hafi verið
fargað við kristnitökuna, kastað fyrir
björg, og seinna komu svo siðaskipt-
in með öllum sínum afleiðingum. Nú-
tímagenarannsóknir munu jafnvel
geta rakið slóðina langt aftur í aldir
og ekki útilokað að vísindamenn rek-
ist þá á listræna erfðavísa, í öllu falli
eru Íslendingar ekkert lakar af guði
gerðir en útlendingar og það er
seinni tíma minnimáttarkennd ör-
þjóðar ásamt því að hinn stóri þrösk-
uldur hefur lengi verið öfugsnúið þý-
lyndi við fjarlægðirnar.
Öll þessi meintu sannindi úr fortíð
koma vissulega málverkinu og í það
heila sjónlistum við, staðfesta enn
fremur að það hafi verið Íslands
ógæfa að sinna ekki sjónmenntum í
sama mæli og bókmenntum. Fara að
dæmi annarra menningarþjóða í
Evrópu og stofna til fagurlistaskóla
jafnhliða Háskólanum, í öllu falli
deild sem sinnti þeim afgerandi
grunnmálum. Ennþá blasir við að
myndmennt er afgangsstærð í
menntakerfinu og við eftirbátar ann-
arra þjóða í þeim efnum að styðja við
bakið á listamönnum, og að alltof
margir finna ekki aðra lausn en að
viðra sig upp við útlandið. Skurðgoð-
in þá sýndarmennska og yfirborð.
Málverkið
Málverkið Guðsmóðirin með barnið eftir Simone Martini (1284-1344) boðaði eitthvað nýtt og ferskt sem væri í
vændum. Miðaldir komnar að endamörkum sínum og endurfæðingin ekki langt undan.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson
TEXTI hefur ótvíræð áhrif á mynd-
ræna upplifun í frétta- og fjölmiðla-
miðuðu samfélagi og geta tveir ólíkir
textar hæglega stýrt huga okkar í
tvær gerólíkar áttir eftir því hvernig
þeir útskýra mynd. Segjum t.d. ljós-
mynd af fólki á stangli í Hljóm-
skálagarðinum, sem máski birtist
einn daginn á baksíðu Morgunblaðs-
ins, og undir stendur „Reykvíkingar
nutu veðurblíðunnar í Hljóm-
skálagarðinum“ eða „Maður með
strípihneigð hefur herjað á konur í
Hljómskálagarðinum“. Ein mynd,
tvær áttir.
Verk austurríska listamannsins
Andreas Leikauf, sem nú sýnir í
Gallerí Anima, byggja nokkuð á
þessari stýringu. En listamaðurinn
spilar saman texta og ímynd þannig
að textinn verður partur af málverk-
inu um leið og hann hefur áhrif á
innihald ímyndarinnar.
Alls sýnir listamaðurinn 18 litlar
myndir unnar með mislituðu bleki á
pappír. Heggur Leikauf í sama kné-
runn og Wilhelm Sasnal, Elisabeth
Peyton o.fl. sem njóta mikilla vin-
sælda um þessar mundir. Efnistökin
einföld en skýr, myndefnið raunsætt
en poppað og vísar til fréttamynda,
tískumynda og jafnvel skopmynda.
Upphengið er þétt og eru mynd-
irnar samhangandi ofgnótt einfaldra
upplýsinga líkt og þegar maður
flettir tímariti þar sem sumt reynist
vera frétt, annað auglýsing o.s.frv.
Auk þess eru þær fljótmeltanlegar
eins og stuttermabolir með tilheyr-
andi áróðri, slagorði eða viðmóti
þannig að þéttleikinn gerir sig vel í
smáu gallerírýminu. Síðast en ekki
síst er það svo meginatriðið, þetta
samspil mynda og texta, sem smell-
virkar.
Líkt og að
fletta tímariti
Jón B. K. Ransu
MYNDLIST
Gallerí Anima
Andreas Leikauf
bbbmn
Opið fimmtudaga til laugardaga frá kl.
13-17. Sýningu lýkur 19. apríl. Aðgangur
ókeypis.
Mynd og texti Samspil smellvirkar.
smáauglýsingar mbl.is