Morgunblaðið - 06.04.2008, Side 36

Morgunblaðið - 06.04.2008, Side 36
36 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. ÞRÚÐVANGI 18 - 850 HELLU Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur Sími 487 5028 JÖRÐ Í RANGÁRÞINGI Til sölu er jörðin Háfur 2 í Rangárþingi ytra. Landstærð er um 35 ha, sem allt er gróið land og grasgefið. Á jörðinni er 295 fm íbúðarhús, sem möguleiki er að hafa 3 íbúðir í, og vélageymsla sem er 289 fm einangrað stálgrindarhús með steyptu gólfi. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Þjórsá. Verð kr. 69 milljónir. Nánari upplýsingar og myndir á www.fannberg.is og á skrifstofu. Sími 575 8585 FASTEIGNASALAN ÞÍN www.fmg.is Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík. Sími 575 8585. Fax 575 8586 OPIÐ HÚS Í DAG Á MILLI KL. 15:00 OG 16:00 FLÚÐASEL 44 – ENDARAÐHÚS M. BÍLSKÝLI Fallegt endaraðhús á 2 hæðum auk stæðis í bílageymslu. Húsið er 149 fm, mjög vel skipulagt, bjart og opið. Eldhús er stórt og bjart, úr því er útgangur í garð með grill- verönd, markísa yfir henni. Opið er á milli stofu og eldhúss. Þvottahús er inn af eldhúsi. Á efri hæð er stórt hjónaherbergi með útgangi á svalir, tvö barnaherbergi, vel hægt að bæta því þriðja við, sjónvarpshol og baðherbergi, einnig er gestasalerni á neðri hæð. Fallegar flísar og parket er á gólfum. Verð 36,9 millj. Sölumaður verður á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16:00 OG 17:00 ENGIHJALLI 11, BJALLA 3A Falleg og rúmgóð 3ja herb., 93,8 fm íbúð á 3. hæð. 2 svefnherb. með skápum. Rúmgóð stofa og borðstofa, vestursvalir með glæsilegu útsýni. Eldhús með fallegri innréttingu, nýlegri eldavél, nýlegum blöndunartækjum og borðkrók. Flísalagt baðherb. með glugga, baðkari með sturtuaðstöðu, innréttingu og nýlegum blöndunartækjum. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Sérgeymsla. Verð 20,9 millj. Sölumaður verður á staðnum. Laxalind 3 Kópavogi glæsilegt parhús Opið hús sunnudag frá kl. 13-16 Í einkasölu glæsil. fullb. ca 210 fm hús á mjög góðum útsýnisstað. 4 svefnherb. Fráb. skipul. Rúmg. stofur, glæsil. sér- míð. innrétt., granít og vönduð tæki, Glæsil. mjög velhannað hús. Opið hús verður hjá Eggerti og Ernu í dag sunnudag frá kl. 13-16. V. 69,8 m. Ef tímasetningin hentar ekki þá endi- lega hafið samband við Eggert í síma 821-1402. www.domus.is Akureyri I Akranes I Blönduós I Borgarnes I Egilsstaðir I Reyðarfjörður I Reykjavík I Vestmannaeyjar Domus Blönduós Þverbraut 1 - Sími 440 6170 Allar eignir auglýstar á www.domus.is ı www.mbl.is ı www.visir.is ı www.habil.is Magnús Ólafsson viðskiptastjóri magnuso@domus.is Rafþjónusta HP er gróið fyrirtæki á Blönduósi, sem annast alhliða raflagna- og rafviðgerða- þjónustu. Heildarvelta fyrirtækisins á síðasta ári var um 40 millj. kr. og starfsmenn 3-4. Félagið á eigið húsnæði, sem er 180 fm að stærð og hefur verið innréttað mjög vel fyrir þennan rekstur og lager tengdan starfseminni. Auk þessa á fyrirtækið ýmsan búnað og tæki vegna starfseminnar. Tilvalið tækifæri fyrir rafvirkjameistara til að eignast eigin rekstur. Gott mannlíf er á Blönduósi, sem er mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gróið fyrirtæki til sölu Tækifæri til eigin reksturs ÞESSA dagana auglýsa símafyr- irtækin mikið. Þau keppa einkum um hylli farsímanot- enda og þeirra sem vilja geta notað símann sinn um allt land; jafnt í byggð, í óbyggðum, á þjóðvegakerfinu og á fiskimiðunum við strendur landsins. Þau segja sum frá því að þau séu með ,,stærsta dreifikerfið“ og ánægða viðskiptavini. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi fyrir notendur fjarskipt- anna og ég vona að ánægja viðskiptavinanna fari vax- andi, bæði með útbreiðsluna og verðið. En hvað er hér á ferðinni? Samkeppnin á fjarskipta- markaði er að aukast Það sem er að gerast er mjög ör tækniþróun og aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði. Með ákvæðum í fjar- skiptalögum og aðgerð- um Fjarskiptasjóðs hefur tekist að efla samkeppni milli síma- fyrirtækjanna, sem kemur neytendum til góða. Samkeppnin nær ekki einungis til þeirra sem eru á þétt- býlissvæðunum heldur eru símafyrirtækin nú að keppast um að veita þjónustu um landið allt og einnig við sjófar- endur. Þessi staða sýnir að ákvæði fjarskiptalaga, samþykkt fjar- skiptaáætlunar og stofnun Fjar- skiptasjóðs voru þær aðgerðir sem tryggja best hagsmuni neytenda um allt land. Raunveruleg samkeppni er besta tryggingin fyrir notendur fjar- skiptaþjónustunnar. Það eru fjar- skiptafyrirtækin nú að sýna með aukinni og bættri þjónustu. En allt hefur sinn tíma. Ríkisrekstur í fjarskiptum er liðin tíð Til eru stjórnmálamenn sem enn tala um nauðsyn þess að endurreisa ríkisrekstur í fjarskipum. Það er mikill misskilningur að ríkisrekstur í fjarskiptaþjónustu tryggi best hags- Góð tíðindi á fjarskiptamarkaði Sturla Böðvarsson skrifar um fjarskipti » Það er mikill mis- skilningur að rík- isrekstur í fjarskipta- þjónustu tryggi best hagsmuni neytenda Sturla Böðvarsson OFT kemur það fyrir að valdhafar beita þvaðri sem vopni í baráttunni fyrir málstað sínum. Með þvaðri, loðnum tilsvörum og með því að koma sér hjá því að svara spurn- ingum er almenningur gjarnan af- vegaleiddur af þeim sem valdið hafa. Valdhafar beita líka hálfsannleika eða segja einungis hálfa söguna svo skekkt mynd af veruleikanum situr eftir hjá þeim sem á hlýðir. Þá reynir sér- staklega á aðhalds- stofnanir samfélagsins og ekki síður á okkur hin að sjá í gegnum þokuna og krefjast heiðarlegra svara. Það er til að mynda þvaður hjá Geir Haarde að ríkisstjórnin eigi enga aðkomu að stóriðjuverkefnum lengur, þar sé einungis um viðskipta- legar ákvarðanir viðkomandi fyr- irtækja að ræða án aðkomu stjórn- málanna. Þessi klifun ráðherra nýrrar ríkisstjórnar er orðin æði hvimleið og nauðsynlegt að fjölmiðar og kjósendur átti sig á þessum ábyrgðarlausa hvítþvotti. Bein aðild að stóriðju Ríkisstjórnin á aðild að báðum ál- versverkefnunum sem nú eru lengst komin í undirbúningi, það eru áform- in í Helguvík og Bakka við Húsavík. Það var Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðarráðherra í síðustu ríkisstjórn Geirs Haarde, sem undirritaði sam- komulag við Alcoa um orkusölu til ál- vers á Bakka 1. mars 2006. Og hvað varðar Helguvík þá eru Út- flutningsráð og Mark- aðsskrifstofa iðn- aðarráðuneytisins „Invest in Iceland“ að- ilar að samningi við Norðurál um uppbygg- ingu álvers þar. Þá áætlar rík- isstjórnin að leggja 350 milljónir króna í djúp- borunarverkefni orku- fyrirtækjanna á tíma- bilinu 2009-2010, til að auðvelda þeim að margfalda orku- framleiðslu sína. Framleiðsluaukn- ingin er að sjálfsögðu hugsuð til stór- iðju. Upplýsingar um þetta má fá í fjáraukalögum ársins 2007. Svo má ekki gleyma því að orku- fyrirtækin eru nær alfarið í eigu op- inberra aðila og Landsvirkjun sem dregið hefur vagninn í orkusölu til stórnotenda er alfarið í eigu ríkisins. Þá hvílir ábyrgðin á lánum fyrirtæk- isins vegna orkuöflunar til stóriðju- fyrirtækja á ríkinu. Þjóðlendurnar, þar sem flestar virkjanir eru áform- aðar, eru í umsjá og á forræði rík- isins og loks eru stóriðjufyrirtækin háð losunarheimildum sem er í verkahring ríkisstjórnarinnar að út- hluta. Svo leyfa ráðherrar sér að klifa á þessari vitleysu að ákvarðanir um stóriðju séu ekki lengur í höndum ríkisstjórnarinnar! Meira að segja umhverfisráðherra hefur sagt að aðkoma stjórnvalda að þessum áformum sé engin; Lands- virkjun og Alcan séu bara fyrirtæki á markaði og verði að ná sínum samn- ingum eins og aðrir. Þannig orðaði hún það m.a. í fréttum Stöðvar 2 þann 26. júní 2007, aðeins nokkrum vikum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum með Fagra Ísland og fögur loforð um stóriðjuhlé í farteskinu. Olía í stað náttúruverndar? Loks má nefna að ríkisstjórnin hyggst leggja tugi ef ekki hundruð milljóna króna í olíuleit á Dreka- svæðinu við Jan Mayen-hrygg, rétt eins og hún sjái fyrir sér að olíu- vinnsla taki við af sjávarútvegi sem ein af grunnstoðum atvinnulífs í landinu. Í því augnamiði var 55 millj- ónum króna bætt við fjárveitingu Orkustofnunar á fjáraukalögum 2007. Umhverfisstofnun fékk líka sérstaka fjárveitingu til að gefa út starfsleyfi vegna olíuleitar, á sama tíma og þeirri stofnun var synjað um aukið framlag til náttúruverndar og landvörslu. Tækifæri sem aldrei fyrr Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð á upp- byggingu stóriðju í landinu nú sem fyrr. Það er nauðsynlegt að fjöl- miðlar og aðrir sem veita eiga ráða- mönnum samfélagslegt aðhald sporni við því að valdhafar þvaðri um hlutina, hvítþvoi sig og firri sig ábyrgð. Náttúra Íslands þarf á hugrekki og skilningi að halda en hvorki sýnd- armennsku né blekkingum. Fram- sækin náttúruvernd, ábyrg umhverf- isstefna og hlé á uppbyggingu stóriðju eru tæki sem ríkisstjórnin hefur í hendi sér. Ég skora á stjórn- völd að nýta völd sín til að hrinda í framkvæmd framsækinni umhverf- isstefnu. Ég skora líka á þau að segja satt og rétt frá og axla ábyrgð á gjörðum sínum. Stóriðja á ábyrgð ríkisstjórnar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar um stóriðju »Náttúra Íslands þarf á hugrekki og skiln- ingi að halda en hvorki sýndarmennsku né blekkingum. Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.