Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SKULDATRYGGINGAÁLAG, vogunarsjóður, áhættuvextir, lausa- fjárkreppa, gjaldeyrissjóður, jökla- bréf, gengissig, afleiður, fasteigna- viðskipti, snöggkólnun markaðar, heimsmark- aðsverð og aukin verð- bólga. Allt eru þetta hugtök sem sjá má á forsíðum blaðanna í vikunni. Minna er talað um hvernig þeir fátæku þoli þetta efnahags- ástand í okurþjóð- félaginu Íslandi, né heldur hvernig eigi að bregðast við vanda þeirra. Vandi bank- anna er hins vegar ræddur umtalsvert. Hvað þýðir slæmt efnahags- ástand, verðbólga og háir vextir fyrir aðra en bankana? Ástandið bitnar á flestum og verst á þeim sem eru verst settir fjárhagslega og með þyngstu skuldabyrðina. Sé ástandið metið út frá hagsmunum borgarbúa má segja að tugir þeirra finni fyrir ástandinu þegar þeir kaupa í matinn, fylla bílinn af elds- neyti og eða versla einhverjar þær vörur sem kaupmenn hafa leyft sér að hækka um 15-40%. Þrír til fjórir tugir þúsunda Reykvíkinga finna enn frekar fyrir þessu. Þeir Reykvíkingar sem eru mjög tekjulágir og hafa varla náð endum saman hingað til. Við núverandi ástand ná þeir ekki endum saman. Nokkur þúsund Reykvíkinga búa við allra verstu kjörin. Þeir búa við óvið- unandi húsnæð- isaðstæður og 750 þeirra eru á biðlista eftir félagslegu hús- næði. Á hverju ári eru síðan um 2.500 Reyk- víkingar sem fá fjár- hagsaðstoð. Hún er lægri en 100 þúsund krónur á mán- uði. Fjárhagsaðstoð dregst aftur úr Samkvæmt lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga skulu sveitarfélög: ,,tryggja að þeir (íbú- arnir) geti séð fyrir sér og sínum. Aðstoð og þjónusta skal jöfnum höndum vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf.“ Fé- lagsmálaráðuneytið gefur út leið- beinandi reglur til sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð þar sem viðmiðunar- upphæð er gefin upp og er hún ákvörðuð í samráði við félagsmála- stjóra sveitarfélaganna sem jafn- framt eru þeir sem þurfa að fjár- magna aðstoðina. Þetta gagnrýnisverða fyrirkomulag er við lýði á meðan ekki er til staðar lág- marksframfærslustuðull sem hægt er að vinna út frá. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er þó ætíð lægsta mögulega aðstoðin, enda er henni ætlað að vera tímabundin þegar ekki koma til atvinnuleysisbætur eða greiðslur frá almannatrygg- ingum. Í dag er framfærsluaðstoð Reykjavíkurborgar 99.329 krónur á mánuði. Á síðustu árum, sér- staklega frá árinu 2006, hefur framfærslustyrkur sveitarfélag- anna, þ.á m. Reykjavíkurborgar, dregist mjög aftur úr greiðslum al- mannatrygginga og atvinnuleys- isbótum. Fjárhagsaðstoðin hækkar 1. janúar ár hvert en lífeyr- isgreiðslur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hafa sem betur fer hækkað nokkuð síðustu misseri í tengslum við gerð kjarasamninga og við sérstakar aðgerðir rík- isstjórnar 2007 og nú á þessu ári. Í dag eru upphæðirnar þessar: Fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar = 99.329 Fullur ellilífeyrir = 135.928 Aldurstengd örorka = 163.904 Atvinnuleysisbætur = 136.015 Fjárhagsaðstoð einstaklinga er nú 36% lægri en ellilífeyrir og at- vinnuleysisbætur. Árin 2003 og 2005 voru atvinnuleysisbætur ein- ungis 8–9% hærri en fjárhags- aðstoðin og lífeyrisgreiðslur voru 24–32% hærri, áður en tekið er til- lit til aldurstengdrar örorku. Munurinn á framfærslu hjóna og Fjárhagsaðstoð í slæmu árferði Björk Vilhelmsdóttir skrifar um efnahagsástandið » Á síðustu árum hefur framfærslustyrkur Reykjavíkurborgar dregist mjög aftur úr greiðslum almanna- trygginga og atvinnu- leysisbóta. Björk Vilhelmsdóttir 197 fm einbýlishús með 30 fm bílskúr eða samtals 227 fm. Húsið er á tveimur hæðum, hæð og ris, mjög opið og bjart. Á neðri hæð er forstofa, setustofa, borðstofa, arinstofa, eldhús, búr, þvottahús, svefnherbergi og salerni með sturtu. Á efri hæð eru fjögur svefn- herbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Góður garður, endurnýjuð hellulögn að hluta til. Að utan er húsið klætt hvítum steini sem er mjög fallegur og kallar ekki á neitt viðhald. Sérstæður bílskúr með nýju epoxí gólfi. Gott hús í góðu standi. Verð 60,0 milljónir. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala Hæðarsel 12 Reykjavík Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is STEINÁS - GARÐABÆ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu glæsilegt einbýlishús á einni hæð 196,1 fm vel staðsett í Ásahverfi í Gbæ. Húsið er innréttað á mjög smekklegan hátt m/vönduðum innréttingum, lýsingu og gólfefnum. Eignin skiptist í forstofu, skála, gestasnyrtingu, stofu, borðstofu, eldhús, 3 herbergi, hjónah, vinnurými, baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskúr. Fallegur garður með afgirtum sólpalli, hellulögðu plani og gangstéttum. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður. 896-0058. FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 - FAX 512 1213 Bragi Björnsson lögmaður og löggiltur fasteignasali LINDARGATA 57, 101 RVK OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 Foss fasteignasala, Hátúni 6a, sími 512 12 12, fax 512 12 13, netfang foss@foss.is Góð 2ja herbergja íbúð á 8. hæð með einstöku sjávarútsýni. Íbúðin er 48,1 fm. Anddyri með fataskáp. Eldhús og stofa í björtu alrými. Eldhús með hvítri innréttingu. Úr stofu er útgengt á svalir sem snúa til norðurs með góðu útsýni. Baðherbergi með hvítri innréttingu og sturtu. Rúmgott svefnherbergi með skápum. Í húsinu rekur Reykjavíkurborg þjónustu- miðstöð fyrir eldri borgara. Þar er bæði matstofa og félagsleg þjónusta af ýmsu tagi. Í íbúðinni er öryggishnappur. Sérgeymsla er í kjallara. Áhvílandi ca 11 milljónir með 4,15% vöxtum. Verð 20,5 milljónir Sigrún tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag sunnudag frá kl. 14-16. Lindargata 57, 101 Reykjavík, íbúð 802. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Laufásvegur 19 4ra herb. útsýnisíbúð á efstu hæð Opið hús í dag frá kl. 14-16 Góð 4ra herb. útsýnisíbúð á efstu hæð í þessu reisulega steinhúsi í Þingholtunum. Forstofa/gangur, björt og rúmgóð stofa með fallegu útsýni yfir Tjörnina, rúmgott eldhús með uppgerðum innréttingum og góðri borðaðstöðu, búr/geymsla innaf eld- húsi 3 rúmgóð herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi með þvotta- aðstöðu. Verð 29,9 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Hringbraut 47 3ja herb. íbúð með aukaherbergi í risi Opið hús í dag frá kl. 13-16 Góð 79 fm endaíbúð á 3.hæðásamt 9,6 fm herbergi í risi með aðgengi að wc og 7,9 fm sér geymslu í kjallara. Útgangur úr stofu á suðursvalir. Allt gler sem snýr að Hring- braut og Furumel er nýtt og hljóðein- angrandi. Sameign nýlega endurnýjuð og hús nýlega tekið í gegn að utan. Góð íbúð nálægt Háskólanum og Þjóðarbókhlöðu. Næg bílastæði. Laus strax. Verð 26,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 13-16. ÍBÚÐ MERKT 0302. Verið velkomin. Sumarbústaður í Skorradal Vatnsendahlíð nr. 30 Opið hús í dag, frá kl. 13-15 52 fm sumarbústaður við Vatnsendahlíð nr. 30 í Skorradal í fjórðu röð frá vatni með frábæru útsýni yfir vatn og fjöll. Bústaðurinn er vel skipulagður og skiptist í þrjú herb., rúmgóða stofu með arinofni, vel innréttað eldhús tengt stofu og baðherb. með sturtu auk geymslu. 40 fm verönd við bústaðinn, að hluta yfirbyggð. Húsbúnaður fylgir. Einnig fylgja bátur og utanborðs- mótor, björgunarvesti, grill og útihúsgögn. Golfvöllur í næsta nágrenni. Nýr leigu- samningur til 20 ára. Verðtilboð. Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 13-15. Verið velkomin. Nánari upplýsingar í síma 893-3207. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Sími 551 3010 Hárgreiðslustofan www.sjofnhar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.