Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 43
Birgir Gunnarsson hóf störf hjá
Blikksmiðju Reykjavíkur 1953 og
starfaði þar nánast óslitið fram á síð-
asta dag eða í um 50 ár. Samstarfs-
félagar þennan tíma hafa verið
margir og samstarfstími mislangur
en sammerkt má segja með öllum að
það var ekki erfitt að láta sér þykja
vænt um Bigga. Hann var alltaf boð-
inn og búinn að aðstoða alla og
hjálpa til og lagði oft mikið á sig til
þess að gera öðrum greiða. Það var
öllum ljúft að vinna með Bigga. Í
raun var einstakt hversu auðvelt og
áreynslulaust allt samstarf hans var
Birgir Gunnarsson
✝ Birgir var fædd-ur 8. mars 1936 í
Reykjavík. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
2. mars 2008. For-
eldrar hans voru
Gunnar Ólafsson
fæddur í Stykk-
ishólmi og Sigríður
Sigursteinsdóttir
fædd í Vest-
mannaeyjum. Kona
Birgis var Margrét
Kristín Guðmunds-
dóttir, hún lést
23.12. 1988. Þau eignuðust einn
son, Guðbjörn Helga.
Útför Birgis fór fram 12. mars
sl. í kyrrþey að ósk hins látna.
við aðra. Biggi fór
aldrei í manngreining-
arálit og kom alltaf
eins fram við alla.
Á þessum tíma hef-
ur Biggi tekist á við
ýmis áföll sem reynst
hafa erfið. Einnig hafa
orðið miklar sam-
félagslegar breyting-
ar, bæði uppsveiflur
og niðursveiflur, óró-
leiki og stöðugleiki.
Alltaf einkenndist af-
staða Bigga af ein-
stöku rólyndi og æðru-
leysi. En kannski fengum við aldrei
að vita söguna alla.
Það er ekki annað hægt en að
segja að þú hafir kvatt skyndilega,
kæri Biggi. Þegar við hittumst síð-
astliðinn fimmtudag og við spurðum
um hagi þína svaraðir þú: „Þetta er
allt á uppleið“. Að þú skyldir vera al-
farinn þremur dögum síðar var virki-
lega óraunverulegt.
Oft þegar rætt var um lífið og til-
veruna áttir þú það til að skjóta því
inn í að „Lífið væri eins og ljósapera.
Á meðan hún lýsti væri maður lifandi
og síðan væri bara slökkt“. Enginn
vissi hvenær, hvar eða hve langur líf-
tími perunnar væri. Mikið rétt og
mikið satt.
Frá fyrstu kynnum hefur hljómað
draumurinn um að vera sjálfs sín
herra og þá sem bóndi. Víst er að
Biggi hefði orðið góður búmaður og
átt vel heima í sveit.
Biggi var mjög handlaginn, góður
smiður, mikill grúskari og uppfinn-
ingasamur. Oft á tíðum lagði hann á
sig mikla vinnu við að gera við tæki
og tól sem muna máttu sinn fífil feg-
urri, sem og að bæta eða auðvelda
ýmis vinnuferli á vinnustað sem oft
komu sér vel og margt af því á eftir
að nýtast áfram.
Einnig var hann mikill áhugamað-
ur um verkfæri. Fáir sem við höfum
hitt hafa haft jafn mikla þörf fyrir að
eiga nánast öll handverkfæri sem
nöfnum tjáir að nefna. Stöðugt bætt-
ist í safnið og alltaf var hægt að finna
not fyrir hvert og eitt. Má eiginlega
segja að það hafi verið hluti af þess-
um draumi um að búa í sveit, vera
ekki uppá aðra kominn og geta
bjargað sér við hverjar þær aðstæð-
ur sem uppá kæmu.
Auðvelt er að sjá fyrir sér græn
engi, sól og Bigga á stuttbuxum við
heyskap. Einhvern veginn, þrátt fyr-
ir kenninguna um ljósaperuna, þá
trúum við að þetta sé staðurinn sem
Biggi er á, hinum eilífu grænu engj-
um alheimsins þar sem sumarið tek-
ur aldrei enda.
Að lokum sendum við Guðbirni,
einkasyni Birgis, systkinum hans og
öðrum ástvinum hans innilegar sam-
úðarkveðjur. Það er með miklum
söknuði sem við kveðjum góðan
vinnufélaga og vin.
Samstarfsmenn í
Blikksmiðju Reykjavíkur.
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARTA SVEINSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 3. apríl að hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ.
Ævar Guðmundsson, Sigrún Fríða Óladóttir,
Sveinn Guðmundsson, Sigurveig Sigmundsdóttir,
Jörundur Guðmundsson,
Marta Rut, Dagný María og Guðmundur Sigurðarbörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Elsku Óli minn, vá,
þetta er svo sárt og
erfitt.
Mig langar að segja
nokkur orð til þín
kæri vinur. Það fyrsta sem kom upp
í huga þegar mér var hugsað til þín
var að kíkja í myndaalbúmið mitt,
og þar er mynd af þér skælbrosandi
og við myndina stendur orð sem lýs-
ir þér svo vel: „Bjargvættur“ og það
ertu svo sannarlega. Alltaf þegar ég
lenti í vandræðum þá gat ég hringt í
þig og ég gat treyst því að þú yrðir
mættur undir eins. Við áttum svo
margar góðar stundir í litla hvíta
bílnum þínum, honum Kittýkittý-
bangbang, alveg ótrúlegt hvað við
nenntum að hanga í þessum bíl og
spjalla og hlusta á tónlist, þó að við
hefðum alls ekki sama tónlistar-
smekk. Það var líka bara einn disk-
ur sem við gátum hlustað á saman
og á þeim disk er lagið okkar, lagið
sem ég setti endalaust á og söng há-
stöfum með. Sumir af þessum bíl-
túrum enduðu þó bara á því að ég
steinsofnaði en það var allt í lagi,
þér var alveg sama, þú vaktir mig
bara þegar þú varst tilbúinn að fara
heim og svo endurtókum við þetta
allt daginn eftir. Þú gerðir alltaf allt
fyrir mig. Þegar Kári fæddist þá
heimtaðir þú að við færum í bíltúr
til Keflavíkur til að kíkja á snáðann.
Þú varst svo stoltur að vera orðinn
pabbi. Þú passaðir líka alltaf að við
myndum ekki missa sambandið, þó
að það hafi minnkað í gegnum árin
þá hvarf það aldrei. Það er ekki
langt síðan þú lést mig vita að það
væri nú kominn tími á að ég kíkti í
heimsókn og þá helst á pabbahelgi.
Ég hef alltaf og mun alltaf líta á þig
sem einn af mínum kærustu vinum
og ég á eftir að sakna þín svo sárt.
Elsku Kári, Guðný, Aðalsteinn,
Tryggvi, Pétur og Heiða, megi guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Þín vinkona,
Fríða.
Óli Símon var fyrsti vinur Jó-
hanns sonar okkar og vinátta þeirra
var ávallt traust. Við vorum ná-
Ólafur Símon Aðalsteinsson
✝ Ólafur SímonAðalsteinsson
fæddist í Reykjavík
17. ágúst 1984.
Hann lést af slysför-
um 21. mars síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Bessastaðakirkju
28. mars.
grannar í Norðurmýr-
inni og kynntust þeir
á leikskólanum Nóa-
borg en þar voru þeir
kóngar í ríki sínu.
Brátt fengu þeir að
hittast heima við eftir
að leikskóla lauk á
daginn. Þeir urðu góð-
ir félagar og eyddu
löngum tíma í að
byggja og hanna hin
ýmsu tæki og tól úr
legokubbum. Óli hafði
strax mikið verkvit og
var handlaginn. Eitt
sinn var samkeppni um hvor þeirra
byggði flottara tæki og þurftum við
foreldrar Jóhanns að velja hvor
þeirra hefði vinninginn. Það var
ekki auðvelt verk, en þrýstingurinn
mikill um úrslit. Óli vann og þá
grétu sumir sárt.
Óli var tryggðatröll frá fyrstu tíð,
hann vildi hafa Jóhann fyrir sig og
var oft ekkert gefið um það að aðrir
strákar fengju að vera með. En einn
lítill glókollur fylgdi ávallt í kjölfarið
á bróður sínum en það var Tryggvi,
tveimur árum yngri og lét ekkert
aftra sér. Þeir bræður voru miklir
tækjamenn frá fyrstu tíð og voru
byrjaðir að prjóna á hjólunum sín-
um og hjóla fram af stökkpöllum
þegar aðrir voru ekki búnir að
sleppa hjálpardekkjunum.
Þeir félagar tóku sér margt fyrir
hendur og var Norðurmýrin þeirra
leikvöllur og saman kynntust þeir
mörgum kynlegum kvistum í hverf-
inu. Þeir bjuggu sér til leikvang og
þrautir í nýbyggingum við Rauð-
arárstíginn, klifruðu upp á bílskúra
og duttu niður af þeim. En þeir fóru
oft lengra að heiman en þeir máttu.
Það fréttist af þeim niður í Kola-
porti í skoðunarferð um sölubásana.
Þeir höfðu verið að spjalla, rölt af
stað og heillaðir af umhverfinu voru
þeir allt í einu komnir í Kolaportið.
Eitt sinn í sínum mörgu ferðum
höfðu þeir farið inn að Laugardals-
höll en þar var sýning í gangi og
mikið um dýrðir og þar sáu þeir
þyrluflug og voru stórhrifnir.
Ferðalagið átti að vera leyndarmál
enda komnir langt út fyrir leyfileg
mörk. En um kvöldið missti Óli Sím-
on út úr sér, yfir sjónvarpsfrétt-
unum þar sem fjallað var um þyrl-
una, að hann hefði nú verið á
staðnum ásamt góðum vini og þeir
hefðu nú séð þetta allt saman. Þá
voru þeir bara 7 ára.
Jólin nálguðust og jóladagatalið
var fastur liður, einn moli á dag
meðan talið var niður til jólanna.
Daginn fyrir fyrsta opnunardag
dagatalsins fann ég þá félaga undir
rúminu hans Jóhanns niðursokkna
við að ná súkkulaðibitunum úr daga-
talinu. Þeir voru nú svolítið skömm-
ustulegir þegar við náðum þeim
undan rúminu og vildi hvorugur
þeirra viðurkenna að eiga hugmynd-
ina að uppátækinu.
Jóhann og Óli Símon voru saman
í Ísaksskóla fyrstu skólaárin sín en
fluttu síðan hvor í sína áttina. For-
eldrarnir fóru að byggja hús fullir
bjartsýni. Jóhann flutti í Grafarvog-
inn og Óli út á Álftanes. Þó langt
væri á milli voru vináttuböndin
sterk og þeir bara keyrðir á milli
staða. Síðar keyrðu þeir sjálfir á
milli.
Það var svo rígmontinn og stoltur
pabbi sem kom í heimsókn og sýndi
okkur myndir af Kára litla. Um leið
og sá litli tók að braggast kom Óli
með hann í heimsókn til okkar. Það
leyndi sér ekki hver átti þennan litla
orkubolta.
Kæra fjölskylda, við vonum að í
þessari miklu sorg og söknuði getið
þið þó notið þess að líta til baka til
allra gleðistundanna og við vitum að
þið munuð sjá stjörnu Óla skína í
gegnum litla drenginn hans. Hugur
okkar er hjá ykkur.
Sigurlaug, Guðmundur
og fjölskylda.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
föður míns og bróður okkar,
STEINDÓRS ZÓPHÓNÍASSONAR
fyrrum bónda,
Ásbrekku í Gnúpverjahreppi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hjúkrunar -
og dvalarheimilinu Kumbaravogi fyrir góða
umönnun.
Ingveldur Sigrún Steindórsdóttir og systkini hins látna.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSTRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
áður til heimilis á
Fornhaga 15,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða.
Gísli Þorsteinsson, Hjördís Henrysdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Þóra Halldórsdóttir,
Ágústa Áróra Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511