Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 45
heppinn að vinna með Ólafi að bóka-
útgáfu, fyrst hjá Vöku-Helgafelli og
síðar Eddu miðlun og útgáfu, og var
sú reynsla ómetanleg. Það var ekki
eingöngu lærdómsríkt að vinna með
Ólafi. Honum tókst að blása áhuga og
krafti í samstarfsfólk sitt og laða
fram það besta í því – sem er eig-
inleiki sem fáum er gefinn. Í bókaút-
gáfu standa þeir útgefendur upp úr
sem eru stórhuga, hafa menningar-
legan metnað og þora að fara nýjar
leiðir. En samtímis þurfa þeir líka að
vera með báða fætur á jörðinni og
geta rekið fyrirtæki sitt skynsam-
lega. Ólafur var öllum þessum eig-
inleikum gæddur. Sem útgefandi
Halldórs Laxness tókst Ólafi að end-
urvekja áhuga útgefenda víða um
heim fyrir verkum nóbelsskáldsins,
auk þess sem hann var óþreytandi
við að fá Íslendinga til að sýna skáld-
inu verðskuldaðan áhuga – bæði sem
útgefandi og sem höfundur þriggja
bóka um Halldór Laxness. Margir
okkar fremstu höfunda í dag – jafnt
höfundar skáldverka fyrir fullorðna
og börn og höfundar fræðibóka af
ýmsu tagi – hófu feril sinn undir
verndarvæng Ólafs sem gaf út bæk-
ur þeirra og kom þeim á framfæri við
lesendur með nýjum og ferskum
hætti. Ólafi var einnig umhugað um
að koma höfundum sínum á framfæri
erlendis og var einn af þeim sem
ruddu brautina á því sviði. Sjálfur
var Ólafur öflugur penni, en auk bók-
anna um Laxness skrifaði hann stór-
merka viðtalsbók við Gunnar Thor-
oddsen, tók saman í samvinnu við tvo
aðra höfunda mikið og merkilegt
þjóðsagnasafn í fimm bindum og um
þessar mundir er að koma út ljóða-
bók eftir hann – svo það helsta sé
nefnt.
Leiðir okkar Ólafs lágu svo aftur
saman í bókaútgáfu síðastliðið haust.
Það var mér í senn heiður og ánægja
að koma að útgáfu á bók Ólafs um
Halldór Laxness, Til fundar við
skáldið. Það var aðdáunarvert að
finna fyrir þeim andans krafti sem
bjó í Ólafi þótt hann væri langt leidd-
ur af sjúkdóminum og þrotinn líkam-
legum kröftum.
Menn ná yfirleitt ekki þeim ár-
angri og þroska sem Ólafur náði einir
og sér. Hann átti einstakan stuðning
í fjölskyldu sinni og lengi vel vann öll
fjölskyldan á einn eða annan hátt
með Ólafi í útgáfunni. Hin djúpu og
sterku fjölskyldutengsl hafa án efa
verið ómetanlegur styrkur og frjó
uppspretta fyrir alla fjöslkylduna.
Sumir menn eru þannig gerðir að
þeir virðast ódauðlegir – og kannski
eru þeir það á sinn hátt. Ólafur mun
alltaf lifa í huga mínum brosandi sínu
hlýja og heillandi brosi. Ég sendi El-
ínu, Kjartani Erni, Ragnari Helga og
fjölskyldum þeirra innilegar samúð-
arkveðjur. Missir ykkar er mikill.
Bjarni Þorsteinsson.
Heiðursmaður! – er fyrsta orðið
sem kemur upp í hugann í minning-
unni um Ólaf Ragnarsson. Kynni
okkar urðu því miður ekki löng, hóf-
ust haustið 2004 þegar við áttum
samleið í baráttumálum sumarhúsa-
eigenda í Skorradal. Mér varð strax
ljóst að Ólafur var enginn venjulegur
maður. Hann bar höfuð og herðar yf-
ir samferðamenn sína hvað varðar
gjörvileika og fágaða framkomu.
Hvarvetna lagði hann gott til mál-
anna og setti skoðun sína fram með
skýrum og meitluðum hætti svo eftir
var tekið. Samskipti okkar spönnuðu
marga fundi, símtöl og tölvupóst. Því
miður setti hinn illvígi sjúkdómur
fljótlega mark sitt á Ólaf þannig að líf
hans var ekki dans á rósum síðustu
misserin. Baráttuþrek hans og æðru-
leysi var einstakt. Undir það síðasta
tjáði hann sig með aðstoð tölvu og
náði þó með undraverðum hætti að
ljúka við útgáfu bókar sinnar um
Laxness sem út kom fyrir síðustu jól.
Það er afrek sem vart verður end-
urtekið. Fyrir mig voru það sannköll-
uð forréttindi að fá að kynnast Ólafi
og eiga með honum samleið þótt
stutt væri. Nú er hetjulegri baráttu
hans við óvæginn sjúkdóm lokið og
almættið hefur kallað „vænan vinnu-
mann, af velli, heim að bæ um miðjan
dag“. Ég sendi eiginkonu hans, börn-
um og ástvinum öllum hugheilar
samúðarkveðjur.
Runólfur Gunnlaugsson.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 45
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar
tengdamóður og ömmu,
AÐALHEIÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR
Sléttuvegi 11
Sérstakar þakkir til starfsfólks Eirar.
Guðrún Jóhanna Þórðardóttir
Þorsteinn Víðir Þórðarson Kristín Tryggvadóttir
Hlynur Smári Þórðarson Ágústa Árnadóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar
systur okkar,
LILJU JÓNHEIÐAR SKARPHÉÐINSDÓTTUR,
áður til heimilis á Ægisgötu 12,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu
Hlíð fyrir frábæra umönnun.
Inga Skarphéðinsdóttir,
Anna V. Skarphéðinsdóttir.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BJÖRNS SIGURÐSSONAR,
Árskógum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dagdeildar á hjúkrunarheimilinu
Eir og starfsfólks Heiðarbæjar á Skógarbæ fyrir einstaklega
góða umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Ársól Margrét Árnadóttir,
Margrét Björnsdóttir, Brynjúlfur Erlingsson,
Sigurður Björnsson,
Ólafía Björnsdóttir,
Sólveig Björnsdóttir, Ólafur Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Merkigili, Skagafirði,
Heiðarbrún 69,
Hveragerði,
sem lést föstudaginn 21. mars á Sjúkrahúsi
Selfoss, var jarðsungin í kyrrþey 2. apríl frá
Garðakirkju.
Þökkum auðsýnda samúð.
Snorri Egilson, Þórunn Ragnarsdóttir,
Elín Egilson, Guðmundur Torfason,
Brynhildur Egilson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður
minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR.
Bryndís Lúðvíksdóttir, Björn Thors,
Helga Thors, Björn Ólafsson,
Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir,
Steinar Thors
og barnabarnabörn.
✝
Þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
NÍLSÍNAR Þ. LARSEN,
Garðvangi,
Garði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs
og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir hlýhug og
kærleiksríka umönnun.
Þórdís Ólafsdóttir,
Sigurbjörg Ólafsdóttir, Einar S. Guðjónsson,
Egill Ólafsson, Jóna G. Bjarnadóttir,
Bjarni Þór Ólafsson,
Ragna Ólafs Lirot, Henry R. Lirot,
Ólafur Högni Ólafsson, Gunnar Guðmundsson,
Sóley Ólafsdóttir,
ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur.
✝ Freyja Ásgeirs-dóttir fæddist á
Flateyri 27. maí
1960. Hún lést á
sjúkrahúsinu í
Drammen í Noregi
23. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Ás-
geir Sölvason skip-
stjóri frá Flateyri
við Önundarfjörð
og Ásdís Sörladótt-
ir frá Kjós í Árnes-
hreppi. Systkini
Freyju eru Guð-
björg, f. 7.4. 1951, Hafdís, f.
16.9. 1953, Guðmundur Sölvi, f.
3.4. 1957, Berglind Bjarney, f.
14.9. 1958, Guðmundur Júní, f.
13.10. 1961 og Sig-
urbjörg, f. 9.8.
1964.
Freyja giftist
Friðgeiri Garð-
arssyni frá Hafn-
arfirði 29. júlí
1979. Börn þeirra
eru 1) Ásdís Fjóla
f. 5.4. 1977, börn
hennar og Gunnars
Ragnarssonar eru
Emilía og Ísabella,
2) Helga Rós f.
27.12. 1979, sam-
býlismaður Pål
Henrik Hagen, og 3) Guðríður
Dögg f. 3.2. 1988.
Freyja var jarðsungin frá
kirkjunni í Mjøndalen 4. mars.
Lífið er ekki alltaf eins og við vilj-
um og stundum eru dagarnir sem
ættu að vera bjartir mjög svartir.
Þegar vorið var á næsta leiti, og allt
er að lifna við þá kvaddir þú. Það er
sárt að horfa á eftir systur sinni
kveðja lífið allt of snemma. Mikið er
ég þakklát að hafa farið til þín síð-
ustu dagana þína, þá vissum við öll
að hverju dró. Þú varst búin að berj-
ast svo lengi og aldrei kvartaðir þú,
alltaf var bara bjart framundan.
Ég mun alltaf minnast þín sem
glaðlyndrar systur sem aldrei skipti
skapi en tók öllu lífinu sem leik.
Ekki vorum við sátt hér heima þeg-
ar þú fluttist til Noregs, það er nú
einu sinni svo að alltaf viljum við
hafa okkar nánustu sem næst okkur,
eigingirni auðvitað. En á móti kom
að það var þá hægt að heimsækja
það fallega land Noreg. Og alltaf var
tekið vel á móti manni, alltaf vel-
komin og þar leið þér vel með Frið-
geiri og öllum stelpunum þínum. Á
Hvítasunnu í fyrra datt okkur Er-
ling í hug með dags fyrirvara að
skreppa í heimsókn, hringdum og
það var lítið mál, komið bara. Það
var búið að undirbúa garðveislu, því
þetta var líka afmælisdagurinn þinn.
Þarna var fjölskyldan þín og vinirn-
ir, og þú varst svo glöð og ánægð,
sjáðu þetta er sko hægt í maí í Nor-
egi.
Elsku systir, stórt skarð er nú í
systkinahópnum og ekki von um
óvæntri jólaheimsókn eða að kallað
sé saman á frænkukvöld, vegna þess
að Freyja er á landinu. Ég veit og
trúi því að seinna hittumst við aftur
og þá verður þú örugglega stödd á
stórum golfvelli og þá kennirðu mér
að spila golf.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Guð gefi þeim styrk sem sárast
misstu, Friðgeiri, Ásdísi, Helgu Rós,
Guðríði, litlu ömmutelpunum Emilíu
og Ísabellu, mömmu og pabba. Elsku
systir, þakka þér fyrir allt og allt.
Kveðja
Guðbjörg (Gugga systir).
Freyja Ásgeirsdóttir