Morgunblaðið - 06.04.2008, Side 46

Morgunblaðið - 06.04.2008, Side 46
46 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum drög að svari borgarráðs við bréfi umboðs- manns Alþingis dags. 22. febrúar 2008. Fer bréfið hér á eftir í heild. Vísað er til erindis, dags. 22. febrúar sl., þar sem óskað er frekari upplýsinga um at- burði er tengjast fyrri fyrirætlunum um sam- einingu Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE). Hér á eftir fylgja svör borgarráðs við spurningum um- boðsmanns: Svar borgarlögmanns, dags. 30. október 2007 Eins og fram er komið svaraði borg- arlögmaður bréfi umboðsmanns frá 9. októ- ber 2007 án þess að svarið væri borið undir borgarráð. Var það bæði óeðlilegt og óheppi- legt og ekki í samræmi við erindi umboðs- manns sem var til borgarstjórnar en ekki Reykjavíkurborgar. Í svari borgarlögmanns kemur fram að borgarstjóri hafi stöðuumboð til að taka ákvarðanir fyrir hönd Reykjavík- urborgar á aðalfundum eða eigendafundum. Það stöðuumboð verði þó ekki talið vera án takmarkana. Borgarráð tekur undir þá skoð- un borgarlögmanns en vekur athygli á því að um er að ræða áralanga venju hjá Reykjavík- urborg að borgarstjóri fari með atkvæðarétt Reykjavíkurborgar á eigendafundum án þess að sækja hverju sinni umboð til borgarráðs eða borgarstjórnar. Aðeins einu sinni hefur formlega reynt á þetta stöðuumboð. Á árinu 1986 var þess farið á leit við félagsmálaráð- herra að hann úrskurðaði „hvort það heyri undir borgarstjórn að kjósa með lýðræð- islegum hætti þá þrjá stjórnarmenn í Granda hf. sem borgin tilnefnir eða ekki“. Fram kemur í áliti ráðuneytisins frá 11. júní 1986 að borgarstjóri hafi mætt á stofnfund hluta- félagsins Granda og farið með atkvæði borg- arinnar í samræmi við hlutabréfaeign henn- ar. Niðurstaða ráðuneytisins var sú að hvorki í sveitarstjórnarlögum né öðrum lögum hafi verið að finna ákvæði þess efnis að sveit- arstjórnir skuli með beinni kosningu kjósa fulltrúa í stjórn hlutafélags sem sveitarfélag á aðild að. Það var því álit ráðuneytisins að lögum samkvæmt heyri það ekki undir borg- arstjórn Reykjavíkur að kjósa með beinni kosningu stjórnarmenn í Granda hf. Ástæða þess að ekki hefur oftar reynt á umboð borgarstjóra má væntanlega rekja til þess að borgarstjóri hefur hverju sinni verið með pólitískan meirihluta á bak við sig. Í kjölfar þessa máls hafa hins vegar vaknað spurningar um hversu víðtækt stöðuumboð borgarstjóra er og eins og sjá má af þeim tveimur lögfræðilegu álitsgerðum sem fylgja skýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru skoðanir á því skiptar. Þá skýra sveit- arstjórnarlögin það ekki. Af þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfar atburðanna í október 2007 má væntanlega draga eftirfarandi álykt- un; stöðuumboð borgarstjóra markast hverju sinni af því pólitíska umboði sem borgarstjóri hefur. Jafnframt að sumar ákvarðanir verði að teljast svo meiriháttar og/eða óvenjulegar að alltaf þurfi til að koma samþykki borg- arráðs eða eftir atvikum borgarstjórnar, óháð almennu stöðuumboði borgarstjóra. Í svari borgarlögmanns segir við spurn- ingu 8 að eitt af verkefnum stýrihóps borg- arráðs um OR sé að kanna aðkomu einstakra fjárfesta að REI, m.a. með hliðsjón af jafn- ræðisreglu. Á bls. 7 í skýrslu stýrihópsins segir að stýrihópurinn gagnrýni „sérstaklega þau vinnubrögð að aðkoma einkaaðila að verkefninu skuli hafa verið með þeim hætti að einum tilteknum aðila stæði aðildin til boða án þess að eðlilegs jafnræðis milli aðila væri gætt.“ Varðandi það, að ekki sé samhljómur milli þess sem fram kemur í svari borgarlögmanns um hvort OR starfi á sviði einkaréttar eða opinbers réttar og þess sem segir í skýrslu stýrihópsins, þá skýrist það af því að borg- arlögmaður er að lýsa því viðhorfi sem ríkt hefur hjá Reykjavíkurborg til þessa. Reykja- víkurborg hefur allt frá því að sameignarfyr- irtækið Orkuveita Reykjavíkur var stofnað árið 1999 litið svo á og túlkað lagaumhverfi fyrirtækisins á þann veg að það starfaði á sviði einkaréttar. Stýrihópurinn viðurkennir það í sjálfu sér en er hins vegar ekki sam- mála því fyrirkomulagi. Það er skoðun stýri- hópsins að meginreglan eigi að vera sú „að þau fyrirtæki eða stofnanir sem reknar eru fyrir opinbert fé og í þágu almennings eigi að lúta almennum reglum um opinbera stjórn- sýslu svo lýðræðislegt aðhald sé ekki fyrir borð borið.“ Því lagði stýrihópurinn til við borgarráð að í samvinnu við OR og eigendur fyrirtækisins verði farið yfir lagaumhverfi fyrirtækisins, sameignarsamning sem og starfsreglur stjórnar og stjórnenda eins og fram kemur í skýrslu stýrihópsins á bls. 12. Spurning 1 Þann 9. október sl. eða sama dag og bréf umboðsmanns barst borgarstjórn Reykjavík- ur fól þáverandi borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarlögmanni að svara er- indinu. Tekið skal fram að Vilhjálmur hafði látið af embætti borgarstjóra þegar svar borgarlögmanns var sent umboðsmanni. Þeg- ar nýr meirihluti tók við í borgarstjórn Reykjavíkur kynnti borgarlögmaður nýjum borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni þá ráð- stöfun forvera hans og staðfesti nýr borg- arstjóri hana. Jafnframt fól hann borgarlög- manni að kynna drög að svari til umboðsmanns fyrir sérstökum stýrihópi sem stofnaður hafði verið um málefni Orkuveit- unnar. Drög að svari borgarlögmanns voru kynnt á fundi stýrihópsins 24. október 2007 en í stýrihópnum sátu fulltrúar allra þeirra flokka sem standa að borgarstjórn. Töluverð- ar umræður urðu um svardrög borgarlög- manns og ýmsar athugasemdir gerðar við þau. Ekki náðist að fara yfir öll svardrögin á fundinum og voru drögin því lögð fram að nýju á fundi stýrihópsins 27. október, til kynningar. Hvorki þá né síðar höfðu at- hugasemdir stýrihópsins ratað inn í svar- drögin. Komið hefur í ljós að stýrihópurinn, þótt hann hafi verið upplýstur á fyrri fund- inum um að borgarlögmaður hygðist senda svarið frá sér þriðjudaginn 30. október, skynjaði ekki að ekki yrði um að ræða frek- ari aðkomu kjörinna fulltrúa að efni svars borgarlögmanns. Borgarlögmaður sendi svar sitt til umboðsmanns þann 30. október. Jafnskjótt komu fram athugasemdir frá fulltrúum í borgarráði við þessari tilhögun. Á fundi borgarráðs 1. nóvember var svar borg- arlögmanns lagt fram. Af því tilefni lögðu fulltrúar þáverandi minnihluta í borgarráði fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að svör við spurningum umboðsmanns Alþingis, sem beint var til borgarstjórnar, skuli hafa verið send umboðsmanni og fjöl- miðlum án aðkomu og samþykkis kjörinna fulltrúa. Þau vinnubrögð eru bæði óeðlileg og óheppileg í svo mikilvægu máli sem hér um ræðir.“ Á fundi borgarstjórnar 6. nóvember voru málefni Orkuveitu Reykjavíkur og REI til umræðu, þ.m.t. svar borgarlögmanns. Við- urkenndi þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, að kalla hefði átt borgarráð saman til aukafundar til að fara yfir svörin, sbr. meðfylgjandi útdrátt úr umræðum á fundi borgarstjórnar þann 6. nóvember sl. (ATH. FSKJ.) Af þessu tilefni vill borgarráð taka fram að hvorugur borgarstjóranna sem komu að þessari ákvörðun hafði beinlínis í huga að ganga fram hjá kjörnum fulltrúum í svörum til umboðsmanns og var þess t.a.m. gætt að leggja drögin fram á þeim vettvangi þar sem verið var að fjalla um málefni OR og REI. Svör Reykjavíkurborgar við erindum um- boðsmanns Alþingis hafa almennt verið með þeim hætti að embættismenn í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar hafa svarað án beinnar aðkomu kjörinna fulltrúa. Ekki verður séð að umboðsmaður hafi gert athugasemdir við það fyrirkomulag. Erindi umboðsmanns frá 9. október sl. var beint til borgarstjórnar í stað Reykjavíkurborgar eins og tíðkast hefur. Rétt hefði verið að fjalla um svörin í borg- arráði áður en þau voru send og verður þess gætt framvegis að ganga ekki með sama hætti fram hjá kjörnum fulltrúum þegar svo háttar til. Spurning 2 Misskilnings hefur gætt varðandi ráðgjöf núverandi borgarlögmanns um að ekki væri nauðsynlegt að leita umboðs borgarráðs. Rétt er að borgarstjóri fékk ráðgjöf frá for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem jafnframt er fyrrverandi borgarlögmaður, að hann hefði stöðuumboð til að mæta á eigendafund Orkuveitunnar og greiða þar atkvæði. Sú ráðgjöf var í samræmi við þá framkvæmd sem verið hefur árum og áratugum saman. Aldrei áður hefur reynt á umboð borg- arstjóra á eigendafundum ef undan er skilið áðurnefnt álit félagsmálaráðuneytis frá 11. júní 1986, en borgarstjóri hefur í fjölmörg skipti í gegnum árin, s.s. á vettvangi Lands- virkjunar, staðið að stórum og þýðing- armiklum ákvörðunum á eigenda- eða hlut- hafafundum. Skýrist það væntanlega af því að hverju sinni hefur borgarstjóri haft póli- tískan meirihluta á bak við sig og því ekki reynt á umrædda ákvörðun eða umboð borg- arstjóra til að greiða henni atkvæði Reykja- víkurborgar. Eins og fram kemur í svari borgarlögmanns, dags. 30. október sl., er það fyrst og fremst þegar reynt hefur á ábyrgðir eða skuldbindingar borgarsjóðs að leitað hef- ur verið eftir samþykki borgarráðs. Spurning 3 Umboðsmaður óskar eftir upplýsingum frá borgarstjórn um það hvort borgarstjóra, sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, hafi ver- ið ljóst eða mátt vera ljóst þegar hann kom til eigendafundarins að þá væri ekki meiri- hluti innan borgarstjórnar fyrir því að hann samþykkti fyrir hönd Reykjavíkurborgar þær tillögur sem bera átti upp eigendafund- inum. Um þessa fyrirspurn er þetta að segja: Þáverandi borgarstjóri hefur upplýst að þótt hann hafi skynjað andbyr við þær fyr- irætlanir sem kynntar voru borgarfulltrúum meirihlutans kvöldið fyrir eigendafund OR hafi hann frekar skilið það sem efasemdir en beina andstöðu. Málið var ekki útrætt á fundinum þetta kvöld og var því ákveðið að funda aftur daginn eftir í hádeginu. Þar komu áfram fram töluverðir fyrirvarar við fyrirætlanirnar. Ekki kom þó til þess að greidd væru atkvæði meðal fundarmanna. Þáverandi formaður borgarráðs, sem jafn- framt var oddviti annars flokksins sem stóð að þáverandi meirihluta, sat meirihlutafund- inn og hefur staðfest að skilningur hans hafi verið sá að borgarstjóri hefði umboð til að standa að ákvörðuninni á eigendafundinum. Inn á meirihlutafundinn komu jafnframt upp- lýsingar um afstöðu fulltrúa minnihlutans í borgarstjórn sem styddi málið. Þegar borg- arstjóri mætti á eigendafund OR 3. október sl. mátti hann því ætla að hann hefði umboð meirihluta borgarstjórnar fyrir tillögu sinni um sameiningu REI og GGE. Þá ber þess að geta að á stjórnarfundi OR, sem haldinn var samhliða eigendafundinum, greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Sam- fylkingar, tillögunni atkvæði sitt. Enginn var á móti, en fulltrúi Vinstri grænna sat hjá og bókaði efasemdir um lögmæti fundarins. Í framhaldi af eigendafundi, þegar fyllri og meiri upplýsingar fóru að berast um efni og eðli ákvörðunarinnar, kom í ljós að ekki var pólitískur stuðningur við ákvörðunina. Í ljósi þeirrar umræðu sem síðar fór fram má ætla að fundarmenn sem sátu meirihlutafundinn hafi upplifað það sem fram fór á fundinum með nokkuð ólíkum hætti. Þegar er viðurkennt að of mikill hraði ein- kenndi allan undirbúning málsins og að ekki hafi verið um fullnægjandi upplýsingagjöf að ræða til kjörinna fulltrúa. Voru fulltrúar m.a. ekki upplýstir um samninga við starfsmenn um heimild til kaupa á hlutafé eða um 20 ára einkarétt REI á þjónustu OR á vettvangi orkuvinnslu úr jarðvarma. Má leiða að því líkum að ef vandað hefði verið betur til und- irbúnings, allir aðilar máls verið upplýstir og málinu öllu verið gefinn nauðsynlegur tími þá hefðu mál spilast með öðrum hætti. Spurning 4 Það er rétt sem fram kemur í bréfi um- boðsmanns að ákvarðanir um sölu hlutabréfa til tiltekinna starfsmanna REI og OR, þ.m.t. starfsmannafélags OR hafa verið afturkall- aðar. Þá hefur OR leyst til sín hlutabréfaeign fyrrverandi stjórnarformanns REI og ráð- gjafa félagsins. Varðandi sölu hlutafjár í félögum sem OR á að mestu eða einhverju leyti skal eftirfar- andi upplýst: Á fundi stjórnar veitustofnana 9. febrúar 2000 var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Veitustjórn samþykkir að leggja til að starfsmönnum Orkuveitunnar og Línu.Net verði boðið að gerast hluthafar í fyrirtæki Orkuveitunnar Línu.Net. Lagt er til að 10 milljónir að nafnvirði af hlut OR verði boðnar fastráðnum starfsmönnum á genginu 3. Jafn- framt er lagt til að þak verð sett á kaup ein- stakra starfsmanna við 150 þús. að nafnvirði. Starfsmenn fái tækifæri til að greiða hlutinn með mánaðarlegum afborgunum á 12 mán- uðum. Lagt er til við borgarstjóra og borg- arráð að samþykktum félagsins verði breytt á þann hátt að þetta verði heimilt.“ Borgarráð samþykkti tillögu stjórnar veitustofnana þann 15. febrúar sama ár, sbr. meðfylgjandi útdrátt úr fundargerð borg- arráðs. Við sölu OR á hlut sínum í Línu.Net til OgFjarskipta, dótturfélags OgVodafone árið 2004 skuldbatt kaupandi sig til þess að kaupa hlut minni hluthafa í félaginu á nafn- virði hluta þeirra, þ.e. á genginu 1. Eigendafundur Enex hf., sem haldinn var 22. febrúar 2007, samþykkti svohljóðandi breytingu á 2. mgr. 4. gr. samþykkta félags- ins: „Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé í allt að 3.000.000.000 kr. – þrjámillj- arðakróna, með útgáfu nýs hlutafjár. Heimild þessi gildir til næsta aðalfundar. Við hækkun hlutafjár eiga hluthafar rétt til að skrá sig fyrir nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hluta- eign sína.“ Sama dag samþykkti stjórn Enex hf. að auka hlutafé um 2 milljarða króna. Jafnframt samþykkti stjórnin að veita sex lykilstjórn- endum kauprétt; framkvæmdastjóra, fjár- málastjóra og fjórum öðrum lykilstjórn- endum, sbr. meðfylgjandi fundargerð. Þegar þessar ákvarðanir voru teknar var Enex hf. í meirihlutaeigu opinberra aðila sbr. meðfylgj- andi lista yfir hluthafa í félaginu 22. febrúar 2007. Eignarhald Enex hf. hefur breyst og er félagið nú í meirihlutaeigu GGE. Upplýst skal að Gagnaveita Reykjavíkur ehf. er og hefur alltaf verið í 100% eigu OR. Spurning 5 Lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um mál- efni REI og OR var lögð fram á fundi borgrráðs þann 7. febrúar sl. Af því tilefni bókaði borgarráð með eftirfarandi hætti: „Borgarráð fagnar því að samstaða hafi náðst um niðurstöðu stýrihóps vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. Borgarráð tekur undir með stýri- hópnum að slík sátt um þetta mál er mjög mikilvæg, þrátt fyrir að fulltrúar ólíkra stjórnmálaflokka hafi augljóslega ólíkar áherslur um einstaka efnisþætti. Borgarráð lýsir stuðningi við skýrslu stýrihópsins og þær tillögur sem þar koma fram og hafa það einkum að markmiði að treysta enn frekar stjórnsýslu á vettvangi Orkuveitu Reykjavík- ur, tryggja góð vinnubrögð og betri aðkomu kjörinna fulltrúa, fyrir hönd eigenda fyr- irtækisins, að stórum ákvörðunum. Borg- arráð þakkar fulltrúum í stýrihópnum, starfs- manni hans og öðrum sem komu að þessu umfangsmikla starfi, vel unnin störf og vænt- ir góðrar samstöðu um aðgerðir sem boðaðar eru í skýrslu hópsins.“ Á fundi borgarráðs 14. febrúar sl. sam- þykkti borgarráð að fela borgarstjóra að fylgja eftir niðurstöðum í skýrslu stýrihóps- ins og leggja nánari útfærslu fyrir borgarráð til afgreiðslu eftir því sem þörf krefur. Á eigendafundi OR sem haldinn var 15. febrúar sl. var gerð svohljóðandi samþykkt: „Eigendafundur Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að fela stjórn Orkuveitu Reykja- víkur meðferð tillagna þeirra er fram koma í skýrslu stýrihóps borgarráðs varðandi eft- irfarandi atriði:  Mótun framtíðarstefnu fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.  Farið verði yfir lagaumhverfi fyrirtæk- isins, sameignarsamning og starfsreglur stjórnar.  Skoðað verði hlutverk kjörinna fulltrúa og umboð stjórnarmanna og aðgangur þeirra að upplýsingum og með hvaða hætti sam- starfi þessara aðila við stjórnendur verði best háttað.“ Stjórn OR samþykkti þann 15. febrúar sl. eftirfarandi: „Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkir að ráðast í stefnumótun sbr. samþykkt eig- endafundar. Í þágu opinnar og lýðræð- islegrar umræðu verði haft samráð við starfs- fólk fyrirtækisins jafnframt því sem leitað verður eftir sjónarmiðum fleiri hags- munaaðila, s.s. þeirra sveitarfélaga sem fyr- irtækið þjónar.“ Það er von borgarráðs að með bréfi þessu sé spurningum umboðsmanns Alþingis svarað á fullnægjandi hátt. Ólafur F. Magnússon Drög að svari borgarráðs við bréfi umboðs- manns Alþingis dags. 22. febrúar 2008

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.