Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 48

Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Frá því á fimmtu-dag í síðustu viku hafa atvinnu-bílstjórar mót-mælt háu eldsneytis-verði, laga-setningu um hvíldar-tíma þeirra og aðstöðu-leysi til að hægt sé að fram-fylgja þeim lögum. Mót-mælin hafa smám saman aukist og dreifst út á lands-byggðina. Lög-regla hefur varað við því að að-gerðir bíl-stjóranna skapi mikla hættu en þeir hafa víða lokað gatna-mótum og tafið um-ferð. Að sögn Sturlu Jónssonar, eins tals-manns bíl-stjóranna, er að-gerðum beint gegn ríkis-stjórninni en ekki al-mennum borgurum og að þrátt fyrir að bíl-stjórarnir hafi truflað um-ferð undan-farna daga þá hafi þeir hleypt neyðar-umferð fram hjá. Á þriðju-daginn af-hentu bíl-stjórar Sturlu Böðvarssyni, for-seta Alþingis, áskorun til ríkis-stjórnarinnar um að endur-skoða eldsneytis-verð. Á miðviku-dag lækkaði N1 verð á olíu- og bensín-lítranum um 25 krónur og gilti lækkunin einungis þann dag. Bíl-stjórar með hörð mót-mæli Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Alvar-legt ástand hefur skapast í efnahags-málum á Íslandi í kjöl-far lækkunar á krónunni. Verð-bólgan er orðin 8,7%, og hefur ekki mælst hærri í 4 ár. Mun verð á mat-vöru hækka um tugi pró-senta. Þrýstingur hefur myndast hér-lendis og er-lendis um að-gerðir ríkis-stjórnarinnar í málunum. Forsætis-ráðherra, Geir H. Haarde segir að ríkis-stjórnin sé í miklu sam-starfi við Seðla-bankann til að meta ástandið sem sé mjög óvenjulegt og alvarlegt. „Við rösum ekki um ráð fram í þessu efni. Það er mjög mikil-vægt að mis-stíga sig ekki og þá er betra að gera ekki neitt heldur en að gera ein-hverja bölv-aða vit-leysu,“ sagði Geir. Hann úti-lokaði ekki að ríkið keypti skulda-bréf bankanna, eins og lagt hefði verið til, en benti á að ef til þess kæmi væri um háar fjár-hæðir að ræða. Keypti ríkið öll þriggja ára bréf yrði kaup-verðið um 2.900 millj-arðar. Óvenju-legt og alvar-legt ástand Geir H. Haarde Kraumur er nýr sjálf-stætt starfandi sjóður og starf-semi sem hefur það að mark-miði að efla íslenskt tónlistar-líf. Kraumur hefur kynnt sín fyrstu verkefni og stuðn-ing við unga íslenska tónlistar-menn og hljóm-sveitir. Stærstu fram-lög Kraums til lista-manna að þessu sinni fara í stuðning við rokk-arann Mugison, sem hlaut hæsta styrkinn, píanó-leikarann Víking Heiðar Ólafssona og hljóm-sveitina Amiinu og metnaðar-full verk-efni þeirra á árinu. Tónlistar-mennirnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Ólöf Arnalds og hljóm-sveitirnar Dikta, FM Belfast, Celestine hljóta líka fjárhags-stuðning og ráð-gjöf í tengslum við gerð nýrra hljóm-platna á árinu. Kraumur styrkir tón-list Á fimmtu-daginn var sam-þykkt á leiðtoga-fundi Atlantshafs-bandalagsins í Rúmeníu að veita Albaníu og Króatíu form-lega að-ild að banda-laginu. Úkraína og Georgía fengu hins vegar tryggingu fyrir að-ild að Nató. Lulzim Basha, utanríkis-ráðherra Albaníu, segir að að-ild að Nató hafi haft mikla efnahags-lega þýðingu fyrir ýmsar þjóðir eins og t.d. Rúmeníu og Búlgaría. Störfum fjölgaði, öryggi í fjár-festingum ykist og stigið væri skref í átt að víð-tækara alþjóða-samstarfi. Basha sagði að Nató hefði aukið öryggi á Balkan-skaga og því styddu 96% Albana aðild að Nató. Fengu aðild að Nató Um síðustu helgi voru haldnar forseta-kosningar í Zimbabwe. Robert Mugabe, leið-togi Zanu PF-flokksins, hefur verið for-seti þar síðan 1980. Yfir-kjörstjórn hefur enn ekki til-kynnt form-legar niður-stöður úr kosn-ingunum en líklegt þykir að and-stæðingur Mugabes, Morgan Tsvangirai, leið-togi lýðræðis-hreyfingarinnar, hafi hlotið fleiri at-kvæði í fyrri um-ferð. Þetta verður því í fyrsta sinn í 28 ár sem Mugabe nær ekki meiri-hluta á þingi. Klofn-ingur mun vera innan Zanu PF-flokksins um það hvort Mugabe eigi að taka þátt í annarri um-ferð forseta-kosninganna. Tsvangirai segir að Mugabe hafi komið af stað stríði á fimmtu-dag eftir að lög-regla réðst inn á skrif-stofur stjórnar-andstöðunnar. Framá-maður í flokki stjórnar-andstæðinga sagði að sú að-gerð væri upp-hafið að hörðum að-gerðum stjórn-valda gegn stjórnar-andstöðunni í kjölf-ar kosn-inganna. Mugabe sigraður? REUTERS Robert Mugabe ávarpar stuðnings-fólk. Kristín Steinsdóttir rit-höfundur hlaut á miðviku-dag Sögu-steininn, barnabóka-verðlaun Ibby og Glitnis. Vigdís Finnbogadóttir af-henti verð-launin. „Val-nefnd sagði m.a. um Kristínu: „Kristín Steinsdóttir hefur verið einn af afkasta-mestu barnabóka-höfundum þjóðarinnar í tvo ára-tugi og bækur hennar hafa notið mikillar hylli, bæði les-enda og gagn-rýnenda. […] Með skrifum sínum hefur hún í senn lyft ís-lenskum barna-bókmenntum og vakið athygli um-heimsins á þeim.“ Kristín var í fyrra til-nefnd til Bókmennta-verðlauna Norðurlanda-ráðs, og bók hennar Engill í Vestur-bænum hefur hlotið fjöl-mörg verð-laun víða um heim. Kristín Steinsdóttir hlaut Sögu-steininn Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín með verð-launin. Íslenska kvenna-landsliðið í knatt-spyrnu og Íslands-meistarar Vals urðu fyrir miklu áfalli á þriðju-dag þegar mark-vörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit há-sin í leik Vals og KR í deilda-bikarnum. Hún getur líklega ekki leikið með næsta hálfa árið. Guðbjörg tók við stöðu aðal-mark-varðar íslenska lands-liðsins fyrr á þessu ári þegar Þóra B. Helgadóttir hætti. Guðbjörg stóð sig mjög vel á Algarve-mótinu í Portúgal í síðasta mánuði og fram-undan eru geysi-lega þýðingar-miklir leikir Íslands í undan-keppni EM, svo þetta gerist á versta tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs-þjálfari sagði að þetta væri gífur-legt áfall fyrir lands-liðið. „Gífur-legt áfall fyrir lands-liðið“ Árvakur/Frikki Guðbjörg Gunnarsdóttir Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.