Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Frá því á fimmtu-dag í síðustu viku hafa atvinnu-bílstjórar mót-mælt háu eldsneytis-verði, laga-setningu um hvíldar-tíma þeirra og aðstöðu-leysi til að hægt sé að fram-fylgja þeim lögum. Mót-mælin hafa smám saman aukist og dreifst út á lands-byggðina. Lög-regla hefur varað við því að að-gerðir bíl-stjóranna skapi mikla hættu en þeir hafa víða lokað gatna-mótum og tafið um-ferð. Að sögn Sturlu Jónssonar, eins tals-manns bíl-stjóranna, er að-gerðum beint gegn ríkis-stjórninni en ekki al-mennum borgurum og að þrátt fyrir að bíl-stjórarnir hafi truflað um-ferð undan-farna daga þá hafi þeir hleypt neyðar-umferð fram hjá. Á þriðju-daginn af-hentu bíl-stjórar Sturlu Böðvarssyni, for-seta Alþingis, áskorun til ríkis-stjórnarinnar um að endur-skoða eldsneytis-verð. Á miðviku-dag lækkaði N1 verð á olíu- og bensín-lítranum um 25 krónur og gilti lækkunin einungis þann dag. Bíl-stjórar með hörð mót-mæli Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Alvar-legt ástand hefur skapast í efnahags-málum á Íslandi í kjöl-far lækkunar á krónunni. Verð-bólgan er orðin 8,7%, og hefur ekki mælst hærri í 4 ár. Mun verð á mat-vöru hækka um tugi pró-senta. Þrýstingur hefur myndast hér-lendis og er-lendis um að-gerðir ríkis-stjórnarinnar í málunum. Forsætis-ráðherra, Geir H. Haarde segir að ríkis-stjórnin sé í miklu sam-starfi við Seðla-bankann til að meta ástandið sem sé mjög óvenjulegt og alvarlegt. „Við rösum ekki um ráð fram í þessu efni. Það er mjög mikil-vægt að mis-stíga sig ekki og þá er betra að gera ekki neitt heldur en að gera ein-hverja bölv-aða vit-leysu,“ sagði Geir. Hann úti-lokaði ekki að ríkið keypti skulda-bréf bankanna, eins og lagt hefði verið til, en benti á að ef til þess kæmi væri um háar fjár-hæðir að ræða. Keypti ríkið öll þriggja ára bréf yrði kaup-verðið um 2.900 millj-arðar. Óvenju-legt og alvar-legt ástand Geir H. Haarde Kraumur er nýr sjálf-stætt starfandi sjóður og starf-semi sem hefur það að mark-miði að efla íslenskt tónlistar-líf. Kraumur hefur kynnt sín fyrstu verkefni og stuðn-ing við unga íslenska tónlistar-menn og hljóm-sveitir. Stærstu fram-lög Kraums til lista-manna að þessu sinni fara í stuðning við rokk-arann Mugison, sem hlaut hæsta styrkinn, píanó-leikarann Víking Heiðar Ólafssona og hljóm-sveitina Amiinu og metnaðar-full verk-efni þeirra á árinu. Tónlistar-mennirnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Ólöf Arnalds og hljóm-sveitirnar Dikta, FM Belfast, Celestine hljóta líka fjárhags-stuðning og ráð-gjöf í tengslum við gerð nýrra hljóm-platna á árinu. Kraumur styrkir tón-list Á fimmtu-daginn var sam-þykkt á leiðtoga-fundi Atlantshafs-bandalagsins í Rúmeníu að veita Albaníu og Króatíu form-lega að-ild að banda-laginu. Úkraína og Georgía fengu hins vegar tryggingu fyrir að-ild að Nató. Lulzim Basha, utanríkis-ráðherra Albaníu, segir að að-ild að Nató hafi haft mikla efnahags-lega þýðingu fyrir ýmsar þjóðir eins og t.d. Rúmeníu og Búlgaría. Störfum fjölgaði, öryggi í fjár-festingum ykist og stigið væri skref í átt að víð-tækara alþjóða-samstarfi. Basha sagði að Nató hefði aukið öryggi á Balkan-skaga og því styddu 96% Albana aðild að Nató. Fengu aðild að Nató Um síðustu helgi voru haldnar forseta-kosningar í Zimbabwe. Robert Mugabe, leið-togi Zanu PF-flokksins, hefur verið for-seti þar síðan 1980. Yfir-kjörstjórn hefur enn ekki til-kynnt form-legar niður-stöður úr kosn-ingunum en líklegt þykir að and-stæðingur Mugabes, Morgan Tsvangirai, leið-togi lýðræðis-hreyfingarinnar, hafi hlotið fleiri at-kvæði í fyrri um-ferð. Þetta verður því í fyrsta sinn í 28 ár sem Mugabe nær ekki meiri-hluta á þingi. Klofn-ingur mun vera innan Zanu PF-flokksins um það hvort Mugabe eigi að taka þátt í annarri um-ferð forseta-kosninganna. Tsvangirai segir að Mugabe hafi komið af stað stríði á fimmtu-dag eftir að lög-regla réðst inn á skrif-stofur stjórnar-andstöðunnar. Framá-maður í flokki stjórnar-andstæðinga sagði að sú að-gerð væri upp-hafið að hörðum að-gerðum stjórn-valda gegn stjórnar-andstöðunni í kjölf-ar kosn-inganna. Mugabe sigraður? REUTERS Robert Mugabe ávarpar stuðnings-fólk. Kristín Steinsdóttir rit-höfundur hlaut á miðviku-dag Sögu-steininn, barnabóka-verðlaun Ibby og Glitnis. Vigdís Finnbogadóttir af-henti verð-launin. „Val-nefnd sagði m.a. um Kristínu: „Kristín Steinsdóttir hefur verið einn af afkasta-mestu barnabóka-höfundum þjóðarinnar í tvo ára-tugi og bækur hennar hafa notið mikillar hylli, bæði les-enda og gagn-rýnenda. […] Með skrifum sínum hefur hún í senn lyft ís-lenskum barna-bókmenntum og vakið athygli um-heimsins á þeim.“ Kristín var í fyrra til-nefnd til Bókmennta-verðlauna Norðurlanda-ráðs, og bók hennar Engill í Vestur-bænum hefur hlotið fjöl-mörg verð-laun víða um heim. Kristín Steinsdóttir hlaut Sögu-steininn Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín með verð-launin. Íslenska kvenna-landsliðið í knatt-spyrnu og Íslands-meistarar Vals urðu fyrir miklu áfalli á þriðju-dag þegar mark-vörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit há-sin í leik Vals og KR í deilda-bikarnum. Hún getur líklega ekki leikið með næsta hálfa árið. Guðbjörg tók við stöðu aðal-mark-varðar íslenska lands-liðsins fyrr á þessu ári þegar Þóra B. Helgadóttir hætti. Guðbjörg stóð sig mjög vel á Algarve-mótinu í Portúgal í síðasta mánuði og fram-undan eru geysi-lega þýðingar-miklir leikir Íslands í undan-keppni EM, svo þetta gerist á versta tíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs-þjálfari sagði að þetta væri gífur-legt áfall fyrir lands-liðið. „Gífur-legt áfall fyrir lands-liðið“ Árvakur/Frikki Guðbjörg Gunnarsdóttir Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.