Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.04.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 49 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Flækju- fótur í samvinnu við Bændaferðir fara í vikuferð til Þýskalands í sept. nk. Leið- sögumaður Steingrímur Gunnarsson. Uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan í Gullsmára 9 er opin á mánudög- um og miðvikudögum kl. 10-11.30, sími 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er op- in á miðvikudögum kl. 15-16, sími 554- 3438. Félagsvist í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30 og í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga er dagskrá kl. 9-16.30, m.a. opnar vinnu- stofur, spilasalur, dans, kórstarf o.fl. Þriðjud. 8. apríl kl. 13 hefst postulíns- námskeið, kennari Sigurbjörg Sig- urjónsd. Mánud. og miðvikud. kl. 10.30 er sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Uppl. á staðnum, s. 575-7720. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Listasmiðjan opin, félagsvist, skapandi skrif, Bör Börsson, Müllersæf- ingar, brids, þegar amma var ung, leik- fimi, sönghópur Hjördísar Geirs, Stef- ánsganga o.fl. Bókmenntaferð til Akureyrar 14.-16. maí. Uppl. 568-3132 Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30-11.30. „Affró“ dansar í Kópavogsskóla kl. 14.20. Ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laugard. kl. 9.30, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11 á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, kl. 9.30 er ganga frá Egilshöll. Kvenfélag Kópavogs | Félagsfundur verður í sal félagsins í Hamraborg 10, 2. hæð, 9. apríl kl. 20. Auk hefðbundinna fundarstarfa verður námskeið í skyndi- hjálp á vegum Rauða krossins Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna | Fundur kl. 10 á Grett- isgötu 89. Vesturgata 7 | Nemendur Sigvalda sýna línudans föstud. 11. apríl kl. 15. Kennsla í gömlu dönsunum alla mánu- daga kl. 13.30-14.30. Danskennari Guð- björg Arnarsdóttir. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13-16. Spilað, föndrað, handavinna og óvænt uppákoma. Hafið samband við kirkjuvörð í síma 553- 8500 ef bílaþjónustu er óskað. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 14, Sigrún Ein- arsdóttir prédikar. Kaffi og samfélags- stund á eftir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðs- brotning kl. 11. Kennari er David Pawson. International church, Bibleteaching for english speaking kl. 13. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður er Mark Brewer skólastjóri Masters Commission skólans í Dallas. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir börn, 1- 13 ára. 60ára afmæli. Sextugurer í dag, 6. apríl Ragn- ar Gerald Ragnarsson skip- stjóri í Keflavík. Gullbrúðkaup. Í dag, 6. apríl, eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli hjónin Hjördís Sigurðardóttir og Adolf J. Berndsen, fyrrverandi oddviti og um- boðsmaður á Skagaströnd. Þau verða að heiman í dag. dagbók Í dag er sunnudagur 6. apríl, 97. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8.) Fyrirlestraröð Sagnfræðinga-félagsins heldur áfram áþriðjudag með erindi ÖnnuLísu Rúnarsdóttur sviðs- stjóra rannsókna- og varðveislusviðs Þjóðminjasafns Íslands. Anna Lísa flytur erindið Minjar í torfi – hug- myndafræði varðveislu Núpsstaðar kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns- ins. „Erindið fjallar um varðveislu gömlu bæjarhúsanna á Núpsstað, sem Þjóð- minjasafninu hefur verið falið að gera við, en við varðveisluna var hafður að leiðarljósi sá möguleiki að sækja mætti um skráningu Núpsstaðar á heims- minjaskrá,“ segir Anna Lísa. „Heims- minjaskrá gerir hins vegar mjög strangar faglegar kröfur til þess hvern- ig varðveislan fer fram, og segi ég frá hvernig við leituðumst við að taka tillit til þessara krafna og þeirra sem settar eru fram í öðrum alþjóðlegum sátt- málum um varðveislu gamalla húsa. Um leið fjalla ég um þá möguleika sem voru í boði við varðveislu Núpsstaðar, og það varðveislumat sem nota má þeg- ar reynt er að mæla það gildi sem varðveisla húss hefur.“ Anna Lísa segir heimsminjaskrá og alþjóðlega sáttmála m.a. gera þá kröfu að þess sé gætt að varðveita uppruna- leika þeirra minja sem um ræðir: „Það gengur því ekki að byggja allt nýtt sem laga þarf, heldur þarf að miða varð- veisluna við að taka sem minnst af því sem fyrir er,“ segir hún. „Íslensk torf- hús eru hins vegar ekki sambærileg við t.d. evrópskar hallarbyggingar, enda torfið efni sem þarf að endurnýja. Það þarf því t.d. að huga vel að þeim for- sendum sem ráða för við varðveislu sögulegra bygginga úr torfi.“ Um leið segir Anna Lísa að hugsa þurfi sig tvisvar um áður en lagt er af stað við varðveislu sem snýst um að koma byggingum í upprunalegt horf: „Oft vilja menn færa byggingar í upp- runalegt horf, fjarlægja af þeim þær breytingar sem gerðar hafa verið á seinni tímum og varðveita þannig. En hafa verður í huga að saga húsanna felst oft í breytingunum sem gerðar hafa verið á þeim, og vitnar hver breyting um tímans rás. Þegar um torfhús er að ræða eru reglulegar breytingar og aðlögun að hlutverki hússins eitt helsta einkenni þessarar alþýðuhúsagerðar. Að færa byggingu í upprunalegt horf varðveitir því aðeins hluta af sögu hússins, en ekki alla sög- una.“ Minjar | Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands á þriðjudag Hugmyndafræði varðveislu  Anna Lísa Rún- arsdóttir fæddist í Reykjavík 1971. Hún lauk DEFA- gráðu frá Ecole d’Architecture de Grenoble í Frakk- landi 1995, fram- haldsdiplóma í heimslistarfræðum frá háskólanum í Austur-Anglíu, og doktorsprófi í félagsmannfræði frá University College í Lundúnum 2004. Anna Lísa hefur starfað hjá Þjóð- minjasafni Íslands frá 2005 og er núna sviðstjóri rannsókna- og varðveislu- sviðs. Eiginmaður hennar er Soane Kata og eiga þau tvö börn. Í VIKUNNI verður fjöldi ljósmynda boðinn upp hjá upp- boðshúsinu Christie’s í New York. Á forsýningu á verk- unum beindist athyglin einkum að nektarportretti ljós- myndarans Michel Comte frá 1993, af Carla Bruni, sem fyrir skömmu varð eiginkona Sarkozy Frakklandsforseta. Búist er við að hátt í 300.000 krónur fáist fyrir myndina. Margar merkari myndir verða boðnar upp, þar á meðal eft- ir Ansel Adams og Irving Penn. Ljósmynd af nakinni forsetafrú Pera vikunnar: Hver þessara talna sker sig úr ? 5 … 7 … 9 … 11 … 13 Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 14. apríl. Lausn þessarar þrautar og nöfn vinningshafanna birtast á vef skólans, digranesskoli.is, hinn 21. apríl. Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 14. apríl. Lausn þessarar þrautar og nöfn vinningshafanna birtast á vef skólans hinn 21. apríl. Ekki munu birtast fleiri þrautir á þessu vori. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Myndlist Norræna húsið | „Norrænar hugrenningar frá Mexíkó“ er titillinn á sýningu dönsku text- íllistakonunnar Trine Eillitsgaard. Listakonan hefur verið búsett í Mexíkó sl. tuttugu ár og ber sýningin það með sér. Síðasta sýning- arhelgi, nánar www.nordice.is Kvikmyndir MÍR-salurinn | Rússnesk sakamálamynd frá 2006, Sverðberinn, verður sýnd í dag kl. 15. Í myndinni segir frá rannsókn á morðmáli sem illa gengur að upplýsa en sitthvað bendir til að um raðmorðingja sé að ræða. Ýmislegt dul- arfullt á eftir að koma í ljós. Enskur texti. Að- gangur ókeypis. Fyrirlestrar og fundir Félag CP á Íslandi | Aðalfundur félagsins verður fimmtud. 17. apríl, kl. 20, á Háaleit- isbraut 11-13, 4. hæð. Venjuleg aðalfund- arstörf. Nánar á www.cp.is. Eftir aðalfundinn verður kynning á starfsemi systkinasmiðj- unnar. Styrkur | Samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra halda aðalfundur þriðjud. 8. apríl kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Aðalfundarstörf. FRÉTTIR NÝLOKIÐ er átakinu Karl- menn og krabbamein sem Krabbameinsfélag Íslands stóð fyrir til að vekja athygli á mikilvægi þess að karlar fylgist með einkennum krabbameins og bregðist rétt við þeim. Pósturinn var einn meginstyrktaraðili átaksins. Slaufur til styrktar átakinu voru seldar í útibúum Pósts- ins, fyrirtækið keypti slaufur handa starfsmönnum sínum og dreifði kynningarbækl- ingum átaksins endurgjalds- laust í öll hús landsins. Framlag Póstsins til átaks Krabbameinsfélagsins var alls 2,4 milljónir króna sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, afhenti Guðrúnu Agnarsdóttur, for- stjóra Krabbameinsfélags Ís- lands, segir í fréttatilkynn- ingu. Átakið Karlmenn og krabbamein stóð yfir dagana 7. til 21. mars. Auk sölu slauf- unnar var opnaður vefur á www.karlmennogkrabbamein- .is, bæklingi dreift á öll heim- ili í landinu þar sem lýst var fyrstu einkennum krabba- meins hjá körlum og útskýrt hvernig bregðast eigi við ef slík einkenni gera vart við sig auk þess sem málið var kynnt í fjölmiðlum. Pósturinn styrkir átakið Karlmenn og krabbamein Röng mynd Röng mynd birtist með grein Krist- ínar Vil- hjálmsdóttur þýðanda, „Hvenær er fötlun fötl- un?“ í blaðinu í gær. Rétt mynd birtist hér og eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar. Rangt höfundarnafn Í grein undir fyrirsögninni Ég er ekki að skilja þetta mistrit- aðist nafn höfundarins, Bene- dikts Jóhannessonar fram- kvæmdastjóra. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT Kristín Vilhjálmsdóttir Í TILEFNI af 20 ára afmæli ADHD-samtakanna mánudag- inn 7. apríl verður opið hús á Háaleitisbraut 13, 3. og 4. hæð, milli kl. 15 og 18. Dr. Urður Njarðvík sálfræðingur flytur fyrirlestur kl. 16 um börn með ADHD og kvíða. Boðið verður upp á afmælis- tertu og kaffi. Til sýnis verða blaðaúrklippur sl. 20 ára, fréttabréf og önnur útgáfa. Allir félagsmenn og aðrir mál- efninu viðkomandi eru boðnir velkomnir, segir í fréttatil- kynningu. Í tilefni af afmælinu verður ennfremur haldin ráðstefna um ADHD 25. og 26. sept- ember 2008 í samstarfi við fjölda aðila, sjá www.gesta- mottakan.is/adhd. Markmið ADHD-ráðstefnunnar er að miðla fræðslu og stuðla að aukinni þekkingu um ADHD hjá öllum sem koma að mál- efnum barna, unglinga og full- orðinna með ADHD. Þema ráðstefnunnar er ann- ars vegar skólaganga barna með ADHD og hins vegar full- orðnir með ADHD. Við val á fyrirlesurum var tekið mið af þessum áherslum. Að sama skapi mun annað kynningar- efni taka mið af þessu þema. ADHD-samtökin hétu áður Foreldrafélag misþroska barna og voru stofnuð 7. apríl árið 1988. ADHD er alþjóðleg skammstöfun sem stendur fyr- ir Attention Deficit Hyperacti- vity Disorder eða athyglis- brestur og ofvirkni. ADHD-samtökin eru til stuðn- ings börnum og fullorðnum með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir sem og fjöl- skyldum þeirra. ADHD-samtökin 20 ára ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.