Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 54
Síðan verður auðvitað
að leita að stjörnum
og reynsluboltum í hlutverk
eldri kynslóðarinnar … 60
»
reykjavíkreykjavík
RUFUS Wainwright er af miklu tónlist-
arfólki kominn, faðir hans Loudon Wain-
wright III og móðir Kate McGarrigle og
Rufus litli var því maríneraður í hljómlist
frá blautu barnsbeini. Wainwright gaf út
sína fyrstu plötu árið 1998 og var hylltur
fyrir af gagnrýnendum. Snemma eftir aðra
plötu sína, Poses, sökk Wainwright í fen eit-
urlyfjaneyslu og var það vinur hans, Elton
John, sem ýtti á að hann færi nú í meðferð.
Hreinn og hress gaf hann út plöturnar
Want One og Want Two sem þykja mikil
meistaraverk og eins er með nýjustu plötu
hans af því taginu, Release The Stars, sem
út kom í fyrra. Hann hefur því ekki stigið
feilspor á þessum vettvangi. Árið 2006 tók
hann sig svo til og endurflutti fræga tón-
leika Judy Garland í Carnegie Hall með til-
heyrandi búningum og stjörnum prýddu að-
stoðarfólki. Tilraunin heppnaðist vel en
Wainwright hefur samt af ýmsum ástæðum
skorið ýmislegt við sig á því tónleika-
ferðalagi sem nú fer í hönd, eins og fram
kemur hér á eftir.
Exótískir staðir
– Jæja, hvað segirðu þá?
„Jú jú, ég hef það sæmilegt … hmm … sit
bara hérna í New York, hangsandi.“
– Og á leiðinni til Íslands?
„Einmitt, mér líst harla vel á það – þetta
er auðvitað einn dularfyllsti staður á jarð-
ríki og … (hikar) … hmm … ég hef verið að
ýta dálítið á það að komast til Íslands, ég er
búinn að vera að fást við tónlistina lengi og á
tímabili gat ég bara spilað í New York og
London (hlær) þannig að geta farið til ex-
ótískra staða eins og Íslands markar vöxt í
mínum ferli, ég á kost á að fara til staða sem
ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um
hér áður fyrr. Þegar Ísland er búið eru það
svo Austurlönd fjær (hlær).“
– Nærðu að dvelja hérna eitthvað?
„Já, ég ætla að taka einn aukadag í það að
skoða mig aðeins um.“
– Þú verður einn með gítarinn og slag-
hörpuna.
„Já. Ég var með rosalega stóra hljóm-
sveit í u.þ.b. ár og við ferðuðumst um allan
heim. Það var stórkostlegt en til allrar
ólukku er ég líka stórkostlega fátækur eftir
það ævintýri (hlær). Ég er á kúpunni. Þann-
ig að ég er eiginlega tilneyddur, ég varð að
strípa þetta niður til að jafna bankareikn-
inginn aðeins. En það er fínt. Ég held að
hlustendur eigi eftir að taka vel í þetta,
þetta er tilbreyting frá öllu þessu „stóra“
sem ég hef verið að gera. „Stórar“ plötur,
„stórir“ tónleikar o.s.frv. En nú er þetta al-
veg beinabert.“
– Þannig að þú fórnaðir þér fyrir listina,
settir sjálfan þig hlæjandi á hausinn til hyll-
ingar listagyðjunni.
„Ja … ég ýki þetta kannski aðeins. Ég á
smá pening. En þú veist hvernig þetta er,
það er ekkert öryggi í því að hafa lifibrauð
af listinni. Maður þarf að fara varlega.“
– Judy Garland-verkefnið var því sann-
anlega áhætta?
„Ó já, það var áhætta á margvíslegan hátt
(hlær kaldhæðnislega). Ég hafði t.d. miklar
áhyggjur af því að fólk myndi ekkert vilja
hlusta á mín eigin lög eftir það verkefni, þar
sem það gekk fyrir einhverja Guðs mildi
mjög vel (sýpur auðheyranlega á kaffi).“
Ólæknandi sjúkdómur
– Þú byrjar ferilinn með að gefa út sóló-
plötur, einskonar söngvaskáldakamm-
erpopp. En að undanförnu hefurðu verið að
umfaðma alls kyns miðla aðra, kvikmyndir,
danslist o.fl. Af hverju?
„Ég hef alltaf, alltaf verið hallur undir
fjölbreytni. Ég veit það ekki – kannski af því
að ég gat aldrei rokkað almennilega –
kannski af því að ég er samkynhneigður og
passaði ekki alveg inn í hugmyndir manna
um poppstjörnur. Ég vissi að þess vegna
yrði ég að vera eins og kamelljónið, ég yrði
að geta farið víða og haft listrænann brodd
einhvern veginn, ef ég ætti að komast af.
Þetta er eins og hryllilegur, banvænn sjúk-
dómur (hlær)… og engin lækning í augsýn!
En já … ég gerði mér grein fyrir þessu
frekar ungur.“
– Vissirðu frá upphafi að þú yrðir tónlist-
armaður? Varstu dæmdur til að gera þetta?
„Já, nokkurn veginn. Það var eiginlega
augljóst að ég færi þessa leið.“
–Vegna fjölskyldunnar þá?
„Já, en ég veit ekki. Fólk spyr mig hvort
ég elski að koma fram og vera á sviði. Svarið
er að ég hef alltaf fundið mig eðlilegan þar.
Það kemur yfir mig ró og birta þegar ég er
uppi á sviði. Allir geta séð þetta – þetta er
nánast eins og dýrsleg hvöt. En ég veit ekki
hvort að það er vegna fjölskyldugenanna
eða ekki.“
– Að lokum, hverju ertu að vinna að
núna?
„Hmmm … ég verð eitthvað á túr fram-
eftir ári en svo er ég að vinna að óperu.“
– Já!
„Óperan hefur alltaf verið ástin mín nr. 1,
2 og 3 þó ég hafi ekki samið slíka sjálfur. En
ég er semsagt að því núna.“
– Sérðu þá jafnvel fyrir þér að færa þig
alveg yfir í klassíska tónlist?
„Alls ekki. Þetta á samt að vera „alvöru“
ópera en það er ekki um neina tilfærslu að
ræða. Ég er í grunninn … og verð alltaf
… lagasmiður. Fyrst og fremst. Það er mín
iðn ef svo mætti segja – og færir mér líka
mesta saltið í grautinn (hlær).“
„ÉG ER Á KÚPUNNI“
RUFUS WAINWRIGHT ER MEÐ MERKUSTU POPPURUM
SAMTÍMANS, EF POPPARA SKYLDI KALLA, EN PILTUR
HEFUR Í Æ RÍKARI MÆLI FETAÐ ÓKUNNA STIGU AÐ
UNDANFÖRNU OG GLAÐUR LAGT SÁLARHEILL UNDIR Í
SKIPTUM FYRIR LISTRÆNAN ÁVINNING. HANN HELDUR
TÓNLEIKA HÉR Á LANDI Í HÁSKÓLABÍÓI EFTIR SLÉTTA
VIKU OG RÆDDI ARNAR EGGERT THORODDSEN VIÐ
TAUGAÓSTYRKAN WAINWRIGHT SEM SEGIST VERA Á
HAUSNUM EFTIR SÍÐUSTU VERKEFNI.
Fyrst Ísland „Ég er búinn að vera fást við tónlistina lengi og á tímabili gat ég bara spilað í New York
og London þannig að geta farið til exótískra staða eins og Íslands markar vöxt í mínum ferli.“arnart@mbl.is