Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 57

Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 57 PANTAÐU MIÐA STRAX 10. APRÍL ÖRFÁ SÆTI LAUS www.pabbinn.is P IP A R / S ÍA Miðasalan er opin í dag, sunnudag frá 14 - 20 og alla virka daga frá 10-18. MIÐASÖLUSÍMI 511 4200 LOKASÝNING SÝNT Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Skemmtiatriði á 17. júní Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is 17juni.is Frá sýningu götuleikhússins 2007 www.17juni.is Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum í samráði við þjóðhátíðarnefnd. Umsóknir um flutning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 6. maí. Gísli Jónsson, dr.med., sérfræðingur í hjartalækningum og lyflækningum hefur opnað læknastofu í húsi Lækningar að Lágmúla 5, Reykjavík. Tímapantanir alla virka daga milli kl. 9-16 í síma 590 9200. Netfang: gisli.jonsson@laekning.is www. laekning.is Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÓPERUSTÚDÍÓ Íslensku óp- erunnar hefur öðlast sess sem einn af mest spennandi árlegum við- burðum í klassísku tónlistarlífi hér- lendis. Nú er komið að fimmta óperu- stúdíóinu, og í þetta sinn ætla ungir og upprennandi listamenn þjóðar- innar að spreyta sig á sjálfum Moz- art: nú er komið að Cosi fan tutte! Auðveldastur og erfiðastur Blaðamaður settist niður með Daníel Bjarnasyni hljómsveitar- stjóra og Tinnu Árnadóttur sem er önnur tveggja söngkona sem fara með hlutverk þjónustustúlkunnar hrekkjóttu Despínu: „Mozart er kannski erfiðastur,“ segir Daníel, spurður um hvort verkið hafi reynst erfitt viðfangs: „Hann er erfiðastur því hann virkar svo auðveldur, er svo léttur og tær að allt þarf að vera skýrt,“ segir hann. Tinna hefur sömu sögu að segja: verkið er skemmtilegt, en krefjandi. „Það er ekki aðeins söngurinn sem reynir á, heldur samspil leikaranna, að vera á réttum stað á réttum tíma án þess að hrasa ofan í gryfju,“ seg- ir Tinna hlæjandi. Hlátur og grátur Cosi fan tutte er ein af höfuð- perlum óperubókmenntanna og telst hiklaust með bestu verkum Mozarts sem sjálfur kallaði óperuna gamanharmleik. Sagan segir af vin- unum Ferrando og Guglielmo sem eiga fyrir kærustur þær Fiordiligo og Dorabellu. Don Alfonso kemur til sögunnar og heldur því fram við Ferrando og Guglielmo að konur geti ekki verið trygglyndar. Upp- hefst þá veðmál og mikið gaman, enda vilja vinirnir ekki trúa því upp á kærustur sínar að þær séu ekki tryggastar allra kvenna og eru reiðubúnir að leggja ýmislegt á sig til að sanna það. Stríðna þjónustu- stúlkan Despína leggur svo sitt af mörkum til að allt fari á þann veg sem er í senn verstur og fyndnastur. Láta ljós sitt skína Daníel og Tinna eru sammála um það mikilvæga hlutverk sem óp- erustúdíóið leikur: „Sýningar óp- erustúdíósins eru í alla staði fagleg- ar, en veita ungum tónlistarmönnum krefjandi og þroskandi tækifæri til að láta ljós sitt skína í alvöru óperuuppfærslu,“ segir Daníel. „Þetta framtak hefur tengt saman Íslensku óperuna og hinar ungu kynslóðir söngvara og hljóðfæraleikara og orðið stökk- pallur til frekari afreka bæði við Óp- eruna og erlendis.“ Ár frá ári hefur Óperustúdíóinu vaxið fiskur um hrygg, æ meira er lagt í uppfærslurnar sem iðulega hljóta mjög góðar umsagnir gagn- rýnenda: „Þetta eru alvöru sýningar með alvöru söngvurum og ekkert slegið af,“ bætir Daníel við og þau Tinna lofa skemmtilegri og hrífandi sýningu sem enginn á að eftir að verða svikinn af. Hvikular kærustur og hrekkjóttir kærastar  Óperustúdíóið sýnir Cosi fan tutte eftir Mozart  Ungir og upprennandi listamenn láta ljós sitt skína Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Efnileg Tinna og Daníel segja að hvergi sé slegið af í uppfærslu Óperustúdíósins í ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.