Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 60

Morgunblaðið - 06.04.2008, Síða 60
60 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ WALT DISNEY. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee EMPIRE eeee NEWSDAY eeee OK! Frábær gamansöm þroskasaga með Ryan Gosling í aðalhlutverki - G.H.J POPPLAND eeee styrkir GeðhjálpSÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI / KRIngLUnnI FOOL'S GOLD kl. 1:20 - 3:30 - 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára FOOL'S GOLD kl. 1:20 - 3:30 - 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 7 ára LÚXUS VIP STÓRA PLANIÐ kl. 4D - 6D - 8D - 10:10D B.i. 7 ára DIGITAL DOOMSDAY kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára LARS AND THE REAL GIRL kl. 10:10 LEYFÐ HANNAH MONTANA kl. kl. 2D LEYFÐ / ÁLFAbAKKA 10,000 BC kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THE BUCKETLIST kl. 6 - 8 B.i.7 ára STEP UP 2 kl. 2 - 4 LEYFÐ UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 2 - 4 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl tali kl. 1 - 3:40 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FOOL'S GOLD kl. 6D - 8:20D - 10:40D B.i. 7 ára DIGITAL STÓRA PLANIÐ kl. 2D - 4D - 6D - 8D - 10D B.i. 10 ára DIGITAL HANNA MONTANA kl. 2 3D - 4 3D LEYFÐ 3D DIGITAL JUNO kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára UNDRAHUNDURINN ísl tal kl. 2 - 4 LEYFÐ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „ÞAÐ ER verið að ljúka við fram- leiðsluumsókn, það er staðan á þessu,“ segir Ottó Geir Borg, annar handritshöf- unda að kvikmynd upp úr skáldsögu Ólafs Hauks Sím- onarsonar, Gaura- gangi, um stöðu verkefnisins. Hand- ritið sé klárt, þó svo það sé alltaf breyt- ingum háð, og Ólafur búinn að kíkja á það og sáttur við útkom- una, að sögn Ottós. Næsta skref er því að afla fjár til fram- leiðslunnar og segir Ottó að styrkumsókn verði lögð inn til Kvikmyndasjóðs á næst- unni. Gunnar B. Guðmundsson, hinn handritshöfundur mynd- arinnar, kemur til með að leikstýra henni en hann leikstýrði seinast Astrópíu. Zik Zak framleiðir myndina. Ottó segir ljóst að kvikmyndin verði nokkuð dýr á íslenskan mæli- kvarða þar sem hún verði „í períódu“, þ.e.a.s. sögusviðið ekki í samtímanum. Bókin kom út 1988 og naut mikilla vinsælda líkt og söngleikurinn sem gerður var upp úr henni og sýndur í Þjóðleikhúsinu við gríðarlegar vinsældir 1993-4. Ottó skýtur á að kostnaður við myndina verði ekki undir 170-180 millj- ónum króna. Í uppsetningu Þjóð- leikhússins fóru Ingvar Sigurðsson og Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir með að- alhlutverkin en bókin segir frá unglingnum Ormi Óðinssyni og fé- lögum hans, uppátækjum þeirra og samskiptum við eldri kynslóðina. Leikarar hafa ekki verið fundnir enn en Ottó segir erfitt að manna hlutverkin því myndin gerist í gagnfræðaskóla. „Við ætlum ekki að láta 25 ára manneskjur túlka unglingsárin, það yrði aldrei trú- verðugt. Síðan verður auðvitað að leita að stjörnum og reynsluboltum í hlutverk eldri kynslóðarinnar.“ Ottó segir ekki ómögulegt að leitað verði til leikara úr uppsetn- ingu Þjóðleikhússins á Gauragangi og ekki loku fyrir það skotið að Ingvar verði beðinn um að leika í myndinni. „Hugmyndin er jafnvel að láta sögumanninn eldri útgáf- una af Ormi og þá væri auðvitað best að hafa Ingvar,“ segir Ottó. Sú hugmynd hafi ekki verið borin enn undir Ingvar. Aðalatriðið sé að finna bestu leikarana í hlutverkin. Ottó segir ekkert hægt að segja um hvenær tökur hefjist þar sem fjármögnun myndarinnar sé enn ólokið. Myndin gerist að vetri til og því verði að taka hana yfir vetrarmán- uðina. „Fyrsti möguleikinn er núna rétt fyrir jól, næsti möguleiki þá rétt eftir jól eða þá þarnæsta haust.“ Handrit að Gauragangi klárt Morgunblaðið/Þorkell Leikstjórinn Hinn handritshöfundurinn, Gunnar B. Guðmundsson, mun jafnframt leikstýra myndinni. Morgunblaðið/Frikki Ormur Ingvar Sigurðsson í hlutverki Orms Óðinssonar í uppfærslu Þjóðleikhússins á Gauragangi 1994. Fjáröflun fyrir framleiðslu kvikmyndarinnar næsta skrefið Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.