Morgunblaðið - 06.04.2008, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2008 63
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
HÖFUNDUR bloggsíðunnar Stuff
White People Like, eða Eftirlæti
bleiknefjanna, komst í fréttir nýlega
þegar honum voru boðnar rúmar 22
milljónir fyrir útgáfuréttinn á bók
byggðri á síðunni. Upphæðin vakti
nokkra furðu í útgáfuiðnaðinum og
þótti alltof há fyrir bók eftir alls
óþekktan höfund sem hafði aldrei
skrifað annað opinberlega en blogg.
Það er ef til vill ekki alveg rétt að
kalla Christian Lander óþekktan,
því á þeim fáu vikum sem liðnar eru
síðan hann byrjaði að blogga í jan-
úar hefur síðan vakið mikla athygli.
Þar gerir Lander grín að hvítu,
frjálslyndu og menntuðu millistétt-
arfólki sem þráir ekkert heitar en að
hafa hárréttar skoðanir, óaðfinn-
anlegan smekk og puttann á púls-
inum í tísku og menningu.
Hegðun og framkoma
Eftirlæti bleiknefjanna eru talin
upp í númeruðum smáköflum sem
innihalda ráðleggingar um rétta
hegðun og framkomu og spanna allt
frá mat og drykk að stjórnmálum.
Dæmi um það sem hvítu fólki líkar
að mati Landers er „að standa kyrrt
á tónleikum“ (#67).
„Mundu, að á tónleikum eru allir
að fylgjast með þér og bíða eftir því
að þú byrjir að dansa. Það er til þess
að geta þá hlegið að þér. Þetta þýðir
að Belle and Sebastian-tónleikar líta
frekar út eins og óreiðukenndar bið-
raðir en tónlistarviðburðir,“ segir
Lander og bætir við í lokin: „Það er
reyndar viðunandi að lyfta annarri
höndinni annað slagið og benda í átt-
ina að sviðinu.“
Fjölmargar bækur sem byggja á
vinsælum bloggsíðum hafa komið út
síðustu misserin. Fyrir örfáum árum
þótti það mjög djarft af útgáfufyr-
irtækjum að taka bloggara upp á
arma sína, en það er nú orðið svo
hversdagslegt að nokkrir forleggj-
arar bítast yfirleitt um vinsælar
bloggsíður sem skjóta upp kollinum.
Oft hafa höfundarnir lagt upp með
þær sérstaklega í þeim tilgangi að
vekja athygli útgáfufyrirtækja.
Viðbrögðin við þessum nýjasta
samningi þykja benda til þess að
þróunin hafi náð hámarki þó að alltaf
verði eftirspurn eftir góðum höf-
undum, sama hvaða umbúðir þeir
velja utan um skrif sín.
»VEFSÍÐA VIKUNNAR: STUFFWHITEPEOPLELIKE.WORDPRESS.COM
Eftirlæti bleiknefjanna
Bleiknefur Christian Lander sýnir hvernig maður ber sig að við endur-
vinnslu - sem er einmitt eitt af því sem hvítt fólk hefur sérstakt dálæti á.
SÖNGKONAN Amy Winehouse og
Mark Ronson munu semja og taka
upp aðallag nýju James Bond
kvikmyndarinnar, Quantum Of
Solace, í vikunni. Upptökustjórinn
mun hafa heimsótt söngkonuna á
fimmtudagskvöldið og tekið gítar
hennar og farangur með sér í
upptökustúdíó sitt í sveitinni, en
von er á Winehouse þangað eftir
helgi. Hún hefur hljóðritað sín
kunnustu lög undir stjórn Ron-
sons, þar á meðal lagið Rehab sem
hlaut Grammy-verðlaun á dög-
unum.
Heimildamaður segir þau
spennt fyrir verkefninu. „Þeim
finnst þetta stærsta verk sem þau
hafa fengið til þessa,“ sagði hann.
„Nýja myndin mun vera talsvert
myrk þannig að Amy passar vel
þar inn í.“
Winehouse
semur fyrir
Bond
Reuters
Samhöfundar Winehouse og Mark
Ronson semja Bondlagið saman.
LEIKKONAN
Renée Zellweger
fer með hlutverk
í ruðnings-
kvikmyndinni
Leatherheads
sem George
Clooney leik-
stýrir. Hann und-
irbjó kvikmynd-
ina í áratug og
segist hafa haft Zelweger í huga
allan tímann, í hlutverk fréttakonu.
„Hún var eina leikkonan sem
passaði í hlutverkið, nokkrar senur
voru hreinlega skrifaðar fyrir
röddina í henni,“ segir Clooney.
Þau Zellweger eru afar góðir vinir,
tala saman í hverri viku og Zellwe-
ger segir þau alltaf vera að hittast
Um árabil hafa verið sagðar um
þau sögur, að þau séu leynilegt par.
Zellweger er sama.
„Mér er sama því það sem er
skrifað gerir mig að svo miklu
áhugaverðari manneskju en ég er í
raun, sérstaklega þegar sagt er að
George Clooney sé leynilegur eig-
inmaður minn. Ég er hræðileg
kvikmyndastjarna. Alls ekki góð í
því hlutverki. Ég get stundum þóst
vera það en það reynir á.“
Zellweger seg-
ist vera hræði-
leg stjarna
Renée Zellweger
Cover svalalokanir
Ending – Gæði – styrkur
Nútíma svalalokanir og sólstofur
5 ára ábyrgð er á Cover glerbrautakerfi nu frá Gleri og brautum. Íslensk framleiðsla.
Cover er póstalaust glerbrautakerfi , sérhannað fyrir
svala-lokanir, sólstofur o.þ.h. Kerfi ð er 95%
opnanlegt og einstaklega auðvelt í notkun.
Cover glerbrautakerfi ð er sett upp miðað við
35 m/sek eða Euro code 124.
Cover glerbrautakerfi ð er eina
kerfi ð sem rennur á jafn-
stórum hjólum að ofan
og neðan sem útilokar
möguleika á glamri
og stirðleika og ræður
við 12mm heilt gler.
Gler & brautir ehf – Dalshraun 10 – 220 Hafnarfjörður – Sími 517 1417 – www.cover.is
Með Cover færð þú:
• Öruggt og sterkt glerkefi sem stenst íslenskt veðurfar
• 98% lokun og eru PVC-plastlistar á milli glerja
• Cover er 95% opnanlegt og eru þrif einstaklega auðveld
því glerið opnast inná við (þrif báðum megin)
• Tært útsýni og nánast engin útlitsbreyting
• Cover-gler setur fallegan blæ á fasteignina
• Alltaf logn og hreinar svalir
• Minna hitatap
• Hljóðeinangrun um 10 db
• Glerkerfi sem er auðvelt og fl jótlegt í uppsetningu
• Góður frágangur