Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-0
6
0
8
Hlutu 5 ára fangelsi
Ian Strachan af íslenskum ættum sakfelldur af ákæru í Lundúnum fyrir tilraun til
fjárkúgunar innan bresku konungsfjölskyldunnar ásamt írskum félaga sínum
IAN Strachan, 31 árs Englendingur, öðru nafni
Paul Adalsteinsson, af íslenskum ættum, var í
gær dæmdur í 5 ára fangelsi af kviðdómi í Old
Baily í Lundúnum fyrir tilraun til að reyna að
kúga fé út úr karlmanni í bresku konungsfjöl-
skyldunni. Ásamt honum var 41 árs írskur karl-
maður að nafni Sean McGuigan dæmdur til sömu
refsingar.
Neituðu báðir sakargiftum
Sakborningarnir neituðu báðir sök. Þeir voru
handteknir í september í fyrra á hóteli í Lund-
únum og ákærðir í kjölfarið fyrir að hafa krafist
þess að fá greidd 50 þúsund pund en ella myndu
þeir birta myndband þar sem systursonur Elísa-
betar Englandsdrottningar var borinn ýmsum
sökum, þar á meðal að hafa neytt fíkniefna og átt
kynmök við einkaþjón sinn.
Í réttarhöldunum kom fram að mennirnir höfðu
áður reynt að selja breskum fjölmiðlum segul-
bandsupptökur og myndskeið sem tengdust mál-
inu.
Skýringum sakborninganna hafnað
Dómar fyrir fjárkúgun eru sjaldgæfir í Bret-
landi. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Mark
Carroll hjá breska ríkissaksóknaraembættinu, að
þótt sakborningarnir hafi haldið því fram að þeir
hefðu verið að vernda hagsmuni fórnarlambsins
hafi kviðdómurinn hafnað skýringum þeirra og
tekið undir þær fullyrðingar saksóknara að
mennirnir hafi aðeins haft áhuga á peningum.
Afi Ian Strachans flutti frá Íslandi til Englands
á fyrri hluta síðustu aldar. Foreldrar Ians skildu
er hann var níu ára og þá tók hann upp ættarnafn
enskrar móður sinnar. Hefur hann fengist við
ýmislegt um dagana að eigin sögn, meðal annars
fasteignasölu, en fyrir nokkrum árum fluttist
hann til Lundúna ásamt móður sinni. Fór hann þá
að stunda félagsskap ríka fólksins og er sagður
hafa þóst vel efnum búinn og hafa erft mikið fé
eftir íslenska ömmu sína.
BSRB leggur ríka áherslu á að gera
kjarasamning til skamms tíma, eða
eins árs, en samninganefnd ríkisins
hefur lagt til langtímasamning, nán-
ast til loka þessa kjörtímabils, að
sögn Ögmundar Jónassonar, for-
manns BSRB. Fyrsti formlegi samn-
ingafundur BSRB og aðildarfélaga
bandalagsins með samninganefnd
ríkisins var haldinn hjá ríkis-
sáttasemjara í gær.
Ögmundur sagði að ríkisstjórnin
hefði gefið ákveðin fyrirheit í stjórn-
arsáttmála og yfirlýsingum ráð-
herra, m.a. um að útrýma kynbundn-
um launamum, taka á kjörum
umönnunarstétta og kvennastétta og
annarra innan umönnunarþjónust-
unnar sem hefur átt við manneklu að
stríða vegna bágra kjara. Ögmundur
taldi það ekki ganga upp að bjóða
langtímasamning án þess að minnast
á efndir þessara fyrirheita.
„Við höfum óskað eftir því að fá
fund með ríkisstjórninni, milliliða-
laust, oddvitum stjórnarflokkanna,
félagsmálaráðherra og fjármálaráð-
herra, þar sem við fáum að heyra
hvernig þau ætla að standa við gefin
fyrirheit,“ sagði Ögmundur. Hann
kvaðst eiga von á að af þessum fundi
gæti orðið á allra næstu dögum,
hvort heldur nú um helgina eða strax
eftir helgi.
BSRB vill fá krónutöluhækkanir á
laun en þær munu koma láglauna- og
millitekjuhópum best, að mati Ög-
mundar. „Markmiðið okkar með
þessum samningum er að leggja
okkar af mörkum til þess að kveða
verðbólguna niður. Hún er alvarleg-
asti vágesturinn sem herjar á heim-
ilin í landinu, að ég tali ekki um veik-
burða atvinnufyrirtæki sem mega
við litlu,“ sagði Ögmundur. Hann
kvaðst telja mikilvægt að ljúka
samningunum sem fyrst. Það mundi
stuðla að jafnvægi sem efnahagslífið
og þjóðfélagið allt þyrfti mikið á að
halda nú.
BSRB óskar eftir fundi með ríkis-
stjórn til að ræða efndir fyrirheita
Morgunblaðið/Golli
Samningafundur Fyrsti formlegi samningafundur BSRB og aðildarfélaga með samninganefnd ríkisins var hald-
inn hjá ríkissáttasemjara í gær. BSRB vill fá kjarasamning til skamms tíma og krónutöluhækkanir á laun.
AÐFERÐAFRÆÐI Hafrannsókna-
stofnunarinnar við fiskveiðiráðgjöf
greinir alls ekki á við efni vísinda-
greinar um áhrif veiða á stofnsveiflur
fiskstofna sem nýlega birtist í tímarit-
inu Nature, að mati Jóhanns Sigur-
jónssonar forstjóra.
Morgunblaðið greindi frá grein
Nature í gær og byggði þar á frétt í
Fishing News. Jóhann segir að fram-
setning Fishing News og frétt Morg-
unblaðsins séu ekki í samræmi við
innihald greinarinnar í Nature. Grein
Nature mæli t.d. alls ekki gegn því að
vernda smáfisk og rannsóknin sem að
baki liggi mæli ekki með því að veiða
mikið af smáfiski. Í rannsókninni hafi
verið skoðaðar þrjár tilgátur. Engin
markverð niðurstaða fékkst úr tveim-
ur en sterkt samband fannst í þeirri
þriðju. Hún gekk m.a. út á að mik-
ilvægt væri að tryggja aldursbreidd
fiskstofna.
„Grein Nature segir í raun og veru
að það sé ekki gott að miða veiðina
einungis við stofn-
þyngd heldur
skipti máli að
tryggja hæfilega
samsetningu ald-
urshópa í stofnin-
um, að aldurssam-
setning stofnsins
sé rétt,“ sagði Jó-
hann.
Hann sagði að
hægt væri að
vinna að þessu markmiði bæði með
sértækum og almennum aðgerðum.
Mikilvægasta almenna aðgerðin fæl-
ist í því að minnka veiðiálag eins og
hér hefði verið gert í þorski. Með því
breyttist aldurssamsetning stofnsins
með tímanum og meira yrði til af eldri
og stærri fiski. Hafrannsóknastofn-
unin hefði talið að veiðiálag á íslenska
þorskstofninn hafi verið of mikið,
bæði stóran og smáan fisk. Því var
lagt til að það yrði minnkað. Vegna of
lágs hlutfalls af stórum fiski var lagt
til fyrir nokkrum árum að gripið yrði
til sértækra aðgerða. Í kjölfarið ákvað
sjávarútvegsráðherra að banna net
með mjög stórum möskva sem völdu
stærsta fiskinn úr. Jafnframt því að
vernda stóran fisk verði einnig að
vernda smáan fisk. Annars verði aldr-
ei til stór fiskur.
Samsetning hrygningarstofns
ekki nógu hagstæð
„Við höfum sagt að það sé mjög
mikilvægt að auka heildarlífþyngd
hrygningarstofnsins svo auka megi
líkur á að nýliðun verði betri en hún
hefur verið. Jafnframt að samsetning
hrygningarstofnsins hafi ekki verið
nægilega hagstæð. Við þurfum að fá
meira af eldri fiski inn í hrygningar-
stofninn. Rannsóknir hafa sýnt að sá
fiskur sé líklegri til að gefa af sér
sterkari árganga. Hann hrygnir yfir
lengra tímabil, hrygnir meira og
hvert afkvæmi hans er lífvænlegra en
frá yngri hrygnum,“ sagði Jóhann.
Í samræmi við ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar
Jóhann
Sigurjónsson
HEILDARKOSTNAÐUR við kaup,
viðgerðir og endurbætur nýju
Grímseyjarferjunnar Sæfara varð
533 milljónir kr. Fyrsta kostnaðar-
áætlun í desember 2004 gerði ráð
fyrir 150 milljónum en þá var ekki
gert ráð fyrir neinum meiriháttar
breytingum á skipinu.
Upphafleg meginmarkmið náðust
með kaupunum og endurbótum á
skipinu, að því er segir í greinargerð
Vegagerðarinnar um kaup og end-
urnýjun á Grímseyjarferjunni Sæ-
fara. Ferjan uppfyllir allar kröfur til
þeirra siglinga sem skipinu eru ætl-
aðar. Aðstaða farþega er stórbætt,
siglingartíminn styttist umtalsvert
og kostnaður varð mun minni en við
nýsmíði, þótt hann hafi ekki orðið sá
sem stefnt var að í upphafi.
Ýmislegt hefði þó mátt fara betur í
framkvæmdinni, að mati Vegagerð-
arinnar. Ljóst þykir að betra hefði
verið að skipa strax í upphafi verk-
efnishóp með þátttöku Vegagerðar-
innar, ráðuneytis, Siglingastofnun-
ar, heimamanna og rekstraraðila.
Einnig hefði þurft að skoða skipið
betur áður en gengið var frá kaup-
unum. Þá hefðu hönnunargögn þurft
að vera nákvæmari og betri í upphafi
og gera hefði þurft meiri kröfur til
verktaka. Um verkframkvæmdina
segir m.a. í greinargerðinni:
„Útboðsgögnum vegna endurbóta
og breytinga var breytt á útboðstíma
og slakað á gæðakröfum til verk-
taka. Það er óheppilegt. Einnig var í
upphafi fjallað of óskipulega um
breytingar og viðbætur. Óskir
Grímseyinga um breytingar og við-
bótarverk á síðari stigum komu
gjarnan beint til verktaka frá sam-
gönguráðuneyti. Framganga aðal-
verktakans var með öllu óviðunandi
og í hefðbundnu verki fyrir Vega-
gerðina hefði verksamningi verið rift
en samkvæmt upphaflegri áætlun
átti verkinu að vera lokið 30. sept-
ember 2006.“
Megin-
markmið
náðust
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sæfari Grímseyjarferjan uppfyllir
þær kröfur sem gerðar eru.