Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 4
MIÐSTJÓRNARFUNDUR Fram- sóknarflokksins verður haldinn kl. 13 í dag í safnaðarheimili Háteigs- kirkju. Fundur- inn hefst með ávarpi Guðna Ágústssonar, for- manns Fram- sóknarflokksins, en síðan flytur Ragnar Árnason, prófessor við við- skipta- og hag- fræðideild Há- skóla Íslands, erindi um stöðu og horfur í þjóðarbú- skapnum og Bjarni Frímannsson, lektor við sömu deild, fjallar um horfur í efnahag heimilanna. Í miðstjórn sitja um 180 fulltrúar alls staðar af landinu og þar á meðal allir þingmenn flokksins jafnt sem fyrrverandi þingmenn að því gefnu að þeir séu enn félagar í flokknum. Miðstjórn Framsókn- ar fundar í dag Rætt um fjárhags- stöðu heimilanna Guðni Ágústsson 4 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA gerðist fyrir tveimur helg- um og við vorum lengi að bíða eftir því að umræddir menn kæmu til okk- ar og gerðu grein fyrir málinu við okkur en þeir hafa ekki gert það. Við höfum kannað þetta sjálfir með vitn- um,“ segir Páll Guðmundsson, for- maður Ferðafélags Íslands, um jeppamenn sem veltu jeppa á skála félagsins í Landmannalaugum. Páll segir mennina hafa valdið miklum skemmdum á húsinu. „Mennirnir veltu jeppanum ofan í snjóskál sem er ofan við húsið og eyðilögðu bílinn og stórskemmdu húsið. Þeir voru mjög snöggir að hafa sig á brott og létu draga bílinn í burtu, sem var sagður ónýtur. Við ætlum að sækja bætur vegna þeirra skemmda sem urðu á húsinu. Það brotnaði bæði veggur og gafl og samanlagt gæti þetta sjálfsagt verið tjón upp á milljónir króna.“ Páll seg- ir Ferðafélagið líta málið mjög alvar- legum augum. „Það sem við erum að kæra til lög- reglu er að þarna voru á ferð ölvaðir menn við akstur. Það sem er jafnvel enn alvarlegra er að grunur leikur á að þarna hafi verið á ferð starfsmenn ferðaþjónustu með farþega, sem höfðu síðan komið þeim inn í skála. Þetta hefði klárlega getað valdið þeim sem voru að keyra og öðrum tjóni. Það er mesta mildi að þarna urðu ekki slys á fólki.“ Páll segir ölvun ökumanna á fjöll- um hafa verið vandamál fyrir sex til átta árum en síðan hafi ástandið „snarlagast“ og „verið til fyrirmynd- ar hjá jeppamönnum“. Skálavörður lent í uppákomum „Það var búið að snúa við þessari þróun. Síðan höfum við orðið varir við meiri drykkju og við getum ekk- ert annað en tekið hart á því. Það hefur verið töluvert mikið um drykkju í skálanum í vetur og að menn séu að fara í bílana og keyra eitthvað í kringum skálana. Skálavörður hefur lent í ýmsum uppákomum í skálanum í vetur og þurft að leita aðstoðar hjá öðrum gestum í húsinu. Við erum með skálavörð, unga konu, sem hefur staðið í stappi við drukkið fólk.“ Páll segir að flestir jeppamenn hagi sér vel en komin sé fram ný kyn- slóð manna, að miklum meirihluta karlar, sem séu farnir að höndla vín í meira mæli en góðu hófu gegnir. Drukknir fjallamenn veltu jeppa á hús Ferðafélagsins Ölvun á fjöllum færist í vöxt á ný Ljósmynd/Ferðafélag Íslands Högg Eins og sjá má á myndinni skemmdist skálinn nokkuð þegar jeppinn skall á honum fyrir um hálfum mánuði. Tjónið er metið á milljónir króna. ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambandsins, undirrituðu í gær samning um efl- ingu skáklistar í grunnskólum. Um er að ræða til- raunaverkefni til eins árs sem menntamálaráðuneytið styrkir um 1,5 milljónir. Skáksambandið mun auglýsa eftir 6-8 grunnskólum til að taka þátt í tilrauninni. Skáksambandið mun einnig hjálpa þeim að innleiða skákkennslu í skólastarfinu og vekja áhuga nemenda á að stunda skák utan hefðbundins skólastarfs. Guðfríður Lilja sagði alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að innleiðing skákar í skólastarf hafi mjög jákvæð áhrif jafnt á einbeitingu og námsgetu einstaklinga og félagslega. Skákin tengi ólíka hópa og kynslóðir. Skáklistin verður efld í grunnskólum Morgunblaðið/Valdís Thor MEÐALHITI í Reykjavík í apríl- mánuði var 5,2°C en í apríl í fyrra var meðalhitinn 3,9°C. Þrátt fyrir lægri meðalhita árið 2007 voru sól- skinsstundirnar fleiri, eða 207,2 klst. samanborið við 141,8 klst. nú. Öðru máli gegnir um meðalhit- ann á Akureyri en hann lækkar úr 4,9°C í 1,4°C milli ára. Fjöldi sól- skinsstunda helst þó svipaður eða rétt rúmlega 150 klst. Dregið hefur úr meðalhámarks- og lágmarkshita á báðum stöðum og fór meðallágmarkshitinn á Ak- ureyri undir frostmark eða í -1,5°C. Það sem er þó sameiginlegt með stöðunum tveimur er magn úrkomu en það hefur minnkað töluvert. Úrkoma lítil í apríl SAMNINGANEFND heilbrigðis- ráðherra og hjartalæknar hafa gert 2 ára samning um þjónustu þeirra síðarnefndu sem sögðu sig af samn- ingi fyrir liðlega tveimur árum. Í tilkynningu heilbrigðisráðuneyt- isins segir m.a. að með samkomulag- inu nú sé ekki lengur gerð krafa um tilvísun frá heilsugæslu- eða heim- ilislækni. Sjúklingar þurfa heldur ekki lengur að leggja út fyrir öllum kostnaði vegna þjónustu hjarta- lækna og sækja síðan um endur- greiðslu á hluta hans til Trygginga- stofnunar ríkisins. Með samkomulaginu þurfa sjúklingar einungis að greiða hjartalækni hlut- deild sína í hinum umsamda kostnaði við þjónustuna. Hjartalæknar fá mismuninn greiddan beint frá TR. Samkomulagið felur þannig í sér bæði umtalsvert hagræði fyrir hina sjúkratryggðu og minni kostnað. Samningurinn sem nú hefur verið gerður milli samninganefndar heil- brigðisráðherra og félags starfandi hjartalæknanna þýðir m.ö.o. að nú gilda sömu almennu reglurnar um greiðslur fyrir komur til hjarta- lækna og gilda fyrir komur til ann- arra sérfræðilækna. Samningurinn gildir um alla hjartalækna sem voru í starfi í apríl 2008 og tekur til þjón- ustu sem veitt er utan sjúkrahúsa. Hafa læknar frest til 1. júní til að staðfesta aðild sína að samningum. Hjartasjúklingar greiða lækni aðeins hlutdeild GUÐFRÍÐUR Lilja Grétars- dóttir lætur af embætti forseta Skáksambands Íslands á aðal- fundi sambands- ins sem fram fer í dag. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur gegnt emb- ættinu síðastliðin fjögur ár og er fyrsta og eina konan sem það hefur gert, auk þess að hafa gegnt emb- ætti forseta Skáksambands Norð- urlanda. Í fréttatilkynningu kemur fram að búist sé við spennandi kosning- um um nýjan forseta Skáksam- bandsins. Tveir eru í framboði, þeir Óttar Felix Hauksson og Björn Þorfinns- son. Þeir hafa báðir setið í stjórn Skáksambandsins undanfarin ár, Óttar Felix sem varaforseti og Björn sem gjaldkeri og almennur stjórnarmaður. Aðalfundur Skáksambandsins fer fram í dag, laugardag 3. maí, í Skák- höllinni Faxafeni 12 og hefst klukk- an 10. Hættir sem for- seti SÍ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Óttar Felix og Björn Þorfinnsson í kjöri ♦♦♦ Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Sex vikna námskei› hefjast 5. maí. Mánudaga, mi›vikudaga og föstudaga kl. 6.30 e›a 12.05. A›gangur a› tækjasal fylgir. VEGAGERÐIN og Ístak hf. und- irrituðu í gær samning um tvöföld- un Reykjanesbrautar, milli Strand- arheiði og Njarðvíkur, eftir endurútboð. Ístak hyggst hefjast handa mánudaginn 5. maí. Vegagerðin hafði áður hafnað til- boði Adakris/Topp verktaka í verk- ið þar sem verktakinn stóðst ekki kröfur Vegagerðarinnar. Tilboð Ís- taks hljóðaði upp á ríflega 807 milljónir kr. Undirverktaki vegna malbikunar verður Hlaðbær-Colas malbikunarstöð og eftirlit verður í höndum Mannvits hf. Áætlað er að hinn 16. október verði unnt að aka útboðskaflann á fjórum akreinum. Ístak klárar Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.