Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 9
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
SUMARAFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
af öllum vörum
í dag laugardag
iðunn
tískuverslun
Kringlunni, s. 588 1680
Peysudagar
25% afsláttur
af peysum
og bolum
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Hvítir jakkar
vesti
og
kvartbuxur
Str. 36 - 56
20%afsláttur
af
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
fatnaði
Langur
laugardagur
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Stakir jakkar,
kjólar
og pils í úrvali
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Stuttkápur
Stuttjakkar
20% afsláttur
af völdum slám
STJÓRN Samtaka atvinnulífsins
hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna
til þess að gæta hófs og aðhalds við
verðlagningu í því umróti sem ríkir
um þessar mundir. Samdráttur
eftirpurnar er fyrirsjáanlegur og af
því leiðir að ekki verður unnt að
velta öllum kostnaðarhækkunum
áfram út í verðlag.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórn-
ar Samtaka atvinnulífsins komu
fram þungar áhyggjur af stöðu efna-
hagsmála. „Vandi á fjármálamörk-
uðum, hátt vaxtastig, fyrirsjáanleg-
ur samdráttur í umsvifum og at-
vinnu, vaxandi verðbólga erlendis,
veik staða krónunnar og mikil verð-
bólga innanlands um þessar mundir
vegna gengislækkunar eru þættir
sem hafa gríðarleg áhrif á afkomu
fyrirtækja og kjör launafólks. Fyr-
irsjáanlegt er að aðlögun að breytt-
um aðstæðum verði erfið og taki
tíma. Stjórnin telur afar brýnt að
allir aðilar sem áhrif hafa á fram-
vinduna á næstu mánuðum og miss-
erum, þ.e. ríkisstjórn, stjórnarand-
staða, sveitarfélög og aðilar á
almennum og opinberum vinnu-
markaði, stilli saman strengi sína
með það að markmiði að draga úr
verðbólgu og koma í veg fyrir að há-
ar verðbólguvæntingar festist í
sessi,“ að því er segir á vef Samtaka
atvinnulífsins.
Þar kemur fram að hækkun
heimsmarkaðsverðs á olíu og mat-
vælum hafi rýrt kjör þjóðarinnar og
á sama tíma þurfi þjóðin að horfast í
augu við að hátt gengi krónunnar
undanfarin ár hafi haldið uppi hærri
kaupmætti en fékk staðist til lang-
frama. „Við núverandi aðstæður er
yfirvofandi hætta á víxlverkandi
hækkunum launa og verðlags og
áframhaldandi veikingu gengis
krónunnar sem allir tapa á. Þá at-
burðarás er hægt að koma í veg fyr-
ir,“ samkvæmt frétt á vef SA.
Stjórn SA
hvetur til hófs í
verðhækkunum
Óttast víxlhækkanir verðlags og launa
og áframhaldandi veikingu krónunnar
SAMTÖKIN Vinir Tíbets halda
áfram vikulegum útifundum fyrir
utan kínverska sendiráðið til stuðn-
ings mannréttindabaráttu Tíbeta.
Fundirnir eru venjulega á laugar-
dögum kl. 13.
„Tíbet er enn lokað, engir erlend-
ir fjölmiðlar hafa aðgang að land-
inu, engin mannúðarsamtök hafa
aðgang að landinu, engir erlendir
diplómatar fá aðgang að landinu.
Eina fólkið sem fer inn í Tíbet eru
kínverskir hermenn,“ segir í til-
kynningu frá samtökunum.
Samtökin árétta einnig að engin
skemmdaverk á sendiráðinu hafa
verið unnin af þeirra hálfu.
Mótmælin
halda áfram
GRÆNA netið stendur á morgun,
sunnudag, fyrir leiðsöguferð á
Þingvelli til að kynna fyrir fólki
umdeild vegarstæði milli Þingvalla
og Laugarvatns. Einar Sæmunds-
son, fræðslufulltrúi Þingvalla-
þjóðgarðs, sér um leiðsöguferðina.
Lagt verður að stað kl. 11 frá um-
ferðarmiðstöðinni og er ráðgert að
koma til baka um kl. 17. Fargjald er
1.500 kr. en ókeypis fyrir börn
yngri en 12 ára. Ekið verður og
gengið um vegastæðin, komið við í
þjónustumiðstöðinni og farið að
Flosagjá.
Þátttakendur eru beðnir að skrá
sig á sas@vortex.is til að vera
öruggir um far.
Vettvangsferð
um Gjábakkaveg
KVARTANIR hafa undanfarið bor-
ist Hundaeftirliti Reykjavíkur og
stjórn hesta-
mannafélags-
ins Fáks
vegna lausa-
göngu hunda
á svæði Fáks.
Hundaeft-
irlitsmenn
hafa rætt við
hundaeig-
endur og bent þeim á að lausa-
ganga hunda er bönnuð.
Ef hundar trufla hesta verður
talsverð slysahætta og hafa ófá slys
orðið á liðnum árum. Í frétt frá
borginni eru hundaeigendur beðnir
um að sýna aðgát í nánd við hesta
jafnvel þótt hundarnir séu í taumi.
Hundaeftirlitsmenn munu færa þá
hunda sem ganga lausir á svæðinu í
hundageymslu.
Hundaeftirlitið minnir einnig á
að á varptíma fugla 1. maí-15. ágúst
er óheimilt að vera með hunda í
Heiðmörk.
Kvartanir
vegna hunda
á Fáks-
svæðinu
SAMRÁÐSFUNDIR borgarstjóra
með íbúum verða í dag, laugardag-
inn 3. maí, í þremur hverfum borg-
arinnar.
Í Hlíðum verður fundur í Há-
teigsskóla kl. 11-13. Í Laugardal
verður fundur í Laugalækjarskóla
kl. 13-15 og í miðborginni verður
samráðsfundur með borgarstjóra í
sal Menntasviðs v/Fríkirkjuveg 1
kl. 14-16.
Samráðsfundir
borgarstjóra
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands-
björg hefur sett upp upplýsingavef-
inn www.safetravel.is en hann er
hugsaður fyrir erlenda ferðamenn.
Vefurinn er á sex tungumálum,
ensku, þýsku, frönsku, ítölsku,
spænsku og íslensku. Á vefnum er
farið yfir ferðamennsku á breiðum
grunni hér á landi en fjallað er um
akstur, veður, gönguferðir, hjól-
reiðar, hestaferðir, fjarskipti, köf-
un, siglingar, skyndihjálp, hvera-
svæði, klifur, íslenska náttúru og
neyðar- og björgunarmál.
Unnið er að því að koma upplýs-
ingum um www.safetravel.is á
heimasíður sem flestra þjónustuað-
ila og í raun alla þá staði sem ferða-
fólk er líklegt til að heimsækja svo
upplýsingar um öryggismál verði
aðgengilegar öllum þeim sem vilja
njóta íslenskrar náttúru, segir í til-
kynningu.
Nýr vefur um
öryggismál
ferðafólks