Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 16

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 16
16 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BANDARÍKJAÞING samþykkti í vikunni ný lög sem banna að fyr- irtæki mismuni fólki með því að nota erfðafræðilegar upplýsingar um heilsufar þess. Markmiðið er einkum að hindra slíka misnotkun vestra af hálfu einkafyrirtækja sem bjóða fólki heilsutryggingar en einnig að hindra fyrirtæki í að reka og ráða með hliðsjón af slíkum upp- lýsingum. Lögin taka gildi eftir ár og eftir það mega umrædd fyrirtæki ekki nota upplýsingar um erfðaefni til að hafna því að greiða bætur, þau mega heldur ekki hækka iðgjöldin hjá einstaklingum sem greinast með áhættugen. Komi í ljós að vinnuveitandi hafi notað erfðaupp- lýsingar í sambandi við ráðningar, brottrekstur úr starfi eða greiðslu ívilnana getur hann þurft að borga allt að 300 þúsund dollara, um 22,5 milljónir króna, í sekt fyrir hvert tilfelli. Lögin voru samþykkt nær sam- hljóða í báðum þingdeildum en heilsufyrirtæki börðust hart gegn þeim. Röksemdirnar fyrir lögunum eru ekki síst að rangt sé að refsa fólki fyrir að fæðast með arfbundna eiginleika sem auki líkur á að það fái ákveðna sjúkdóma einhvern tíma á ævinni. Einnig að reynslan sýndi að margir þyrðu ekki að taka þátt í rannsóknum þar sem erfða- efni þeirra væri notað, þeir óttuðust að upplýsingarnar yrðu misnotaðar. Dæmi eru um að fólk leyni heim- ilislækni slíkum upplýsingum og reyni að fá starfsfólk sjúkrahúsa til að geta ekki upplýsinganna í sjúkraskrám. Greining erfðamengis mannsins og önnur þróun hefur orðið til að opna augu margra fyrir því að mis- notkun gæti orðið að veruleika þótt varla sé hægt að nefna dæmi um slíkt ennþá. Breska tímaritið The Economist bendir á að æ fleiri fyr- irtæki á sviði erfðatækni selji nú genapróf til að meta sjúkdómslíkur. Ný lög banna mismun- un á grunni erfðaefnis Í HNOTSKURN »Economist segir nýju löginganga of skammt þar sem þau banni ekki líftrygginga- félögum að nota erfðaupplýs- ingar til að meta lífslíkur við- skiptavina. »Fyrirtæki mega samkvæmtlögunum ekki rökstyðja ráðningu eða brottrekstur með vísun til óhagstæðra upplýsinga úr erfðamengi. En bent er á að erfitt geti oft reynst að sanna að slíkar upplýsingar hafi verið not- aðar í reynd. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is VERKAMANNAFLOKKURINN í Bretlandi beið mesta ósigur sinn í sveitarstjórnarkosningum í 40 ár í fyrradag og afhroðið kynti undir efa- semdum um að flokkurinn gæti sigr- að í næstu þingkosningum undir for- ystu Gordons Browns forsætis- ráðherra. Brown hefur mætt vaxandi and- stöðu innan flokksins að undanförnu og ljóst er að ósigurinn verður vatn á myllu þeirra sem hafa gagnrýnt hann og vilja að hann víki fyrir kraftmeiri leiðtoga sem sé betur til þess fallinn að keppa við David Cameron, leið- toga Íhaldsflokksins, sem hefur sótt í sig veðrið að undanförnu. Gordon Brown viðurkenndi að úr- slit kosninganna væru mikið áfall fyr- ir Verkamannaflokkinn og rakti þau einkum til efnahagslegra afleiðinga lánsfjárkreppunnar í heiminum. Hún hefur meðal annars orðið til þess að húsnæðisverð hefur lækkað og stjórn Browns greip til þess ráðs fyrr á árinu að þjóðnýta bankann Northern Rock. Hækkandi matvæla- og eldsneyt- isverð hefur einnig kynt undir óánægju kjósenda. Þá hefur mikillar gremju gætt í þingliði Verkamanna- flokksins vegna skattabreytinga sem hafa komið niður á fátækum lands- mönnum. Gordon Brown varð forsætisráð- herra í fyrra þegar Tony Blair lét af embætti. Brown hafði þá verið fjár- málaráðherra í rúman áratug á lengsta hagvaxtarskeiði í Bretlandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Efna- hagserfiðleikarnir að undanförnu og ýmis pólitísk mistök Browns hafa orðið til þess að fylgi Verkamanna- flokksins í skoðanakönnunum hefur ekki verið jafnlítið í tvo áratugi. Með minna kjörfylgi en frjálslyndir demókratar Ólíklegt þykir þó að Brown verði velt úr sessi á næsta flokksþingi en flestir stjórnmálaskýrendur spá því að hann reyni að blása lífi í stjórnina með nýrri stefnuskrá. Ian Gibson, at- kvæðamikill þingmaður í Verka- mannaflokknum, sagði að Brown hefði hálft ár – eða fram að næsta flokksþingi – til að snúa vörn í sókn, ella myndi flokkurinn bíða ósigur í næstu þingkosningum sem eiga að fara fram ekki síðar en um mitt árið 2010. Verkamannaflokkurinn missti fylgi í mörgum af höfuðvígjum sínum og fékk jafnvel minna kjörfylgi í landinu öllu en Frjálslyndir demókratar. Íhaldsflokkurinn fékk 44% at- kvæðanna, Frjálslyndir demókratar 25% og Verkamannaflokkurinn að- eins 24%. Verkamannaflokkurinn beið álíka mikið afhroð og Íhaldsflokkurinn undir forystu Johns Majors í sveit- arstjórnakosningum árið 1995, tveim- ur árum áður en hann missti forsætis- ráðherraembættið til Tony Blairs. „Afdráttarlaust traust á Íhaldsflokknum“ Gordon Brown þykir þungbúinn stjórnmálamaður og gæddur minni kjörþokka en David Cameron sem hefur tekist að endurlífga Íhalds- flokkinn með svipuðum hætti og Tony Blair endurlífgaði Verka- mannaflokkinn á síðasta áratug. Cameron sagði í gær að sveitar- stjórnakosningarnar væru „stór stund“ fyrir breska íhaldsmenn, sem hafa ekki sigrað í þingkosningum í Bretlandi frá árinu 1992. Cameron bætti við að kjósendurnir hefðu ekki aðeins látið í ljós óánægju með stjórn Verkamannaflokksins. „Ég tel að kjósendurnir hafi ekki bara greitt at- kvæði gegn Gordon Brown og stjórn hans,“ sagði hann. „Ég tel að þeir hafi látið í ljós afdráttarlaust traust á Íhaldsflokknum.“ Ný skoðanakönnun breska ríkisút- varpsins, BBC, bendir til þess Cameron njóti mun meiri stuðnings en Gordon Brown. Um 68% að- spurðra töldu Cameron öflugan stjórnmálamann, en aðeins 42% voru þeirrar skoðunar um Brown. Könnunin bendir einnig til þess að efnahagserfiðleikarnar hafi rýrt orð- spor Browns sem hæfs stjórnmála- manns á sviði efnahagsmála. Aðeins 32% sögðust treysta Verkamanna- flokknum í efnahagsmálum en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 48% og ívið hærra fyrir sex árum, eða 53%. Á móti kemur að litlu fleiri, eða 36%, segjast nú treysta Íhaldsflokkn- um í efnahagsmálum, tíu prósentu- stigum færri en á sama tíma í fyrra og fjórum stigum fleiri en fyrir sex ár- um. Mesti kosningaósigurinn í 40 ár Afhroð Verkamannaflokksins kyndir undir efasemdum um að Brown geti stýrt honum til sigurs í þingkosningum Reuters Næsti forsætisráðherra? David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins (t.h.), fagnar sigri flokksins með Marcus Smith, oddvita flokksins í Nuneaton. Sigurinn eykur líkur á því að Cameron verði næsti forsætisráðherra Breta. Í HNOTSKURN » Stjórnmálaskýrendur lýstuósigri Verkamannaflokksins sem „blóðbaði“ og „svörtum föstudegi“ fyrir Gordon Brown. » Kosið var um yfir 4.000 sætií 159 sveitarstjórnum í Eng- landi og Wales. Verkamanna- flokkurinn missti alls 333 sæti, íhaldsmenn bættu við sig 260 sætum og Frjálslyndir demó- kratar 34. Ósigur Kens Liv- ingstones fyrir íhaldsmanni í borgarstjórakosningunum í London var mesta áfallið. RÚMLEGA 70% Breta eru ekki tilbúin til að greiða hærri skatta til að berjast gegn aukinni mengun og loftslagsbreytingum af hennar völd- um. Kemur það fram í nýrri könnun og er heldur dapurleg frétt fyrir um- hverfisverndarsamtök og aðra þá, sem leggja hart að stjórnvöldum að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda. Fram kom í könnuninni, að flestir Bretar telja, að „grænir“ skattar á bensínháka, plastpoka og ýmsan ann- an neysluvarning séu bara venjuleg skattheimta í dularklæðum og raunar segja tveir þriðju þeirra, að áhyggjur af umhverfinu séu bara notaðar sem skálkaskjól og tilgangurinn sá einn að auka álögurnar. Kom þetta fram á fréttavef dagblaðsins The Independ- ent í gær. Draga gróðurhúsa- kenninguna í efa Benda þessar niðurstöður til, að erfitt muni reynast að draga úr bíla- notkun eða fjármagna með opinberu fé rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum. Svo virðist sem um sé að ræða al- mennar efasemdir um gróðurhúsa- áhrifin svokölluðu og mjög margir telja, að hugsanlegar breytingar á veðurfari stafi fyrst og fremst af nátt- úrlegum ástæðum. Eru efasemdirnar mestar hjá fólki, sem komið er yfir miðjan aldur, og þriðjungur allra svarenda var alveg á móti sköttum til verndar umhverfinu. Á móti „grænum sköttum“ STUÐNINGSMENN Bharatiya Jan- ata-flokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokksins á Indlandi, hrópuðu slagorð og brenndu brúður í líki ráðherra í ríkisstjórninni í miklum mótmælum í Jammu-héraði í gær. Tilefnið var verðbólgan í landinu, sem er nú 7,6%, og mikil verðhækk- un á mörgum nauðsynjavörum, til dæmis hrísgrjónum, mjólk, tei, grænmeti og á ýmsum varningi öðrum svo ekki sé minnst á olíuna. Eru hækkanirnar farnar að valda alvarlegum vanda víða um heim. AP Mótmæla verðbólgu og verðhækkun á matvælum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.