Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FEÐGININ Erla Stef-
ánsdóttir söngkona og Stefán
S. Stefánsson saxófónleikari
standa fyrir tónleikum í Múl-
anum á Domo annað kvöld kl.
21, þar sem flutt verður tónlist
eftir Bítlana í útsetningum
Stefáns. Þeim til fulltingis
verða Kjartan Valdemarsson
píanóleikari, Róbert Þórhalls-
son bassaleikari og Erik Qvick
trommuleikari. sem með Stef-
áni mynda Kvass-kvartettinn. Sérstakur gestur
er Snorri Sigurðarson trompetleikari. Þau flytja
lögin I will, Fixing A Hole, Got To Get You Into
My Life, Things We did Today og fleiri.
Tónlist
Bítlað á djassísku
í Múlanum
Erla Stefánsdóttir
LENGI hefur staðið til að
norska djasssöngkonan Eld-
björg Raknes kæmi til Íslands
og héldi hér tónleika. Nú verð-
ur loksins af því í samvinnu
Jazzvakningar, Norska sendi-
ráðsins í Reykjavík og Tónlist-
arskóla FÍH. Tónleikarnir
verða á morgun kl. 20 í sal FÍH
við Rauðagerði og er aðgangur
ókeypis. Eldbjörg hefur verið
atvinnusöngkona frá 1991 og
hefur m.a. sungið með trompetleikaranum Arve
Henriksen. Í frétt um tónleikana segir að Eld-
björg búi yfir mjög fallegri rödd og tónlist hennar
sé frumleg og djörf án þess að vera tyrfin.
Tónlist
Eldbjörg Raknes
loksins á Íslandi
Eldbjörg Raknes
RÁS 1 sendir út beint frá sýn-
ingu Metrópólitan-óperunnar í
New York á óperu Mozarts,
Brottnáminu úr kvennabúrinu
í kvöld, en þar fer Kristinn Sig-
mundsson bassasöngvari með
eitt aðalhlutverkanna. Kristinn
syngur hlutverk ráðsmannsins
Osmins og hefur fengið afar
lofsamlega dóma fyrir túlkun
sína á hinum groddalega um-
sjónarmanni kvennabúrsins.
Í helstu hlutverkum öðrum eru Diana Damrau,
Aleksandra Kurzak, Matthew Polezani og Steve
Davislim. Útsendingin hefst kl. 19 og kynnir í út-
sendingunni er Magnús Lyngdal Magnússon.
Tónlist
Kristinn beint frá
Metropolitan
Kristinn
Sigmundsson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞAÐ er guðdómlegt veður hérna;
þetta er yndislegt!“ segir danski
trompetleikarinn Per Nielsen, hæst-
ánægður með að vera kominn til Ís-
lands. Hann leikur á tónleikum í
Langholtskirkju kl. 15 í dag á vegum
Listafélags kirkjunnar. Meðleikari
hans á píanó er Carl Ulrik Munk-
Andersen.
Puccini, Elton
John, Mama Cass
„Ég ætla að spila úrval af því sem
er á plötunum mínum,“ segir tromp-
etleikarinn; „… allt frá klassík, eins
og O mio babbino caro eftir Puccini,
til dægurlaga, eins og Can you feel
the love tonight, eftir Elton John.
Við spilum líka alþýðusálma eins og
Amazing Grace. Við verðum með
nokkur atriði með þessum frábæra
kammerkór sem Jón Stefánsson er
með í kirkjunni. Þar er Laudate
dominum eftir Mozart. Ég hafði
áhyggjur af því að við myndum
þurfa að æfa þetta mjög mikið; en
Jón sannfærði mig um að kórinn
kynni þetta, og svo reyndist vera.
Við spilum líka með kórnum í Jesu
bleibet meine Freude, eftir Bach, og
í Dream a little dream of me, sem
þekkast var í flutningi Mamas and
the papas.“
Þegar ég spyr Per hvers vegna
hann kjósi að blanda saman alls lags
tónlist, svarar hann einfaldlega, að
það sé það sem hann hafi áhuga á og
hafi gert. Það hafi líka sýnt sig að
þannig vilji fólk hlusta, enda hafi
enginn klassískur tónlistarmaður í
Danmörku selt jafnmargar plötur.
Og það er laukrétt hjá Per Nielsen.
Hann hefur gefið út 14 plötur með
trompetleik sínum sem selst hafa í
yfir 350.000 eintökum og fengið átta
gullplötur og fjórar platínuplötur
(yfir 35.000 eintök). Hann er sölu-
hæsti klassíski hljóðfæraleikari
Danmerkur. Og til marks um vin-
sældir hans, þá hélt hann 20 jóla-
tónleika víða um Danmörku fyrir
síðustu jól, og var uppselt á þá alla.
Vill brjóta niður múrana
„Það er alveg klárt að stór hluti
þeirra sem njóta tónlistar vilja
hlusta jafnt á klassík og dægur-
tónlist. Það gleður mig ef ég get átt
minn þátt í að brjóta niður múrana
milli klassískrar tónlistar og ann-
arrar tónlistar. Ég hef átt farsælan
feril sem klassískur tónlistarmaður
og spilað í Suður-jósku sinfóníu-
hljómsveitinni í 29 ár. Klassísku tón-
bókmenntirnar hef ég spilað marg-
oft í gegn. En ég finn að meðal
kollega minna er stundum litið niður
á dægurtónlistina. Ég fullyrði samt
að það sé óþarft. Klassík og dægur-
tónlist eiga marga snertifleti. Tök-
um bara Elton John, hann er snill-
ingur í því að smíða góðar laglínur –
alveg eins og Puccini. Þetta eiga þeir
sameiginlegt. Það sem gleður mig
mest er að finna hve margir fara að
hlusta á klassíska tónlist eftir að
hafa heyrt dægurtónlist í þessum
búningi,“ segir Per Nielsen. „En
vinsældir mínar komu ekki fyrir-
hafnarlaust. Fyrsta platan mín var
ekki góð, en ég hef unnið markvisst
að þessu, kostað mínar upptökur
sjálfur og lagt hart að mér til að ná
markmiðum mínum,“ segir Per Niel-
sen.
Einn vinsælasti hljóðfæraleikari Dana, Per Nielsen, leikur í Langholtskirkju í dag
Trompetleikarinn Per Nielsen kveðst vilja brjóta niður múra í tónlistinni.
Laglínusnillingarnir
Elton John og Puccini
YFIRLITSSÝNING um íslenska
myndlist í eigu Listasafns Íslands
var opnuð í Skandinavíu-húsinu í
New York hinn 1. maí. Um er að
ræða sýningu á skúlptúrum, innsetn-
ingum, málverkum, ljósmyndum og
myndbandsverkum eftir vel þekkta
íslenska listamenn; Þórdísi Að-
alsteinsdóttur, Olgu Bergmann,
Hildi Bjarnadóttur, Margréti H.
Blöndal, Ólaf Elíasson, Steingrím
Eyfjörð, Gabríelu Friðriksdóttur,
Huldu Hákon, Gjörningaklúbbinn,
Guðnýju Rósu Ingimarsdóttur,
Heklu Dögg Jónsdóttur, Ragnar
Kjartansson, Ólöfu Nordal, Jón Ósk-
ar, Eggert Pétursson, Katrínu Sig-
urðardóttur, Hrafnkel Sigurðsson,
Magnús Sigurðarson og Huldu Stef-
ánsdóttur.
Ólík viðhorf til náttúrunnar
Sýningin ber heitið From Another
Shore; Recent Icelandic Art eða Frá
annarri ströndu; nýleg íslensk list,
og er Halldór Björn Runólfsson for-
stöðumaður Listasafns Íslands sýn-
ingarstjóri. Hann segir það marka
mun á milli listamannanna hversu
ólík viðhorf þeir hafa til náttúrunn-
ar, sem þó er grundvöllur listar
þeirra, hvort heldur það er meðvitað
eða ekki. „Samtímalist á Íslandi
stendur föstum fótum í landslaginu,
en á þó lítið sameiginlegt með evr-
ópskri landslagshefð.“
Sýningunni er ætlað að afhjúpa
nýjar stefnur og strauma í íslenskri
myndlist og sýna hvers íslenskur
listheimur er megnugur.
Náttúran í
forgrunni
Sýning á íslenskri sam-
tímalist í New York
Ólöf Nordal á verk á sýningunni.
ÞAÐ skal áréttað að Pólsk menn-
ingarhátíð sem Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur stendur fyrir, er
haldin í dag, í fyrirlestrasal Þjóð-
minjasafnsins, og hefst kl. 14.
Pólska hátíðin
er í dag
ÞAÐ verður bjart yfir
Hvergerðingum 30.
maí til 1. júní því þá
mun standa yfir í bæn-
um tónlistarhátíðin
Bjartar sumarnætur, í
Hveragerðiskirkju.
Þrennir tónleikar
verða haldnir í kirkj-
unni yfir þá helgi, á
föstudags-, laugar-
dags- og sunnudags-
kvöldi. Dagskráin er
fjölbreytt og aðgengi-
leg og við allra hæfi,
að því er segir í tilkynningu.
Á föstudagskvöldinu hefjast hátíð-
artónleikar kl. 20, tileinkaðir tón-
skáldinu Johannesi Brahms. Næsta
dag, 31. maí, hefjast tónleikar kl. 17
og verða m.a. leikin verk eftir Mess-
iaen og Mozart. Diddú, þ.e. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, syngur valdar aríur,
m.a. aríu Næturdrottningarinnar úr
Töfraflautu Mozarts. Einnig verður
heiðruð minning vísnasöngkonunnar
Bergþóru Árnadóttur frá Hvera-
gerði með flutningi á lagi hennar,
„Hveragerði“.
Á sunnudagskvöld hefjast tón-
leikar kl. 20 sem bera yfirskriftina
Með frönskum blæ. Á þeim verður
boðið upp á franska tónlist í léttari
kantinum en auk þess munu Hvera-
gerðislög hljóma í útsetningu Atla
Heimis Sveinssonar. Listrænir
stjórnendur hátíðarinnar eru sem
fyrr hjónin Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari og Gunnar Kvaran selló-
leikari. Peter Máté píanóleikari
skipar með þeim Tríó Reykjavíkur
sem kemur fram á hátíðinni.
Af öðrum sem koma fram og flytja
tónlist má nefna Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur píanóleikara, Sigurð I.
Snorrason klarinettuleikara, Þór-
unni Ósk Marinósdóttur víóluleikara
og fiðluleikarann Huldu Jónsdóttur.
Miðasala fer fram hjá bæjarskrif-
stofum Hveragerðis, á bókasafninu
og við inngang kirkjunnar.
Tónlistarhátíðin Bjartar sumarnætur haldin í Hveragerði
Fjölbreytt, aðgengileg
dagskrá við allra hæfi
Tríó Reykjavíkur Tríóið skipa Guðný Guðmunds-
dóttir, Peter Maté og Gunnar Kvaran.
„ÞETTA er stór-
merkilegt fyrir
okkur Íslend-
inga, því þótt við
höfum vitað að
við ættum um
300 verk eftir
hann, þá var
stærri parturinn
af þeim óskráður
og óyfirfarinn,“
segir Nína Magn-
úsdóttir safn-
stjóri í Ný-
listasafninu, en
nú um helgina
gefst almenningi
kostur á að kynna sér verk Dieters
Roth í safneign Nýló. Á síðustu vik-
um hefur safnið verið að skrá og
ljósmynda verk Dieters. „Hér eru
t.d. pinkulítil bókverk sem eru
mjög verðmæt og aðeins til í fáum
eintökum og margir mjög skemmti-
legir molar.“ Plötur Dieters verða á
fóninum og munu tónsmíðarnar
óma um safnið. Óformleg leiðsögn
um verkin verður á milli kl 13 og 17
í dag.
Dieter Roth kemur
upp úr kössunum
Nýskráð verk, sum ósýnd, nú í Nýló
Dieter Roth „Pinkulítil bókverk og skemmtilegir molar.“
♦♦♦