Morgunblaðið - 03.05.2008, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Árborg | „Sérfræðingur umhverf-
ismála er nýtt starf hjá Árborg og er
að hluta til enn í mótun. Starfið felst
í að sinna verkefnum tengdum Stað-
ardagskrá 21. Ég rýni í skipulags-
málin með tilliti
til umhverfis-
þátta, er í sam-
starfi við ýmis fé-
lög sem tengjast
umhverfis- og
náttúrumálum og
efli tengsl við
íbúa sveitarfé-
lagsins, stofnanir
og fyrirtæki til
þess að gera
sveitarfélagið að
sjálfbæru og frábæru samfélagi,
sagði Katrín Georgsdóttir, sem tók
fyrir skömmu til starfa hjá Sveitar-
félaginu Árborg, þegar hún var
spurð um nýja starfið.
Katrín er fædd í Gautaborg í Sví-
þjóð árið 1973 og fluttist þaðan
tveimur árum seinna á Akranes.
Faðir hennar er þaðan en móðir frá
Núpi í Dýrafirði. Katrín kláraði
Fjölbrautaskólann á Akranesi, fór
síðan sem skiptinemi til Arnhem í
Hollandi í eitt ár og kom heim. Hún
staldraði ekki lengi við á Íslandi og
fór aftur til Hollands, nánar tiltekið
til Deventer í nám í umhverf-
isfræðum, sem hún kláraði á fimm
árum. Í Hollandi kynntist hún eig-
inmanni sínum, Christian Elgaard,
sem er Dani og eiga þau tvær dætur,
Mathildu Ásu og Reginu.
Katrín ákvað að skella sér í meira
nám í „Konunglega landbún-
aðarskólanum á Fredriksberg“ og
svo fór hún í tækniskóla og tók
kúrsa í grafískri hönnun. Eftir að
Katrín og Christian fluttu til Íslands
hóf hún störf hjá Vinnuskóla
Reykjavíkur á umhverfissviði
Reykjavíkurborgar og starfaði þar
frá því í mars 2006 þar til hún tók við
nýja starfinu hjá Árborg.
„Mér finnst ég hafa hlotið besta
starfið í heiminum og algjörlega
dottið í lukkupottinn með nýja starf-
inu í Árborg. Ég hef reyndar bara
starfað í rúmlega tvo mánuði og er
því bara rétt að kynnast öllum og ná
tökum á fyrirliggjandi verkefnum.
Það sem gerir þetta starf svo spenn-
andi er að með ráðningunni er sveit-
arfélagið að setja umhverfismálin
efst í stjórnsýsluna, eitt af fáum
sveitarfélögum á landinu, og þar
með stefnir sveitarfélagið á að vera í
forystunni hvað varðar umhverf-
ismál.
Ég er að kynnast sveitarfélaginu
og hef fengið að fara með ýmsu góðu
fólki í skoðunarferðir og reyni eftir
fremsta megni að soga til mín vitn-
eskju þeirra og er að lesa heilan
helling um Árborg og Árnessýslu.
Mér hefur verið svakalega vel tekið
og gengið mjög vel hingað til, sagði
Katrín um nýja starfið og hvernig
það hefur gengið.
Tökum á – tökum til
Þessa dagana er sérstakt um-
hverfisátak í gangi sem kallast
„Tökum á – tökum til. Átakið geng-
ur út á að hvetja íbúa og fyrirtæki í
sveitarfélaginu til að taka til, ekki
bara á eigin lóðum heldur huga að
umhverfinu öllu í kringum sig.
Starfsmenn framkvæmda- og
veitusviðs keyra svo um svæðið og
hirða upp garðaúrgang sem settur
hefur verið út fyrir lóðarmörk.
En hvernig hefur gengið að virkja
íbúa og eigendur fyrirtækja í átak-
inu? „Mér sýnsit það ganga ljómandi
vel. Íbúar hafa tekið vel við sér og
maður sér að bærinn er að lifna við
eftir veturinn. Við byrjuðum átakið
föstudaginn 25. apríl með því að allir
starfsmenn Ráðhússins og fram-
kvæmda- og veitusviðs fóru út og
tóku til. Við fengum líka leik- og
barnaskóla með okkur í lið þennan
dag og nýnemar úr Fjölbrautaskól-
anum tíndu rusl í nágrenni við skól-
ann alla vikuna. Þetta var alveg frá-
bært og maður sá árangurinn strax.
Umhverfismálin byrja nefnilega
alltaf fyrst hjá manni sjálfum. Best
er að spyrja „hver er ég?“ Er ég týp-
an sem hendi rusli út um bílglugg-
ann til þess að einhver annar, sem
fær borgað frá sveitarfélaginu, geti
gengið á eftir mér með poka og tekið
til eftir mig? Eða tek ég ábyrgð og
hendi mínu rusli sjálf? Þetta er
spurning um innri mann og hvernig
samfélagi þú vilt búa í. Ég er mjög
hrifin af orðatiltækinu: „Hver er
sinnar gæfu smiður“ og það á við
umhverfismálin líka. Maður býr til
sitt eigið umhverfi, umhverfið er
maður sjálfur, sagði Katrín.
Hjól í ráðhúsið
Þegar Katrín er spurð að því hvað
sé helst fram undan hjá Árborg á
sviði umhverfismála stendur ekki á
svarinu. „Það eru bara skemmtilegir
tímar framundan í Árborg. Við erum
að fá hjól í ráðhúsið. Þetta er til-
raunaverkefni þar sem starfsmenn
fá afnot af hjólum til þess að fara á
fundi og annað. Við erum búin að
reikna það út að það tekur ekki
nema 2 til 8 mínútur á hjóla í aðrar
stofnanir á Selfossi. Með því að
hvetja fólk til að hjóla ýtir maður
undir heilbrigðari lífsstíl, minnkar
mengun, minnkar slysahættu,
minnkar álag á vegum og skapar
betri starfsskilyrði fyrir starfsfólkið.
Þannig eru starfsmenn sveitarfé-
lagsins fyrirmyndir. Árborg er alveg
frábært svæði til að hjóla á. Það er
jafn-flatt og Danmörk og Holland og
ég hlakka mikið til að flytja og fara
að hjóla daglega á ný. Svo eru enda-
laus önnur skemmtileg mál í deigl-
unni.
„Árborg býður upp á svo svaka-
lega mikla möguleika. Fjölbreytnin í
samfélaginu er mjög mikil. Náttúran
er sterk með Ölfusá og votlendið allt
um kring, Flóann og stórkostlegu
hraunfjörurnar. Sagan bæði jarð-
fræðilega og ekki síst menning-
arlega er ótrúlega merkileg. Val á
búsetu er frábært, maður getur val-
ið um það að búa í sveit en samt í
nokkurra kílómetra fjarlægð við
þjónustu og verslun og líka valið
fjölskylduhverfi með öllu sem því
fylgir, búið við hafið í þorpum með
mikla sögu og í nánd við ótrúleg
náttúruöfl og fegurð og svo í miðbæ
og ferðast ókeypis um í strætó.
Mín framtíðarsýn er Árborg sem
hjólaborg, þar sem sjálfbær þróun
er raunveruleiki en ekki lífs-
gæðaskerðing. Náttúran, græn
svæði, göngu-, reið- og hjólastígar
eru grunnurinn að öllu skipulagi. Í
Árborg eru íbúar meðvitaðir um
mikilvægi góðrar fyrirmyndar með
ábyrgð og umhyggju gagnvart um-
hverfi og samfélaginu í heild. Ár-
borg er sveitarfélag þar sem fyr-
irtæki eru meðvituð um endur-
nýtingu auðlinda, þau leggja metnað
sinn í að draga úr úrgangi og hafa
nýsköpun í fyrirrúmi. Árborg hefur
allt það sem gefur lífinu lit,“ sagði
Katrín.
Árborg verði hjólaborg
Umhverfisverðlaun Árborgar
Gunnar Björnsson, sóknarprestur á
Selfossi, fékk verðlaunin fyrir mikla
elju og dugnað við að fræða unga
sem aldna í ræðu og riti um gildi
þess að ganga vel um náttúruna og
fyrir að sýna gott fordæmi, Sund-
deild Ungmennafélags Selfoss fékk
verðlaunin fyrir gott starf á und-
anförnum árum við að halda miðbæ
Selfoss hreinum og snyrtilegum um
helgar og Matvælastofnun fékk
verðlaunin fyrir góðan frágang á
lóð og umhverfi við Austurveginn á
Selfossi. Hér eru verðlaunahafarnir,
ásamt bæjarstjóra og formanni um-
hverfisnefndar Árborgar, f.v. Ragn-
heiður Hergeirsdóttir, Jón Gíslason,
Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Gunn-
ar Björnsson og Jóhann Óli Hilm-
arsson.
Katrín Georgs-
dóttir er sérfræð-
ingur umhverfis-
mála hjá Árborg
Katrín
Georgsdóttir
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Tvær sýningar sem eru hluti af há-
tíðinni List án landamæra, verða
opnaðar á Akureyri í dag.
Snúist í hringi, nefnist myndlist-
arsýning sem opnuð verður kl. 15 í
dag í Ketilhúsinu. Þar eru verk eft-
ir Rósu Júlíusdóttur og Karl Guð-
mundsson en þau hafa unnið saman
að listsköpun í fjöldamörg ár, „bæði
sem kennari og nemandi en líka
sem félagar/vinir í listinni. Þau
hafa haldið sameiginlegar listsýn-
ingar og tekið þátt í margskonar
samsýningum. Einnig hafa þau
haldið fyrirlestra um samvinnu sína
í tengslum við sýningarnar og á
ráðstefnu um menntamál,“ eins og
segir í tilkynningu.
Næm listræn tilfinning
Karl Guðmundsson útskrifaðist
af myndlistabraut Verkmennta-
skólans á Akureyri vorið 2007 og í
mörg ár hefur hann komið á vinnu-
stofu Rósu Kristínar til náms og
leiks. „Karl býr yfir næmri list-
rænni tilfinningu,“ segir Rósa
Kristín. Hún útskrifaðist úr mál-
unardeild Listaakademíunnar í
Bologna á Ítalíu og kenndi við
Myndlistaskólann á Akureyri frá
1980 – 2000 og var stundakennari
við LHÍ í nokkur ár.
Rósa er lektor í myndlista-
kennslu við Háskólann á Akureyri.
Í dag verður opnuð í Dalí Gallery
sýning á úrvali verka nemenda á
starfsbraut Verkmenntaskólans á
Akureyri. Meðal annars má sjá
myndbandsverk, textíl, málverk,
teikningar og skúlptúra. Sýningin
stendur til sunnudagsins 11. maí.
Allir eru velkomnir á báðar sýn-
ingar.
Kalli og
Rósa snúast
í hringi í
Ketilhúsinu
„TILGANGURINN er í raun sá að
sýna hvað söfnin við Eyjafjörð eru
fjölbreytt,“ segir Kristín Sóley
Björnsdóttir, kynningarfulltrúi
Minjasafnsins á Akureyri, um
ástæðu þess að í dag er Eyfirski
safnadagurinn haldinn hátíðlegur
annað árið í röð. Aðgangur er
ókeypis á öll söfn við fjörðinn og
boðið upp á fríar rútuferðir frá Ak-
ureyri.
Yfirskrift dagsins er Vertu gestur
í heimabyggð og eru öll söfnin opin
frá kl. 11 til 17. „Fólkið í heima-
byggð er bestu kynningarfulltrúarn-
ir okkar,“ segir Kristín Sóley, og
vonast til þess að heimamenn bendi
gestum sínum „á þá skemmtilegu af-
þreyingu sem söfnin eru,“ segir hún.
Söfnin kynna starfsemi sína í dag
og að þessu sinni verður áherslan á
innra starf safna. Af því tilefni gefst
gestum meðal annars tækifæri á því
að láta greina gersemar úr fórum
sínum í Minjasafninu á Akureyri, á
Byggðasafninu Hvoli á Dalvík verð-
ur hægt að fylgjast með hvernig
safnmunir eru skráðir og í Gamla
bænum Laufási verður kynning og
sýnikennsla á torfhleðslu en torfbær
krefst mikils viðhalds og þá gildir að
hafa handverkið í lagi. Á Síldar-
minjasafni Íslands á Siglufirði verða
bátasmiðir að vinna að safnkostinum
í Bátahúsinu, safn viðtala við iðn-
verkafólk verður kynnt á Iðnaðar-
safninu og á Safnasafninu verður
safnastefna þess einstaka safns
kynnt.
Þessi söfn verða opin í dag á Ak-
ureyri: Amtsbókasafnið, Davíðshús,
Flugsafn Íslands, Iðnaðarsafnið,
Listasafnið, Minjasafnið, Nonnahús
og Sigurhæðir. Önnur eru byggða-
safnið Hvoll á Dalvík, gamli bærinn í
Laufási, Holt – hús Öldu Halldórs-
dóttur í Hrísey, Hús Hákarla-Jör-
undar í Hrísey, Náttúrugripasafn
Ólafsfjarðar, Safnasafnið, Síldar-
minjasafn Íslands á Siglufirði, Smá-
munasafn Sverris Hermannssonar
og Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þor-
steinssonar á Siglufirði.
Allir geta fengið ókeypis far á
söfnin, því safnarútur munu keyra á
öll söfn í Eyjafirði og safnastrætó
milli safna á Akureyri.
Leiðirnar sem farnar verða eru
sem hér segir:
Safnarúta 1: Frá Upplýsingamið-
stöð ferðamanna, Hafnarstræti 82,
kl. 10. Fer á Smámunasafn Sverris
Hermannssonar, Safnasafnið og
Gamla bæinn Laufás. Leiðsögumað-
ur er með í för og áætluð heimkoma
kl 15.
Safnarúta 2: Frá Upplýsingamið-
stöð ferðamanna, Hafnarstræti 82,
kl. 10. Fer á Byggðasafnið Hvol á
Dalvík, Náttúrugripasafnið í Ólafs-
firði, Þjóðlagasetrið og Síldarminja-
safn Íslands á Siglufirði. Leiðsögu-
maður með í för. Áætluð heimkoma
kl. 17.
Hríseyjarferð: Farið með safna-
rútu 2 út á Árskógssand – siglt til
Hríseyjar, leiðsögn í húsi Hákarla-
Jörundar og Ölduhúsi – siglt með
ferju með leiðsögn til Dalvíkur og
farið á Byggðasafnið Hvol. Ferð
með safnarútu 2 á leið til baka til
Akureyrar. Áætluð heimkoma kl. 17.
Söfnin við Eyjafjörð
mjög fjölbreytt
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Forvitnilegt Safnasafnið á Svalbarðsströnd er eitt margra skemmtilegra
safna við Eyjafjörð. Þar eru nú margar sýningar alþýðulistamanna.
Í HNOTSKURN
»Ókeypis er inn á öll söfn ásvæðinu í dag, Eyfirska
safnadaginn. Allir geta fengið
ókeypis far á söfnin frá Akureyri,
því safnarútur munu keyra á öll
söfn í Eyjafirði, og safnastrætó
milli safna á Akureyri. Safnarút-
urnar leggja af frá Upplýsinga-
miðstöð ferðamanna kl. 10.
Kór Akureyrarkirkju heldur
tvenna tónleika í dag; í Dalvíkur-
kirkju kl. 14 og í Ólafsfjarðarkirkju
kl. 17. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Þá
syngur Kvennakór Akureyrar í
Akureyrarkirkju á morgun kl.
16.30. Miðaverð er 1.500 kr. en frítt
fyrir börn yngri en 12 ára. Á engum
tónleikanna er tekið við greiðslu-
kortum.
Sýning myndlistarmannsins
Kjartans Sigtryggssonar verður
opnuð í dag á Café Karolínu.
Franski dúettinn Triskyn er með
tónleika í Minjasafnskirkjunni í
kvöld kl. 20.30. Verð 1.000 kr.
Minningarleikur um Guðmund
Sigurbjörnsson, fyrrverandi for-
mann Íþróttafélagsins Þórs, verður
á morgun kl. 14 í Boganum. Þar
mætast karlalið Þórs og KA í knatt-
spyrnu. Guðmundur lést langt um
aldur fram, aðeins 49 ára, árið
1998.
Tónleikar og
knattspyrna
SIGURÐUR
Kristinsson hefur
verið ráðinn
deildarforseti
hug- og félagsvís-
indadeildar frá 1.
maí. Það er ný
deild sem verður
til með samein-
ingu félagsvís-
inda- og laga-
deildar og
kennaradeildar 1. ágúst nk. Sigurður
hefur starfað við Háskólann á Ak-
ureyri frá árinu 2000, þar af sem
starfandi deildarforseti félagsvís-
inda- og lagadeildar frá 1. júní 2007.
Sigurður
Kristinsson
Sigurður
var ráðinn
♦♦♦