Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 25

Morgunblaðið - 03.05.2008, Page 25
Listaverkahólf Á veggnum handan við borðstofuborðið er mynd eftir Þuríði Sigurðardóttur. Til hliðar eru hólf með listaverkum. Í neðra hólfinu er listaverk eftir Margréti Gunnarsdóttur. Sérhannað Í gluggakistunni stend- ur afsteypa af egypskri múmíu. Sóf- inn er sérhannaður og sérsmíðaður og málverkið er eftir arkitektinn Björn Skaftason. unni, sérsmíðað hjá GÁ í Ármúla. Á borðstofustólunum er sams konar hvítt leður og á sófanum og í honum er meira að segja hvítur leðurpúði. Borðstofu- og sófaborðin eru svört, úr Exo. Guðrún segir að borðin séu í raun úr eik. Þau Bjarni höfðu viljað hafa borðin svört en erfiðlega gekk að finna svört borð við hæfi svo þau létu bara sprautulakka eikarborðin. Á hvítmáluðum stofuveggnum yfir hvít- um sófanum hangir risastórt mál- verk, í hvítum og gulum litum. Þetta er verk arkitektsins sjálfs, Björns Skaftasonar, sem er greinilega lið- tækur við fleira en hönnun. Reyndar viðurkennir Guðrún að hún hafi feng- ið svolitlu um litina ráðið. Hún sé svo hrifin af sólgulu. Greinilegt er að guli liturinn heillar hana því á sófaborðinu eru gular rósir í vasa eftir Alvar Aalto og við hliðina stendurAalto-skál með sama lagi og vasinn, full af hnetum og rúsínum. Bókaskápur undir gluggakistunni Granítgluggakistan í stofunni vek- ur athygli. Hún er tvisvar til þrisvar sinnum breiðari en almennt gerist en hún þjónar líka stóru hlutverki. Und- ir henni eru hillur fyrir bækur og blöð svo þarna er kominn bókaskápur heimilisins. Við hliðina á honum er gengið út á svalirnar sem eru einir 18 fermetrar að stærð. Þegar horft er út yfir húsþökin má sjá glitta í rönd af sjónum sem fjölskyldan vill svo gjarnan komast í meira návígi við. Á svölunum er heitur pottur, grillið og garðhúsgögn, en það besta er að yfir svölunum er hægt að renna út mark- ísu sem getur náð alveg út að hand- riðinu. Til annarrar handar er tré- veggur en hinum megin er hægt að draga fyrir tjald. „Þegar markísan er komin á sinn stað og tjaldið hefur ver- ið dregið fyrir sér enginn inn á sval- irnar,“ segir Guðrún og bætir við að hér eyði fjölskyldan mörgum góðum stundum. „Í íbúðinni sem okkur dreymir um eru hins vegar þrisvar sinnum stærri svalir og hluti þeirra yfirbyggður.“ Þar sem ekki var búið að skipu- leggja þetta fallega hús þegar Guð- rún og Bjarni keyptu það völdu þau að innrétta það eftir eigin smekk og þörfum. Hér eru ekki nema tvö her- bergi, svefnherbergi og herbergi son- arins, sem reyndar mætti skipta í tvö barnaherbergi. Þau höfðu ekki þörf fyrir fleiri herbergi og ákváðu að loka ekki af herberginu sem átti að vera þar sem sjónvarpskrókurinn er í dag. „Þegar og ef við flytjum ætlum við að fara eins að, láta hanna íbúðina og að- laga alfarið að okkar eigin þörfum. Við erum bara þrjú í heimili og þurf- um ekki fleiri herbergi en okkur lang- ar samt heilmikið í stærri stofu,“ seg- ir Guðrún að lokum. Hvítur rebbi Í stað höfðagafls er málverk yfir rúminu eftir Björn Skafta- son. Hvíti rebbinn er gjöf frá vinkonum Guðrúnar. Morgunblaðið/Frikki Slíkir kassar eða hólf eru víðar í húsinu og þá inn- byggðir í veggi og jafnvel hurðir og bæði í hvítum lit og svörtum. Þeir „hýsa“ marg- vísleg falleg listaverk. Listaverk um allt Á stigaveggnum hangir mál- verk sem hjónin keyptu á uppboði, en það er eftir Guðberg Bergsson. Á handriðinu stendur Hestur, verk eftir Jón Snorra silfursmið. „Þetta var jóla- gjöfin okkar eitt árið.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 25 Jón Ingvar Jónsson segir „É“fábjánalegasta stafinn sem ritaður er á tungu vórri. „Hann hefur engan tilgang og bætir engum hljóðum við nje varpar ljósi á uppruna orða, en fjölgar rittákn- um og flækir stafsetningu vóra.“ Éltsín vin sinn Éns í frí til Émen með sér tekur meðan Ésus éppa í Érúsalem ekur. Björn Ingólfsson veltir þessum orðum fyrir sér: Hvarvetna sagt er að sé sífelldur skortur á fé, gengið í kolum og krónan í molum en Jón hugsar eingöngu um É. Kristján Bersi Ólafsson skrifar Jóni Ingvari: „Ég er hjartanlega sammála þjer um É-ið. Það er óhæft og óþarft rittákn sem hefur ekkert hljóð í málinu fyrir undirstöðu. Það er ekkert annað en hljóðasamband- ið JE og þannig ætti vitaskuld að skrifa þá hljóðasamsteypu hvar sem hún kemur fyrir í málinu og skrifa hiklaust: mjer og þjer og sjer. Þannig skrifuðu menn al- mennt um aldamótin 1900. Staf- setningin þá var líka í ýmsu öðru frábrugðin þeirri málfræðingastaf- setningu sem var þröngvað upp á Íslendinga á þriðja áratug tuttug- ustu aldar. Með lögbindingu hennar var framburðurinn mikilstil látinn víkja fyrir stirðbusalegum rithætti sem byggðist á uppruna orða eins og stafkrókamenn þess tíma töldu að hann væri. Dæmi um stafsetn- ingu sem var kastað var sú regla í gildi að ekki voru skrifaðir margir samhljóðar hver á eftir öðrum nema framburðurinn kallaði á það. Mörg orð sem nú er fyrirskipað að skrifa með tveimur samhljóðum voru aðeins skrifuð með einum, t.d. kensla. Og stafahröngl eins og er í orðinu þátttaka kom ekki fyrir, þar var einfaldlega skrifað þáttaka. Þessi stafsetning var þjálli og liprari en hin og auðlærðari og ég held að það hafi verið mikið slys þegar hún var lögð fyrir róða.“ Loks minnir hann á að stafsetn- ingin er ekki sjálft tungumálið, hún er aðeins umgerð um það, og yrkir: Áður háðu menn stafsetningarstríð með stafkrókum sem fæstir núna skilja. En einhvern tímann endar þessi tíð og allir fá að skrifa eins og þeir vilja. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af stafnum É og stríði TILBOÐ kr.: 129.900 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði Miele þvottavélar Miele W1514 1400sn / mín / 5 kg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.