Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 32
32 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halldór SigmarGuðmundsson
fæddist í Mýrarkoti
í Grímsneshreppi í
Árnessýslu 16. apríl
1918. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum á Sel-
fossi þann 25. apríl
sl. Foreldrar hans
voru Þóranna
Theódóra Árna-
dóttir, f. 14. ágúst
1882, d. 7. febrúar
1954, og Guð-
mundur Björnsson,
f. 30. desember 1882, d. 31. jan-
úar 1969. Alsystkini Halldórs
voru; Guðrún Ragna, f. 1921, d.
1987, og Ólafur Árni, f. 1922,
d.1974. Systkini hans sammæðra
voru Guðríður Ásta Halldórs-
dóttir, f. 1904, d. 1982, Sigríður
Margrét Halldórsdóttir, f. 1906,
d. 1915, Ingveldur Halldórs-
dóttir, f. 1908, d. 1935, og Hall-
dór Halldórsson, f. 1909, d. 1917.
Halldór kvæntist 26. desember
1947 Ástu Böðvarsdóttur, f. 22.
september 1922, d.
1. ágúst 1993. Þau
bjuggu lengst af á
Sæfelli á Eyr-
arbakka. Börn
þeirra eru: 1) Böðv-
ar Ingvars, f. 26.
júní 1948, kvæntur
Höllu Emilíu Jóns-
dóttur, f. 1949. Þau
eiga þrjár dætur og
sjö barnabörn. 2)
Guðríður Ásta, f. 9.
janúar 1953, gift
Jóni Sighvatssyni, f.
1946. Börn hennar
frá fyrra hjónabandi eru tvö og
barnabörnin þrjú. 3) Ólafía Anna,
f. 4. nóvember 1955, í sambúð
með Vigfúsi Guðmundssyni, f.
1955. Börn hennar frá fyrra
hjónabandi eru tvö og barnabörn
fimm. 4) Ingveldur Dagmar, f.
16. ágúst 1957, gift Guðmundi
Stefánssyni, f. 1954. Þau eiga
fjögur börn og tvö barnabörn.
Útför Halldórs verður gerð frá
Eyrarbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
Elsku afi okkar.
Baráttan við veikindin er nú
búin og nú ertu kominn á betri
stað og líður vel hjá ömmu okkar.
Þú varst okkur börnunum alltaf
svo góður og kær og það mun
ávallt sitja fast í minningunni.
Stundum hjálpuðum við þér að
taka upp kartöflur og þú kallaðir
til Ástu ef þú sást kartöflurnar
liggja sunnan eða vestan megin
við hana. Þá varð hún svo áttavillt
og snerist í marga hringi.
Alltaf vissum við að við fengj-
um eitthvað gott þegar við kom-
um á Sæfell, ís og ávextir voru
alltaf á boðstólum. Ef þér þótti
vanta ábót þá vorum við syst-
urnar látnar telja klinkið í tuðr-
unni og svo trítluðum við í sjopp-
una til hennar Oddrúnar.
Á vorin var alltaf gaman að
koma inn í litla fjárhúsið og skoða
nýfæddu lömbin og klappa þeim,
það þótti okkur systrunum alltaf
svo skemmtilegt.
Þú varst svo handlaginn og
hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni í
skúrnum þínum, smíðaðir borð,
blómaker, jólatré og margt fleira
sem prýddi heimilin hjá ættingj-
unum.
Okkur fannst ánægjulegt að
vera með þér á 90 ára afmæl-
isdeginum þínum og njóta góðra
veitinga.
Elsku Böðvar, Ásta, Ólafía,
Inga (mamma) og fjölskyldur.
Megi Guð styrkja ykkur í gegn-
um söknuðinn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Vertu sæll afi okkar.
Þín barnabörn
Ásta og Kristín.
Elsku afi á Sæfelli hefur kvatt
okkur eftir 90 ára lífshlaup. Ég
var svo heppin að flytjast á Sel-
foss frá Eyjum þegar ég var 5 ára
og fékk mjög oft að koma til
ömmu og afa á bakkanum enda
eru ófáar minningarnar sem ylja
manni í hjartanu, amma að prjóna
eitthvað fallegt eða sauma og ég
og afi að spila ólsen ólsen já eða
veiðimann og svarta pétur. Oftar
en ekki fékk ég að fljóta með bak
við hús og fara með afa í kinda-
kofann og fylgjast með honum
gefa kindunum það var ótrúlegt
hvað þær virtust hlýða honum
þær t.d. mynduðu röð um leið og
hann gekk inn um hliðið tilbúnar
að elta hann inn. Svo á haustin
fórum við systkinin oftar en ekki
að taka upp kartöflur með afa og
það var ákveðinn sjarmi yfir því
og svo eldaði amma nýjan fisk og
kartöflur. Já, það er endalaust
hægt að rifja upp minningarnar
sem við eigum og eigum eftir að
segja börnunum okkar frá þegar
þau stækka. Síðastliðin ár hefur
afi alltaf verið hjá mömmu á jól-
unum eins og ég að undanskildum
einum jólum er hann var veikur.
Og jólin 2002 eru mér efst í minn-
ingunni þá var ég nýorðin
mamma, hún Victoría var aðeins
tæplega 2 vikna og afi kom til
okkar að vanda. Hann sagði að
það væri einstaklega skemmtilegt
að halda jól þegar það væru lítil
börn til að eyða þeim með. Svo
sat hann inni í stofu og beið eftir
að maturinn yrði til með vögguna
sér við hlið og dáðist að barninu
og hlustaði á messuna, mikið sem
þetta var yndisleg stund. Og þau
fern jól eftir þetta sem afi gat
verið með okkur hafa verið alveg
yndisleg, hann kættist mikið um
leið og hann sá Victoríu og hló
þegar hann sá pakkaspenninginn
í henni og sagði svo alltaf blessað
barnið hún er svo spennt.
En nú er komið að kveðjustund,
afi og amma sameinuð eftir 15 ár
og eftir sitjum við afkomendurnir
með yndislegar minningar og
söknuð í hjarta og þakklát fyrir
alla samveruna í gegnum árin.
Með barnavísu sem oft var
sungin á Sæfelli kveðjum við góð-
an afa.
Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa.
Þau eru bæði sæt og fín
og þangað vil ég fljúga.
Elsku afi, hvíldu í friði.
Kveðja,
Ólöf, Jónas og
Victoría Kolbrún.
Elsku afi!
Þá er komið að kveðjustund. Í
hugann streyma fram minningar
frá Sæfelli þar sem þú og amma
bjugguð, en þangað var alltaf gott
að koma og var margt brallað,
teknar upp kartöflur, kindunum
gefið, slegið og rakað, farið rúnt á
traktornum og svo lengi mætti
telja. Það var líka mikil tilhlökk-
un þegar þið amma voruð vænt-
anleg til Grindavíkur í heimsókn,
þá fórst þú með okkur systur í
göngutúra á bryggjuna og víðar,
svo var endað í sjoppunni og
keypt handa okkur nammi. Það
var sko mikið sport.
Það var þér mikið áfall þegar
amma dó fyrir 15 árum en þú
varst ákveðinn í að búa áfram á
Sæfelli og hvergi annars staðar
og tókst þér það með góðra
manna hjálp. Fyrir þremur árum
varðst þú hins vegar að flytja frá
Sæfelli vegna heilsuleysis og var
það þér mjög erfitt. Undanfarin
tvö ár bjóst þú á hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum á Selfossi og
þar leið þér vel og var vel hugsað
um þig. Þann 16. apríl síðastlið-
inn náðir þú þeim áfanga að halda
upp á 90 ára afmælið þitt og
heimsótti ég þig ásamt fleirum
ættingjum og vinum og áttum við
ánægjulega stund saman sem mér
þykir ákaflega vænt um.
Bless, elsku afi, ég og fjöl-
skylda mín þökkum samveruna og
hvíl þú í friði.
Þín
Rannveig.
Nú þegar Halldór frændi okkar
á Sæfelli er allur er ekki laust við
að upp komi í hugann ýmsar
minningar. Á Sæfelli var tvíbýlt
og bjuggu þeir bræður hvor í sín-
um enda með fjölskyldum sínum
en á milli var innangengt. Við
krakkarnir, sem vorum sjö alls,
ólumst því upp nánast sem systk-
inahópur og var oft fjör í bænum.
Á Sæfelli og á Strönd, þar sem
föðurafi okkar bjó, var alla tíð
talsverður heimabúskapur – kýr,
kindur og hestar. Auk þess var
oft mikil kartöflu- og rófnarækt.
Að þessu unnu ásamt afa þeir
bræður, pabbi og Halli auk vinnu
sinnar annars staðar. Það var því
oft langur vinnudagur. Heyskap-
ur á sumrin, garðvinna á haustin
og gegningar yfir veturinn.
Halli var, eins og margir af
hans kynslóð, mikil bóndi í sér og
öll verk sem lutu þar að léku í
höndum hans. Að sjálfsögðu vor-
um við krakkarnir á kafi með í
öllum verkum og lærðum þannig
hvernig hlutirnir gengu fyrir sig.
Halli var barngóður og glað-
sinna og hafði þann vana að tala
við okkur eins og fullorðið fólk
um það sem var verið að gera.
Þegar vel lá á honum við búskap-
arstörfin sem léku svo í höndum
hans átti hann til með að segja:
„Þú ert mikill höfðingi.“ Það var
mikið hrós að fá slíka umsögn.
Það fylgdi búskapnum að fara á
fjall á haustin og það gerði Halli
einnig. Hann átti alltaf stóra og
mikla fjallhesta og þótti okkur
það stórfengleg reið þegar hann
hélt af stað með nokkra til reiðar,
þar af einn undir trúss og hund-
urinn Spori rak lestina.
Varla er svo hægt að minnast
Halla að ekki sé minnst á Ástu
konu hans, sem lést fyrir all-
nokkrum árum. Þrátt fyrir að hún
gengi aldrei heil til skógar vegna
fótameins var hún eins og Halli
sívinnandi á heimilinu og var okk-
ur oft sem móðir og aldrei kom
neinn svo þar inn fyrir dyr að
ekki væru bornar fram góðgerðir
hvers konar.
Eins og áður er sagt var bú-
skapur Halla í blóð borinn og í
mörg ár eftir að allur búskapur
var aflagður í þorpinu og öll
skepnuhús rifin hélt hann fé í
kofa frammi við sjógarð. Fénu
fækkað að vísu nokkuð með ár-
unum, en það var þegjandi sam-
komulag hans og bæjaryfirvalda
að meðan hann gat, og vildi halda
fénu þá gerði hann það. Það var
síðan hans ákvörðun að hætta og
þá var gamli kindakofinn rifinn
fljótlega, enda held ég að hann
hafi ekki viljað hafa hann fyrir
augum, fjárlausan.
Það var þó ekki fyrr en í fulla
hnefana að hann hætti, enda orð-
in slitinn af mikilli vinnu alla sína
starfsævi. Hann var þá orðinn
einn og var kominn með örygg-
ishnapp tengdan símanum. Kom
fyrir þegar hann var að huga að
fénu í kofanum að hann hallaði
sér fram á jötubandið og hnapp-
urinn lenti á milli og allt fór í
gang. Hann tók því með stóískri
ró og nokkrum húmor þótt hann
„fyndist“ ekki alveg strax.
Við viljum þakka Halla frænda
okkar allt það sem hann okkur
gaf og hefur nýst okkur á lífsleið-
inni og þökkum samfylgdina.
Börnum hans og afkomendum
þeirra sendum við okkar hlýjustu
samúðaróskir þegar við kveðjum
hann í dag.
Már og
Þórarinn.
Halldór Sigmar
Guðmundsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og bróðir,
ARNFRIÐ HEIÐAR BJÖRNSSON
frá Gerði, Vestmannaeyjum,
Frælsið 4,
Torshavn,
andaðist á heimili sínu í Færeyjum mánudaginn
28. apríl. Útför hans fer fram í Færeyjum sunnu-
daginn 4. maí kl. 14.00.
Oda Debes og fjölskylda.
✝
Okkar ágæta,
ÞORBJÖRG FINNBOGADÓTTIR
húsmæðrakennari,
Víðilundi 20,
Akureyri,
er látin.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 5. maí kl. 13.30.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu miðvikudaginn 7. maí kl.
13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Jónas Finnbogason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HJALTI ÞÓRARINSSON
fyrrverandi yfirlæknir og prófessor,
Laugarásvegi 36,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að
kvöldi miðvikudagsins 23. apríl, verður jarðsunginn
frá Langholtskirkju, mánudaginn 5. maí kl. 15.00.
Alma Anna Þórarinsson (Thorarensen),
Þórarinn Hjaltason, Halla Halldórsdóttir,
Oddur Carl Hjaltason, Ingibjörg Jakobsdóttir,
Sigríður Hjaltadóttir, Þórir Ragnarsson,
Gunnlaug Hjaltadóttir,
Hrólfur Hjaltason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR TÓMASDÓTTUR,
áður til heimilis á Hábraut 4,
Kópavogi,
síðast til heimilis á Hrafnistu,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. maí
kl. 13.00.
Sigurður Ingvarsson, Ágústa Jónsdóttir,
Ingvar Sigurðsson,
Jón Helgi Sigurðsson,
Tómas Sigurðsson,
Agnar Sigurðsson
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓHANNES JÓSEFSSON,
Flétturima 35,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 30. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elín Magnúsdóttir,
Magnús Welding Jónsson,
Sjöfn Jóhannesdóttir,
Gunnar Jósef Jóhannesson, Guðný Ása Þorsteinsdóttir,
Elín Theodóra Jóhannesdóttir,
Jóhann Snorri Jóhannesson, Anna Guðrún Kristinsdóttir,
Jóhannes Örn Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.