Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 35

Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 35
stolt af sínu fólki og lét vita af því þegar einhver afkomandi frænd- systkinanna í Naustahvammi var að gera það gott. Við fjölskyldan komum oft við hjá henni á leið okkar til og frá Eg- ilsstöðum, nú síðast skömmu eftir páska. Við vorum alltaf jafnhissa á því hversu vel hún fylgdist með og það var bæði gaman og lærdóms- ríkt að ræða við hana um þjóð- málin og hlusta á vangaveltur hennar í þeim efnum. Síðustu árin hafði hún einna helst áhyggjur af því að hún myndi deyja um hásumarið eða um jólin og eyðileggja þannig jólahald eða sumarfrí ættingja og vina – það væru meiri vandræðin! Nú þegar kveðjustundin hefur runnið upp finnum við fyrir miklum söknuði og ákveðnu tómarúmi. Það verður skrýtið að koma við á Hornafirði næst og geta ekki litið við hjá Lukku ömmu. En við erum þess fullviss að guð tekur vel á móti henni því hver myndi svo sem ekki vilja hafa þessa góðu konu og glað- værðina hennar sér við hlið? Meira: Meira á www.mbl.is/minningar Eymundur Sigurðsson. Ég hef aldrei kynnst manneskju sem heilsar eins og amma mín gerði. Hún hló. Skellihló þegar hún sá mig og hlátrinum fylgdi svo hlýtt faðmlag og meiri hlátur. Hún heilsaði öllum á þennan hátt. Hlæj- andi. Amma Lukka. Meira að segja nafnið hennar brosir. Af ömmu Lukku stafaði sann- kallaður ævintýraljómi. Tíu barna móðir í litlu koti við jökulrætur, þar sem kartöflur vaxa í garðinum og í loftinu liggur áratuga ilmur af steiktum silungi og nýbökuðum pönnukökum. Dillandi hláturinn fyllir hvert skot í litla húsinu og stækkar það um helming. Rétt eins og í hjarta ömmu er nægt pláss fyrir fjölskylduna í húsinu, þó barnabörn og barnabarnabörn skipti orðið mörgum tugum. Heim- sókn til ömmu Lukku er engu lík. Skemmtisögur fjúka. Einföldustu atburðir verða tilefni langra frá- sagna þar sem stoppa þarf reglu- lega til að ná andanum fyrir hlátri. Amma hlær hæst og innilegast og smitar aðra þannig að það skiptir ekki lengur máli hvað var svona fyndið. Það er bara svo gott að hlæja með ömmu Lukku. Og við erum öll svo innilega þakklát fyrir að fá að vera saman – hér og nú. Það er allt sem skiptir máli. Kaffi- vélin malar. Opið út í garð þar sem þvotturinn bærist á snúrunum í sólskininu og ungviðið leikur sér með bolta. Amma skeggræðir málefni líð- andi stundar við fólkið sitt, býður upp á kex, segir sína skoðun og dregur ekkert undan frekar en fyrri daginn. Hlátur. Hljóðfærin dregin fram þegar fer að kvölda og sungið og dansað í litlu stofunni fram á nótt. Kynslóðirnar saman. Allir virkir þátttakendur. Amma þvertekur fyrir að fara í háttinn þó það sé áliðið. Vill ekki missa af neinu. Dillar sér í takt við tónlist- ina og raular með. Nýtur hverrar stundar. Kveður fólkið sitt svo með hlátri … og mjúku faðmlagi. Þannig kvaddi amma Lukka líka í síðasta sinn. Með faðmlagi. Sem betur fer fá sumir að upp- skera eins og þeir sáðu til. Amma mín fékk að njóta fallegs ævikvölds án alvarlegra hamlandi veikinda. Hún naut þess að fylgjast með fjöl- skyldunni vaxa og dafna og fylgd- ist vel með hverjum og einum. Hún lét sig líf okkar allra varða. Ég veit ekki til hvers við erum send á þessa jörð. Ég veit þó fyrir víst að amma mín gegndi mikil- vægu hlutverki í sínu lífi. Hún var og verður sá sterki hlekkur í lífsins keðju sem við afkomendur hennar getum um ókomna tíð sótt stuðn- ing til. Við höldum minningu hennar best á lofti með því að halda áfram að rækta þau sterku fjölskyldu- bönd, sem hún var svo stolt af, og verða okkar eigin afkomendum jafn stórkostleg fyrirmynd og hún var okkur. Vigdís Jakobsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 35 ✝ Björg Rögn-valdsdóttir fæddist 19. janúar 1920 í Hnausakoti í Miðfirði, V- Húnavatnssýslu. Hún lést 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar Bjarg- ar voru Þorbjörg Guðmundsdóttir, f. 22.2. 1893 á Tröð- um í Staðarsveit, Snæfellsnesi, d. 19.12 1976 í Hafn- arfirði, og Rögn- valdur Líndal Hjartarson, bóndi í Hnausakoti, f. 15.7. 1876 á Hólmavík, d. 27.12. 1920. Al- systkini Bjargar eru Guðrún Ragnheiður, Pálína Ragnhildur og Rögnvaldur, hálfsystkini hennar samfeðra eru Bjarni, Sól- Guðfinna Margrét, f. 5.1. 1946. Stefán Dan, f. 11.6. 1947, maki Rannveig Hestnes. Brynjólfur, f. 22.7. 1950, maki Selma Olsen. Rögnvaldur Þór, f. 12.10. 1952, maki Védís Geirsdóttir. Már, f. 3.10. 1954, maki Bryndís G. Friðgeirsdóttir. Arnar, f. 13.2. 1956, maki Anna Magnea Hreinsdóttir. Seinni maður Bjargar var Guðmundur Sveinn Árnason, f. 10.4. 1920, d. 4.11.1988. Björg gekk í Húsmæðraskól- ann á Blönduósi og vann á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Á Ísafirði vann Björg, auk heim- ilishalds, vertíðarbundin störf í fiski og sláturhúsum og margar vertíðir í rækjuverksmiðju O.N. Olsen. Síðustu árin dvaldi Björg á Heilbrigðisstofnuninni Ísa- fjarðarbæ. Barnabörn Bjargar eru 24 og barnabarnabörn 26. Björg Rögnvaldsdóttir verður jarðsett í dag kl. 14. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju. rún Elín, Rögnvald- ur, Jón Björgvin og hálfsystir hennar sammæðra er Hjör- dís Jónsdóttir. Björg ólst upp hjá Guðfinnu Stef- ánsdóttur og Daníel Helgasyni á Dal- geirsstöðum í Mið- firði í Húnavatns- sýslu. Uppeldissystir hennar var Svan- laug Daníelsdóttir, f. 30.4. 1916, d. 27.12. 1996. Björg giftist Óskari Brynjólfs- syni línumanni, f. 28.12. 1910, d. 28.7. 1978. Óskar var sonur Brynjólfs Jónssonar í Vatnahjá- leigu í Landeyjum og Margétar Guðmundsdóttur. Börn Bjargar og Óskars eru: Amma mín var fyndin, skemmti- leg, hress, blátt áfram, ljúf, ákveðin, hörð af sér, dugleg og yndisleg amma. Auðvitað geta allir sagt svona um ömmu sína en ég er ekki einu sinni að ýkja, hún var akkúrat svona. Við amma áttum alveg sérstakt samband alla tíð, auðvitað dekraði hún mig allt of mikið og lét mig alltaf finnast sem ég væri númer eitt hjá sér, en hún var þannig við öll barna- börnin sín. En, ég var nú fyrsta barnabarnið svo ég held við höfum báðar notið tímans sem við fengum einar saman. Það var löngu áður en ég fékk leyfi til að fara ein yfir götu sem ég fór að venja komur mínar í kaffi til ömmu. Og hún var ekkert að koma upp um mig. Amma mín rak stórt heimili en hafði alltaf tíma til að spila við mig og segja mér sögur, nákvæmlega eins og ömmur eiga að vera. Það var líka æði að fá að sofa hjá ömmu og afa, þó afi yrði náttúrlega að ganga úr rúmi fyrir mig, af því að við vorum að drolla og greiða hvor annarri langt fram yfir háttatímann. Og svo voru það sögurnar hennar. Vá, hvað amma sagði vel sögu. Hún klikkaði ekki á einu einasta orði, og samt voru þær alltaf jafn spennandi. Ég sagði mínum börnum Búkollu nákvæmlega eins og amma sagði mér hana og ég veit að ég á einnig eftir að endurtaka frásögnina orð- rétta fyrir barnabörnin mín. Það er yndislegt að láta hugann reika og rifja upp stundirnar með ömmu núna þegar við erum að kveðj- ast – í bili. Það er alltaf stutt í brosið þegar maður minnist hennar, ég veit meira að segja að hún var enn að reyta af sér brandara á sjúkrahúsinu heima, þar sem svo æðislega vel er hugsað um ömmur og afa. Eins og allir vita fannst ömmu al- veg meiriháttar gaman í bíltúr. Helst áttu þeir að vera langir. Og allt í fína lagi þó að hún væri að fara aftur og aftur á sömu slóðir. Svo það var mik- ið tilhlökkunarefni hjá okkur stöllum þegar ræst var í hringferðina á „silf- ur-bjöllunni“ sumarið sem hringveg- urinn var opnaður. Pabbi og afi voru búnir að drekk- hlaða kaggann og binda segl utan um allt svo hæð bílsins var allt að því tvö- föld. Síðan bauð amma afa, mömmu og mér aftur í og settist að sjálfsögðu sjálf fram í hjá pabba, til að sjá sínar kindur og kýr alla leiðina. Á hverju kvöldi var síðan stöðvað á einhverju hóteli og bíllinn tæmdur – tjaldið og svefnpokarnir líka bornir inn. Og svo var spilað og teflt og skrafað fram eftir öllu. Ég sem var virkilega bílveik á þessum aldri og þurfti ósjaldan að láta stoppa bílinn og skila morgun- matnum í poka, man minnst eftir því í ferðinni. Af því ömmu fannst svo gaman varð svo gaman í bíltúrnum. Og við erum að tala um að ekki einn einasti vegslóði var skilinn eftir, all- an hringinn. Í þessari ferð smyglaði amma mér á Akureyri inn á bíómynd sem var bönnuð börnum, og myndin var svo hrikaleg að ég man enn eftir henni. Já, það er ýmislegt sem við amma mín höfum brallað skemmtilegt. Þannig man ég eftir henni best, fynd- in, skemmtileg, blátt áfram, ljúf og ákveðin. Ég sendi mínar dýpstu þakkir fyr- ir allt og allt. Ég veit að guð geymir þig, elsku amma mín, þín María Björk. Elsku Björg amma. Okkur Másbörn langar til að kveðja hana ömmu okkar með nokkrum línum. Það er svo skrítið að þú sért farin, amma. Þó svo að við því hafi verið búist um allnokkurn tíma er samt svo mikið tómarúm sem myndast þegar hugsað er til þess að við fáum aldrei aftur að sjást. Þegar við hugsum til Björgömmu, eins og við kölluðum hana, dettur okkur fyrst Fjarðarstrætið í hug. Við krakkarnir eigum svo margar góðar minningar um þig þegar þú bjóst þar, fyrst með Guðmundi, seinni eig- inmanni þínum og svo með hinum ýmsu leigjendum, erlendum sem ís- lenskum. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og þiggja ör- lítið nammi eða kökubita og hrella aðeins þá sem bjuggu hjá þér í her- berginu innst á ganginum. Það var alltaf svo mikið líf í kringum hana ömmu og alltaf eitthvert fólk í heim- sókn. Húsið hefur um langa tíð verið hluti af okkar lífi, en ekki lengur, rétt eins og þú amma. Svona er víst lífsins gangur og verður ekki flúinn. En minningarnar lifa. Við eigum að sjálfsögðu yndis- legar minningar um þig þegar þú varst á Hlíf og svo á sjúkrahúsinu. Amma var alltaf svo hress og kát, stundum svolítið stríðin og fljót að æsast upp ef henni mislíkaði eitthvað en alltaf var örstutt í húmorinn sem einkenndi hana og var umtalað. Þessi húmor lifir áfram í börnunum hennar sem öll hafa erft þessa skemmtilegu glaðværð og jákvæðni út í lífið. Þetta var einkennandi fyrir ömmu. Alltaf brosandi og jákvæð. Það var líka svo auðvelt að gleðja hana ömmu, ekki þurfti meira til en örlítinn bíltúr um bæinn eða göngu- túr og amma brosti allan hringinn lengi á eftir. Amma var líka alltaf svo mikil dýrakona og allt mjúkt og loðið var í miklu uppáhaldi. Hún átti fjöldann allan af dýrastyttum, minn- isstæðastir eru fílarnir fimm, tákn fyrir syni hennar og svo apinn með dinglandi höfuðið; það sem við krakkarnir gátum leikið okkur að þessu. Og svo má ekki gleyma öllum selunum og kisunum sem hún raðaði í kringum sig og við krakkarnir höm- uðumst í, oft svo ömmu þótti nóg um. Ísabella fékk nú oft að heyra það ef ömmu fannst hún ekki fara nógu var- lega með gersemarnar. En svo var alltaf hlegið og gantast og öllu slegið upp í grín. En nú hefur þú kvatt þennan heim, elsku amma, og ert komin aftur í sveitina. Það er víst fullt af góðu fólki sem tekur á móti þér fyrir handan. Hittumst síðar, elsku amma. Hvíl í friði að eilífu, Þín barnabörn, Þorsteinn, Svanlaug og Ísabella. Ég hlustaði á fyrirlestur fyrir nokkru þar sem sagt var frá einu elsta verslunarhúsnæði á landinu, Hæstakaupstaðarhúsinu. Fyrirlesar- inn birti myndir af því og rakti bygg- ingarlag þess og hvernig talið er að herbergjaskipan hafi verið í húsinu í upphafi. Þar sem ég sat þarna og hlustaði á útskýringar fyrirlesarans um mikilvægi þessa hús í byggingar- og menningarsögu okkar, hvarflaði hugurinn vestur. Mér fannst skrítið að hlusta á ókunnuga manneskju segja frá hús- inu og innviðum þess. Mér fannst ég geta sagt svo miklu meira um sögu hússins og sagt frá því lífi sem þar var lifað meðan húsið var og hét. Enn- fremur skynjaði ég hversu mikilvæg- an sess húsið hafði skipað í lífi mínu. Upp komu í hugann allar þær góðu stundir sem ég hafði átt þar ásamt Arnari vini mínum bræðrum hans og systur og foreldrum hans. Hæstakaupstaðarhúsið, eða Að- alstræði 42 eins og við strákarnir kölluðum það, var mér eins og annað heimili. Þar átti ég alltaf athvarf og vel tekið á móti mér, ekki síst af Björgu. Hún virtist ekkert hafa á móti enn einum strákgemlingnum þótt nægir hafi verið þar fyrir. Fyrir það hef ég alltaf verið henni þakk- látur. Félagsskapurinn sem þar var að finna hefur dugað mér fram á fullorð- insár og gerir enn. Þar átti ég líka hauk í horni í þeim hjónum, Björgu og Óskari, en þau hjálpuðu mér m.a. með sumarvinnu í mörg sumur. Björg í sláturhúsinu og Óskar við Fossa- vatnsvirkjunina. Reyndar entist ég ekki lengi í sláturhúsinu en Björg stóð við sitt. Það var alltaf líf og fjör í Aðal- strætinu og mörg uppátækin sem þeir bræður brölluðu. Aldrei varð ég var við að strákapör okkar trufluðu Björgu þó þau hafi ekki alltaf verið al- veg sakleysisleg. Frá því ég byrjaði að koma inn á heimilið varð ég ekki var við annað en Björg héldi vel utan um barnahópinn sinn þó ekki hafi það alltaf verið auð- velt. Heimilið var opið fyrir vinum og vandamönnum og var þar því oft margt um manninn. Lífsbaráttan var fjölskyldunni í Aðalstræti á margan hátt erfið, ekki síst Björgu. Henni tókst ekki alltaf að takast á við erf- iðleika hins daglega lífs. Með þessum orðum langar mig að þakka fyrir allt það góða sem ég fékk að upplifa í Aðalstrætinu og var það ekki síst Björgu að þakka. Mér finnst ég enn heyra fallegan hlátur hennar og finna fyrir gamansemi hennar sem hún átti nóg af. Blessuð sé minning góðrar konu. Ég sendi börnum hennar, tengda- börnum og barnabörnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurður Sigurðsson. Björg Rögnvaldsdóttir Í dag er 3. maí, af- mælisdagur tengda- móður minnar Ingi- bjargar Pálsdóttur sem lést þann 18. apríl sl. Þegar við, hinn 14. apríl sl., sátum saman og minntumst 80 ára af- mælis Tryggva þíns heitins, fengum okkur tertu og spjölluðum, ásamt börnum, tengdabörnum og hluta af barnabörnunum, spurði ég þig hvað við ættum að gera á þínu afmæli, hvort það væri ekki bara önnur terta. Þá svaraðir þú, að það væri nú ekki gott að vita hvar þú yrðir þá. Fannst þetta greinilega á þér. Þetta var ynd- isleg stund sem við nutum öll og erum þakklát fyrir í dag. Ég kynntist þér og Tryggva fyrir um það bil 36 árum, þegar ég fór að sverma fyrir syni ykk- ar honum Tomma. Ung og feimin fór ég að Björk, með honum. Þetta verð- ur átak, hugsaði ég, að koma á nýtt Ingibjörg Pálsdóttir ✝ Ingibjörg Páls-dóttir fæddist á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 3. maí 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfara- nótt 18. apríl síðast- liðins. Útför Ingibjargar fór fram frá Selfoss- kirkju 26. apríl. sl. heimili og aðlagast nýj- um siðum. En raunin varð önnur. Allt var svo notalegt og móttökurn- ar eins og að skríða í fang minnar eigin fjöl- skyldu. Heimilið var hlýlegt og prýtt hand- verki ykkar hjóna í ýmsum myndum. Gest- risni, góðvild og ein- stök samheldni ykkar kom víða fram. Hvort sem þið hugsuðuð um menn eða málleys- ingja. Að taka á móti gestum, sinna barnabörnunum og bara bústörfin í heild sinni léku í höndunum á ykkur eins og fallegt tón- verk. Elsku Imba, það hafa fáir af- kastað jafnmiklu og þú af ýmiskonar handavinnu í gegnum tíðina og það handverk sem þú hefur gert væri án efa efniviður í heila verslun með mörgum deildum. Þú hefur unnið allt frá fínlegum bróderingum, tauþrykki, púða- og perlusaumi til lopapeysu- framleiðslu, flókalistaverka af ýmsum gerðum og svo núna síðast glerlist, sem þú naust þín alveg einstaklega vel í, þar sem litirnir fengu að njóta sín. Það sást líka í áhuga þínum á blómum og skrautrunnum. Eftir að þið fluttuð á Selfoss varst þú ótrúlega lagin við að prýða litlu garðana þína, bæði í Baugstjörninni og Græn- umörkinni, með listmunum, fuglum og blómum og gera þá að litlum skrúðgörðum. Þú hafðir mjög gaman af ferðalögum og kunnir vel að meta góðan félagsskap. Mér verður oft hugsað til Kanaríferðarinnar okkar forðum þegar þú og móðir mín komuð með. Þið mamma voruð svo skemmti- lega sprækar þá. Að rölta um strönd- ina, njóta sólarinnar og horfa á mann- lífið var svo ógleymanlegt með ykkur. Nú síðustu árin dvaldir þú í Græn- umörk 5. Þar þótti þér gott að vera, enda var íbúðin þín alveg einstaklega vel staðsett. Svo varstu líka mjög heppin með samferðafólk þar. Gott fólk sem þú naust þín með í spilum og spjalli. Spilafélagar þínir þar voru þér mikils virði og gaman þótti þér að fá karlana þína í kaffi og pönnsur. Alla- vega sást á glampanum í augunum á þér hverjir voru nýfarnir frá þér ef leifar af pönnukökum voru á borðum þegar við kíktum inn hjá þér. Það verður tómlegt að geta ekki komið við og notið gestrisni þinnar áfram og horfa á þig leika við langömmubörnin þín. Þau missa mikið og við öll. Ég hefði gjarnan vilja knúsa þig í tilefni dagsins, en vona að þú njótir þín með gengnum ástvinum á æðri vegum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Þórdís Pálmadóttir (Dísa).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.