Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 38
38 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Nanna Hjalta-dóttir fæddist í
Hjarðarholti, Lax-
árdalshreppi, Dala-
sýslu 18. júlí 1954.
Hún andaðist á
gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi, föstudag-
inn 25. apríl 2008.
Foreldrar Nönnu
eru Hjalti Þórð-
arson, f. 3.7. 1928,
fyrrverandi bóndi í
Hjarðarholti og á
Hróðnýjarstöðum í
Laxárdal, Dalasýslu, og kona
hans Inga Aðalheiður Guð-
brandsdóttir, f. 20.7. 1929.
Systkini Nönnu eru: Erna
Kristín, f. 21.3. 1950 gift Vé-
steini Arngrímssyni og eiga þau
Kristín Guðrún, f. 5.3.1973, sam-
býlismaður Sæmundur Björns-
son, f. 7.5. 1972, d. 27.7. 1994,
barn þeirra Sædís Birna, f. 21.1.
1995, sambýlismaður Eyþór Jón
Gíslason, f. 1.4. 1975, þau
skildu; Viðar Þór, f. 11.4. 1975,
kvæntur Fanneyju Þóru Gísla-
dóttur, f. 29.12. 1980, börn
þeirra eru Sigurvin Þórður, f.
9.4. 2005 og Gróa Margrét, f.
21.1. 2008.
Nanna ólst upp í Hjarðarholti
í Laxárdal og lauk prófi frá
Laugaskóla í Sælingsdal. Þau
Ólafur stunduðu búskap á Leik-
skálum, eins og áður segir, til
ársins 2004 og hafa búið þar
síðan en stundað vinnu utan
heimilis. Auk bústarfa á Leik-
skálum vann Nanna ýmis störf í
Búðardal og víðar.
Útför Nönnu fer fram frá
Stóra-Vatnshornskirkju í
Haukadal, Dalabyggð, í dag og
hefst kl. 13.
þrjú börn og sex
barnabörn; Bára, f.
25.2.1952 gift
Magnúsi Arngríms-
syni og eiga þau
þrjú börn og þrjú
barnabörn; Smári,
f. 4.11. 1959, í sam-
búð með Rögnu
Ragnarsdóttur,
hann á einn son og
eina dóttur; og
Sævar, 9. 7. 1965,
giftur Maríu Ólafs-
dóttur og eiga þau
þrjár dætur og tvö
barnabörn.
Hinn 9.6. 1973 gekk Nanna að
eiga Ólaf Sigurvin Guðjónsson,
f. 16.9. 1952, og hafa þau síðan
búið á Leikskálum í Haukadal í
Dalasýslu. Börn þeirra eru:
Elsku amma mín.
Mig langar til þess að fá að skrifa
nokkur orð um þig, bestu ömmuna í
öllum heiminum.
Þú bakaðir bestu kleinur í heimi
og eldaðir alltaf svo góðan mat.
Þú hugsaðir alltaf um alla aðra
en sjálfa þig fyrst og sagðir alltaf
að þú þyrftir ekki að gera neitt
þegar ég og þú vorum að passa
börn saman, af því að ég væri svo
dugleg, t.d. að gefa Gróu Margréti
pela eða skipta á henni. Einnig
varst þú alltaf mjög hreinleg og
vildir alltaf hafa hreint og fínt í
kringum okkur, t.d. þegar gestir
komu í heimsókn, þá mátti aldrei
vera neitt dót eða drasl í stofunni
eða svoleiðis.
Það var svo gaman þegar við fór-
um í fyrsta sinn í útilegu með felli-
hýsið ykkar afa, t.d. þegar við fór-
um á Akureyri og þegar við sáum
hreindýrin á Möðrudal og þegar við
skoðuðum Kárahnjúkavirkjun og
þar í kring.
Þegar við fórum á ættarmótið á
Grenivík í fyrrasumar fannst þér
svo gaman að hitta alla ættingjana
sem þú þekktir og ekki síður að
kynnast fleirum. Það var rosa gam-
an að fara þangað með þér og afa
og algjört æði að fá að njóta þess
að vera þarna með þér.
Göngutúrar og ferðalög voru eitt-
hvað sem þú varst alltaf til í og ég
tala nú ekki um að snúast í kring-
um okkur hin í hestastússinu okkar.
Í sambandi við göngutúra þá fór ég
einu sinni í vetur með þér og Ás-
laugu í göngutúr fram að Jörfa. Það
var snemma um morguninn, þá
vaktirðu mig til þess að koma með
og ég var svo þreytt að ég labbaði
hálfpartinn í svefni. Þú og Áslaug
hlóguð bara að mér. Svo kom ég
heim og sofnaði strax aftur. Og svo
í sambandi við hestana; þú bakaðir
alltaf kleinur fyrir dómara sem
dæmdu á hestamótum. Og alltaf
varstu tilbúin að keyra heim með
hestakerru eða eitthvað svoleiðis ef
ég, afi og mamma vorum einhvers
staðar á hestbaki. Þú varst alltaf
svo hress og kát og alltaf til í allt.
Hvíldu í friði elsku amma mín,
þín verður mjög sárt saknað.
Elska þig.
Þín
Sædís Birna.
Í dag er til grafar borin svilkona
mín og vinkona Nanna Hjaltadóttir.
Það er erfitt að skilja af hverju
kona á besta aldri er hrifin burtu,
en einhver hlýtur tilgangurinn að
vera. Ýmsar byrðar hafa verið lagð-
ar á Nönnu og fjölskyldu hennar í
gegnum árin og alltaf hafa þau sigr-
ast á erfiðleikunum. Eftir göngu-
túrinn okkar á síðasta vetrardag
sagðir hún við mig svo glettin, kát
og bjartsýn að vanda: „Ég vinn mig
nú út úr þessu góða mín,“ en því
miður. Eiginmaður, börn, tengda-
dóttir og barnabörn voru Nönnu
mikilvægust af öllu, þau stóðu mjög
þétt saman, og eiga margar góðar
minningar. Hennar er sárt saknað.
Nanna var góð kona, hún var svo
hvetjandi persóna, alltaf brosmild
og létt í lund, dugleg og samvisku-
söm, sá björtu og spaugilegu hlið-
arnar á öllum málum. Við Nanna
urðum þeirrar ánægju aðnjótandi
að rugla saman reytum við bræð-
urna Óla og Jónas, og búa við þau
forréttindi að eiga heima í sveit eða
í Haukadal í Dalabyggð. Nanna var
fagurkeri og náttúrubarn, hún hafði
svo gaman af því að ferðast um
landið, með ástinni sinni honum
Óla, og litlu fjölskyldunni þeirra
sem aldeilis hefur stækkað.
Oft var farið á hestamótin, komið
við á handverksmörkuðum, keypt
eitthvað fallegt, en margir minja-
gripir eru til á þeirra heimili, sem
bera vott um það. Handverk var
henni mikils virði, bein, ull og leður
var hennar uppáhaldsefni til að
vinna úr, og eru ófáir hlutirnir til á
heimilum landsmanna trúi ég, því
vinsælir voru þeir. Þeir voru
skemmtilegir göngutúrarnir okkar í
vetur. Ég, kvartandi yfir aukakíló-
um, jú, þá sagði Nanna: „Heyrðu
Áslaug, nú bara gerum við eitthvað
í þessu, ég þarf líka að losna við
nokkur, við förum í göngutúra
tvisvar í viku.“ Og það var ákveðið,
Kristín og Sædís komu líka stund-
um með og ýmislegt var spjallað og
hlegið að hinu og þessu, það var al-
veg einstakt hvað það var alltaf
gott veður þegar að við gengum,
þeir voru misjafnlega langir göngu-
túrarnir, en alltaf hressandi, á mið-
vikudögum var alltaf farið heim að
Leikskálum í te og hrökkbrauð, við
vorum nefnilega að grenna okkur.
Látum minninguna um Nönnu
lýsa upp döpur hjörtu okkar og
létta hugi okkar á erfiðum stund-
um. Kæri Óli, Kristín, Viðar, Fann-
ey, Sædís B, Sigurvin Þ., Gróa M.,
foreldrar, systkini og tengdafor-
eldrar, megi góður guð styrkja ykk-
ur í sorginni og mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þín minning öllu æðri.
Ofar moldum skín.
Er góðra verður getið.
Mun getið verða þín.
(G.J.)
Áslaug Finnsdóttir
og fjölskylda.
Sumardagurinn fyrsti gekk í garð
bjartur hlýr og fagur og fuglarnir
glöddu okkur með söng sínum. En
svo breyttist allt á svipstundu þeg-
ar hún systir mín veiktist. Rúmum
sólarhring seinna var hún dáin að-
eins 53 ára gömul. Eftir stöndum
við fjölskyldan og ástvinir lömuð og
ráðvillt. Minningar um liðnar sam-
verustundir hrannast upp. Í Hjarð-
arholti áttum við okkar æskuspor
systurnar, Erna, Bára og Nanna og
svo bættust bræður okkar, Smári
og Sævar í hópinn. Það var mikið líf
og fjör við bústörfin og svo áttum
við okkar bú þar sem voru bakaðar
dýrindis drullukökur skreyttar með
sóleyjum og fíflum. Ætli þar hafi
ekki verið lagður grunnur að þínum
myndarskap, allt lék í höndum þér
hvort sem það var bakstur, prjóna-
skapur, handverk eða annað. Þegar
þú kynntist honum Óla þínum flutt-
ir þú í Haukadalinn og þar eign-
uðust þið börnin ykkar Kristínu og
Viðar.
Árið 1995 fæddist svo fyrsta
barnabarnið, Sædís Birna, og við
vorum sko stoltar ömmur með 5
mánaða millibili. Síðan fæddist Sig-
urvin Þórður árið 2005 og Gróa
Margrét árið 2008. Það var ynd-
islegur dagur 8. mars sl. er Gróa
Margrét var skírð og Viðar og
Fanney giftu sig. Þær minningar
ylja okkur þessa köldu apríldaga. Í
mörg ár höfum við systur og nokkr-
ar góðar vinkonur sem í dentíð unn-
um saman í sláturhúsinu í Búðardal
verið í saumaklúbbi sem ber nafnið
Ljós í myrkri. Hverjum hefði getað
dottið það í hug 16. apríl sl. er við
hlógum og grínuðumst í stofunni
hjá þér að 10 dögum seinna værir
þú ekki lengur hjá okkur. Elsku
hjartans Nanna mín, ég náði aldrei
að óska þér gleðilegs sumars en
geri það hér og nú. Megi góður guð
varðveita þig og blessa alla tíð.
Elsku Óli, Kristín, Sædís, Viðar,
Fanney, Sigurvin og Gróa og allir
ástvinir Nönnu, í dag eigum við
engin orð en minningin um ynd-
islega eiginkonu, móður, tengda-
móður, ömmu, dóttur, tengdadótt-
ur, systur og kæra vinkonu lifir í
hjörtum okkar um ókomin ár.
Vertu sæl elsku systir. Þín stóra
systir,
Erna.
Elsku systir, ekki kom mér til
hugar að með sumarkomunni, þeg-
ar allt er að lifna við í náttúrunni og
farfuglarnir koma til að koma upp
nýju lífi, þá yrðir þú tekin frá okkur
svona snögglega, aðeins 53 ára
gömul.
Mikið var það dýrmætt fyrir okk-
ur að þú og þín fjölskylda skylduð
líta við hjá Birgittu og Helga. Þú á
leið í fermingu í Vík, en gafst þér
tíma til að kíkja við til að líta á nýj-
asta fjölskyldumeðliminn (Reyni
Inga) sem reyndar var ekki kominn
með nafn þá.
Nanna var einkar hugmyndarík
og lagin í höndunum. Ég held að
það sé ekki eitt einasta heimili í
fjölskyldunni sem er án handavinnu
eftir þig. Þessir hlutir eru minni
fjölskyldu mjög dýrmætir.
Nanna var búin að ganga í gegn-
um erfiðan sjúkdóm fyrir nokkrum
áratugum síðan. Hún vann sig út úr
því, eins og öðru. Reyndar var það
svo að systir mín var ekki sú mann-
eskja sem kvartaði. Ég held að orð-
ið ,,kvarta“ hafi hreinlega ekki verið
til í hennar orðabók.
Þegar við í fjölskyldunni fréttum
að þú hefðir verið flutt með sjúkra-
bíl á Akranes þá varð okkur bilt
við. Hvað þá þegar fréttirnar urðu
dekkri með kvöldinu og ennþá verri
næsta dag. Ég var staddur í
Reykjavík föstudaginn örlagaríka
þegar ég fékk þungt símtal frá
presti sem lýsti ástandi þínu. Mikið
fannst mér gott að eiga tækifæri til
að koma til þín og ná að hitta þig
nokkrum klukkutímum áður en yfir
lauk hjá þér. Það var og er mér
mjög dýrmætt.
Elsku Óli, Kristín, Sædís Birna,
Viðar Þór, Fanney Þóra og börn.
Guð veiti ykkur styrk í sorg ykkar.
Sævar, María og fjölskyldur.
Elsku systir.
Mig langar að minnast þín í
nokkrum orðum. Upp í hugann
koma minningar frá liðnum árum,
þær eru eins og stuttmyndir sem
birtast frá ýmsum tímabilum í lífi
okkar bæði úr leik og starfi. Sumt
er eins og það hafi gerst í gær þó
mörg ár séu liðin, þetta eru góðar
minningar sem ég mun geyma vel í
huga mínum. Það er svo skrítið að
flestar tengjast þær við vorið og
sumarið og allt sem tengist þeim
árstíma. Ég veit ekki hvers vegna
en svona er það bara og enn og aft-
ur mun vorið tengjast minningu
þinni.
Mér brá þegar Sævar bróðir okk-
ar hringdi í mig að kvöldi sum-
ardagsins fyrsta og sagði mér að þú
hefðir verið flutt mikið veik á Borg-
arspítalann, þegar ég kom til þín
seinna um kvöldið sá ég hvað þú
varst mikið veik en þó hvarflaði það
ekki að mér að þú myndir ekki ná
þér aftur, ég sagði þér að Óli væri á
leiðinni og þetta myndi allt lagast, í
huga mér kom það ekki til greina
að þú værir að deyja, hefði mig
grunað það, þá hefði ég ekki farið
heim þessa nótt. En svona er lífið,
maður á ekkert inni, fær engan
frest. Mig tekur sárt að þurfa að
kveðja þig, elsku Nanna, minningin
um þig mun áfram tengjast vorinu
og hana mun ég geyma vel og vand-
lega á meðan ég lifi. Ég vil biðja
guð að blessa minningu þína og
gefa fjölskyldu þinni styrk í sorg-
inni og söknuðinum. Hvíl í friði
elsku systir.
Smári og fjölskylda.
Sumarið 1954 fór ég í fyrsta sum-
arfríið mitt og tók þá áætlunarbíl
vestur í Búðardal og fór gangandi
upp í Hjarðarholt. Það var fallegt
sumarveður, sól og sunnangola, 21.
júlí og þá leit ég hana frænku mína
fyrsta sinn augum. Hún lá í körf-
unni sinni þriggja daga gömul og
leit frísklega út með rauða hárið
sitt og þá þegar var búið að gefa
henni nafnið Nanna. Systur hennar
Erna og Bára voru mjög ánægðar
með þessa nýju systur sína. Haust-
ið 1961 var Ragnar að vinna á
skurðgröfu í Dölunum og þá feng-
um við Nönnu lánaða sem barn-
fóstru fyrir strákinn okkar Loga,
sem þá var á öðru ári. Þeim féll vel
saman frændsystkinunum og þau
voru dugleg að vera úti að leika sér.
En kvöldin voru líka skemmtileg
því Nanna var hörku spilakona og
við Ragnar urðum oft undir í spila-
mennskunni. Nanna lauk skyldu-
námi frá Laugum í Sælingsdal og
fljótlega upp úr því fór hún út á
vinnumarkaðinn. Í mörg ár vann
Nanna í afurðastöðinni í Búðardal
en nú síðustu ár í heimaþjónustunni
og sem leiðbeinandi í Silfurtúni og
fórst henni það vel úr hendi því
Nanna var bæði hugmyndarík og
handlagin auk þess að hafa góða
nærveru. Ung að árum giftist
Nanna æskuástinni sinni honum
Óla og saman reistu þau sér snyrti-
legt býli að Leikskálum í Haukadal.
Nanna greindist með krabbamein á
besta aldri en tókst að vinna sig út
úr því með þolinmæði og bjartsýni.
Nú komu mörg góð ár sem Nanna
naut með fjölskyldu sinni. Seinna
kom að því að hjarta og æðakerfi
fór að láta undan en með þraut-
seigju og dugnaði tókst Nönnu
einnig að sigrast á þeim veikindum.
Fráfall Nönnu átti sér mjög
skamman aðdraganda og það er
stórt skarð sem hefur verið höggvið
í frændgarðinn, skarð sem erfitt
verður að fylla. Elsku Óli og fjöl-
skylda, ég sendi ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Friðgerður Þórðardóttir.
Það var sól og sumar í brosinu
hennar Nönnu og notalegt að njóta
þeirrar hlýju og elskusemi sem frá
henni stafaði. Á hverju sem gekk
hafði hún jafnan þrek og rósemi til
að bera og miðlaði öðrum af innri
styrk sínum. Hún var jafnan boðin
og búin til að hjálpa öðrum: grönn-
um, ættingjum, vinum, gestum og
gangandi. Þannig minnist ég henn-
ar; manneskju sem gaf svo margfalt
meira en hún þáði.
Það var líka sól og sumar þegar
Nanna giftist Óla frænda mínum og
uppeldisbróður einn fagran júnídag
og þau hófu búskap á Leikskálum í
Haukadal. Þar bjuggu áður afa-
systkini okkar Óla og móðuramma
hans ásamt dóttur sinni og tengda-
syni. Ávallt hefur verið mikill sam-
gangur á milli bæjanna Leikskála
og Hamra, þar sem við Óli slitum
barnsskónum. Tengslin við Leik-
skála hafa því alltaf verið sterk og
hjá Óla urðu þau að föstu sam-
bandi. Til hinsta dags stóð Nanna
þétt við hlið hans í einu og öllu.
Hún kom að, úr næsta hreppi, en
varð svo órjúfanlegur hluti Leik-
skálaheimilisins og Haukadalsins að
manni fannst að hún hefði alltaf átt
þar heima. Fyrir mér var það bara
söguleg staðreynd að hún hefði ein-
hvern tíma átt heima í Laxárdaln-
um.
Það var alltaf gaman að koma að
Leikskálum og sitja á skrafi við Óla
og Nönnu yfir kaffibolla. Oftar en
ekki var glatt á hjalla og dillandi
hlátur húsfreyjunnar fyllti eldhúsið.
Og ekki var komið að tómum kof-
unum hjá henni sem hafði frá
mörgu að segja og oft dáðist ég að
skarplegum athugasemdum hennar
um menn og málefni og skynsam-
legum tillögum um lausn hinna
ýmsu viðfangsefna. Ekki var farið
svo frá borði að Nanna kæmi ekki
með gestabókina. Í hana hef ég víst
krotað eitt og annað í gegnum tíð-
ina og flest af miklu alvöruleysi.
Nanna Hjaltadóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra,
EIRÍKS ÁSGEIRS ÞORLEIFSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild
11- G á Landspítalanum.
Jónína Margrét Egilsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar frænku okkar,
GUÐLAUGAR BALDVINU KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Uppsölum,
Svarfaðardal,
sem lést fimmtudaginn 17. apríl.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dalbæjar og
hjúkrunarfólki á lyflækningadeild S.A. fyrir frábæra
hjúkrun í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd ættingja,
Kristján Jónsson,
Lára Stefánsdóttir.