Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.2008, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarverðlaun fyrir Í kvöld fer fram verðlaunahátíðin Hlustendaverðlaun FM957 í Há- skólabíói. Netkosningu er lokið og var kosið í átta flokkum. Brynjar Már Valdimarsson, útvarpsmaður á FM957, var gríðarlega upp- tekinn í gær við að undirbúa verðlaunaafhendinguna en tók sér þó nokkurra mínútna hlé til að ræða við Helga Snæ Sigurðsson. 1 2 5 6 7 8 E ins og gefur að skilja er verðlaunaafhendingin stór stund fyrir FM957-menn og -konur og Brynjar Már Valdimarsson útvarpsmaður er orðinn gríðarlega spenntur. Hann seg- ir verðlaunahátíðina í ár verða þá glæsilegustu til þessa. Skemmtiatriðin eru ekkert slor því fram koma Gus Gus, Sprengjuhöllin, Merzedes Club, Ný Dönsk, Haffi Haff, Bloodgroup og Páll Óskar. Uppselt er á atburðinn og má því búast við dúndurstuði og -stemningu. Brynjar og Heiðar Austmann hófu gleðina í hádeginu í gær, sendu út beint í anddyri Háskólabíós í sex tíma og munu endurtaka leikinn í dag. Til stendur að allir tilnefndir líti við í heimsókn til þeirra félaga og spjalli um lífið, listina og tilnefningar. Brynjar Már segir undirbúning fyrir verðlaunaafhendinguna hafa gengið vandræðalaust fyrir sig, allir verið ljúfir sem lömb og tilhlökkunin mikil í herbúðum FM957. Eins og sjá má af lista yfir tilnefningar eru þær nokkuð fjölbreytilegar og listamennirnir úr ólíkum áttum í tónlistinni. Því liggur beinast við að spyrja hvers vegna listinn sé eins og hann er, þ.e. hver ákvað hvað og hverjir skyldu tilnefndir? „Við sátum bara fund og kláruðum það,“ svarar Brynjar Már, og á þar við útvarpsmenn á útvarps- stöðinni. Tilnefndir hafa verið að gera það gott á stöðinni, notið mikilla vinsælda meðal hlustenda. „Þetta eru allt sterkustu kandídatarnir frá árinu 2007.“ Brynjar Már segir nýjum flokki hafa verið bætt við í ár, Besta „solo“ flytjandanum, í ljósi þess að svo margir tónlistarmenn hafi hafið sólóferil á árinu. Spurður að því hvernig hann skilgreini Hlustendaverðlaun FM957, svarar Brynjar Már: „Tón- listarverðlaun fyrir ungt fólk á öllum aldri, frá 12 til 40 ára.“ Hnakkinn dauður? – Hvernig kunna svo FM957-menn við hugtakið „FM-hnakki“? „Ég hef aldrei spáð mikið í það, hef aldrei litið á mig sem FM-hnakka,“ svarar Brynjar Már og að hugtakið fari ekki í taugarnar á honum. Það sé í raun orðið úrelt. „Þetta er eiginlega svolítið „last season“. Þessi dæmigerði FM-hnakki sem menn voru að vitna í og sem FM á sínum tíma tók og hype- aði upp og gerði grín að, það er þetta ljós þrisvar í viku, strípur…“ – Mynd af bílnum í vasanum? „… já, eitthvað svoleiðis. Þetta var eiginlega gelgjuskeiðið á FM og það er bara svo löngu búið. Hún er orðin 19 ára gömul stöðin þannig að gelgjan er farin,“ segir Brynjar og hlær. Verðlaunin verða í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2, á Visir.is og FM957. Útsending hefst kl. 19.45 kvöld. Verður að sjálfsögðu rauður dregill til að ganga á inn að salnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.