Morgunblaðið - 03.05.2008, Side 56
LAUGARDAGUR 3. MAÍ 124. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Greinir ekki á við Nature
Aðferðafræði Hafrannsóknastofn-
unar við fiskveiðiráðgjöf greinir ekki
á við sjónarmið sem fram koma í ný-
legri grein í Nature um viðgang fisk-
stofna, að sögn Jóhanns Sigurjóns-
sonar forstjóra. » 2
Fimm ára fangelsi
Ian Strachan, sem er af íslenskum
ættum, var sakfelldur í London
ásamt félaga sínum fyrir tilraun til
fjárkúgunar. Báðir neituðu sak-
argiftum. Þeir voru dæmdir hvor um
sig til fimm ára fangelsisvistar. » 2
Mesta afhroð í 40 ár
Breski Verkamannaflokkurinn
galt mesta afhroð sitt í sveitar-
stjórnarkosningum í fjóra áratugi í
fyrradag. Ken Livingstone, borg-
arstjóri London, náði ekki endur-
kjöri og beið ósigur fyrir íhalds-
manninum Boris Johnson.
» Forsíða, 16
SKOÐANIR»
Staksteinar: Jóhanna Sigurðardóttir
Forystugreinar: Varnarbúnaður
lögreglumanna | Batnandi horfur?
UMRÆÐAN»
Mannslíf ekki mikils metið
Að kyrkja lítið dýr?
Afleikur Landverndar
Villimennska í Afríku
Lesbók: Hvað er ljóð?
Amiina: Vefararnir miklu
Börn: Undarlegt augnaráð
Léku sér saman, nú leika þau saman
LESBÓK | BÖRN»
3 3 !3
3
3! 3!
4 +5%&
." %*"+
6 "# " "#%%$%1 % 3!
3 3 !3 3
3 3 3
!3
-
71 &
3 3 3 !3 3 3!
3 3!
3
89::;<=
&>?<:=@6&AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@&7%7<D@;
@9<&7%7<D@;
&E@&7%7<D@;
&2=&&@$%F<;@7=
G;A;@&7>%G?@
&8<
?2<;
6?@6=&2*&=>;:;
Heitast 12 °C | Kaldast 5 °C
A og SA 3-8 m/s, NA
8-13 nv-til. Skýjað og
dálítil rigning eða súld,
úrkomulítið a-til. Létt-
ir til er líður á daginn. » 10
Helgi Snær Sigurðs-
son veltir fyrir sér
hvort sjónvarps-
stöðvarnar megi
ekki gera betur við
myndlistina. » 52
LISTIR»
Krúttleg
fylling?
DANS»
Verkið Systur fær
jákvæða umsögn. » 50
Hjörvar „Stranger“
Hjörleifsson vinnur
að sólóplötu og nýt-
ur liðsinnis Ken
Thomas við hljóð-
blöndunina. » 46
TÓNLIST»
Styttist
í plötuna
STJÖRNUR »
Kim Cattrall hefur enga
aldursfordóma. » 53
KVIKMYNDIR»
Stjörnurnar sýndu sig í
vikunni. » 55
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Horfði 780 þús. sinnum á klám …
2. Bankastarfsmenn uggandi
3. Brúðkaupsveislan endaði með …
4. Sá annan mann fara í jarðhýsið
Íslenska krónan veiktist um 0,4%
HLJÓÐSKÚLPTÚR Þórarins
Jónssonar myndlistarnema getur að
heyra af svölum Listaháskóla Ís-
lands næstu daga
en þar er um að
ræða upptöku af
bænakalli úr ísl-
amstrú.
Að sögn Þór-
arins er meg-
inhugsun verks-
ins að koma með
mótvægi við nei-
kvæða umræðu
um íslam í hinum
vestræna heimi.
Upptakan verður leikin fimm
sinnum á dag í eina viku, í um það bil
eina mínútu í hvert skipti. Þórarinn
segir verkið einnig hafa þann tilgang
að klæða Reykjavík í framandi bún-
ing. „Bænakallið í Austurlöndum
nær er sungið á mjög fallegan og
söngrænan hátt,“ segir Þórarinn en
hann hefur stundað nám við LHÍ frá
því í febrúar.
Bænakall
leikið í viku
Þórarinn Jónsson
TVÍBURARNIR Diljá og Leópold Hjörleifs-
börn, 10 ára, og Erla Mist Magnúsdóttir, 11
ára, standa fyrir tónleikum sem haldnir verða
í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í dag kl. 16.
Tónleikarnir eru til styrktar Barnaspítala
Hringsins.
Krakkarnir eru að eigin sögn búnir að æfa
sig í margar vikur fyrir tónleikana en þau
hafa öll æft á hljóðfæri í um tvö ár. Leópold
og Erla Mist spila bæði á píanó. „Ég ætla að
spila lagið Regnboginn sem ég samdi sjálfur,“
segir Leópold, „svo ætla ég að spila blús. Svo
ætlum við Erla að spila lag úr þýskum söng-
leik.“
Þá ætla Erla Mist og Diljá að syngja nokkur
vel valin lög, m.a. á sænsku og þýsku. Þau
byrjuðu í nóvember að selja heimagerða hluti
til styrktar spítalanum en ákváðu í ársbyrjun
að halda þessa tónleika.
Þeim til aðstoðar verða m.a. foreldrar Erlu
Mistar en faðir hennar, Ívar Helgason, mun
bregða sér í gervi Mikka refs og ætlar móðir
hennar, Margrét Árnadóttir, að syngja með
henni og Diljá.
Æfingar hafa staðið yfir í margar vikur
Spila á píanó og syngja á tónleikum til styrktar Barnaspítala Hringsins
Morgunblaðið/hag
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
og Víði Sigurðsson
VETURINN 1985-1986 tóku 42
karla- og kvennalið þátt í deildar-
keppni Handknattleikssambands Ís-
lands en á síðustu 22 árum hafa 17 lið
lagt upp laupana eða dregið sig í hlé.
Á sama tíma hefur liðum í röðum
Körfuknattleikssambands Íslands
fjölgað um eitt á ári, en veturinn
1985-1986 voru samtals 27 lið skráð
til leiks í karla- og kvennaflokki í
deildarkeppni KKÍ. Á leiktíðinni
sem lauk fyrir skemmstu voru liðin
49 og hefur þeim fjölgað um 22.
Það vekur athygli að aðeins þrjú
bæjarfélög utan höfuðborgarsvæðis-
ins sendu lið í deildarkeppni á síð-
ustu leiktíð í handboltanum; Akur-
eyri, Vestmannaeyjar og Selfoss.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, segir að skortur
á leiðbeinendum og þjálfurum úti á
landi geri handboltanum erfitt um
vik. „HSÍ hefur lagt áherslu á að fara
með vináttuleik út á land til þess að
kynna íþróttina, en það vantar fólk
til að fylgja slíkum heimsóknum eft-
ir,“ segir Einar. Friðrik Ingi Rún-
arsson, framkvæmdastjóri KKÍ,
segir að það sé einfaldara fyrir börn
og unglinga að leika í körfubolta –
miðað við þá sérhæfingu sem þarf í
handboltanum. | Íþróttir
Handboltinn gefur eftir
Á 23 ára tímabili hefur handboltaliðum fækkað um 17
Um leið hefur körfuboltaliðum fjölgað um eitt á ári
Í HNOTSKURN
»Vandamál íþróttahreyfing-arinnar í framtíðinni verður
að fá fólk til stjórnarstarfa í
sjálfboðavinnu.
»Körfuboltaliðum af Suður-landi sem taka þátt í deild-
arkeppni í karlaflokki hefur
fjölgað um 80% á 23 árum.
»Sérsambönd á Íslandi þurfaað afla sjálf 70-80% af tekjum
sínum en þessu er öfugt farið á
Norðurlöndunum.
Morgunblaðið/Ómar
Breytt 17 handboltalið hafa hætt
þátttöku í deildarkeppni á 23 árum.