Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 14

Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ATVINNULÍFSHÓPUR Framtíðar- landsins hefur sent frá sér skýrslu um opinberan stuðning við stóriðju. Í hópnum starfa hagfræðingar og verkfræðingar. Niðurstaða skýrslunnar er sú að fjárfesting í stóriðju með núver- amdi ríkisaðstoð sé langt frá því að vera hagkvæm leið til uppbygg- ingar atvinnulífi hér á landi. „Staðbundin áhrif eða öllu heldur byggðasjónarmið hafa oft verið notuð til að réttlæta fjárfestingu í stóriðju. Álver er vissulega um- fangsmikill atvinnurekandi og greiðir tiltölulega góð laun. Reynsl- an m.a. frá Bandaríkjunum hefur hins vegar sýnt að starfsemi álvera hefur aðeins spornað gegn óhag- stæðri byggðarþróun þar sem þau eru rekin en hefur ekki snúið þró- uninni við,“ segir í tilkynningu. Stóriðja til einskis? NÝ vefgátt um almannatryggingar á Norðurlöndum, www.norsoc.org, var opnuð á dögunum. Vefgáttin er samstarfsverkefni tryggingastofn- ana á Norðurlöndunum og er til- gangur hennar að veita þeim sem hyggjast starfa, nema eða flytjast innan Norðurlandanna bestu mögu- legu upplýsingar og svör við spurn- ingum um almannatryggingar. Norræn gátt SAMKVÆMT áætlunum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði um sölu og birgðir mjólkurafurða má gera ráð fyrir að greiðslumark mjólkur á næsta verðlagsári verði 119 milljónir lítra. Sala mjólkuraf- urða á innanlandsmarkaði hefur gengið ágætlega undanfarna mán- uði og því verður greiðslumarkið aukið um tvær milljónir lítra eða 1,7%. Gangi þetta eftir verður þetta fimmta verðlagsárið í röð sem greiðslumark mjólkur er aukið. Meiri mjólk Aukning Fyrir 5 árum var greiðslu- mark mjólkur105 milljónir lítrar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson MIKIÐ tjón varð þegar kaldavatns- leiðsla gaf sig í inntaksklefa í íþróttahúsi Þróttar og vatn flæddi inn í 900 fermetra íþróttasal á neðstu hæð. Vart varð við tjónið snemma morguns og strax var kall- að eftir aðstoð. Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins vann í morgun ásamt starfsmönnum íþróttahúsins og framkvæmda- og eignasviðs að því að dæla vatni í burtu og forða munum frá skemmdum. Salurinn, sem heitir Skellur, er ónothæfur. Rjúfa þurfti gólf íþróttasalarins til að dæla burt vatninu en það var undir öllu gólfinu. Samkvæmt upp- lýsingum frá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar er ljóst að tjón hleypur á milljónum króna. Milljónatjón er rör gaf sig „VIÐ sem höfum prófað að standa heiðursvörð vitum að það reynir gríðarlega á og þarfnast mik- ils undirbúnings,“ segir Bragi Björnsson aðstoð- arskátahöfðingi. Skátar gegna venju samkvæmt stóru hlutverki víða um land á þjóðhátíðardaginn, koma m.a. að helgistundum, skrúðgöngum og skemmtidagskrá og hafa gert í áratugi. En það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að standa heiðursvörð. „Undirbúningur fyrir þennan dag tekur um tvo mánuði og það þarf að gæta vel að mataræði og sjá til þess að blóðsykurinn sé nægur,“ segir Bragi. „Sú hætta er fyrir hendi að það líði yfir fánabera, en það er hægt að nota ýmis lítil brögð til að halda blóðrásinni gangandi; hreyfa fætur örlítið úr stað og kreppa hnefa svo lítið beri á. Ég held að það séu reyndar liðin þrjú ár síðan síðast leið yfir skáta við athöfnina á Austurvelli. Auðvitað er yfirlið áfall fyrir ungar sálir, en við sem eldri erum vitum að hver sem er getur lent í slíku. Við bendum þeim gjarnan á að í heið- ursverði Elísabetar Englandsdrottningar eru menn sem hafa þetta að aðalatvinnu, en þeir eiga stundum erfitt með að standast álagið og detta út. Vegna álagsins tölum við um fánabera og fána- verði, en annar hver maður í verðinum er fánalaus og grípur inn í ef þörf er á. Að auki erum við með varamenn og göngustjórar eru til taks ef í óefni stefnir. Skátar leggja mikla áherslu á að fáninn snerti ekki jörð, slíkt þykir ekki góð lexía. Skátar í heið- ursverði hafa sést skutla sér til að grípa fánann ef fánaberi hefur riðað til falls, en hafa lítið hugsað um félagann sem féll eins og drumbur í jörðina,“ segir Bragi. Að halda takti og taka beygjurnar rétt Hann segir að undirbúningur lúti að gönguæf- ingum og uppröðun eftir kúnstarinnar reglum; nefnir sem dæmi að gæta þurfi að því að halda takti og taka beygjurnar rétt. „Þar sem lítil hefð er fyrir slíku á Íslandi þá er bæði hollt og skemmtilegt fyrir unglinga að fá að spreyta sig. Krakkarnir mega ekki vera undir 15 ára aldri og eru flest á menntaskólaaldri. Hvar sem er í heiminum lofa skátar að gera skyldu sína við ættjörðina. Við lítum svo á að fán- inn standi fyrir ættjörðina og það sem hún hefur gert fyrir okkur. Þetta er dagurinn þegar þjóðerniskenndin er sem mest og við erum stolt af því að fá að halda heiðri fánans á loft. Við leggjum áherslu á að ungmennin fái þetta tækifæri.“ Það er í nógu að snúast hjá Reykjavíkurskátum á þjóðhátíðardaginn. Dagurinn byrjar með heið- ursverði við athöfn við leiði Jóns Sigurðssonar í Suðurgötukirkjugarði. Svo er gengið fylktu liði niður á Austurvöll þar sem staðinn er heið- ursvörður meðan hátíðardagskrá fer fram. Skátar leiða líka skrúðgöngur frá Hlemmi og Hagatorgi í miðbæinn Síðast en ekki síst sjá skátar um dag- skrá í Hljómskálagarði. Vinnudagurinn er því langur; þau sem standa heiðursvörðinn mæta upp úr klukkan sjö og eru að fram eftir degi. „Það lítur vel út með veður í dag, en við höfum alltaf einhverjar áhyggjur af veðrinu,“ segir Bragi. „Það er ekkert grín að standa upp á end- ann í klukkutíma án þess að hreyfa sig þegar veðrið sýnir sínar verstu hliðar. Ég man að fyrir nokkrum árum var veðurspáin slæm og ég nefndi við krakkana hvort við þyrftum ekki að vera í stökkum yfir skátabúningnum. Það fannst þeim ekki koma til greina, væri hreinlega hneisa.“ Skátar bjarga fánanum frekar en fánaberanum Morgunblaðið/G.Rúnar Æfing Skátarnir voru með æfingu síðdegis í gær í kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrir daginn í dag. Bragi Björnsson héraðs- dómslögmaður er jafnframt aðstoðarskátahöfðingi. Dag- urinn hefur sérstakan sess í huga skátans, en ekki síður persónulega fyrir Braga sem í dag fagnar 40 ára afmæli sínu. En verður hann við vinnu á þjóðhátíðardeginum að þessu sinni? „Heyrðu, það er nú bara þannig að ég hafði komið að hátíð- arhöldum á 17. júní í aldarfjórðung, eða frá því að ég var 14 ára, þangað til í fyrra. Þá var ég í út- löndum vegna vinnu minnar og sá þá að þetta var hægt án mín. Í dag ætla ég að taka mér frí. Mér finnst þó lík- legt að ég verði á Austurvelli og fylgist með mínu fólki. Mig langar að vera þarna einu sinni sem áhorfandi, vil bara fá að taka þátt, en ekki að starfa eða stýra einhverju, svona einu sinni,“ segir Bragi Björnsson. Afmælisbarnið fylgist með en stjórnar engu Bragi Björnsson Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is GERT er ráð fyrir fjölmenni í miðbæ Reykja- víkur í dag, enda veðurspáin góð. Borg- arstarfsmenn hafa að undanförnu unnið af krafti að slætti, gróðursetningu og hreinsun á veggjakroti og öðrum ósóma til að borgin skarti sínu fegursta fyrir daginn. Viðamikil dagskrá í borginni Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjavík er að finna á 17juni.is, en hún fer að venju fram í miðborginni. Fyrir hádegi mun fjallkonan flytja ávarp á Austurvelli og forsetinn leggja blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Eftir hádegi verða ókeypis leiktæki í Hljóm- skálagarðinum og mun Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur sýna fallhlífarstökk þar klukkan fjögur. Þá mun skrúðganga fara frá Hlemmi niður Laugaveg kl. 13:40. Um kvöldið verða tónleikar á Arnarhóli, dansleikur á Ingólfstorgi og hipphopp- tónleikar á horni Lækjargötu og Von- arstrætis. Allir í strætó og efld löggæsla Lögregla vill beina til hátíðargesta að nýta sér almenningssamgöngur til að komast niður í bæ, en sjái þeir sér það ekki fært er þeim bent á að leggja í bílastæði við Borgartún og Háskóla Íslands. Fram til klukkan sex munu leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 aka Snorrabraut, Sæbraut, Geirs- götu, Mýrargötu, Ánanaust og Hringbraut og leið 14 mun aka Ánanaust, Hringbraut og Snorrabraut. Ekið verður skv. tímaáætlun laugardaga, þ.e. á 30 mínútna fresti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst kalla út aukamannskap til að halda uppi gæslu í miðbænum. Gert er ráð fyrir að lög- reglumenn muni ganga um miðborgarsvæðið fjórir í hóp og lögreglumenn á hjólum verða á svæðinu. Þá verður umferðareftirlit hert, enda búist við mikilli umferð í bæinn. Einnig verður haldið upp á daginn m.a. í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Búist við góðu veðri og margmenni í miðborginni á þjóðhátíðardaginn Morgunblaðið/Golli Gaman Þessir ungu menn munu án efa skemmta sér jafn vel í ár og í fyrra. Í HNOTSKURN »Veðurstofan spáir allt að 15 stiga hita,bjartviðri og litlum vindi á höfuðborg- arsvæðinu 17. júní. »Margar götur verða lokaðar í mið-bænum. »Fallhlífarstökk verður í Hljómskála-garðinum kl. 16. »Raggi Bjarna borgarlistamaður er með-al þeirra sem halda uppi stuðinu á Ing- ólfstorgi um klukkan 20. STUTT Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.