Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SPURNINGIN er ekki sú hvort
Magnús Carlsson vinni hið ægisterka
Aero-svit mót í Foros í Úkraínu, held-
ur miklu frekar hversu langt verður í
næstu menn. Eftir fyrstu sjö umferð-
irnar hafði hann tveggja vinninga for-
skot með 6 vinninga. Þessi árangur,
sem minnir um margt á Kasparov og
Fischer þegar þeir voru upp á sitt
besta, reiknast upp á yfir 3.000 Elo-
stig. Gæði taflmennskunnar eru
framúrskarandi. Magnús lagði rúm-
enska stórmeistarann Nisipeanu í 6.
umferð en hægði örlítið á ferðinni og
gerði stutt jafntefli við Alekseev í sjö-
undu umferð.
Sérfræðingar um skákstig hér á
landi reiknuðu það út eftir sjöttu um-
ferð að Magnús þyrfti aðeins þrjú stig
í viðbót til að komast upp fyrir Anand
á heimslistanum. Hann þarf m.ö.o. að
bæta við a.m.k. sjötta sigrinum til að
það takist.
En staðan eftir sjöundu umferð var
þessi:
1. Magnús Carlsen (Noregi) 6 v. (af 7 )
2.-4. Andrei Volotkin (Úkraínu), Sergei
Karjakin (Úkraínu) og Pavel Eljanov
(Úkraínu) 4 v.
5.-8. Alxei Shirov (Spánn), Vasií Ivantsjúk
(Úkraínu), Peter Svidler (Rússland)
og Dmitry Jakovenko (Rússland) 3 ½
v.
9.-10. Liviu-Dieter Nisipeanu (Rúmaníu) og
Evgeny Alekseev (Rússland) 3 v.
11.–12. Loek Van Wely (Holland) og Alexand-
er Onitsjúk (Bandaríkin) 2 v.
Þegar nokkuð var liðið á áttundu
umferð mótsins í gær lá fyrir að Carl-
sen var búinn að gera jafntefli við
Onitsjúk.
Tveir íslenskir sigrar
á Boðsmóti TR
Sex Íslendingar þrír Danir og einn
skákmaður frá Puerto Rico tefla á
Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur
sem hófst á sunnudaginn. Boðsmót
TR hefur farið fram með reglulegum
hætti um áratuga skeið og venjulega
fer það fram yfir sumarmánuðina.
Meðal þeirra sem unnu í fyrstu um-
ferð mótsins voru Björn Þorsteinson
sem lagði aðalskipuleggjenda móts-
ins, Torfa Leósson. Þá vann Björn
Þorfinnsson nýr forseti SÍ vann einn-
ig sína skák gegn Ivan Nieves Ka-
malakanta frá Puerto Rico. Jakov
Vang Glud vann Daða Ómarsson en
jafntefli gerðu Guðmundur Kjartans-
son og Ingvar Þ. Jóhannesson og
Espen Lund og Simen Bekker Jen-
sen.
Einn aðaltilgangur mótsins er að
gefa ungum og skákmönnum í TR
möguleika á titiláföngum en áfangi al-
þjóðlegs meistara er 6½ vinningur af
níu mögulegum. Gaman verður að
fylgjast með gengi íslensku skák-
mannanna en líklegastir til afreka eru
sennilega Guðmundur Kjartansson
og Ingvar Þ. Jóhannsson að ógleymd-
um Birni Þorfinnssyni sem er stiga-
hæstur íslensku skákmannanna en
Danirnir þrír skipa ásamt honum hóp
fjögurra þeirra stigahæstu.
Blindur grænlenskur piltur
teflir í Djúpuvík
Allt útlit er fyrir góða þátttöku á
minningarmótinu um Pál Gunnarsson
sem fer um næstu helgi. Alls hafa um
60 skákmenn skráð sig til leiks.
Meðal keppenda eru stórmeistar-
arnir Helgi Ólafsson og Henrik Dani-
elssen, alþjóðlegu meistararnir Stef-
án Kristjánsson og Arnar Gunnars-
son, Björn Þorfinnsson forseti, Guð-
mundur Kjartansson og fjölmargir
aðrir sterkir skákmenn. Þá hefur
skráð sig til leiks blindur grænlensk-
ur piltur Paulus Napatoq. Paulus
kemur alla leið frá þorpinu Ittoq-
qortoormiit, en engin byggð er norð-
ar á austurströnd Grænlands.
Nær Magnús Carlsen efsta sæti á heimslistanum?
Enn einn sigurinn Magnús Carlsen (t.h.) vel birgur af appelsíusafa leggur
Rúmenann Nisipeanu í sjöttu umferð.
SKÁK
Foros, Úkraínu
Aerosvit-mótið
7.-20. júní 2008
helol@simnet.is
Helgi Ólafsson
Það var árið 1949 að
sex vaskir ungir piltar
fóru með ms. Trölla-
fossi vestur til Banda-
ríkjanna í flugvirkjanám.
Þegar við vorum komnir til New
York vorum við svo heppnir að taka
Route 66 og komum til Los Angeles
eftir ógleymanlega fjögurra sólar-
hringa ferð.
Flugvirkjanámið tók eitt ár í virt-
um flugvirkjaskóla, Cal-Aero í Glen-
dale í Kaliforníu. Við vinirnir vorum
nú orðnir sjö sem leigðum einbýlis-
hús og gerðum lítið annað en að læra
og hugsa um eldamennskuna, sem
var heilmikið mál í þá daga. En við
tengdumst órjúfanlegum vinabönd-
um sem hafa haldist í öll þessi ár en
Benedikt er sá fyrsti sem fellur frá
úr þessum hópi. Benedikt var einn af
okkur og eftir heimkomuna réð hann
sig til Flugfélags Íslands þar sem
hann hafði áður verið lærlingur hjá
Brandi Tómassyni yfirflugvirkja.
Hann varð vaktstjóri hjá sama
fyrirtæki og síðan tóku við flugvél-
stjórastörf á DC 4 og DC 6 í tíu ár,
bæði á Grænlandi og öðrum áfanga-
stöðum Flugfélags Íslands.
Þegar flug lagðist niður á þessum
vélum þá kom Benni, eins og hann
var kallaður, aftur til starfa hjá
tæknideildinni sem skoðunarmaður
og gegndi því starfi til starfsloka.
Benni var góður og vandaður
starfsmaður og var alltaf mjög hjálp-
samur við að aðstoða ungu mennina
sem voru að byrja í starfi enda var
hann sérstakur reglumaður og til
fyrirmyndar fyrir unga menn.
Benedikt var flugmaður og flaug
mikið sér til ánægju. Hann átti hlut í
Flugstöðinni hf. og þar að auki hlut í
mörgum flugvélum. Benni var alltaf
að og féll aldrei verk úr hendi.
Eftir starfslok hjá Icelandair fór
hann að vinna við Pál Sveinsson DC
3, landgræðsluvélina, og lagði hann
mikla rækt við það starf.
Hann naut þess að koma sér upp
sumarbústað með sinni elskulegu
konu og einmitt þegar hópurinn
ásamt eiginkonum kom síðast saman
í fyrrasumar var það hjá Auði og
Benna í Skorradalnum.
Við skólafélagarnir frá Glendale
Benedikt Eyfjörð
Sigurðsson
✝ Benedikt Ey-fjörð Sigurðsson
fæddist í Reykjavík
2. desember 1929.
Hann lést á heimili
sínu, Lækjasmára
72 í Kópavogi, 31.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Vídalínskirkju í
Garðabæ 10. júní.
munum sakna þín því
þú varst góður félagi
og vinur.
Við sendum Auði og
fjölskyldunni okkar
innilegustu samúðar-
kveðjur.
Skólabræður og
eiginkonur,
Alfreð, Ármann,
Búi, Gunnar, Hall-
dór og Haraldur.
Með örfáum línum
viljum við kveðja
elskulegan samstarfsmann okkar og
félaga, Benedikt Sigurðsson flug-
virkja, og senda vandamönnum hans
samúðarkveðjur. Benni eins og hann
var jafnan kallaður hafði starfað um
áratugaskeið hjá Landgræðslunni. Á
þeim tiltölulega stutta tíma af hans
merku og löngu starfsævi reyndist
hann einstaklega hugljúfur og dag-
farsprúður félagi og starfsmaður.
Hlutverk hans var að sinna viðhaldi
landgræðsluflugvélarinnar Páls
Sveinssonar eða þristinum eins og
hún er nú jafnan kölluð. Með prúð-
mannlegri framkomu sinni sýndi
hann strax hversu vel hann var
starfinu vaxinn. Það var til þess tek-
ið hversu hjálpfús hann var og
traustur starfsmaður, ljúfmenni og
einstakur í samskiptum og um-
gengni.
Hann hafði mikla kímnigáfu og
var ótrúlega sögufróður, sérstaklega
frá Grænlandsfluginu og árdögum
flugsins hér á landi. Hann naut þess
að segja frá margvíslegum ævintýr-
um í fluginu og það var unun að
hlusta á hann segja frá þeim og
veiðiferðum, en silungsveiði var
hans líf og yndi. Hann var frábær
fagmaður á sínu sviði og þekkti
þristinn út í ystu æsar. Þrátt fyrir
skerta heyrn á síðustu æviárum
heyrði hann alltaf rétt klukkuslátt-
inn í þristinum og tilfinning fyrir
hljóði vélarinnar var með ólíkindum.
Hann þurfti ekki viðgerðarbækurn-
ar til að finna það sem að var, eða til
að setja hana saman eftir að véla-
hlutir höfðu verið teknir sundur.
Einstök samviskusemi varðandi vél-
ina einkenndu öll hans störf. Benni
var sannur þristavinur, en hafði dá-
læti á öllum eldri flugvélum og var
afar fróður um þær. Okkur félögum
hans hjá Landgræðslunni er að leið-
arlokum efst í huga þakklæti og
virðing fyrir viðkynninguna sem
aldrei bar skugga á. Kærar kveðjur
frá Jónu Maríu, Ómari og hleðslu-
mönnum sem unnu með honum í
landgræðslufluginu og hugsa til
hans með virðingu fyrir samfylgd-
ina. Minningin um góðan dreng, sem
vildi öllum gott gera, mun lifa með
okkur. Við vottum aðstandendum
hans okkar dýpstu samúð. Björn
Bjarnarson,
Sveinn Runólfsson og synir.
Benedikt Sigurðarsyni flugvirkja
kynntist ég eftir að ég fór að fljúga
DC3 flugvél Landgræðslu ríkisins,
Páli Sveinssyni eða Þristinum eins
og við nefnum oftast flugvélina.
Benni, eins og hann var jafnan kall-
aður, var hafsjór af fróðleik um við-
hald og uppbyggingu DC3-flugvéla
eins og annarra flugvéla sem hann
kom nærri. Hann var mikill áhuga-
maður um flug á gömlum flugvélum.
Hann sá um viðhald á Þristinum
„okkar“ Páli Sveinssyni ásamt fleiri
flugvirkjum á síðasta áratug land-
græðsluflugsins, en hann hafði unnið
mikið við DC3-flugvélar meðan þær
voru notaðar af Flugfélagi Íslands í
innanlandsfluginu. Þegar við vorum
að dreifa áburði á Páli frá ýmsum
stöðum á landinu, þá fylgdi Benni
okkur til að sjá um viðhaldið. Á þeim
ferðum okkar kom fyrir eins og
gengur að ekki var hægt að fljúga
vegna veðurs. Þá voru sagðar sögur
úr fluginu frá tímum Catalína-flug-
báta, Douglas DC3, DC4, DC6
o.s.frv. Benni gat frætt okkur um all-
ar þessar vélar þar sem hann hafði
ýmist unnið við þær sem flugvirki
eða unnið um borð í þeim sem flug-
vélstjóri.
Með Benna er genginn einn af
frumkvöðlum íslenskrar flugsögu.
Menn eins og hann, sem hafa unnið
við allar þessar flugvélategundir til-
heyra svo sannarlega hópi frum-
kvöðla í fluginu á Íslandi. Benni
hafði einkaflugmannspróf og átti
hlut í mörgum flugvélum í gegnum
tíðina og flaug þeim. Hann hafði því
einnig reynslu sem flugmaður og
naut þess að segja okkur sögur af
þeirri reynslu sinni líka. Ein af þeim
sögum er mér sérlega eftirminnileg.
Það er flug sem hann fór frá Sauð-
árkróki til Reykjavíkur á Eurocop-
ter sem hann flaug sjálfur. Hann
lenti í hremmingum bæði á Holta-
vörðuheiðinni vegna þoku og undir
Hafnarfjalli vegna mikillar ókyrrð-
ar. Við flugmennirnir höfðum gaman
af að heyra hann segja frá þessu
flugi. Þrátt fyrir að sagan væri al-
varleg þá var mikið hlegið þegar
hann sagði frá og lýsti þeim hættum
sem hann lenti í, á gamansaman
hátt. Þessa sögu heyrði ég hann
segja mörgum sinnum en alltaf var
jafnskemmtilegt að hlusta á hana.
Benni var einn af þeim sem hélt
Þristinum gangandi og var alltaf
tilbúinn að koma og leysa þau mál
sem þurfti til að vélin gæti flogið.
Þristurinn var Benna ofarlega í
huga, þannig fékk ég skilaboð frá
honum fáeinum dögum áður en hann
lést þar sem hann vildi vita hvernig
okkur gengi með Þristinn, þetta vor-
ið. Ég heimsótti hann og þar rædd-
um við um Þristinn og það sem búið
væri að gera og það sem væri fram-
undan. Það eru forréttindi að fá að
kynnast og vinna með manni eins og
Benna. Fyrir hönd stjórnar DC3
Þristavinafélagsins sendi ég eftirlif-
andi eiginkonu Benna, Auði og fjöl-
skyldu samúðarkveðjur.
Tómas D. Helgason.
Á hverjum mánudagsmorgni hitt-
ist fámennur hópur manna í kaffi í
Perlunni. Þetta eru fyrrverandi
samstarfsmenn og félagar Bene-
dikts E Sigurðssonar flugvirkja en
hann var félagi í þessum fámenna
hópi. Hans er nú sárt saknað og
missirinn mikill fyrir hópinn. Bene-
dikt er nú floginn til annars heims en
minningin um hann lifir áfram. Auði
og fjölskyldunni sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Perluhópsins,
Karl Hjartarson.
Enginn ræður sín-
um næturstað. Þetta
fór um huga minn, er
ég frétti andlát
Helgu vinkonu minn-
ar, sem svo snöggt og að því er
virðist fyrirvaralaust kvaddi þetta
líf. Hún hafði brugðið sér í sund,
svona rétt eins og venjulega, en
veiktist og var látin áður en komið
var á sjúkrahús. Þetta var mikið
reiðarslag fyrir alla ástvini Helgu,
ekki síst er hátíð ljóss og friðar var
í nánd. Þar sem ég komst ekki að
útför Helgu langar mig að minnast
hennar með nokkrum orðum.
Kynni okkar Helgu hófust er ég
réð mig eitt sumar sem matráðs-
kona hjá bræðrum hennar í sveit-
inni. Með mér var ungur sonur
minn og þótti hann fljótt liðtækur
við bústörfin, enda undi hann sér
vel í sveitinni og sumrin urðu fleiri.
Á þessum tíma komu hjónin Er-
lendur og Helga í heimsókn. Svo
Helga Ívarsdóttir
✝ Helga Ívars-dóttir fæddist í
Vestur-Meðal-
holtum í Flóa 4. jan-
úar 1934. Hún lést í
Reykjavík 21. des-
ember 2007 og fór
útför hennar fram
frá Bústaðakirkju 3.
janúar 2008.
ég kynntist þeim all-
nokkuð. En eftir and-
lát Erlendar fór ég
að taka Helgu með
mér á ýmis námskeið,
til dæmis dansnám-
skeið og ýmislegt
fleira. Upp úr standa
þó dagsferðirnar,
sérstaklega þó
Skógaferðin, þar sem
veðrið lék við okkur
og svo safnið, sem er
yfirgripsmikið og for-
vitnilegt. Þegar við
fórum í þessar löngu
ferðir höfðum við varabílstjóra
svona til öryggis. Aldrei henti neitt
óhapp okkur Helgu á ferðum okk-
ar enda ferðabænin alltaf til stað-
ar.
Helga reyndist Erlendi manni
sínum mjög vel í hans alltof langa
sjúkdómsstríði. Erlendur var
myndarmaður og mjög flinkur
húsgagnasmiður. Ekki verða fleiri
ferðirnar okkar Helgu í sveitina en
síðastliðið sumar kom okkur sam-
an um að hafa töðugjöld og var þá
kallað í bræðurna sem búa annars
staðar, svo allir gætu notið veiting-
anna.
Ekki datt mér í hug að þetta
yrðu síðustu samfundir okkar
Helgu. Ég minnist góðra stunda í
sveitinni er við Helga vorum að út-
búa helgarsteikina og auðvitað var
tekist á um hvor væri betri kokk-
ur, mikið hlegið og mikið grínast.
En því miður er því lokið.
Helga var myndarhúsmóðir sem
veitti af rausn. Handavinnan henn-
ar var falleg. Helga tók mikinn
þátt í félagslífinu í Hæðargarði,
enda bjó hún þar svo hægt var um
vik. Helgu verður sárt saknað því
hún var dugleg að flytja fólið sem
þar bjó til kirkju.
Sárt er að hugsa til þess hve
Sverrir, sambýlismaður Helgu,
naut hennar stutt. En tæpt ár
varði þeirra sambúð. Sverrir
reyndist Helgu afar vel, nú vinnur
hann úr sorginni með sinni al-
kunnu ró.
Ekki sést jeppinn hennar Helgu
úti á planinu hjá mér í sumar. Ekki
verður farin nein helgarferð í
sveitina til að aðstoða þá bræður.
Ég sakna þeirra ferða.
Ég bið góðan Guð að blessa alla
ástvini Helgu. Læt fylgja hér með
ljóð sem er í miklu uppáhaldi hjá
mér:
Yndislega ættarjörð
ástarkveðju heyr þú mína.
Þakkar klökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni)
Blessuð sé hennar minning.
Elín S. Kristinsdóttir.