Morgunblaðið - 17.06.2008, Page 35

Morgunblaðið - 17.06.2008, Page 35
Ljósmyndir/Leó Stefánsson Smókur Karl Karlsson eða Kalli úr Dáðadrengjum fær sér smók, nýlentur í Viðey með þyrluna í bakgrunni. AÐ minnsta kosti 250 manns sóttu fimm ára afmælis- veislu blaðsins Reykjavik Grapevine í Viðey á föstu- dagskvöldið. Veðrið lék við veislugesti eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum og skemmtu menn sér konunglega. Það var hljómsveitin Dáðadrengir sem hélt uppi stuðinu og að sögn viðstaddra var sveitin hreint út sagt stórkostleg. Það voru því sælir og ánægðir veislu- gestir sem sigldu aftur í land um sólsetur. Veðurblíða í Viðeyjarveislu Flott í tauinu Huggulega klædd stúlka í afmælisveislu. Notalegt Gestir á eyjunni góðu. Bassinn plokkaður Rauðskeggjaður bassaleikari Dáðadrengja. Flöskustútur? Tilefni myndatöku óljóst. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 35 FIMM ár eru liðin síðan Ang Lee reyndi að færa ævintýri græna ris- ans Hulks á hvíta tjaldið. Útkoman árið 2003 var skelfileg, hæfileikar hins framúrskarandi taívanska leikstjóra fóru í súginn og myndin gekk illa í þokkabót. Draumar um myndaröð á borð við Spiderman eða Batman runnu því í sandinn. Fólkið hjá Marvel hefur þó ekki gefist upp, viðhorfið þar á bæ virð- ist vera að Hulk skuli slá í gegn, hvort sem áhorfendum líkar betur eða verr, og því gefur nú að líta aðra tilraun um kvikmyndaaðlögun. Hér er ekki á ferðinni fram- haldsmynd í hefðbundnum skiln- ingi þess orðs, né heldur end- urgerð. Hinn ótrúlegi Hulk (The Incredible Hulk) er einfaldlega önnur atlaga að því að búa til fyrstu myndina í gróðavænlegri seríu, og fyrsta verkefni leikstjór- ans, Louis Leterrier, er að reyna að þurrka út minningar um mynd Lees. Þetta reynir Leterrier að gera með því að forðast eins og heitan eldinn að skapa sál- fræðilegar flækjur umhverfis þau örlög að verða að gammageisla- skrímsli, en það var ein af mörgum gildrum sem Lee féll í í fyrri myndinni. Í nýju myndinni er upprunasög- unni komið áleiðis á fyrstu mín- útunum meðan nafnalistinn rúllar og því næst erum við komin beint inn í hringiðu söguþráðarins. Víkur sögunni þar til Brasilíu þar sem Bruce Banner (Edward Norton) dvelst í felum fyrir útsendurum hersins sem vilja góma hann í til- raun til að nota Hulk sem vopn. Í hönd fer einstaklega ófrumleg saga sem helst á floti vegna þess að tekist hefur að fá ágæta leikara til að taka að sér helstu hlutverk. Ew- ard Norton er stórfínn sem hinn hrakti og örvæntingarfulli Banner og William Hurt og Tim Roth eiga vel saman sem ómennin í sögunni. Þá hefur tölvutækninni fleygt fram síðan hinn stóri græni skoppaði um tjaldið líkt og undirfurðulegur sterabolti í mynd Lees og þótt Hulk sé ekki beinlínis sannfærandi sköpunarverk í nýju myndinni framkallar hann að minnsta kosti ekki hlátrasköll. Annars er það að ráðast í aðra útgáfu af Hulk kannski fyrst og fremst dæmi um þá gríðarlegu hugmyndafátækt sem ræður ríkj- um í Hollywood, ofurhetjumyndir eru vissulega hver annarri líkar en samt mætti halda því fram að fáar séu jafn ósjarmerandi og hinn ómálga Hulk. Grænn en ekki vænn KVIKMYND Smárabíó, Laugarásbíó, Borg- arbíó, Sambíóin Álfabakka og Selfossi Leikstjórn: Louis Leterrier. Aðalhlutverk: Edward Norton, Liv Tyler, William Hurt og Tim Roth. Bandaríkin, 114 mín. The Incredible Hulk (Hinn ótrúlegi Hulk) bbnnn Heiða Jóhannsdóttir Hamskipti Edward Norton um það bil að breytast í Hulk. Önnur útgáfa af Hulk er kannski fyrst og fremst dæmi um þá gríðarlegu hugmyndafátækt sem ræður ríkjum í Hollywood, að mati gagnrýnanda. SLÚÐURFREGNIR herma að Reese Wither-spoon hafi farið með kærasta sínum Jake Gyllen-haal í jógatíma um helgina. Jógatíminn þykir ekki síst fréttnæmur fyrir þær sakir að hann fór fram aðeins tveimur dögum eftir að gengið var frá skilnaði Reese og fyrrum eigin- manns hennar, Ryan Phillippe. Mun Ryan hafa upplýst við fjölmiðla að þegar skiln- aðurinn blasti við hafi hann liðið miklar vítiskvalir, verið í algjöru rusli bæði líkamlega og andlega, og í sjálfsvígshugleiðingum. Gekk jafnvel svo langt að hann vaknaði með grátstafinn í kverkun- um og uppköstum. Ryan mun nú all- ur hressari, kominn á fast með leik- konunni Abbie Cornish. Reese og Jake í jóga Reese WitherspoonJake Gyllenhaal Ryan Phillippe

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.