Morgunblaðið - 17.06.2008, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
HORNLEIKARAR úr öllum áttum
steðja nú til Íslands, þeirra erinda að
halda hátíð. Alþjóðlega hornleik-
araþingið Nordhorn 2008 hefst í Saln-
um á morgun og lýkur á sunnudag.
Hornleikararnir verða ekki í vandræð-
um með að hafa ofan af fyrir sér, því
auk alls kyns samspilsæfinga fyrir tón-
leika hátíðarinnar verða erindi, fyr-
irlestrar og masterklassar, auk tón-
leika þar sem hornið verður í aðal-
hlutverki. Dagskráin þessa þessa fimm
daga er þrautskipulögð frá morgni til
kvölds.
Lítið af leiðinlegum keppnisanda
Stefán Jón Bernharðsson er yngsti
hornleikarinn í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands, en hefur samt talsverða reynslu
af því að sækja hornleikaraþing. „Það
er mjög sterkt bræðralag meðal horn-
leikara; minna af leiðinlegum keppn-
isanda og meira kammeraterí,“ segir
Stefán Jón, og kveðst ekki hafa hug-
mynd um af hverju hornleikarar hafa
þessa sérstöðu meðal hljóðfæraleikara.
„Það er þekkt fyrirbæri alls staðar, að
hornleikarar standa vel saman, og það
er alltaf gaman að hitta þá hvar sem
er. Við horndeildin í Sinfó höfum til
dæmis oft farið saman á svona þing,
og ferðumst saman. Fólk spyr hvort
við fáum ekki nóg hvert af öðru yfir
veturinn þótt við eyðum ekki sumrinu
saman líka, en svona er það samt. Ég
held að þetta þekkist ekki til dæmis
meðal fiðluleikara eða flautuleikara.“
Frá áhugafólki til þeirra bestu
Stefán Jón segir það algera veislu
að fá tækifæri til að hitta svo marga
hornleikara. Þingið sæki áhugamenn
og nemar en einnig flinkasta atvinnu-
fólkið á okkar slóðum. „Það er frábært
fyrir okkur – og líka þá sem ekki spila
á horn, að fá að heyra í afburða horn-
leikurum víðsvegar að úr heiminum.
Ég held að þeir sem ekki spila á horn
geti vel heyrt hvað Ísland á í rauninni
góða hornleikara miðað við þá allra
bestu. Svo heyrir maður þetta fólk
líka kenna. Þetta er gríðarleg inspíra-
sjón.“
Alþjóðlega hornleikaraþingið Nordhorn 2008 haldið á Íslandi í fyrsta sinn
Sterkt bræðralag meðal hornleikara
Morgunblaðið/Kristinn
Vinir Hornaflokkur Sinfóníuhljómsveitar Íslands blæs í friði og vináttu. Gott er að eiga hauk í horni.
EINLEIKARI í Hornkonsert Richards
Strauss á Sinfóníutónleikum á föstudags-
kvöld er Radovan Vlatkovic frá Zagreb í
Króatíu.
Hann byrjaði sex ára að læra á horn, fyrst
í Bandaríkjunum, svo heima í Zagreb, en
lokaprófi lauk hann frá Tónlistarháskól-
anum í Detmold í Þýskalandi. Á námsárum
sínum vann hann verðlaun í þremur alþjóð-
legum hornleikarakeppnum, og hélt þeirri
frægðarför áfram að námi loknu, meðal
annars með sigri í einleikarakeppni ARD-
útvarpsins í München í Þýskalandi.
Frægðarferill Vlatkovic hefur verið óslit-
inn, en frá 1990 hefur hann helgað sig ein-
leik á hljóðfæri sitt. Hann þykir einn besti
horneinleikari heims í dag. Radovan Vlatko-
vic er einnig prófessor við Mozarteum í
Salzburg.
Komst á toppinn
á námsárunum
Salurinn, annað kvöld kl. 20
Kammersveit Reykjavíkur leikur; Petri Sakari
stjórnar
Mozart: Sinfonia di caccia í G-dúr
Einleikarar: Joseph Ognibene, Emil Friðfinnsson,
Stefán Jón Bernharðsson og Þorkell Jóelsson.
Graun: Konsert í D-dúr
Einleikari: David M.A.P. Palmquist
Lars-Erik Larsson: Concertino Op. 45 No. 5
Einleikari: Annamia Larsson
Hugi Guðmundsson: Hex (2008)
Einleikari: Stefán Jón Bernharðsson
Gordon Jacob: Concerto
Einleikari: Esa Tapani
--------------------------
Háskólabíó, föstudagskvöld kl. 19.30
Sinfóníutónleikar með 20 manna hornasveit; Stef-
an Solyom stjórnar
Þrjú verk eftir Richard Strauss: Alpasinfónía
Hornkonsert nr. 2
Einleikari: Radovan Vlatkovic
Ævintýri Ugluspegils
Tónleikar á
hornþingi