24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Hressing í bolla frá Knorr Milton, félag í eigu Baugs og Fons, hefur selt 31,4 prósenta hlut sinn í bresku heildsölukeðjunni Booker. Alls skiptu um 42 prósent allra hluta í félaginu um eig- endur en aðrir seljendur voru Kaupþing banki, sem seldi 6,2 prósent, og West Coast Capital, sem seldi 3,6 prósent. Eftir söluna eiga hvorki Milton né Kaupþing eignarhlut í Booker en West Coast Capital heldur eftir 2,2 prósenta hlut. Samkvæmt netmiðlinum Vísir.is er áætlaður söluhagnaður Milton um 14 milljarðar króna. Booker er metið á um 52 milljarða króna. Kaupthing Capital Partners og óháðir fjárfestar Kaupendur voru annars vegar Kaupthing Capital Partners (KCP), fjárfestingarsjóður sem að hluta til er í eigu Kaupþings banka, sem keypti 22 prósent, og hóp- ur stofnanafjárfesta sem keypti 20 prósenta hlut. KCP skuldbatt sig til að eiga hlutinn í að minnsta kosti ár. West Coast Capital er að hluta í eigu Toms Hunters, eins ríkasta manns Skotlands. Saman eiga Baugur, Fons og Hunter Jötun Holdings sem er fimmti stærsti eigandi Glitnis banka með 4,85 prósenta eignarhlut. thordur@24stundir.is Kaupthing Capital Partners og aðrir fjárfestar kaupa í heildsölukeðju Baugur og Fons út úr Booker Kaupþing Bankinn seldi allan hlut sinn í Booker. Meðal kaup- enda var sjóður sem að hluta til er í eigu hans. 24stundir/Árni Sæberg Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga boðaði í gær yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga sem starfa á samningi við fjármálaráðherra frá og með 10. júlí næstkomandi. Boðað var til yfirvinnubannsins í kjölfar árangurslauss fundar með samninganefnd ríkisins hjá rík- issáttasemjara. Á heimasíðu félagsins kemur fram að frá og með 10. júlí og þar til samningar nást muni hjúkr- unarfræðingar einungis skila vinnuskyldu í samræmi við um- samið starfshlutfall. Stjórn og samninganefnd félags- ins vísa alfarið á stjórnvöld varð- andi lausnir á þeim vanda sem bannið kann að valda. Boðuðu yfirvinnubann Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Unglingar hafa á undanförnum vikum haft samband við samtökin Barnaheill og leitað ráða vegna svokallaðra nettælinga. Ungling- arnir, flestir stelpur á aldrinum 13 til 16 ára, hafa í sumum tilfellum verið beittir andlegu ofbeldi af „netvini“ til að fækka fötum fyrir framan vefmyndavél, að sögn Mar- grétar Júlíu Rafnsdóttur, verkefn- isstjóra hjá Barnaheillum. „Það hefur nokkrum sinnum verið haft samband við okkur á undanförnum vikum vegna nettæl- inga. Í sumum tilfellum hafa það verið börnin sjálf sem hafa haft samband og í öðrum tilfellum aðrir aðilar, til dæmis vinkona sem ekki hefur lent í þessu en hefur heyrt af samtökum sem vinna að málefn- um barna,“ greinir Margrét frá. Nektarmyndir á Netið Hún segir að nettæling standi stundum yfir í langan tíma á með- an „netvinurinn“ er að byggja upp traust. „Barnið veit samt sem áður ekki hver hinn svokallaði netvinur er í raun og telur að hann sé annar en hann er. Þegar viðkomandi, sem þykist kannski vera strákur á unglingsaldri, hefur öðlast traust barnsins fer hann að tala við það á kynferðislegum nótum. En áður en barnið leyfir myndatöku hefur það verið brotið niður andlega og því hótað, oft á þann hátt að láti það ekki vita af sér á til dæmis klukkustundar fresti hafi það ákveðnar afleiðingar. Þess eru einnig dæmi að fyrrverandi kær- astar stelpna setji nektarmyndir af þeim á Netið.“ Barnaheill láta barnaverndaryf- irvöld og lögreglu vita af þeim ábendingum sem þeim berast. „Það á hins vegar ekki að taka skýrslu af börnum nema einu sinni. Sársaukinn ýfist upp þegar oft er spurt,“ segir Margrét sem telur að yfirvöld fái aðeins vitn- eskju um toppinn af ísjakanum eins og hún orðar það. Að sögn Margrétar er í sumum löndum ákvæði í lögum um net- tælingu. „Þar er það sakhæft að ætla að fremja einhvern verknað. Þetta er ekki nógu skýrt í íslensk- um lögum en það er vilji fyrir því að skerpa á þessum málum hér.“ Framhjáhald foreldranna Barnaheill hafa ekki fengið ábendingar frá börnum sem líður illa vegna tölvunotkunar foreldra, að sögn Margrétar. Af 1895 ábend- ingum varðandi tölvunotkun sem samtökum um réttindi barna í Sví- þjóð, Bris, bárust í fyrra snerust yf- ir 100 um tölvu- og farsímanotkun foreldra. Börnin höfðu áhyggjur af heimsóknum foreldra á klámsíður og framhjáhaldi þeirra í fjölskyldu- tölvunni. „Þetta er ein birtingar- mynd af áhyggjum barna af for- eldrum sínum. Það er mikilvægt að börn þurfi ekki að hafa slíkar áhyggjur,“ tekur Margrét fram. Tældar á Netinu  Unglingar leita ráða hjá Barnaheillum vegna nettælinga  „Netvinir“ hóta og beita and- legu ofbeldi til að fá unglinga til að fækka fötum fyrir framan vefmyndavélar Á Netinu Barnið telur að „netvinurinn“ sé annar en hann er í raun. ➤ Barnaheill eru frjáls fé-lagasamtök og hluti alþjóð- legrar hreyfingar. ➤ Barnaheill styðja börn semeru illa stödd. Vefsíða sam- takanna er barnaheill.is. BARNAHEILL Rannsókn lög- reglunnar á hass- hlassfundinum í Seyðisfjarðarhöfn hefur ekkert mið- að áfram að sögn Harðar Jóhann- essonar, aðstoð- arlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einn maður hefur verið handtek- inn og úrskurðarður í gæslu- varðhald til 9. júlí. ejg Rannsókn miðar ekkert áfram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn dauða manns sem lést af höfuðáverkum síðastliðinn föstudag. Maðurinn féll í götuna fyrir utan hús á Frakkastíg í Reykjavík hinn 8. júní síðastliðinn og var fluttur þaðan á Landspítala þar sem hann lést. Þrír menn eru enn í farbanni vegna málsins en talið er að þeir hafi valdið dauða mannsins með saknæmum hætti. aak Lát mannsins enn í rannsókn Nefúði með hormóninu oxytoc- in getur dregið úr félagsfælni, að því er niðurstöður rannsóknar breskra og sænskra vísindamanna sýna. Oxytocin leysist úr læðingi við til dæmis brjóstagjöf, fæðingu og nudd og styrkir bönd milli ein- staklinga, að því er greint er frá á vefsíðu Dagens Nyheter. Við rannsókn vísindamannanna voru 30 heilbrigðir einstaklingar látnir skoða myndir af andlitum og var þátttakendum gefinn hættulaus rafstraumur þegar þeir skoðuðu sumar myndanna. Þátttakendum var síðan skipt í tvo hópa og fékk annar oxytocin í nefúða en hinn lyfleysu. „Þeir sem fengu oxytocin fundu ekki fyrir óþægindum þegar þeir horfðu á myndirnar sem áður voru tengdar rafstraumi,“ segir vísinda- maðurinn Predrag Petrovic í viðtali við Dagens Nyheter. Með svokallaðri segulröntgen- myndavél sáu vísindamennirnir að virkni í ákveðnum hlutum heilans sem tengjast hæfileikanum til að uppgötva hættu eða ógn varð minni hjá þeim sem fengu oxytoc- in. Hjá hinum var virknin óbreytt. Greint er frá niðurstöðunum í Jo- urnal of Neuroscience. ibs Niðurstöður rannsóknar breskra og sænskra vísindamanna Hormónaúði gegn félagsfælni Á djamminu Hormón kunna að koma fé- lagsfælnum að gagni.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.