24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Kanye West er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en nú er hann bálreiður yfir Bon- aronn-tónleikunum sem fóru svo illilega úrskeiðis. West segir á bloggsíðu sinni að hann sé kom- inn með leið á fólki sem reynir sí- fellt að eyðileggja feril hans. Skipuleggjendur Bonaroon- hátíðarinnar eru víst fávitar sem kunna ekki að setja upp svona stóra sýningu. Þegar West steig loksins á svið undir morgunn höfðu áhorfendur meðal annars brotið sjónvarpsskjá sem var á sviðinu og sviðið var á floti. West segist niðurbrotinn yfir því að hafa ekki getað komið fram á réttum tíma og leyft áhorfendum að njóta sýningarinnar í fullum gæðum. iris@24stundir.is Bandbrjálaður Kanye West hlutskipti og ákvað að gerast sinn eigin herra og semja sitt eigið efni. Undanfarin sex ár hefur hann harkað í bransanum og er orðinn afar virtur tónlist- armaður í Danmörku í dag og fær ávallt frábæra dóma hjá gagn- rýnendum. Einskonar Mug- ison þeirra Bauna. „Stefgjöldin eru aðeins byrjuð að skila sér, en þó er mjög erfitt að komast í spilun á útvarpsstöðv- unum, þar sem tónlist mín flokkast ekki undir þetta hefðbundna útvarpspopp sem heyrist hér nánast eingöngu,“ segir Mads. Góðar minningar Mads hefur þó áður komið til Ís- lands, fyrir um fimm árum, þegar hann ferðaðist um landið á putt- anum. „Ég kom með fyrrverandi kærustunni minni og við fórum víða, þó ég muni nú ekki öll nöfnin ennþá. En ég man að við hittum in- dælis hjón, sem áttu flugfélagið Atl- anta, og saman fórum við um allt. Meðal annars heimsóttum við fangelsi, þar sem við heilsuðum upp á alþingismann er sat inni. Það væri gaman að hitta þetta fólk aftur, kannski þau komi á tónleikana í kvöld,“ segir Mads, sem ber þeim Arn- grími Jóhanssyni, Þóru Guðmundsdóttur og Árna Johnsen vel sög- una. Ekkert hjól- hýsapakk! Mads ásamt tónlistarkonunni Lone Hörslev. Bryndís Jakobsdóttir og Mads Mouritz með tónleika á Organ í kvöld Dísa Jakobs með dönsku ívafi Tónlistarmaðurinn Mads Mouritz er staddur hér á landi í boði Dísu Jakobs, en saman spila þau á Organ í kvöld. Mads von- ast til að sjá Arngrím í Atlanta og Árna Johnsen. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is „Ég hlakka mikið til að koma til Ís- lands. Kannski hitti ég Árna John- sen og Arngrím í Atlanta aftur,“ segir danski tónlistarmaðurinn Mads Mouritz, sem spilar í kvöld á Organ ásamt Dísu klukkan 22.00. Semja saman „Við Mads kynntumst í Dan- mörku, þar sem við sóttum bæði námskeið í laga- smíðum. Hann bauð mér að spila með sér nokkur gigg í Köben sem heppnaðist mjög vel. Svo bauð ég honum bara að koma til Íslands, til að spila og sýna honum landið,“ segir Dísa, en þau Mads munu spila blandað efni þeirra beggja í kvöld. Mads er 32 ára gamall og var áð- ur gítarleikari í óþekktri hljómsveit. Hann segist hafa orðið leiður á því Bryndís Jakobsdóttir kristninnar, en hún er vart grein- anleg þeim sem ekki leita eftir henni. Annars er aðeins einn mæli- kvarði sem hægt er að taka trúan- legan þegar kemur að slíkum æv- intýramyndum fyrir alla fjölskylduna; blessuð börnin. Sá stutti sem fór með undirrituðum fannst hún „geðveikt góð“ þrátt fyr- ir að vera örlítið hræddur á tíma- bili. Og ekki verða þau rök rengd. Kvikmyndir traustis@24stundir.is Kaspían Konungssonur er önnur myndin í framhaldsbálknum um annála Narníu, ævintýraheimsins sem C.S. Lewis skapaði. Hér segir af prins Kaspían, sem neyðist til að flýja ríki sitt, því valdasjúkur frændi hans, Miraz, hefur fæðst sonur og það eina sem stendur í vegi hins illa frænda til að verða konungur, er líf Kaspíans. En prinsinn kallar á hjálp, sem birtist í formi fjögurra enskra systkina, sem snúa aftur til Narníu, 1300 árum eftir síðasta ævintýri þeirra. Þar leiða þau íbúa Narníu gegn hinum illa Miraz, í epísku stríði. Myndin er ögn myrkari en sú fyrri, sem telst kostur. Ekki þarf þó að hafa séð fyrri myndina til að skilja þá seinni, hún stendur sjálf- stæð ein og sér. Erfitt er að líta framhjá líkindunum við Hringa- dróttinssögu, auk þess sem sagan inniheldur dass af Hamlet. Leikur ungmennanna verður að teljast ágætur, þó svo breski hreim- ur Péturs verði að teljast ansi yf- irlætisfullur. Talandi um hreima, þá virðist sem að prins Kaspían sé kominn af slavneskum ættum, því hann hljómar líkt og annar hver James Bond skúrkur, sem verður að teljast óvenjulegt hjá hetjum á hvíta tjaldinu. Annars er hér um skemmtilegt ævintýri að ræða, þrátt fyrir örlítið pirrandi skírskotanir C.S. Lewis til Hin fimm fræknu Pevensie-systkinin koma prins Kaspían til hjálpar á ögurstundu, en Narnía hefur breyst síðan þau komu þangað síðast. Skemmtileg ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna Leikstjóri: Andrew Adamson Aðalhlutverk: Ben Barnes, Georgia Henley, Skandar Keynes, William Moseley, Anna Popplewell, Sergio Castellitto The Chronicles of Narnina Reuters hefur greint frá því að kvikmynd um líf söngvarans Paul Potts sé í bígerð. Farsíma- sölumaðurinn Paul sló rækilega í gegn í hæfileikakeppninni Brita- ińs got Talent en hann vann keppnina og varð um leið stjarna á myndbandavefnum YouTube- .com. Síðan þá hefur hann ferðast um heiminn til að syngja og gefið út vinsæla plötu. Simon Cowell er framleiðandi myndarinnar, sem hefur fengið nafnið One Chance, en Justin Zackham, sem gerði meðal ann- ars handritið fyrir myndina The Bucket List, mun skrifa hand- ritið. Myndin mun fylgja Potts í gegnum erfiða ævi hans allt þar til hann slær í gegn. vij Syngjandi símasalinn í bíó FÓLK 24@24stundir.is a Talandi um hreima, þá virðist sem að prins Kaspían sé kom- inn af slavneskum ættum, því hann hljómar líkt og annar hver James Bond skúrkur, sem verður að teljast óvenjulegt hjá hetjum á hvíta tjaldinu. Erlendar slúðursíður halda því nú fram að Ben Affleck og Jennifer Garner séu á leiðinni til skilnaðardómara. Ástæðan er víst leiðindi í mömmu Affleck. Talskona hjónanna sagði að þessar fréttir væri algjört bull og ættu ekkert erindi í fjölmiðla. Skilnaðarfréttin hljómar ólíkleg enda er þetta í fyrsta sinn sem slíkar sögur fara í gang. Ef ástandið væri svona slæmt værum við eflaust búin að heyra um það fyrr. iav Ben Affleck að skilja við Garner? poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.