24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 34
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Við vorum fimm jólasveinar sem tókum upp á þessu árið 1996. Og síðan við buðum þetta í tengslum við Hjólað í vinnuna átakið þá jókst þátttakan skyndilega úr 30 manns í 170,“ segir Albert Jakobs- son, formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur. „Þeir sem taka þátt eru þó yfirleitt ekki þarna til að keppa enda er næg áskorun að komast á leiðar- enda. Það sama má segja um flesta í félaginu. Við notum hjólreið- arnar sem trimm, bara eins og trimmhóparnir í Vesturbæjarlaug- inni. Og við erum af öllum stærðum og gerðum. En svo eru nokkrir sem stunda þetta sem keppni og vilja ná sem bestum tíma. Hættulegt að hjóla á vegunum „Við hjólum langmest innan- bæjar, enda varla annað í boði. Hörðustu karlarnir sem hafa hjól- að hringinn margoft þora því eig- inlega ekki lengur. Viðhorfið til hjólreiðamanna mætti vera betra. Fólki finnst að við eigum bara að vera á gangstéttunum, þar sem við megum einmitt ekki hjóla. Á leið- inni út úr bænum er svo búið að setja eins konar rillur í vegakantana til þess að vekja bílstjóra sem sofna undir stýri og þar er í raun ekki hægt að hjóla. Maður þarf því helst að taka rútu annaðhvort út fyrir Selfoss eða Borgarnes til þess að geta hjólað út á land. Svo fjölgaði auðvitað trukkun- um þegar strandflutningarnir lögð- ust af og ef þú mætir trukki á 100 km hraða í mótvindi og hliðarvindi þá geturðu bara farið undir hann.“ Aðstæðurnar séu betri í Reykja- vík, en aðskilda hjólastíga vanti til að koma í veg fyrir slys. „Ég hef sjálfur lent í þremur óhöppum. Skiljanlega gleyma sér margir sem eru á göngu og fara yfir á hjólastígana. Þess þarf að gera að- skildar hjólabrautir, enda mun hjólaumferð líklega stóraukast á næstunni út af eldsneytisverðinu. Og það er þegar byrjað. Á mínum vinnustað voru áður bara tvö hjól fyrir utan húsið en núna eru hjóla- grindurnar fullar. Venjulegt fólk getur hjólað lengra en í bakaríið Hjólaumferð á eftir að stóraukast Hjólreiðafélag Reykjavík- ur skoraði hinn 8. júní síðastliðinn á hjólreiða- garpana úr átakinu Hjól- að í vinnuna að taka þátt í svokallaðri Bláa lóns- þraut þar sem hjólaðir voru 60 km. Hefur þátt- takan í þessum árlega viðburði aukist mikið á milli ára. Tóku áskoruninni Eftir að hafa hjólað í vinnuna í þrjár vikur treystu margir sér í Bláa lóns-þrautina. ➤ Fólk á öllum aldri tók þátt íBláa lóns-þrautinni og voru veitt fjölmörg verðlaun, t.d. í mismunandi aldursflokkum. ➤ Ferðin tekur um tvær klukku-stundir en eitt árið tók hún rúma fimm tíma í roki. BLÁA LÓNS-ÞRAUTIN Albert Jakobsson 34 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Verkefnið Opinn skógur hefur nú staðið yfir í þó nokkur ár og hafa alls átta skógræktarsvæði verið opnuð almenningi með formleg- um hætti. Er tilgangurinn með verkefninu að gera sem flest skóg- ræktarsvæði í eigu og umsjón skóg- ræktarfélaga aðgengileg almenn- ingi. Síðastliðinn laugardag bættist svo Hálsaskógur við Búlandsnes á Djúpavogi í hópinn. „Það er búið að leggja þarna stíga um skóginn og koma upp góðri aðstöðu með upplýsinga- skilti, borðum og bekkjum, auk þess sem búið er að útbúa rjóður,“ segir Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Skógrækt- arfélagi Íslands. Var mætingin góð, á annað hundrað manns, og ým- islegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Til að nefna flutti leikhópurinn Frú Norma leikritið Soffía mús á tíma- flakki en yngsta kynslóðin lagði einnig sitt af mörkum og opnaði myndlistarsýningu í skóginum, sem stendur enn. Skógarnir vinsælir „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr með verkefninu en fyrsti skógurinn var opnaður árið 2002. Skógarnir eru mismikið sóttir en þeir staðir sem liggja nær alfaraleið eru líklega mest notaðir, eins og t.d. Snæfoksstaðir í Grímsnesi og Daníelslund við Svignaskarð, enda er það í miðri sumarhúsabyggð og hæfilega langt fyrir utan Borgarnes. Það hefur þó ekki verið gerð nein formleg talning. Næst opnum við svo skóg 5. júlí og hann verður í Akurgerði í Öxnafirði.“ Á vefsíðunni www.skog.is geta þeir sem vilja nýta sér útivistar- möguleika skógræktarsvæðanna kynnt sér þá skóga sem opnaðir hafa verið með þessum hætti. hj Skógræktarfélögin vinna að bættu aðgengi í skógum landsins Opnir skógar um allt land LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is útivist Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Fimmtudagur 26. júní 2008  30 ára en hvernig standa réttindamálin? » Meira í Morgunblaðinu Samtökin ’78  Sú fjórða stendur yfir og er að mörgu leyti sér á báti » Meira í Morgunblaðinu Olíukreppurnar  Ekki fyrir lofthrædda að þrífa glugga í mikilli hæð » Meira í Morgunblaðinu Gluggalist  Foreldrar sumra lands- liðskvenna voru afreksfólk » Meira í Morgunblaðinu Eplið og eikin  Auglýsingar verða æ al- gengari í tölvuleikjum » Meira í Morgunblaðinu Nýr vettvangur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.