24 stundir


24 stundir - 26.06.2008, Qupperneq 36

24 stundir - 26.06.2008, Qupperneq 36
GRILLAÐUR ANANAS Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Þetta er mjög einfalt. Heill ananas dugar fyrir sex til átta manns og hann er skorinn í tveggja til þriggja sentímetra skífur. Þá er um það bil tveimur teskeiðum af hrásykri stráð yfir hverja sneið og ananasinn látinn liggja í hrásykrinum á með- an aðalrétturinn er borðaður, eða í um það bil klukkustund,“ segir Ás- geir Sandholt, konditor í Bakaríi Sandholt á Laugavegi. „Svo er ananasinn grillaður létt, eða þangað til hann er orðinn fal- lega gylltur á hvorri hlið. Það er mjög sniðugt að skera gat í miðj- una og setja þar kókossorbet, en hann fæst hjá mér. Annars má nota vanilluís eða hvaða ís sem fólki dettur í hug, en ananas og kókos eru náttúrlega mjög klassísk og „exótísk“ samsetning.“ Eldar mat með súkkulaði Ásgeir segist hafa gaman af því að grilla en kann þó best að meta grillmatinn hjá mömmu. „Hún er góð í flestöllu kjöti og mér finnst hún fara best með það. Það er nátt- úrlega allt gott sem maður er alinn upp við,“ segir Ásgeir. Það er þó annars konar matar- gerð sem hefur átt hug hans allan að undanförnu. „Ég hef verið að missa mig yfir því að elda fullt af mat með súkkulaði. Ég hef verið að þróa leið til að láta ekki allan mat með súkkulaði enda eins og súkku- laðismjör. Ég hef til dæmis verið að þróa lambaskanka með frönsku súkkulaði pakkaða inn í tortellini- pasta með grænmetissoði. Þeir eru alger snilld, þetta er í rauninni eins og íslensk kjötsúpa krydduð með súkkulaði. Ég er ekki ennþá farinn út í það að setja súkkulaði á grillið en á það örugglega eftir,“ segir þessi tilraunaglaði bakari. Má ekki gleyma að fá sér sætt Ásgeir rekur bakarí í miðbæ Reykjavíkur og hann er ánægður með stemninguna í bænum í blíð- unni sem hefur verið að undan- förnu. „Stemningin í bænum er mjög góð. Sala á ís sem við lögum hérna hefur fjórfaldast í góða veðrinu,“ segir hann og gefur gott ráð til grillara: „Fólk má ekki gleyma að fá sér smá sætt eftir matinn. Það er svo gott að fá sér smá þótt það sé ekki mikið,“ segir Ásgeir og bætir við að ananasinn fari vel á eftir flestum mat. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á bananasplittinu og ananasinn er frábær tilbreyting.“ Ásgeir Sandholt kann best að meta grillmatinn hjá mömmu Ekki gleyma eftirréttinum Grillmatur getur verið þungur í maga og því er tilvalið að fá sér eitthvað létt og sætt í eftirmat. Ás- geir Sandholt, konditor í Bakaríi Sandholt, segir tilvalið að grilla ananas eftir aðalréttinn og hafa kókossorbet með. Hann kann best að meta grill- matinn hjá mömmu. Ásgeir Sandholt Þreytt- ur á bananasplitti. ➤ Heill ananas dugar fyrir 6-8manns og er skorinn í 2-3 sentímetra skífur. ➤ Hann er látinn liggja í hrá-sykri í klukkutíma áður en hann er grillaður létt. 36 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Ásgeir Sandholt konditor í bak- arí Sandholt gerði þennan girnilega eftirrétt, grillaðan ananas með kók- os-sorbet í miðjunni. Ásgeir beinir því til fólks að gleyma því ekki að fá sér eitthvað sætt á eftir aðalrétt- inum en ananasinn er látinn liggja í hrásykri í um það bil klukkustund þangað til hann er settur beint á grillið og grillaður þangað til hann verður fagurlega gylltur á hvorri hlið. hh Hressandi og bragðgóður eftirréttur Grillaður ananas Grillaður ananas Með kókos-sorbet. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég er orðinn svolítið þreyttur á bananasplitti og ananasinn er frábær tilbreyting. grillið Komdu og gerðu góð kaup! Útsalan er hafin í Respekt Mikið úrval af Skunkfunk Desigual Lee og Wrangler HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.