24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir „Ég vel að smyrja líkama minn með gervibrúnku og úða á mér andlitið með gervibrúnku. Ég vil ekki liggja mikið í sólinni, það er svo mikið um húðkrabbamein og það á ungu fólki. Gervibrúnkan er jafngóð og sólarbrúnkan nema að maður fær ekki vítamín úr gervibrúnkunni.“ Kristín Gunnarsdóttir engilstina.blog.is „Það eru „allir“ á Facebook. Mér finnst þetta apparat nokkuð skemmtilegt svo lengi sem fólk er ekki að bjóða mér (og tuttugu og níu öðrum) að finna út hvaða pimp-nafn ég hef, hvaða pottapl- anta ég er, hvaða kynlífshjálp- artæki ég er, hvaða sjúkdómur ég er og svo framvegis.“ Margrét Hugrún Gústavsdóttir eyjan.is/goto/maggabest „ … verðmerkingar í Hag- kaupum á Seltjarnarnesi eru ým- ist grín eða engar. Þar virðist ætl- azt til, að fólk sjái verðið á strimlinum, þegar það er búið að borga. Íslenzk vínber voru til sölu. Við kassann kom síðbúið í ljós, að þau kostuðu jafnþyngd sína í gulli.“ Jónas Kristjánsson www.jonas.is BLOGGARINN svæðið með girðingum og innan þeirra er það á ábyrgð tónleikahald- ara að sjá um löggæslu. Lög- reglumenn verða þó á staðnum ef grípa þarf inn í. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hefur litlar áhyggjur af náttúrubörnunum. „Við búumst ekki við mikilli ölv- un á svæðinu, enda verður ekkert svoleiðis selt á staðnum,“ segir Geir. „Þetta er meiri fjölskylduhátíð og reynsla okkar af svoleiðis er mjög góð. Við teljum því að ekki þurfi mikla löggæslu af okkar hálfu fyrir þessa tónleika.“ Extón sér um hljóðkerfið og er ekkert til sparað. Um 40 manns frá þeim vinna við tónleikana en þar eru ekki með taldir starfsmenn Bjarkar og Sigur Rósar, sem ferðast með sína eigin sviðs- og hljóðmenn. „Þessu svipar til græjanna sem þarf fyrir tónleika í Egilshöll, eða rétt rúmlega það,“ segir Ívar Ragn- arsson hjá Extón. „Það verður einn risaskjár þannig að allir ættu að sjá vel hvað er að gerast á sviðinu.“ Útlitið er gott fyrir Náttúrutónleika Sigur Rósar og Bjarkar Stærra hljóðkerfi en í Egilshöll Veðurguðirnir eru greini- lega sáttir við Nátt- úrutónleikana því spáin fyrir laugardag er góð. Frítt verður á alla staði í Laugardalnum. Und- irbúningur gengur vel. Geir Jón Rólegur, þrátt fyrir fjöldann. Náttúra Vonandi eru nágrannarnir aðdá- endur, kerfið er stórt. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Það er ekkert smáverk að setja upp Náttúrutónleika Bjarkar og Sigur Rósar í Laugardalnum á laugardag en í gær funduðu tónleikahaldarar með öllum þeim sem koma að skipulags- og öryggismálum. Þar á meðal voru talsmenn lögreglu, borgarstjórnar, hjálpasveitar skáta og slökkviliðsins. Undirbúningur gengur vonum framar og veðurspáin fyrir laug- ardag er góð. Því er búist við að allt að 40 þúsund manns mæti, en tón- leikarnir standa frá klukkan fimm til tíu. „Búið er að undirbúa garðinn þannig að allt er nýslegið og búið að hreinsa til,“ segir Hulda Gunn- arsdóttir sem sat fundinn fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir að frítt verði inn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn og Laugardalslaugina og að salernisaðstaða þar verði opin öllum. Hægt verður að leggja við Skautahöllina, Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn, Laugardalshöll og Laugardalsvöll. „En fólk er náttúrlega hvatt til þess að koma labbandi eða á hjóli til þess að vera sem umhverfisvænst.“ Búið er að afmarka tónleika- HEYRST HEFUR … Liðsmenn hljómsveitarinnar Hjaltalín tóku lagið í brúðkaupsveislu Arnars Eggerts Thoroddsen blaðamanns á laugardaginn síðasta. Arnar hélt veisluna í garði foreldra sinna og tjaldaði öllu til. Hann endaði svo auðvitað upp á sviði sjálfur og söng nokkur vel valin Bítlalög með liðsmönnum sveitarinnar, og gestir tóku vel undir. Veðurstofan hafði spáð rigningu, en Arnar fékk sól í staðinn. bös Árni Johnsen býr sig nú undir að svara svargrein Bjarkar Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu. Árni byrjaði á því að kalla Björk barnalega fyrir að vera á móti frekari virkjunum á Íslandi. Björk svaraði svo, bæði í Morgunblaðinu og Reykjavík Grapevine, með því að kalla Árna barnalegan fyrir að selja sig erlendri stóriðju í stað þess að byggja upp eitthvað séríslenskt. Fylgist vel með á næstu dögum. bös Og meira um Björk og hennar gengi, því undir- leikssveit hennar kemur til landsins í dag. Þar á meðal verður bandaríski trommarinn ungi Chris Corsano sem lætur sér ekki linna að spila bara á laugardaginn og ætlar því að bjóða gestum Kaffi- barsins upp á fría tónleika í kvöld klukkan níu. Það má því búast við hóp af Náttúrubörnum þar þegar Corsano hitar upp fyrir stærstu tónleika ársins. bös „Þetta verður bara sama kjaftæð- ið. Þetta verður kannski svolítið skrýtnara heldur en þetta hefur ver- ið því ég er að leika mér að því að hafa þetta pínu súrt,“ segir Hug- leikur Dagsson um væntanlega teiknimyndabók sína sem kemur í bókaverslanir landsmanna í sept- ember. Bókin er hin fimmta í Okk- ur bókaflokk Hugleiks en þær bæk- ur hafa notið töluverða vinsælda, jafnt heima sem erlendis. Hug- leikur segir að þetta muni jafnvel verða síðasta bókin í þessum vin- sæla bókaflokk. „Þetta er síðasta Okkur bókin í bili. Ég er að spá í að láta hana heita Jarðið Okkur og ef ég pikka þetta aftur upp þá mun næsta bók heita Vekið Okkur.“ Umkringdur dópi og klámi Hugleikur flutti nýverið aftur til landsins eftir að hafa verið búsettur í Amsterdam. Hann segir að borgin hafi haft þó nokkur áhrif á hann, áhrif sem að einhverju leyti birtast í Jarðið Okkur. „Maður var umkringdur dópi og klámi og það hafði ákveðin áhrif á mann. Ég þurfti ekkert á þessu um- hverfi að halda því ég hafði verið með mikið dóp og klám í bók- unum mínum svo það gerði mér kannski ekki gott að hafa þetta svona mikið í nærmynd.“ Það vakti mikla athygli þegar Hugleikur myndskreytti nýjustu útgáfu símaskráarinnar og hafa við- tökurnar verið góðar. Hann er þó ekki viss um hvort hann muni taka að sér annað álíka verkefni í bráð. „Það fer bara eftir því hvað það er og hversu mikið er að gera.“ vij Nóg að gera hjá Hugleik Síðasta Okkur bókin verður súrari Enn súrari Hugleikur Lofar enn meira rugli í síðustu Okkur bókinni. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 3 7 5 6 8 4 1 9 2 4 8 1 5 9 2 6 3 7 9 2 6 7 1 3 8 5 4 5 3 2 8 6 9 4 7 1 1 4 8 2 3 7 5 6 9 7 6 9 1 4 5 3 2 8 6 1 7 3 2 8 9 4 5 2 9 3 4 5 1 7 8 6 8 5 4 9 7 6 2 1 3 Hver kenndi þér svona orðbragð?! a Já, við ætlum að sýna þeim hvar Davíð keypti Fetaostinn! Munum við gera Grikkjunum grikk? Ásta B. Gunnlaugsdóttir er þaulreynd fyrrverandi lands- liðskona í knattspyrnu, en íslenska liðið mætir því gríska á Laugardalsvelli í dag.FÓLK 24@24stundir.is fólk LÆKKAÐ VERÐ SUMARTILBOÐ ® Skipholti 50b • 105 Reykjavík

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.