24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Það er enginn fótboltaleikur gefins og þessi
Grikkjaleikur er engin undantekning frá því.
Við getum því alls ekki leyft okkur að bera einhverja
óvirðingu fyrir andstæðingnum.
Skoðaðu: www.max1.is
d
`
fd
o
l
r
m
d
o
b
v
^
ij
^
k
k
q̂b
k
d
p
i
Settugömlu
dekkinuppíný
Breyttu túttunum undir bílnumí gæðadekk hjá Max1
Þú breytir gömlu túttunum undir bílnum í gæðadekk í dag.
Þú færð 2.500 kall fyrir hverja túttu upp í hvert nýtt gæðadekk.
Auktu umferðaröryggi þitt og sparneytni með Max1.
Svona erum við – fyrir þig. Max1 fargar einnig túttunum á
umhverfisvænan hátt. Sparaðu. Komdu við hjá Max1 í dag.
Hér erum við fyrir þig:
Max1 Reykjavík
Bíldshöfða 5a (hjá Hlölla), beinn sími: 515-7095 eða 515-7096
Bíldshöfða 8, beinn sími: 515-7097 eða 515-7098
Jafnaseli 6 (við Sorpu), beinn sími: 587-4700
Max1 Akureyri
Tryggvabraut 5, beinn sími 462-2700
Uppítökuverð
2.500 kr.pr. dekk
Auktu umferðaröryggi
þitt og sparneytni.
Vertu á betri
dekkjum frá Max1.
Max1 fargar gömlu
dekkjunum með
umhverfisvænum
aðferðum
hlutann á mínum ferli. Ætli ég eigi
ekki eftir svona 2-3 ár sem leikmað-
ur.“
En skyldi koma til greina að fara
út í einhverja þjálfun eftir að skórn-
ir verða lagðir á hilluna?
„Já, ég held því öllu opnu. Satt
best að segja hef ég eiginlega tölu-
verðan áhuga á því. Núna þjálfa ég
2. flokk kvenna hjá KR og kann því
afar vel. Í vetur náði ég mér í einka-
þjálfararéttindi og hef aðeins verið
að vinna við það samhliða minni
vinnu. Vegna þessa sá ég um styrkt-
aræfingar hjá liðsfélögum mínum í
KR síðasta vetur. Það var ekki leið-
inlegt að fá að pína þær aðeins.“
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkell@24stundir.is
Edda er 29 ára og leikur með KR.
Hún er með BA-gráðu í sálfræði og
kynjafræðum en starfar í dag hjá
Landsbankanum.
Einn af liðsfélögum hennar, bæði
hjá KR og landsliðinu er jafnframt
sambýliskona og unnusta Eddu.
„Knattspyrnan hefur átt hug
minn allan um langt skeið. Ég var
ung farin að spila fótbolta og þegar
ég var að verða 13 ára gömul lék ég
minn fyrsta meistaraflokksleik fyrir
KR. Hjá KR hef ég spilað nánast all-
an minn feril, að undanskildum
smá tíma sem ég var hjá Breiðabliki
og hálft ár sem ég var í Danmörku.“
Þó Edda hafi verið aðeins hálft ár
sem atvinnukona í Danmörku hef-
ur hún þó fengið fleiri tilboð á ferl-
inum.
„Mér hefur boðist ýmislegt á
ferlinum. Ég var í háskólanámi í
Bandaríkjunum í fjögur ár og spil-
aði þá fótbolta þar. Í kjölfarið
bauðst mér að fara til liðs í Þýska-
landi en hafnaði því þar sem ég
hafði eiginlega verið með svo mikla
heimþrá í Bandaríkjunum og ákvað
þá bara að vera heima á Íslandi.“
Ætlar að hætta eftir 2-3 ár
Edda segir það ekki vera oft sem
að hún fái leiða á fótboltanum.
Hins vegar geti orðið eitthvað hætt
við því núna undir lok ferilsins.
„Ég hef spilað lengi með meist-
araflokki og í sumar verð ég 29 ára.
Konur hætta yfirleitt fyrr en karlar í
þessu sporti, þannig það verður nú
að segjast að það sé sigið á seinni
Unnustan er samherji hennar
Edda býr með unnustu sinni,
Ólínu G. Viðarsdóttur sem jafn-
framt er liðsfélagi hennar í KR og
landsliðinu. „Við Ólína kynntumst
nú bara í einhverjum gleðskap fyrir
einhverjum árum síðan og vorum
svo í sambandi eftir það. Við höf-
um svo verið saman núna í næstum
sex ár.“
Edda segir knattspyrnuheiminn
á Íslandi svo lítinn að þegar svona
er sé það á allra vitorði og hún sé
því ekki vör við neina fordóma, að
minnsta kosti ekki í dag. En hvernig
ætli það sé að æfa og spila með
unnustu sinni? „Þetta gengur nú
allt saman mjög vel og hefur alltaf
gert. Það getur þó stundum samt
verið örlítið erfitt þegar við kepp-
um gegn hvor annarri á æfingu. Þá
verður stundum einhver fýla eftir
æfingu sem varir kannski í ein-
hverja tvo klukkutíma. Það er þó
ekkert daglegt brauð þó svona geti
komið fyrir. Í rauninni er þetta bara
eins og ég færi heim með Gunnu
[Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur]
eftir æfingu þar sem við hefðum
verið að tækla hvor aðra. Það væri
smá skap í manni eftir svoleiðis.
En það getur líka verið rosalega
þægilegt að spila með Ólínu sem
þekkir mig út og inn. Veit hvernig
maður bregst við tapi og öðru slíku.
Þá getur verið gott að hafa svoleiðis
manneskju hjá sér.“
„Verðum að halda einbeitingu“
Þegar talið barst að landsleikn-
um við Grikkland var að sjá gríð-
arlega einbeitingu sem skein úr
augum Eddu.
„Á pappírunum erum við sterk-
ara lið en Grikkland og eigum að
vinna þann leik. Hins vegar verðum
við að halda einbeitingu og spila af
fullri getu í þessum leik. Það er eng-
inn fótboltaleikur gefins og þessi
Grikkjaleikur er engin undantekn-
ing frá því. Við getum því alls ekki
leyft okkur að bera einhverja óvirð-
ingu fyrir andstæðingnum. Ég vona
bara að spilamennskan hjá okkur
verði ekki síðri en í síðasta leik og
að við förum með sigur af hólmi.“
Edda verður í eldlínunni í dag
þegar leikur Íslands og Grikklands
fer fram á Laugardalsvellinum í dag
en hann hefst klukkan 16:30. Vinni
Ísland þann leik nægir liðinu jafn-
tefli við Frakkland í lokaleiknum í
undankeppninni, til að tryggja
þátttökurétt sinn á lokakeppni Evr-
ópumótsins í knattspyrnu sem
fram fer á næsta ári.
Verð
ekki
vör
við
fordóma
Edda Garðarsdóttir er í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem mætir Grikkjum í dag
Unnustan er samherji í landsliðinu og KR Getur verið smá fýla eftir æfingu
Edda Garðarsdóttir er
orðin ein reyndasta
knattspyrnukona Íslands.
Hún á að baki 60 lands-
leiki og verður í eldlín-
unni í dag þegar Ísland
leikur gegn Grikklandi í
undankeppni Evrópu-
mótsins á Laugardalsvell-
inum.
➤ Edda er 28 ára gömul og hef-ur leikið nær allan ferilinn
með KR en einnig með
Breiðabliki og hálft ár í Dan-
mörku.
➤ Hún spilar sinn 61. A-landsleik í kvöld og hefur
leikið ríflega 150 leiki í efstu
deild.
EDDA GARÐARSDÓTTIR