24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Hildi E. Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Ég á aldrei eftir að fá leið á org- eltónlist,“ segir Erla Elín Hansdótt- ir, tónleikastjóri alþjóðlegs orgel- sumars í Hallgrímskirkju sem hófst síðastliðinn laugardag og stendur fram í ágúst. „Þetta er stórt og hljómfagurt hljóðfæri sem býð- ur upp á endalausa möguleika og hver og einn orgelleikari gefur lög- unum sérstakan blæ.“ Á meðan á alþjóðlegu orgels- umri stendur verða hádegistónleik- ar á hverjum laugardegi klukkan 12 í Hallgrímskirkju og á hverjum fimmtudegi í Dómkirkjunni klukkan 12.15. „Vanalega hafa allir tónleikarnir verið haldnir í Hall- grímskirkju en þar sem verið er að lagfæra turninn þessa dagana var ákveðið að færa fimmtudagstón- leikana yfir í Dómkirkjuna. Það hefði þurft að stöðva framkvæmdir við turninn á meðan á tónleikun- um stæði með tilheyrandi kostnaði ef við ætluðum að halda þá í Hall- grímskirkju. Svo fannst okkur líka nóg um hávaðann sem starfsfólk kirkjunnar býr við vegna fram- kvæmdanna. Ef æfingar á orgelið bættust ofan á þann hávaða hefði áreitið orðið alltof mikið.“ Fjöldi fastagesta sem sækja tón- leika orgelsumars eykst jafnt og þétt að sögn Erlu Elínar. „Margir eru orðnir vanir að mæta í Hall- grímskirkju klukkan 12 á fimmtu- dögum og af þeim sökum ákváðum við að láta tónleikana í Dómkirkjunni byrja klukkan kort- er yfir tólf, þannig að þeir sem vita ekki af breytingunni og mæta í Hallgrímskirkju hafa tíma til þess að ná í Dómkirkjuna í tæka tíð,“ segir hún. Norrænir gestir Hörður Áskelsson, kantor við Hallgrímskirkju, reið á vaðið á fyrstu tónleikum orgelsumarsins síðastliðinn laugardag og í dag leika Guðmundur Sigurðsson org- elleikari og Hjörleifur Valsson fiðluleikari á tónleikum í Dóm- kirkjunni. „Það verða bæði íslensk- ir og norrænir orgelleikarar í bland í sumar. Við höfum fengið til landsins afar spennandi tónlistar- menn frá Noregi, Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi sem voru allir mjög fúsir til þess að koma og fá að spila á Klais-orgelið í Hallgríms- kirkju. En þeir íslensku eru ekki síðri, enda fer efnilegum orgelleik- urum mjög fjölgandi hér, sem er að sjálfsögðu fagnaðarefni.“ Erla Elín „Enginn hörgull á frambærilegum íslensk- um orgelleikurum.“ Erla Elín Hansdóttir tónleikastjóri orgelsumars í Hallgrímskirkju Fæ aldrei leið á orgeltónlist Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju er nú haldið 16. sumarið í röð á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju. Að þessu sinni verða hádegistón- leikar ýmist haldnir í Dómkirkjunni eða í Hall- grímskirkju. ➤ Meðal orgelleikara sem komafram eru orgelleikararnir Bine Katrine Bryndorf og Hans Ole Thers frá Danmörku, Björn Andor Drage og Jon Laukvik frá Noregi, Kalevi Kiviniemi frá Finnlandi og Mattias Wa- ger og Gunnar Idestam frá Svíþjóð og básúnuleikarinn Christian Lindberg frá Sví- þjóð. ORGELSUMARIÐ Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari spilaði fyrir starfsmenn Múla- lundar í hádegishléi þeirra síðast- liðinn þriðjudag. Hafdís stundar nám í flautuleik í París og starfar á vegum Hins hússins í sumar. „Ég spila á vinnustöðum og hin- um ýmsu stofnunum borg- arinnar,“ segir hún. Þeir sem hafa áhuga geta sent beiðni á hafd- isvaff@hotmail.com. Flaututónlist á vinnustöðum LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við höfum fengið til landsins afar spennandi tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi sem voru allir mjög fúsir til þess að koma og fá að spila á Klais-orgelið. menning Þj óð br au t Sm iðj uv ell ir Da lbr au t Sm iðj uv ell ir Ka lm an sv ell ir Es juv ell ir EsjubrautKa lm an sb ra ut Vo ga br au t BÓNUS-2 krónur á Akranesi í dag! (við Bónus) Sparaðu hjá Orkunni í dag! SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar sem er 174,6 kr. á 95 okt. bensíni og 191,1 kr. á dísel. M.v. verð 26. júní 2008. Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 11. - 25. júlí frá kr. 49.995 Tveggja vikna ferð - síðustu sætin! Terra Nova býður frábært tilboð til Salou og Pineda í tveggja vikna ferð 11. júlí. Salou og Pineda eru fallegir bæir á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 49.995 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð með 2 svefn- herbergjum í 2 vikur, 11. júlí. Kr. 59.995 - 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 saman í herbergi / stúdíó / íbúð í 2 vikur, 11. júlí. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.