24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 40
Múgsefjun Skiptar skoðanir „Skiptar skoðanir er klárlega plata fyrir þá sem hafa í hyggju að kynna sér gerjunina í íslenskri popptónlist. ” Tónlist bjossiminus@hotmail.com Það er svo aðdáunarvert þegar nýjar íslenskar hljómsveitir senda frá sér breiðskífu sem er bæði frumleg og fersk, en hljóm- ar einnig kunnuglega. Strákarnir í Múgsefjun hafa einmitt náð þessari blöndu á frumburðinum, Skiptar skoðanir. Við fyrstu hlustun kemur fljótlega í ljós að hér er á ferð- inni hljómsveit sem er óhrædd við að blanda saman alls kyns tónlistarstraumum og fikrar sig heldur áfram í stað þess að styðjast við eina stefnu. Því er hægt að heyra áhrif frá ýmsum áttum. Spilverk þjóð- anna, Donovan, Travis og jafnvel Sigur Rós koma upp í hugann. Svo er vert að minnast á heildarhljóm Múgsefjun, en hann einkennist af hinni hefð- bundnu rokkhljóðfæraskipan, sem er gítar, bassi og trommur og við hana blandast heldur glaðlegur harmonikkuleikur. Fyrir suma kemur þessi sam- setning hljóðfæra eins og þruma úr heiðskíru lofti, en hún virkar og það á jafnvel frumlegan hátt. Við það blanda drengirnir svo alls kyns blásturshljóðfærum, strengjasveit og jafnvel kirkju- orgel í sumum laganna. Það er einnig aðdáunarvert hvað þeir náðu að moða úr miklu er þessi plata var í bígerð, allar taktpælingar vel slípaðar og söngútsetningar undir smásjá, smásjá drengjanna. Það er því hægt að kalla tón- list sveitarinnar, ferskt þjóðlaga- popp og er það hljómur sem ef- laust á eftir að heilla marga tónlistarunnendur hér á landi. Aðdáunarvert og ferskt þjóðlagapopp Múgsefjun Standa undir vinsældum Kalinnar slóðar. 40 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Alla daga frá10til 22 800 5555 Mjög fallegur og létt fylltur í BC skálum á kr. 2.950,- buxur fást í stíl í S,M,L,XL á kr. 1.450,- Mjög fallegur og létt fylltur í BC skálum á kr. 2.950,- buxur fást í stíl í S,M,L,XL á kr. 1.450,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Aðþrengdur Afsakið að ég er til! ÞVÍ MIÐUR, HAFÐ I DOROTHY ALGJÖRLEGA GLEYMT VONDU NORÐAN NORNINNI FRÁ „NORTHWEST“ EF EINKUNNIR MÍNAR BATNA EKKI, VEIT ÉG EKKI HVAÐ GERIST. KANNSKI VILJA ÞEIR KAUPA MIG ÚT. Bizzaró ... og fuglahræðan syngur, dansar, drepur norn og fær svo háskólagráðu! Heyrðu vinur! Nú ertu endan- lega búinn að missa það ... einkunn ir MYNDASÖGUR Pierce Brosnan og Nicolas Cage hafa verið ráðnir í næstu mynd leikstjórans Roman Polanskis. Myndin mun heita The Ghost og fjallar um spillingu í breska stjórnmálakerfinu. bös Leika saman Tölvuleikir elli@24stundir.is Tölvuleikurinn The Incredible Hulk fylgir klassískri formúlu. Þetta er í raun sagan endalausa, fyrst kemur bókin, svo myndin sem ekki var jafngóð og bókin og svo kemur leikurinn sem er hræði- legur. Hulk er undantekning þó, þar sem myndin var alveg ágæt, leikurinn á hinn bóginn er það ekki. Kannski það eina góða við leik- inn er að það er gaman í smá stund að vera Hulk, hlaupa um borgina og rústa gjörsamlega öllu. Annað er það ekki, leikurinn er bara sam- ansafn af smásögum og þrautum og maður hleypur á milli þeirra. Grafík leiksins er að mestu leyti slæm, sum karaktermódelin líta vel út, Hulk sjálfur er grænn og hel- köttaður. Allt annað lítur út fyrir að vera frá fyrri kynslóð leikjatölva og er þar af leiðandi forljótt. Áferðin á hlutum er flöt og þegar út fyrir borgina er komið er ekkert umhverfi sem hægt er að sjá. Í hljóðdeildinni er leikurinn afar slappur, það er í raun fyndið hversu slappur hann er. Leikarar myndarinnar tala við sínar persón- ur en það er augljóst að þau hafa engan áhuga á því. Svo er það versta að Hulk sjálfur hljómar ekki reiður né hættulegur, hann hljóm- ar bara eins og hann sé þroskaheft- ur. Eins og flestir leikir sem gerðir eru eftir bíómyndum er Hulk ekki góður leikur. Hann bíður upp á stutta skemmtun sem fljótt verður þreytt og lítið annað. En það er ágætt meðan það endist. Helköttaður og hundleiðinlegur Grænn en ekki vænn Hulk veldur mikl- um vonbrigðum. FÓLK 24@24stundir.is a Svo er það versta að Hulk sjálfur hljómar ekki reiður né hættulegur, hann hljómar bara eins og hann sé þroskaheftur. Grafík: 50% Hljóð: 20% Spilun: 55% Ending: 35% NIÐURSTAÐA: 40% The Incredible Hulk PS3, XBOX 360, Wii | 12+ poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.