24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 15
Smakkaðuþennan!
NÝTT
Andstæðingar fóstureyðinga
hafa hvatt kaþólsku kirkjuna
til að bannfæra heilbrigð-
isráðherra Póllands. Ewa Ko-
pacz hjálpaði 14 ára stúlku að
gangast undir fóstureyðingu.
Stúlkan sagðist hafa orðið
þunguð eftir að 15 ára sam-
nemandi hennar nauðgaði
henni.
Þar sem stúlkan er ólögráða
var fóstureyðingin heimil
samkvæmt pólskum lögum.
Enginn læknir fékkst hins veg-
ar til að framkvæma aðgerð-
ina, þangað til ráðherrann
skarst í leikinn og fann sjúkra-
hús sem var tilbúið til þess.
„Ef hún vísaði á spítala fyrir
fóstureyðinguna, þá tók hún
beinan þátt í þessum verkn-
aði,“ segir Tadeusz Goclowski,
erkibiskup emeritus í Gdansk.
Segir hann sjálfkrafa bannfær-
ingu liggja við því. aij
Pólskir biskupar
Vilja bannfæra
ráðherra
Ísraelar reistu í gær aftur
vegatálma í kringum Gaza-
svæðið eftir að eldflaugaárás á
suðurhluta Ísraels rauf vopna-
hlé. Sex dagar voru liðnir síð-
an vopnahlé á milli Hamas-
samtakanna og Ísraels tók
gildi. Ehud Olmert, forsætis-
ráðherra Ísraels, segir árásina
vera „gróft brot gegn vopna-
hléinu af hálfu palestínskra
hópa á Gaza.“ Árásin var
framin af hópnum Íslamska
Jihad í hefndarskyni fyrir árás
Ísraels á Vesturbakkanum og
olli engum mannskaða.
Leiðtogar Hamas segja að-
gerðir Ísraela rjúfa skilmála
vopnahlésins og hvetja alla að-
ila til að leggjast á eitt svo það
haldi. aij
Sex daga hlé
Gaza lokað
Drápsæði rann á starfsmann
plastverksmiðju í Kentucky-
fylki Bandaríkjanna í gær.
Þegar yfir lauk hafði hann
skotið fimm samstarfsmenn
sína til bana og sneri loks
vopninu að sjálfum sér.
„Við vitum ekki með fullri
vissu hvað varð til þess að
svona fór,“ segir David Piller,
lögreglumaður í Henderson.
„Við vitum að hinn grunaði
kom með skammbyssuna eftir
að hafa lent í rifrildi við yf-
irmann. Við vitum ekki hvort
það hafi valdið þessu. Það er
til skoðunar.“
Piller segir að byssumaðurinn
hafi áður lent í útistöðum við
samstarfsmenn sína. aij
Óður byssumaður
Sex í valnum
Þýska stafrófið hefur verið fullklárað, eftir að
staðlafræðingar náðu samkomulagi um stóra
útgáfu bókstafarins ß. Stafurinn, sem nefnist Es-
zett og táknar tvöfalt s, hefur til þessa aðeins
verið til sem lágstafur. Óvíst er hvort þessi breyt-
ing muni hafa áhrif á þýskar réttritunarreglur.
Alþjóðlegu staðlasamtökin ISO og Þýska
staðlastofnunin DIN hafa staðfest að í næstu út-
gáfum alþjóðlegra staðlakerfa muni Eszett njóta
jafnræðis við aðra bókstafi – og vera skráður
bæði sem há- og lágstafur. Stóra útgáfan deilir
reyndar útliti algjörlega með þeirri litlu, þannig
að breytingin hefur helst staðlafræðilegar afleið-
ingar.
Rösk öld er síðan Þjóðverjar byrjuðu að ræða
möguleikann á því að innleiða hástafinn í rétt-
ritun. Af því hefur enn ekkert orðið, og hefur
því verið notast við táknunina SS þegar grípa
hefði mátt til hins nýja bókstafar.
Kerstin Güthert, framkvæmdastjóri þýsku
málnefndarinnar, segir ekki von á að nefndin
breyti réttritunarreglum. „Til þessa hefur ekki
verið talin þörf á hástafnum,“ segir Güthert í
samtali við Tagesspiegel. „En fólk getur auðvitað
ákveðið sjálft hvort það notar hann.“
Güthert segist þó ekki eiga von á því að vin-
sældir hástafsins verði miklar. Í fyrsta lagi byrji
ekkert þýskt orð á Eszett, þannig að notkunin
myndi einskorðast við setningar þar sem allt er
skrifað í hástöfum. Í öðru lagi sé ß-takkinn illa
staðsettur á lyklaborðum – og gegnir þar að auki
einnig hlutverki spurningarmerkis – sem geti
orðið til þess að fólk veigri sér við að nota hann
að ráði. andresingi@24stundir.is
Eftir áralangar samningaviðræður er fyllt upp í eyður í þýska stafrófinu
Stóri bróðir ß fundinn upp
Ójafnt Misauðvelt er
að slá á hnappa lykla-
borðsins.