24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Í nóvember 2007 auglýsti Vel- ferðarsvið Reykjavíkurborgar í samstarfi við félagsmálaráðu- neytið (nú félags- og trygginga- málaráðuneytið) eftir samstarfs- aðilum til að reka búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. Um er að ræða sólarhringsúrræði sem ætlað er einstaklingum sem glíma við margháttaðan félagslegan vanda og eiga að baki margar tilraunir til að hætta áfengis- og vímu- efnaneyslu. Þörfin fyrir slíkt bú- setuúrræði er mjög brýn og í dag bíða margir einstaklingar eftir opnun úrræðisins. Faglegar forsendur réðu vali Í auglýsingu Velferðarsviðs eftir samstarfsaðilum var gerð grein fyrir þeim faglegu kröfum sem lágu til grundvallar vali á sam- starfsaðila. Þær kröfur voru m.a. þekking til að veita félagslega heimaþjónustu með virkni og þátttökuhugmyndafræði að leið- arljósi, faglegur stuðningur við íbúa og þekking á fíknivanda. Fjórir aðilar svöruðu auglýsingu um samstarf, Ekron, Heilsuvernd- arstöðin/Alhjúkrun, Samhjálp og SÁÁ. Allir aðilar voru boðaðir í viðtal þar sem umsóknum var fylgt eftir. Allir aðilar uppfylltu faglegar kröfur en Heilsuvernd- arstöðin/Alhjúkrun var talin best fallin til samstarfsins m.t.t. heild- arlausna hvað varðar hagkvæmni og þjónustu. Útfærsla þeirra var talin best mótuð á grundvelli þeirra faglegu forsendna sem fram komu í auglýsingunni en þar var m.a. lögð áhersla á fé- lagslega heimaþjónustu með virkni og þátttökuhugmyndafræði að leiðarljósi. Sérstaklega var litið til þess við val á samstarfsaðila að hjá Heilsuverndarstöðinni/Al- hjúkrun starfa sérfræðingar sem hafa mikla reynslu af vinnu við starfsendurhæfingu en starfsend- urhæfing er mikilvægur þáttur í stuðningi og aðstoð við einstak- linga í þessum aðstæðum. Heilsu- verndarstöðin þótti geta uppfyllt þennan þátt best af þeim aðilum sem sóttust eftir samstarfi. Auk þess þótti skipta máli að Heilsu- verndarstöðin/Alhjúkrun hafði til taks afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi. Reynsla Vel- ferðarsviðs af húsnæðisleit fyrir slík úrræði hefur sýnt að erfitt er að finna húsnæði sem hentar og hefur jafnvel komið upp sú staða að ekki hefur reynst unnt að setja á fót úrræði vegna skorts á hent- ugu húsnæði. Tillagan samþykkt samhljóða Sviðsstjóri lagði því fram til- lögu á fundi velferðarráðs hinn 9. apríl sl. um að gengið yrði til samstarfs við þann aðila sem skv. faglegu mati var talinn best til þess fallinn að veita umrædda þjónustu og reka slíkt úrræði. Til- lagan var samþykkt samhljóða af öllum fulltrúum velferðarráðs, bæði meirihluta og minnihluta. Velferðarsvið er undanþegið útboðsskyldu Samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar er Velferðar- svið undanþegið útboðsskyldu þegar um er að ræða þjónustu- samninga við ýmsa aðila um meðferðarþjónustu eða annars konar stuðningsúrræði, slík und- anþága á við um umrætt búsetu- úrræði. Þrátt fyrir undanþáguna er skylt að auglýsa fyrirhuguð innkaup enda með því gætt jafn- ræðis. Einnig skal hafa að leið- arljósi þau meginatriði innkaupa- reglnanna sem varða málsmeðferð vegna ákvarðana- töku varðandi samstarfsaðila. Ekki var því um að ræða formleg tilboð sem fara inn í ákveðið ferli á grundvelli innkaupareglna og samanburð á grundvelli matslík- ans heldur hugmyndir um út- færslu og kostnað sem geta tekið breytingum í viðræðum við þá aðila sem áhuga hafa á samstarfi. Velferðarsvið mat samstarfshug- myndirnar út frá faglegum kröf- um sem lágu til grundvallar, stefnu sviðsins og áherslum í starfi þess hvað varðar þjónustu- stig og heildarlausn. Að mati sviðsins lágu rökstuddar og mál- efnalegar forsendur að baki vali á samstarfsaðila. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar var fengin til að leggja mat á ákvörðun velferð- arráðs og er það mat hennar að málefnalegar forsendur liggi að baki ákvörðuninni. Engin rýrð kastað á starfsemi annarra Með vali á samstarfsaðila um umrætt búsetuúrræði er ekki ver- ið að rýra á nokkurn hátt traust til þeirra aðila sem sóttust eftir samstarfi en urðu ekki fyrir val- inu, né heldur var verið að leggja mat á að þeir hafi ekki verið hæf- ir. Þvert á móti þóttu allir að- ilarnir uppfylla faglegar kröfur enda Velferðarsvið þegar að kaupa umtalsverða þjónustu í gegnum þjónustu- og samstarfs- samninga af öllum þeim aðilum sem sóttust eftir samstarfi, þ.e. Ekron, Samhjálp og SÁÁ. Tekið skal fram að fulltrúar í velferð- arráði hafa lagt á það áherslu að samstarfi við þriðja aðila sé dreift. Brýn þörf fyrir búsetuúrræði Þörfin fyrir opnun búsetuúr- ræðis með öflugum félagslegum stuðningi fyrir hóp fólks sem glímir við margháttaðan og lang- varandi félagslegan vanda er mjög brýn. Það að setja val velferð- arráðs á samstarfsaðilum til að reka umrætt búsetuúrræði í upp- nám eins og gert hefur verið und- anfarið er ábyrgðarhluti gagnvart þeim hópi sem þarf þjónustu og bíður eftir að úrræðið opni. Slíkt getur varla talist í þágu þeirra einstaklinga sem þurfa á þjónust- unni að halda og síst til þess fallið að flýta fyrir opnun úrræðisins. Höfundar eru formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og sviðsstjóri Velferð- arsviðs Reykjavíkurborgar Búsetuúrræði með félagslegum stuðningi UMRÆÐAN aJórunn Frímannsdóttir Stella K. Víðisdóttir Heilsuvernd- arstöðin þótti geta uppfyllt þennan þátt best af þeim aðilum sem sóttust eftir samstarfi. Auk þess þótti skipta máli að Heilsuvernd- arstöðin/ Alhjúkrun hafði til taks afar hentugt húsnæði fyrir umrædda starfsemi. Það er mjög vinsælt að skamma kaþólsku miðaldakirkjuna fyrir að reyna að þagga niður sólmiðju- kenningu Galíleós og Kóperníkus- ar. Þetta er svo vinsælt efni að Jón Gnarr sá þar leik á borði að gera flotta auglýsingu fyrir Símann. Snjallt hjá honum. Síminn græðir og Gnarr líka, vonandi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Hneisa kirkjunnar helst við. En svona al- mennt séð, finnst ykkur ekki ósanngjarnt að halda áfram að rassskella kirkjuna fyrir mistök sem hún er búin að játa? Hver vill láta gera grín að sér endalaust? Fá menn kannski eitthvert „kikk“ út úr þessari gagnrýni á kirkjuna? Það er almennt viðurkennt að áherslan á að jörðin væri miðja al- heimsins, sé aðallega frá hinum gríska Aristótelesi komin. Hann reyndi að sanna það vísindalega út frá vitneskju og rökum síns tíma á 4. öld f. Kr. Þessa kenningu Aristót- elesar gerði síðan miðaldakirkjan að sinni fyrir tilstilli guðfræðings- ins Tómasar frá Aquino. Hann hefði betur látið hana liggja milli hluta. En svo fór sem fór og þegar kaþólska kirkjan er búin að stað- festa eitthvað sem kenningu sína, á hún erfitt með að taka það aftur, enda breyskir menn þar við stjórn eins og annars staðar. En það er önnur saga. En menn gagnrýna ekki aðeins miðaldakirkjuna fyrir að halda fram jarðmiðjukenningunni, þeir gagnrýna Biblíuna líka. Þar skyldu menn stíga gætilega til jarðar og huga að orðalagi gagnrýni sinnar, því að lýsingar Biblíunnar á jörð- inni og himintunglunum eru ekki einhlítar, heldur hafa mörg blæ- brigði. Biblían reynir ekki lýsa fyr- irbærum náttúrunnar á sama hátt og vísindamaðurinn Aristóteles. Áherslur Biblíunnar eru ekki á náttúrufræði, heldur samband mannsins við Guð og stöðu hans í sköpunarverkinu. Auðvitað lýstu höfundar Biblíunnar jörðinni sem flatri kringlu, hvernig hefðu þeir átt á gera annað? Ekki höfðu þeir siglt í kringum hnöttinn! Við verð- um að vera sanngjörn gagnvart mörgu í Biblíunni. Sjálf lýsum við hlutum út frá útliti þeirra og kom- umst síðar að því að þar var ekki öll sagan sögð. Ætlum við að gera meiri kröfur til fyrri aldar manna en okkar sjálfra? Mér finnst það ekki sanngjarnt. Biblían var skrifuð á a.m.k. 1500 árum (frá um 1400 f. Kr.-100 e. Kr.) og þekking manna jókst mjög á þeim tíma. Þess vegna er sumu í Biblíunni lýst með „frumstæðum“ hætti. Opinberun- in vex eftir því sem ritunum fjölgar og ný þekking kemur fram. Há- tindi nær hún með orðum Jesú Krists. Mér finnst mörg gagnrýni á Biblíuna á frekar lágu plani. Kann- ast þú við þetta: „Biblían er ein- göngu hugarverk mistækra og frumstæðra manna. Biblían er skrifuð löngu eftir að atburðirnir gerðust og þess vegna mjög óná- kvæm heimild. Ritin eru ekki eftir þá sem sagðir eru höfundar þeirra. Miklu hefur verið breytt af upphaf- legum texta til að gera hann trú- verðugri. Margt er falsað og annað fjarlægt sem kom sér illa fyrir kirkj- una. Kirkjan hefur reynt að þagga niður rit sem voru óþægileg í valdabaráttu hennar og hindraði að þau kæmust í Biblíuna.“ Ég er viss um að þú hefur heyrt eitthvað af þessum fullyrðingum. Yfirleitt eru þær bornar fram án haldbærra raka eða þá þagað yfir hlutum sem hefði átt að taka fram um leið. Fæstir sem slíka gagnrýni heyra hafa hins vegar tíma til að kynna sér málið vel og leita að gagnrökum. Fólk fer því umhugs- unarlítið að trúa gagnrýninni og gera hana að sinni skoðun. Já, ég held að sumir gagnrýni Biblíuna af hreinum misskilningi. Ekki er það gáfulegt en gerist þó oft. Biblían hefur verið mikið gagnrýnd í fjöl- miðlum síðustu misseri en fáir hafa staðið upp henni til varnar þótt rík ástæða væri til. En hvers vegna hafa menn ítrek- að reynt að gera Biblíuna tortryggi- lega? Er hún svona ómerkilegt rit eða er eitthvað í henni sem mönn- um stendur stuggur af? Það er ekki einleikið hvað margir virðast hafa mikið horn í síðu hennar. Á tímum kalda stríðsins var henni skipulega eytt í Sovétríkjunum og eins á valdatímum Maós í Kína. Þar var trúleysi reyndar opinber stefna fyr- ir lýðinn og hatur á Biblíunni land- lægt meðal ráðamanna. En sá tími er að mestu liðinn, en samt hamast menn gegn Heilagri ritningu! Ég fullyrði að það er auðvelt að verja Biblíuna fyrir þeirri gagnrýni sem ég tiltók hér að framan, en það krefst þekkingar og vandvirkni. En slík vörn er nauðsynleg vegna þess að Heilög ritning er fjársjóður sem ekki má missa gildi sitt. Að lokum þetta: Hvaða afleið- ingar hefur það ef Biblían er gerð tortryggileg? Fólk les hana síður, það dregur í efa boðun kirkjunnar og álítur siðferðisboðskap kristn- innar gamaldags, ef ekki úreltan. Er það þjóðlífi okkar til góðs? Er boð- skapur Biblíunnar svo hættulegur eða ómerkilegur að við ættum að forðast að lesa hana? Nei, vitaskuld ekki! Ég tel að þjóð okkar hafi mikla þörf fyrir þann góða og heil- brigða boðskap sem Jesús Kristur flutti. Ég hvet fólk til að lesa Biblí- una og líka að kynna sér staðreynd- ir um hana, svo að ranghugmyndir spilli ekki lestrinum. Enginn skyn- samur maður vill fara með fleipur. Höfundur er prestur Íslensku Kristskirkjunnar, Grafarvogi. 3G – Gnarr, Galíleó og Guð UMRÆÐAN aFriðrik Schram Biblían hefur verið mikið gagnrýnd í fjölmiðlum síðustu miss- eri en fáir hafa staðið upp henni til varnar þótt rík ástæða væri til. Jón Gnarr Þetta er svo vinsælt efni að Jón Gnarr sá þar leik á borði að gera flotta auglýsingu fyrir Símann.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.