24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 26.06.2008, Blaðsíða 6
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Sérfræðingahópur um jarðlesta- samgöngur skilaði í síðasta mán- uði umsögn vegna þingsályktun- artillögu um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Í umsögn- inni kemur fram sú skoðun sér- fræðinganna að svokallað metró- kerfi sé „það eina sem lítur út fyrir að vera vit í og því ber að kanna þann kost til þrautar mið- að við íslenskar aðstæður og sér- kenni“. Þeir vilja því að athug- unin á hagkvæmni lestasamgangna verði einnig látin ná til metrókerfisins og að fram- tíðarlausnir í almenningssam- göngum verði mótaðar eftir því. Myndi kosta 40 til 50 milljarða Björn Kristinsson, fyrrverandi prófessor við verkfræðideild Há- skóla Íslands, er einn sérfræðing- anna í hópnum. Hann segir helstu kostina við neðanjarðar- lestir vera þá að ferðatíminn sé mjög stuttur, þær taki ekki götu- pláss, trufli ekki umferð og stuðli ekki að hávaðmengun. „Hver kílómetri í lagningu kerfisins myndi líklega kosta um þrjá milljarða króna auk þess sem hver lestarstöð ætti að kosta um einn milljarð.“ Í umsögn hópsins kemur fram að rekstur bílaflota höfuðborg- arsvæðisins, sem einstaklingar eiga og reka, kosti um 150 til 225 milljarða á ári. Þorleifur Gunn- laugsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hélt því fram í 24 stund- um þann 20. júní að sú upphæð sem áætluð er í stofnfram- kvæmdir umferðarmannvirkja á næstu árum væri nálægt 100 milljörðum króna. Metróhópur- inn áætlar hins vegar að heild- arstofnkostnaður grunnmetró- kerfis yrði á bilinu 40 til 50 milljarðar króna. Ráðherra hefur boðið viðtal Utan umsagnarinnar til sam- göngunefndar segir Björn hópinn hafa viðrað þessar hugmyndir við ýmsa kjörna fulltrúa. „Kristján L. Möller samgönguráðherra er bú- inn að bjóða okkur viðtal og við búumst við því á hverjum degi. Hjá borginni hef ég hitt Hönnu Birnu, tilvonandi borgarstjóra, og Kjartan Magnússon, stjórn- arformann Orkuveitunnar, og ég sendi þeim greinargerðina. Þau þekkja því málið.“ Björn bendir á að metrókerfið myndi einnig leysa vandamál varðandi þéttingu byggðar því sérhæfðir miðkjarnar myndu myndast í kringum hverja stöð. Þannig yrði til ný kjarnabyggð. Fáist fjármagn til verkefnisins ætlar hópurinn að gera grófa áætlun um staðsetningu slíkra stöðva ásamt drögum að leið- arkerfi og rekstraráætlun. Hann telur jarðlestagerðina gerlega þar sem berg á höfuðborgarsvæðinu sé talið þokkalegt til gangagerðar. Metró í Reykjavík  Sérfræðingahópur skilaði samgöngunefnd umsögn þar sem fjallað er um jarðlesta- samgöngur á Íslandi  Telja jarðlestir vera einu vitrænu lausnina í almenningssamgöngum Leiðakerfi Rafdrifnar skutlur yrðu notaðar til að ferja fólk á stöðv- arnar. Myndin sýnir hug- mynd að metró- og skutlukerfi í Kópavogi. ➤ Í hópnum eru Birgir Jónssondósent, sem kennir m.a. verk- fræðilega jarðfræði, Björn Kristinsson, fyrrverandi pró- fessor í verkfræði, Sigurður Erlingsson prófessor, sem kennir m.a. jarðtækni og jarðgangagerð, og Þorsteinn Þorsteinsson aðjúnkt, sem kennir m.a. samgöngufræði og hönnun samgöngu- mannvirkja. METRÓHÓPUR Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið eiga í viðræðum við Rio Tinto Alcan um orkuöflun vegna fram- leiðsluaukningar álversins í Straumsvík og segir hann orkuna verða sótta á Þjórsársvæðin. „Það nær bara til nýrra álvera,“ segir hann aðspurður um það hvort ekki hafi verið útilokað að sú orka færi til álvera. „Við höfum skyldum að gegna við okkar við- skiptavini til meira en 40 ára. Við getum ekki útilokað að selja þeim viðbót ef þess þarf,“ útskýrir hann. Virkjunum er ætlað að skila sam- tals um 350 MW. „Þetta tekur bara lítinn hluta af því. Svo höf- um við gert samning við Verne Holding sem við þurfum auðvit- að að efna,“ segir Friðrik og bætir við: „Okkar vandamál er að þess- ir aðilar þurfa á orku að halda fyrr en okkur sýnist ætla að geta orðið vegna tafa á undirbúningi virkjananna í Þjórsá.“ ejg Á bara við ný álver 6 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2008 24stundir Guðmundur Arason, læknir hjá ART Me- dica, segir að metið sé út frá læknisfræðileg- um rökum hverju sinni hvort líklegt sé að tæknifrjóvgun skili tilætluðum árangri, áður en ákvörðun um meðferð er tekin. „Ef það eru litlar sem engar líkur á því að kona geti orðið þunguð förum við ekki út í tæknifrjóvgunarmeðferð, þótt kona vilji það. Ekki frekar en að hjartalæknir framkvæmir aðgerð ef það eru engar líkur á að hún skili árangri, þótt sjúklingur vilji það. Sjúklingur getur ekki neytt lækni til að gera eitthvað sem hann telur að muni ekki skila árangri.“ Í 24 stundum í gær sagði Matthildur Jóhannsdóttir að henni hafi verið neitað um tæknifrjóvgun án læknisfræðilegra raka. Hún sagði jafn- framt að eftir að tæknifrjóvganir voru færðar frá Landspítalanum til ART Medica sé erfiðara fyrir konur, sem komnar eru yfir ákveðinn ald- ur, að komast í meðferð vegna tæknifrjóvgunar. Guðmundur segir það alls ekki vera rétt. „Engin breyting hefur orðið á meðalaldri kvenna eftir að tæknifrjóvganir voru færðar til ART Medica.“ hos Sami aldur í tæknifrjóvgun Blaðamannafélag Íslands harmar að yfirvöld skyldu hafa takmark- að aðgang fréttamanna að ís- bjarnarhræinu við Hraun á Skaga í síðustu viku. BÍ þykir alvarlegt að lögreglu skuli hafa verið skip- að að loka þjóðvegi til að hindra fréttamenn við vinnu. Sú skýring umhverfisráðherra að ætlunin hafi verið að koma í veg fyrir óheppilegar myndir sem skaðað gætu ímynd landsins, bætir síst úr að mati BÍ, sem ítrekar að það sé ekki í verkahring yfirvalda að stýra því sem er myndað eða sagt. Ritstjórnarvaldið og ábyrgðin sé hjá fjölmiðlunum. „Allir tilburðir til þess að takmarka aðgang fjöl- miðla að fréttaviðburðum, til dæmis með því að hindra mynda- tökur, fela í sér tilraunir til rit- skoðunar,“ segir í ályktun stjórn- ar. bee Harma ritskoðun umhverfisráðherraflugfelag.is Skráðu þig í netklúbbinn Fáðu bestu nettilboðin - ávallt ódýrast á netinu REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík Sími 590 2100 · www.askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Eins og hugur manns Komdu og reynsluaktu Mercedez-Benz C-Class og finndu hvernig þessi kraftmikli bíll leikur í höndunum á þér. Njóttu sumarsins á þessum einstaka bíl sem er núna á enn betra verði. Verð frá 5.290.000 kr. eða 59.620 kr á mánuði.* Mercedes-Benz C-Class 180 Kompressor, 157 hestöfl - sjálfskiptur með Íslandspakka. *Miðað við 33,5% innborgun og gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 11,07%. Ó ! · 1 1 6 9 3

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.