Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008 21
G.Rúnar Blog.is
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 10. júlí
Þyrlað upp moldviðri
... Um daginn var ég
stödd við Gullfoss ásamt
hundruðum ferðafólks.
Veðrið var gott og regn-
bogi var yfir foss-
inum...EN... það sveimaði
risastór þyrla eins og vofandi fiskifluga
yfir fossinum og olli þvílíkri hávaða-
mengun að margir tóku fyrir eyrun. ...
Meira: ingibjorgelsa.blog.is
Hannes Friðriksson | 10. júlí
Glitnir að selja
í Fasteign ehf.?
… Nú í morgun sá ég á
vefnum að lá fyrir mál frá
Glitni banka er varðaði
fyrirhugaða sölu á hluta
af hlut þeirra í Fasteign
ehf. Auðvitað kom þetta
mér svolítið á óvart, ef lit-
ið er til þeirrar röksemdarfærslu sem að
baki stofnunar Fasteignar ehf. lá, en þau
voru einmitt þau að slíkt félag með Glitni
að baki væru hæfari til að fjármagna
verkefni sveitarfélaganna …
Meira: smali.blog.is
ÞEGAR ég rak aug-
un í grein Hildar Evlal-
íu Unnarsdóttur hér í
Morgunblaðinu 2. júlí
síðastliðinn átti ég erfitt
með að skilja hvernig
hún hefur upplifað æv-
intýrið á Austurlandi.
Svo ég vitni beint í
greinina hennar: „Með
álveri og virkjun átti að
bjarga Austurlandi og
fólksfækkun vegna kvótaruglsins.
En svo varð víst ekki raunin.“ Mér
finnst skondið að tala um björgun
sem niðrandi aðgerð því við vitum
öll hvernig ástandið var hér áður
fyrr. Við getum sett okkur í þau
spor hvernig ástandið væri í dag
vegna „kvótaruglsins“ ef það hefði
ekki verið komið álver. Hvernig
væri ástandinu háttað þá? Þá væri
pottþétt hægt að tala um „líkn-
ardeildina Austurland“.
Störf við allra hæfi
Mér finnst ótrúleg einföldun þeg-
ar fólk talar um að það sé bara hægt
að vinna sem framhaldsskólakenn-
ari hér fyrir austan eða í álveri.
Sumir halda að vinnan sem er unnin
í álveri sé vinna eins
og tíðkaðist í 100 ára
gömlum verksmiðjum
Sovétríkjanna, en
þannig er það ekki.
Þau störf sem verið
er að tala um í álveri
eru svo dæmi séu
tekin: Rafvirkjar, bíl-
stjórar, hjúkr-
unarfræðingar, kokk-
ar,
viðskiptafræðingar,
verkfræðingar, ýms-
ar tegundir iðn-
aðarmanna og framleiðslufólks,
upplýsingastörf, öryggisverðir og
fleira og fleira sem ég get talið upp.
Hildur kemur inn á sjálfstætt starf-
andi atvinnurekendur í grein sinni
og nefndi í því sambandi Blómabæ
og Byggingavöruverslun KHB sem
hefðu lagt upp laupana þegar
Blómaval og Húsasmiðjan komu inn
á svæðið. En þetta er það sem er að
gerast alls staðar, það fer bara
meira fyrir því í litlum byggðarlög-
unum en til dæmis í Reykjavík. Mér
þætti gaman að fá taldar upp 3 sjálf-
stætt reknar byggingavöruverslanir
í Reykjavík.
Nokkur lítil fyrirtæki hafa hins
vegar orðið til í kjölfar álversins og
dafnað vel. Þar má nefna Fjarða-
þrif, Launafl sem samanstendur af
litlum verktakafyrirtækjum sem
hafa vaxið ört. Kaffihús, söfn,
íþróttavöru- og tískubúðir eru einn-
ig meðal þeirra sprotafyrirtækja
sem hafa rutt sér til rúms á svæð-
inu. Subway er á leiðinni austur og
líka Quiznos. Krónan og Pósturinn
hafa hafa fært út kvíarnar, einnig
Mannvit og HRV og svona gæti ég
lengi haldið áfram.
Íbúafjöldi Reyðarfjarðar
nær tvöfaldast
Samkvæmt opinberum tölum frá
Hagstofunni, Fjarðabyggð og
Fljótsdalshéraði hefur íbúum á Eg-
ilsstöðum og í Fellabæ fjölgað úr
1990 árið 2002 í 2673 árið 2008.
Þetta er 34% fjölgun. Á Reyðarfirði
hefur íbúum fjölgað úr 616 í 1140 á
þessu sama tímabili eða um 85%.
Útlendir farandverkamenn eru ekki
inni í þessum tölum.
Þarna sjáum við mikla fjölgun í
Fellabæ og á Egilsstöðum sem virð-
ist svæði Hildar en á Reyðarfirði
þar sem áhrifa álversins gætir mest
hefur fjölgað mest. Síðan skil ég
ekki þetta tal um skemmtistaðina,
að það sé álveri og virkjun að kenna
að þeir þrífist ekki. Margir af þess-
um stöðum hefðu fyrir það fyrsta
aldrei opnað nema af því að það
myndaðist markaður með þessum
framkvæmdum. Sumir af þessum
stöðum fóru á hausinn og aðrir ekki.
Það er einfaldlega eðli viðskiptalífs-
ins.
Virkjunin vinsæll
ferðamannastaður
Mér finnst líka persónulega ótækt
að fólk tekur álver og stillir því upp
gagnvart öllu hinu. Af hverju getur
álver ekki þrifist með til dæmis
fjallagrasatínslu sem svo margir
andstæðingar framkvæmdanna
bentu á sem góðan atvinnukost? Af
hverju geta þessir hlutir ekki virkað
saman? Til gamans má geta þess að
enginn af þessum andstæðingum
hefur sýnt því nokkurn áhuga að
koma og tína þessi blessuðu fjalla-
grös eftir því sem ég best veit.
Ég mæli með að andstæðingar
framkvæmdanna komi og skoði ál-
verið og virkjunina, sem er orðin
einn vinsælasti ferðamannastaður
Austurlands. Ferðamannaiðnaður-
inn hefur vænkast, eitthvað sem
andstæðingar framkvæmdanna
töldu dauðadæmt. Mesta ógnin sem
steðjar að ferðamannaiðnaðinum er
þessi ómálefnalegi málflutningur
andstæðinga virkjunarinnar sem
þeir breiða út.
Svo ég komi aðeins örlítið inn á
fasteignamarkaðinn og allar 335
íbúðirnar sem eru skráðar til sölu á
Austurlandi. Þetta vandamál er
ekkert sérvandamál á Austurlandi,
heldur er þetta að gerast í Reykja-
vík, á Spáni, í Bandaríkjunum og
svo gott sem alls staðar. Ég fagna
þessu samt miðað við ástandið sem
var hér áður, þegar til dæmis húsið
sem ég bý í, sem er 170 fm hús, var
metið á 4 milljónir. Í dag er það
metið á 20 milljónir. Áður var fólk í
gíslingu eigna sinna, en er það ekki
lengur. Á Reyðarfirði hafði ekki ver-
ið byggt hús í 10 ár þar til þetta
byrjaði. Ég endurtek, 10 ár.
Í stuttu máli hefur íbúum fjölgað,
fjölbreytni hefur aukist, laun hækk-
að, tækifærunum fjölgað og bjart-
sýni aukist samkvæmt könnun Há-
skólans á Akureyri.
Ég hef búið öll mín 18 ár hér fyrir
austan og er virkilega stoltur af
þessum framkvæmdum. Ég er sum-
arstarfsmaður í fyrsta sinn hjá Al-
coa Fjarðaáli og er mjög ánægður
hér. Ég tek það jafnframt fram að
ég er mikill náttúruunnandi og hef
ferðast mikið um landið, eitthvað
sem margir andstæðingar álvers og
virkjunar ættu að gera líka.
Eftir Hafþór Eide
Hafþórsson » Íbúum hefur fjölgað,
fjölbreytni aukist,
laun hækkað, tækifær-
unum fjölgað og bjart-
sýni aukist.
Hafþór Eide Hafþórsson
Höfundur er menntaskólanemi og
sumarstarfsmaður hjá Alcoa Fjarða-
áli.
Virkjun, álver og meira líf
Í UMRÆÐUNNI undanfarið
hefur komið fram að aukin iðn-
aðarstarfsemi álvera á Íslandi
myndi skaða ímynd landsins. Ég
er ósammála þessu. Þvert á móti
tel ég að mikilvægur liður í að
byggja upp sterka og góða
ímynd, sé að stuðla að góðu
mannlífi. Til þess að það sé hægt
þurfa stoðir atvinnulífsins að
vera styrkar. Ég styð þess
vegna byggingu álvers á Bakka
við Húsavík og nýtingu umhverf-
isvænna orkuauðlinda svæðisins til nýsköp-
unar í atvinnulífi.
Árið 2004 vann ég B.Sc. verkefni um
ímynd Húsavíkur meðal Íslendinga á aldr-
inum 20 til 60 ára. Niðurstöður rannsókn-
arinnar bentu til þess að ímynd staðarins
væri afar óljós og fólk hefði litla sem enga
vitneskju um það hvað staðurinn hefur upp
á að bjóða. Ímyndin var frekar í neikvæðari
kantinum. Helst var talið að á Húsavík væri
lítið um afþreyingu og að bærinn væri gam-
aldags og rólegur. Þetta var neikvætt í hug-
um þeirra sem svöruðu spurningum í könn-
uninni.
Erfitt að snúa til
baka eftir nám
Þetta gefur hugmynd um þá
ímynd sem Húsavík og jafnvel
landsbyggðin öll hefur verið að
berjast gegn á síðustu árum.
Staðnaður og óspennandi stað-
ur er ekki sú mynd sem íbúum
Húsavíkurbæjar hugnast og
mikið hefur verið reynt og gert
í því að styrkja og styðja at-
vinnulíf hér á staðnum und-
anfarin ár. Þrátt fyrir það hef-
ur fyrirtækjum fækkað og fólk
flust frá staðnum og langt er síðan íbúaþróun
hér var jákvæð. Ein ástæða þessa er sú að
það hefur verið erfitt fyrir fólk að snúa til
baka, eftir að hafa farið héðan til að sækja
sér menntun.
Þegar ég flutti til Húsavíkur að loknu
meistaranámi erlendis nýverið kveið ég því
einna helst að hér væri litla atvinnu að hafa
við hæfi, enda hafa atvinnutækifærin hér
ekki verið á hverju strái.
Ég hafði þó heppnina sannarlega með mér
og gegni í dag mjög spennandi starfi í orku-
geiranum sem er í senn krefjandi og spenn-
andi. Ekki spillir að með mér starfar einvala
lið og mannauður fyrirtækisins er mikill. Það
hafa þó ekki allir verið jafn heppnir og ég í
þessum efnum.
Álver eflir ferðaþjónustu
Á Húsavík er virkilega gott að búa en bet-
ur má ef duga skal. Mér finnst mikilvægt að
hér rísi álver til að styrkja atvinnulíf og
áframhaldandi byggð á svæðinu
Hér hefur margt gott verið gert og það er
mitt mat að rísi hér álver myndi það styrkja
og styðja við áframhaldandi uppbyggingu og
góð búsetuskilyrði. Ferðaþjónusta er til að
mynda í blóma hér og með álveri myndu sam-
göngur til svæðisins verða greiðari sem
myndi vonandi stuðla að auknu flæði ferða-
manna hingað. Það er ekki áhyggjuefni af
minni hálfu að ferðamenn forðist Húsavík ef
hér rís álver. Öflugt og iðandi mannlíf dregur
að ferðamenn. Það hefur sýnt sig að ferða-
þjónusta í heiminum er mikil í kringum
mannvirki og iðnað af ýmsu tagi, eins og nú
sýnir sig t.d. við Kárahnjúka. Þá finnst mér
einnig merkilegt að hægt verði að sýna ferða-
mönnum, innlendum sem erlendum, að ál sé
framleitt hér á Íslandi með endurnýjanlegum
orkugjöfum, með orku úr iðrum jarðar eins
og til stendur í álveri á Bakka. Með því erum
við að leggja okkar lóð á vogarskálar um-
hverfisverndar á heimsvísu og þannig erum
við hluti af lausninni. Mér finnst það óbilgirni
að kenna sig við að vera „grænn“ eða „um-
hverfisverndarsinni“ en vilja fyrir alla muni
vísa framleiðslu áls úr landi til annarra landa
þar sem það yrði framleitt með mun meiri
losun gróðurhúsalofttegunda en hér. Við vilj-
um nota vistvænni bíla, sumir kjósa að hjóla,
mörg okkar fljúga og þar fram eftir götunum
en með því erum við að viðhalda eftirspurn
eftir áli. Það er mitt álit að við getum ekki
tekið þátt í að auka eftirspurn eftir áli en
neitað að framleiða það,. Ábyrgð Íslendinga
er töluverð þar sem við getum framleitt orku
á vistvænni hátt en margir aðrir.
Vissulega er allt gott í hófi og það er ekki
mitt mat að við eigum endilega að kappkosta
að byggja sem flest álver á Íslandi. Hins-
vegar finnst mér fyrirhugað álver á Bakka
vera sérlega rökrétt með tilliti til nýtingar
þeirra orku sem Húsvíkingar og nærsveit-
ungar hafa í „bakgarðinum".
Hér hefur íbúaþróun verið á þann veg að
ekki hefur tekist að stemma stigu við brott-
flutningi ungs fólks úr samfélaginu. Norð-
urþing þarf á nýjum, öflugum vinnustað að
halda sem skapar ný tækifæri fyrir ungt fólk
til að starfa á svæðinu. Íbúar Norðaust-
urlands hafa rétt til að nýta orku á svæðinu
sér og sínum til hagsbóta og álver á Bakka
mun verða til mikilla hagsbóta fyrir íbúa
svæðisins og landsins alls.
Eftir Guðrúnu
Erlu Jónsdóttur
» Það er ekki áhyggjuefni að
ferðamenn forðist Húsavík
ef hér rís álver. Öflugt og ið-
andi mannlíf dregur að ferða-
menn.
Guðrún Erla Jónsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Orkuveitu Húsavíkur ehf.
Ímynd og álver
Sjáðu þarna uppi Afkomendur Thors Jensen komu í gær saman á Fríkirkjuvegi 11 í tilefni þess að öld er liðin síðan flutt var inn í húsið. Ólafur Ragnar
Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff voru meðal gesta. Húsið er sögufrægt og er nú komið í eigu afkomanda Thors Jensen, Björgólfs Thors Björgólfssonar.