Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 36

Morgunblaðið - 11.07.2008, Page 36
Tjúnið bassakeiluna. Pússið Buffalo-skóna. Fáið ykkur leyninúmer hjá Tali. Framundan er bullandi hlöðukelirí… 39 » reykjavíkreykjavík Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson Akureyri | Í hinu óviðjafnanlegu Safnasafni er unnið hörðum höndum að uppsetningu sýninga um þessar mundir. Á morgun mun Gjörn- ingaklúbburinn opna sýningu á verkum sínum kl. 16 og listakonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sama dag kl. 14 sýningu sem byggir á Réttardeginum sem hún hélt í júní við góðar undirtektir. Sýning Gjörningaklúbbsins í Safnasafninu byggir einnig á minni úr sveitinni: gestrisni. Í forgrunni er stórt tjaldverk sem er í senn tjald- kona og fjall, en einnig er þar að finna kleinur í öllum regnbogans lit- um og óvenjulega gripi eins og kína- sauðskinnskó og skotthúfubombu. „Verkin á sýningunni eru sprottin frá hugmyndinni um hlutverk kon- unnar sem gestgjafa í gegnum ald- irnar,“ segir Jóní Jónsdóttir úr Gjörningaklúbbnum. „Konan veitir skjól og skapar rými fyrir samskipti á milli manna. Til að lifa af í þessum heimi verður maður að vera fús til að þiggja það sem manni er gefið og gefa á móti. Um það fjöllum við: hvað það er að vera gestrisinn í eigin landi, hvernig við bjóðum fólki til okkar. Við fjöllum einnig um hvernig það er að vera gestur í nýju landi.“ Það má því sannlega segja að efni sýningarinnar tengist því sem ber hæst í íslenskum samtíma. Tengjast vangavelturnar því að ykkur var boðið norður að sýna? „Að vissu leyti, já. Þegar okkur var boðið að sýna á Safnasafninu spurðum við okkur hvernig væri að fara út á land og hvernig okkur yrði tekið. Safnasafnið hefur tekið vel á móti okkur og við vonum að aðrir geri það líka. Sýningin er öðrum þræði óður til sveitarinnar. Það er magnað að koma á sveitaheimili þar sem í boði eru föt af kleinum, hnallþórum og ljúffengum veisluréttum þannig að maður fær valkvíðakast við borðið. Á sama hátt ætlum við að vera gestrisnar og bjóða fólki upp á grill og gos, gítarspil og söng á morgun. Öllum er velkomið að koma og skemmta sér á fallegum stað.“ Gestrisni í Safnasafninu Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Gjörningaklúbburinn Öðru nafni The Icelandic Love Corporation sam- anstendur af Sigrúnu Hrólfsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Eirúnu Sigurð- ardóttur. Þær bjóða gesti velkomna í Safnasafnið á morgun kl. 16. Heimboð í gítarpartí og grillveislu hluti sýningar  Þungarokkshá- tíðin Eistnaflug hófst með pompi og prakt í Nes- kaupstað í gær- kvöldi. Um fimm- tíu hljómsveitir troða upp á hátíðinni í ár en há- punktur hátíðarinnar er óneit- anlega tónleikar Ham sem fram fara rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum Morgunblaðs- ins er hópur íslenskra kvikmynda- gerðarmanna kominn til Neskaupstaðar og er ætlun þeirra að taka upp efni fyrir heimild- armynd sem mun vera í smíðum um íslenska þunga- og dauðarokks- tímabilið sem reið röftum hér á Ís- landi á tíunda áratugnum síðasta. Eistnaflug hafið í Neskaupstað  „This club is under arrest bass cop You better turn up the bass now this club is under arrest bass cop Turn up the bass or get the fuck out of the club Bass cop, bass cop I’m here in the building to turn up the bass bass cop You are all under arrest you like it, bass cop You are all under arrest bass cop Move to the bass, move (Bass Cop með Merzedes Club) Bassalöggan er mætt í húsið, þér líkar það Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is UM 700 manns búa á Seyðisfirði að staðaldri. En í næstu viku hefst listahátíðin LungA í bænum og þá margfaldast íbúafjöldinn allskyndilega. „Þessa viku sem hátíðin stendur erum við að fá 3.000-4.000 manns í bæinn út af hátíðinni,“ segir Björt Sigfinnsdóttir sem er í framkvæmdaráði hátíðarinnar og segir mikinn handagang í öskj- unni. „Þetta er auðvitað algjört brjálæði og allir himinlifandi með það, skilar fullt af peningi í bæjarkassann.“ En LungA skilar þó miklu meiri verðmætum en það. „Á LungA-vikunni koma brottfluttir Seyðfirð- ingar mikið heim, við hvetjum leiðbeinendur að fara út með listasmiðjurnar sínar svo við verðum sýnileg þannig að það skapast mjög góð stemn- ing,“ segir Björt og bætir við að hátíðin hafi áhrif árið um kring. „Krakkar koma mun frekar heim allt sumarið og LungA er stór hluti þess sem dregur þá aftur heim,“ segir hún um seyð- firska unglinga sem eru margir í námi í fram- haldsskólum annars staðar á veturna. Teiknisagnagerð og sirkuskúnstir, gjörningar og fatahönnun Á hátíðinni eru listasmiðjur í gangi á milli kl. 9 og 16 úti um allan bæ í teiknisagnagerð, hljóm- list, gjörningum, fatahönnun og sirkuskúnstum. Alls eru um 80 þátttakendur í listmiðjunum sem einbeita sér alla vikuna að einni listmiðju en þá er að auki eitt kvöldnámskeið í bókbindingum sem allir geta sótt. Kvöldin eru svo þéttskipuð þar sem tónlistaratriði, kvikmyndasýningar og ýmsar aðrar menningaruppákomur eru í boði fyrir gesti hátíðarinnar. Þátttakendur í list- smiðjunum eru á aldrinum 16-25 ára en önnur dagskrá hátíðarinnar er öllum opin. „Við erum að fá krakka af öllu landinu sem og frá öðrum löndum,“ segir Björt en í ár verða 20 krakkar frá Eistlandi og Finnlandi með. Aðstandendur LungA hafa lagt áherslu á að eyða ranghugmyndum sem oft eru í gangi varð- andi listir og hafa reynt að gera listina aftur kúl í hugum unglinga á staðnum. „Síðasta sumar voru allar smiðjur troðfullar rétt eins og nú, það talar alveg fyrir sínu. Svo fengum við Eyrarrós- ina 2006, sem segir að við séum hipp og kúl,“ segir Björt og glottir. Að gera listina kúl aftur LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi, fer fram á Seyðisfirði í næstu viku Framkvæmdaráð LungA Frá vinstri: Ívar Pétur Kjartansson, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Björt Sig- finnsdóttir, Sigríður Eir Zophoniasardóttir, Lísa Leifsdóttir og Guðmundur Jónsson. Á myndina vant- ar Hrefnu Bóel Sigurðardóttur, hún var erlendis þegar myndin var tekin. Hugleikur Dagsson heldur teiknimynda- sagnasmiðju, Björn Stefánsson, trommari úr Mínus, stjórnar Stomp, námskeiði í rytma og hljóði, Gísli Galdur og Curver Thoroddsen stjórna skífuþeytingum og vinna með ein- kennileg hljóð, bræðurnir Snorri og Ás- mundur Ásmundssynir halda gjörn- ingasmiðju og sirkuskennararnir Henna og Olla úr Circus Cirkör leiðbeina fjölleika- hússtjörnum framtíðarinnar. Fjölmargir tónleikar fara fram í tengslum við hátíðina þar sem hljómsveitir og tónlist- armenn á borð við Bang Gang, skífuþeyt- ararnir Trentmoller og Kasper Björke, Dísa (Bryndís Jakobsdóttir), Bloodgroup, FM Bel- fast, B.Sig, E.T. Tumason, Benni Hemm Hemm, Borkó, Morðingjarnir og Reykjavík! koma fram. Auk þess verður sérstök hönnunarsýning, Loppumarkaður þar sem allt mögulegt verð- ur til sölu, ljósmyndasýning, myndlistarsýn- ing og graffití-gjörningur og þá verður sér- stök sýning af afrakstri listasmiðjanna þar sem öllum listgreinunum er blandað saman. Dagskrána í heild sinni má sjá á heima- síðu hátíðarinnar, www.lunga.is. Dagskrá LungA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.